Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURLA UG SVEINSDÓTTIR + Sigurlaug Sveinsdóttir fæddist á Hofi á Höfðaströnd 21. mars 1920. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 10. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rósamunda S. Ey- jólfsdóttir, f. 17.2. 1895 á Vöðlum í Vöðlavík í Helgu- staðahreppi, látin 31.7. 1948, húsmóð- ir, og Sveinn Sig- urðsson, f. 7.12. 1888 á Móskógum í Fljótum, látinn ,17.2. 1953, sjómaður og verkamaður á Siglufirði. Systk- ini hennar eru: Kristín, f.v. matráðskona á Kleppspítala, búsett í Reykjavík; Margrét, f.v. fulltrúi og félagsráðgjafi lýá félagsmálastofnun Reylq'a- víkurborgar, búsett á Alftanesi; Kristján, lést í æsku 1932; Jó- hanna, verslunarmaður, látin 1944; Friðrik, heilsugæslulækn- ir á Reykjalundi, búsettur í Mosfellsbæ; Jóna, verslunar- maður, búsett á Akureyri; Kristjana, húsmóðir, búsett í Hafnarfirði, látin 1988; Sigur- laug giftist Jóni Þóri Helgasyni 7.7. 1942. Hann var sor.ur hjónanna Helga Jónssonar skósmiðs og kaup- manns á Hóli í Nes- kaupstað og Guð- rúnar Jónsdóttur frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Jón lést 30. júní 1983. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 9.10. 1944, rafvirki, kvæntur Björgu Karlsdótt- ur leikskólakenn- ara. Þau búa í Garðabæ og eiga fjögur börn. 2) Sveinn, f. 7.9. 1948, lífefnafræðingur, kvænt- ur Maríu Ólafsdóttur skrif- stofumanni. Þau eru búsett í Garðabæ og eiga tvö börn. 3) Guðrún, f. 18.5. 1955, læknarit- ari, gift Vilhjálmi Þór Guð- mundssyni kvikmyndatöku- manni. Þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn. 4) Rósa, f. 20.1. 1962, húsmóðir, gift Ósk- ari Þórðarsyni viðskiptafræð- ingi. Þau eru búsett á Skaga- strönd og eiga þijá syni. Útför Sigurlaugar fer fram frá Akraneskirkju í dag. ÞEG AR við kveðjum elskulega syst- ur okkar Laugu, hrannast minning- ar upp í hugann frá liðinni tíð, Laugu verður ekki minnst öðruvísi en að Jón mágur komi inn í mynd- ina. Svo samofin eru þau í minning- unni. Ung fór hún að heiman frá Siglufírði til þess að heimsækja móðurfólk sitt í Neskaupstað og ætlaði að dveljast þar í einn mán- uð. Dvölin varð lengri. Þar kynntist hún fyrstu og einu ástinni, sem entist ævina og var farsæl. Eftir að Jón lauk gagnfræðaprófi í Nes- kaupstað, var ekki margra kosta völ að læra meira á heimaslóðum. Fyrir milligöngu góðra manna gat hann komist á námssamning hjá fyrirtækinu Þorgeir og Ellert á Akranesi sem vélvirki árið 1940. Þangað fór unnustan með honum. Þau leigðu sér íbúð og bytjuðu bú- skap. Jón lauk námi og ákváðu þau að setjast að á Akranesi. Tveir frændur hans og vinir frá Neskaup- stað kvæntust á Akranesi. Það voru bræðurnir Hjalti Bjömsson, sem lærði vélvirkjun hjá Þorgeiri og Ellert, kvæntur Sigríði Einarsdótt- ur, og Hákon Björnsson, rafvirki, kvæntur Sigríði Sigursteinsdóttur. Þau byggðu sér hús í nálægð hver annars og náinn vinátta og sam- heldni ríkti á milli heimilanna. Við systkinin kynntumst þessu ágæta fólki í heimsóknum okkar á Akranes og úr varð mikill fagnaðar- fundur í hvert sinn. Lauga og Jón voru gestrisin heim að sækja, heim- sóknir fjölskyldnanna voru árvissir viðburðir sem treystu fjölskyldu- böndin. Jón vann hjá Hval hf. í Hvalfirði og var þar verkstjóri. Höfðingshjónin Loftur Bjamason og frú Sólveig kona hans gerðu fjöl- skyldufólki er vann þar kleift að búa á sumrin við góðan aðbúnað í bröggum í hvalstöðinni. Oft áttum við leið um hinn fagra Hvalfjörð með viðkomu hjá fjölskyldunni og em börnum okkar minnisstæðar fjöm- og bæjaferðir frá þeim tíma. Lauga var glaðlynd, félagslynd og söngelsk. Við systkinin tókum lagið á afmælis- og hátíðastundum. Faðir okkar fluttist á heimili Laugu með orgelið sitt og spilaði á það daglega fram til hins síðasta. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness eftir stutta legu þar. Lauga tók virkan þátt í starfsemi Slysavarnafélagsins og Lionessu-klúbbsins. Hún var í kirkjukórnum þegar ástæður leyfðu. Lauga annaðist Helga tengdaföður sinn í hárri elli, en þau hjón fluttust á Akranes 1949 og bjuggu í sama húsi. Þau áttu neðri hæð hússins og þar var Helgi með skóverkstæði og skóbúð í viðbygg- ingu fram á níræðisaldur. Hann lést 92 ára árið 1979. Guðrún kona hans lést 76 ára árið 1962. Ósk Helga um að fá að vera sem lengst á heimili sínu varð að vemleika. Hann kunni að meta natni, um- hyggjusemi og hlýju tengdadóttur sinnar og mat hana mikils. Lauga átti hlýlegt og fallegt heimili. Böm- in og fjölskyldan vom henni ávallt efst í huga. Hjónin vora samhent um að rækta vel uppeldi bama sinna. Bamabörnin urðu hjónunum mikill gleðigjafi og náið var fylgst með þeim. Jón mágur féll frá á góðum aldri. Böm, tengdabörn og bamabörn urðu þá hennar styrkur og gleði. Lauga hafði fest djúpar rætur á Akranesi er hún valdi að flytjast þaðan í Garðabæinn árið 1991. Á þeim slóðum átti hún vinum að fagna og þar voru flest börnin henn- ar búsett. Siglufjörður átti líka rík ítök í henni, þó æskuvinir og frænd- garður hefði tvístrast. Oft ræddum við systur saman um æskuslóðir, æskuheimili og elskulega vini og ættingja á upp- vaxtarámm. Hin síðari ár ferðuð- umst við systur mikið saman bæði erlendis og innanlands, okkur tii skemmtunar og fróðleiks. Það vom miklir gleðidagar. Við systkinin bemm harm í huga og söknuð við fráfall Laugu systur, en gleðjum okkur yfír, að hún er laus úr viðjum hrömunarsjúkdóms er htjáði hana. Starfsfólki á sjúkra- deild Hrafnistu er færðar þakkir fyrir góða umönnun í nokkuð á annað ár. Við biðjum góðan Guð að styrkja alla er syrgja Laugu og óskum henni velfarnaðar á óþekkt- um brautum. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Systurnar. Sigurlaug Sveinsdóttir, kær vin- kona mín, er látin eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var erfítt að horfa á þennan ójafna leik, þennan óvin, sem sigraði hana að lokum, en ég held að þetta hafí verið hennar eini óvinur. Ég kynntist þeim hjónum fyrir um tuttugu ámm gegnum Margréti 'systur hennar, æskuvinkonu mína. Við þessi þrenn hjón, náðum vel saman og áttum dásamlegar ánægjustundir. En það liðu ekki mörg ár þar til við vorum allar þrjár orðnar ekkjur. Við fórum því saman nokkm seinna í ógleymanlegt ferðalag til Ítalíu, en ferðalögin urðu fleiri og það var sérstaklega ánægjulegt og lærdómsríkt að kynnast Laugu betur. Þegjandi samkomulag var um að rekja engar raunir og þá söng og dansaði Lauga mest allra og naut ferðalagsins. Hafi sjúkdómur henn- ar þá þegar gert vart við sig, lét hún á engu bera. Alltaf þegar ég hugsa um hana kernur upp í hug- ann þetta fyrsta ferðalag okkar saman, því þannig vildi ég helst muna hana, gáska hennar, glað- værð og velvild til allra. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni, enda átti hún marga vini. Þegar hún fluttist frá Akranesi til Garðabæjar saknaði hún stóra hlýlega og fallega heimilisins og vinanna sem höfðu hist daglega. Hún saknaði einnig Akraness, sem henni þótti vænt um og var stolt af, það fann ég þegar ég kom þang- að fyrst og hún var að sýna mér bæinn og heimili barna sinna, þar var mér svo vel tekið, sem ég væri ein af systmnum. Það er dýrmætt að hafa átt hana og hennar fólk að vinum. Nú er þessu stríði lokið og líklega veit enginn hversu vonlaust það var konu, sem hafði yndi af söng og hljómlist og kunni ósköpin öll, að geta ekkert tjáð sig á nokkum hátt í marga óendanlega mánuði og ár. Henni sem átti skilið fagra veröld. Kvöldið sem ég frétti lát hennar sló ég upp í ljóðum Tómasar Guð- mundssonar ljúflingsskálds, og fyrir mér varð ljóð úr Kveðja úr Fögra veröld. Úti er þetta ævintýr. Yfír skuggum kvöldið býr. Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng og trúað hafa sumarlangt á sól og vín. Vertu kært kvödd, þegar þú ferð nú ein i ferðalagið héðan og hjart- ans þakkir fyrir allar ljúfu minning- arnar. Ég votta öllum aðstandend- um hennar og vinum samúð. Margrét Hansen. Systir mín, Sigurlaug, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 10. þ.m. eftir langvinn og erfíð veikindi. Útför hennar verður gerð frá Akranes- kirkju í dag og þar verður hún lögð til hinstu hvíldar við hlið mannsins síns. Við dætur mínar eigum henni margt gott upp að unna. Hún var sjö árum eldri en ég. Hún kvaddi foreldrahús og æskustöðvar á Siglufirði ung að áram og hélt á vit örlaganna. Hún fór til Neskaupstaðar. Þar bjó móðuramma okkar, Jóhanna Stefánsdóttir, ekkja hnigin á efri ár ásamt móðurbræðmm okkar, Kristjáni og Jóhanni, ókvæntum. Þar var einnig búsett móðursystir okkar, Sigurborg, ásamt manni sín- um og börnum. Ég sá aldrei hana Jóhönnu ömmu okkar, en heyrði þeim mun meira um hana talað. Mér er ekki grunlaust um að hafa öfundað hana systur mína að eiga þess kost, þó að um hávetur væri, að fara austur og hitta fyrir og dveljast með henni ömmu og móðursystkinum okkar, frændfólki og vinum. Systir mín kom aldrei síðan, nema sem gestur, á æskustöðvarn- ar. Á Neskaupstað kynntist hún mannsefni sínu, Jóni Helgasyni á Hól. Með honum fluttist hún til Akra- ness. Þar hóf hann nám í vélsmíði hjá vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts. Allt sitt ævistarf unnu þau á Akranesi. Þau reistu sér hús og eignuðust fjögur mannvænleg börn. Ég kom fyrst á heimili þeirra í júní 1943. Þá vorum við siglfirskir gagnfræðingar á skólaferðalagi, höfðum safnað í ferðasjóð um vetur- inn, en sá sjóður var ekki digrari en svo að endastöðin hlaut að verða FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 35 Akranes, höfuðstaðurinn varð að bíða betri tíma. Ég gerði engin boð á undan mér. Við renndum á Skagann rétt um það leyti sem bíósýning var að hefjast í Bárunni. Þótt sýningin væri nánast hafín og búið að slökkva í salnum, mddumst við siglfirskir inn, enda nóg af lausum sætum í salnum. Hafi ég haft samviskubit af því að gera ekki strax vart við mig hjá systur minni, létti mér snarlega, þegar sýningunni lauk og gestir tíndust á brott. Þá vatt sér að mér vinur minn einn og sagðist hafa setið hjá henni móður minni á sýn- ingunni og með henni sé ung stúlka, sem hann þekki ekki. í þeim töluðu orðum gekk ég beint í fasið á þeim mæðgum og minntist við hana móður mína. Á það horfði systir mín tortryggnum augum. Vissi ekki hver stráksláni sá með hatt á höfði gerði sér svo dælt við hana móður sína. Hvomgt vissi af hinu. Móðir okkar hafí brugðið undir sig betri fætinum um líkt leyti og ég og haldið suður til að heimsækja dætur sínar, Sigur- laugu á Akranesi og Margréti á Álftanesi. Þarna varð mikill fagnað- arfundur. í stað þess að gista á hótelinu eins og til stóð og bekkjar- systkini mín gerðu, átti ég ógleym- anlega kvöldstund með þeim mæðg- um og mági mínum á heimili þeirra á Bakka, þar sem þau leigðu litla íbúð og voru enn bamlaus. Gisti ég hjá þeim og lét hótelið lönd og leið. Árin líða. Ég hvarf til náms í höfuðborginni. Þá var gott að eiga góðar systur að. 1950 hpf ég sumarstörf í Hval- stöðinni. Átti þá ekki fáar ferðimar út á Skaga. Alltaf tekið tveim hönd- um af systur minni og mági, hænd- ist að börnum þeirra ungum. Ekki fækkaði ferðunum á Skagann eftir ég kynntist konuefni mínu, en hún var borin og bamfæddur Ákurnes- ingur. Oft lá leið okkar hjóna á Skag- ann, ekki síst eftir að við fluttumst í Mosfellssveit. Dætur mínar minn- ast margra glaðra stunda frá þeim tímum og það því fremur sem þær í leiðinni áttu að fagna frændum og vinum í móðurætt. Síðan er Akranes ávallt sveipað dýrðarljóma'— í minningunni. Við minnumst Sigurlaugar glað- legrar og hlýlegrar að bardúsa í eldhúsinu, að reiða fram ljúffengar krásir og húsið fullt ilmi og angan. Allt á sitt endadægur, en minn- ingin hlý og fögur verður aldrei frá okkur tekin. Ég og dætur mínar, ekki síst Þóra, sem búsett er erlendis, þökk- um samvistimar og biðjum ástvin- um Sigurlaugar systur alls hins besta. Hún hvíli í friði. Friðrik bróðir og dætur. . ; Elsku amma, nú ertu farin, loks- ins fékkstu frið fyrir þessum erfiða sjúkdómi. Það var mjög sárt að horfa á þig fara svona og huggum við okkur við það að nú líður þér miklu bet- ur. Við söknum þín sárt og langar að þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur með nærvem þinni um leið og við kveðjum þig. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur .ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fýrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Elsku amma, hvíl þú í friði. F.h. barnabarna. Dagmar Ósk. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA JÓNA JÓHANNESDÓTTIR, Lindargötu 60, andaðist á heimili dóttur sinnar, Stíflu seli 8, mánudaginn 16. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR GUÐNADÓTTIR, Háaleitisbraut 52 (áður Sörlaskjóli 30), andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 17. janúar sl. Elfsabet Bjarnadóttir Parr, Sigurbjörn Bjarnason, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Birgir Bjarnason, Kolbrún Gunnarsdóttir, Jón Bjarni Bjarnason, Unnur Hjartardóttir, Ásdis Bjarnadóttir, Erling Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA JÓNSDÓTTIR, Aðalbraut 41B, Raufarhöfn, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Magnús A. Jónsson, Jón Magnússon, Katrín Hermannsdóttir, Margrét G. Magnúsdóttir, Hreinn Grétarsson, Magnús Örn Magnússon, Ragnheiður Sigursteinsdóttir, Valur Magnússon, Birna Sigurðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.