Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ fréttir mmEúmmm Þakplötur losnuðu víða í borginni MIKILL viðbúnaður var hjá lög- reglunni í Reykjavík í gær vegna illviðrisins sem gekk yfir höfuð- borgarsvæðið og var lögreglan með sérstaka stjórnstöð í samstarfi við björgunarsveitir til að sinna útköll- um tengdum því. Engin slys höfðu orðið á fólki þegar síðast fréttist vegna veðursins. Geir Jón Þórisson aðalvarðstjóri sagði að ástandið hefði verið hvað verst í vesturbænum og svo aftur í Grafarvogi. Þakplötur voru við það að Iosna víða í borginni og harður árekstur varð milli fólksbíls og strætisvagns á mótum Háa- leitisbrautar og Miklubrautar um miðjan dag. Ökumaður fólksbílsins var flutt- ur mikið slasaður á slysadeild og bíllinn er talinn vera ónýtur. Loka varð hluta af veginum vegna slyss- ins. Leikskólabörn flutt heim í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi var því sem næst ófært fólksbílum, að sögn Geirs Jóns, og sömu sögu var að segja af Suðurlandsveginum vegna ofankomu og roks. Þar hafði umferð gengið afar hægt fyrir sig og lögreglan og björgunarsveitar- menn þurfti að aðstoða marga ökumenn og halda veginum opn- um. Þá flutti lögreglan leikskóla- börn í Grafarvogi í rútu lögregl- unnar heim til sín. Annasamt var hjá slökkviliðinu í Reykjavík fyrri hluta dags og sinnti það 15 útköllum vegna foks og fokhættu. „Þetta var mest í HARÐUR árekstur varð á Háaleitisbraut milli strætisvagns og fólksbíls. Ökumaður fólksbílsins slasaðist mikið. BLINDHRÍÐ var á Suðurlandsvegi og gekk umferðin þar hægt. Engin slys urðu þó í illviðrinu þar. kringum miðbæinn og vesturbæ- inn. Á Einimel losnuðu þakplötur, við JL-húsið á Hringbraut fauk auglýsingaskilti, við Bíóborgina á Snorrabraut var þakkantur að losna, þakplötur á Njálsgötu þar sem ölgerðin var til húsa,“ sagði Bergsteinn Alfonsson aðalvarð- stjóri hjá slökkviliðinu. Mestu skemmdirnar eru taldar hafa orðið í Vesturfold í Grafarvogi þar sem kúluhús fór illa í foki. Fimm björgunarsveitir, 60 manns á tíu bílum, tóku síðan til við að aðstoða borgarbúa eftir megni, og auk þess var fjölmennt lögreglulið á þrettán bílum til taks. „Fok hefur verið minniháttar, að- eins í Grafarvogi en þó ekki mik- ið,“ sagði Geir Jón. Morgunblaðið/Júlíus ÞAKPLÖTUR losnuðu víða um borgina og á Njálsgötu þurfti slökkviliðið að beita stórvirkum tækjum til að hefta fok á þakplötum. Fjórir bæir rýmdir í Mýrahreppi og einn í Þingeyrarhreppi I önnum við að aðstoða bændur við gegningar FJÓRIR bæir í Mýrahreppi og einn bær í Þingeyrarhreppi hafa verið rýmdir í vikunni, bæði vegna snjó- flóðahættu og rafmagnsleysis. Þetta eru bæirnir Fremri Hjarðar- dalur, Neðri Hjarðardalur, Fremsti Hóll og Gil í Mýrarhreppi og Kirkju- ból í Þingeyrarhreppi. Rafmagnslaust hefur verið í Mýrarhreppi síðan á þriðjudag þeg- ar snjóflóð féll á raflínuna fyrir utan bæinn Gil. Rafmagn var í Þingeyrarhreppi þar til í gær að línan milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar bilaði. Að sögn Jón- asar Ólafsson sveitarstjóra á Þing- eyri hefur þorpið þó rafmagn frá díselrafstöðvum. Jónas sagði að talsverðar annir hefðu verið við að aðstoða fólk í sveitinni við gegningar. Snjóbíllinn væri alltaf á ferðinni og sótti meðal annars í gær veika konu út í sveit. Engin hætta er talin á snjóflóðum á Þingeyri en veður á þeim slóðum var mjög slæmt í gær og þyngdist þegar leið á daginn. „Ég hef verið sveitarstjóri hér í 24 ár og ég hef aldrei fyrr þurft að bakka í vinn- una. Bíllinn var í snjóruðningum og þeir stýrðu mér því ég sá ekki handa minna skil,“ sagði Jónas. Ekki flóðahætta Þungur snjór er á Suðureyri en ekki er talið að hætta sé á snjóflóð- um úr hlíðinni fyrir ofan bæinn, að sögn Halldórs Karls Hermannsson- ar sveitarstjóra. Bærinn hefur verið einangraður vegna ófærðar frá því á sunnudag. Þá hafa sendingar Ríkisútvarpsins heyrst stopult. „Síðan langbylgj- umastrið á Vatnsenda féll á sínum tíma hafa sendingar útvarps og sjónvarps rofnað. Það sem hefur bjargað okkur er að íslenska út- varpsfélagið hefur verið tengt í gegnum ljósleiðara og þannig höf- um við náð fréttum á Bylgjunni. Hins vegar byggja Almannavarnir sitt kerfi fyrst og fremst á Ríkisút- varpinu," sagði Halldór. Stefnír í neyðarástand Rafmagnslaust er í Gufudalssveit og stefnir í neyðarástand á nokkr- um bæjum þar, m.a. vegna kulda en bæirnir eru hitaðir með raf- magni. Menn frá Reykhólum lögðu af stað þangað aðfaranótt miðviku- dags. Þeir komust lítið vegna óveð- urs, enda er hjálparsveitin illa búin tækjum, og snéru til baka. Á miðvikudagsmorgun lögðu tveir snjóbílar, annar frá Selfossi og hinn frá Hellu, af stað áleiðis í Gufudalssveit, að ósk almanna- varna. á Patreksfirði. Var ætlunin að aka til Stykkishólms og feija bílana yfir Breiðafjörð en bílarnir eru það léttir að Breiðafjarðarfeijan Baldur getur flutt þá. Annar bíllinn valt á leiðinni en áhöfnina, 3 menn, sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn frá Stykkis- hólmi sóttu áhöfnina og bílinn, sem er talsvert skemmdur. Hinn bíllinn þurfti að leita vars á Heydal vegna veðurs en var und- ir kvöld lagður af stað aftur til Stykkishólms. Hins vegar var veð- urútlit slæmt og samkvæmt upplýs- ingum frá Landsbjörg var ólíklegt að Baldur færi yfir fjörðinn í gær- kvöldi. Snælduvitlaus stórhríð var við Breiðafjörð í gær. Á Reykhólum á Barðaströnd voru plötur á húsum byijaðar að losna og eitthvað var um að rúður brotnuðu. Ógurlegar hryðjur Á Drangsnesi stóðu enn 7 hús auð í gær en þau voru rýmd á mánudag vegna snjóflóðahættu. Að sögn Ingólfs Andréssonar hreppsstjóra hafði ástandið ekki verið kannað nánar í gær vegna illviðris. „Ég hef búið hér síðan 1977 og þetta er eitt versta veður sem ég man eftir. Hryðjurnar eru ógurlega," sagði Ingólfur. Hættuástandi aflýst á Bolungarvík Á Bolungarvík var hættuástandi aflétt í gær og fékk fólk að hverfa aftur til sín heima í öllum nemur þremur húsum sem næst voru fjall- inu. Þó að hvasst væri í gær og vonskuveður var vindáttin þannig að snjór hafði fokið úr fjallinu og ástandið batnað hvað það snerti, að sögn Einars Þorsteinssonar, lög- regluvarðstjóra. Hann sagði að eft- ir sem áður væru menn í viðbragðs- stöðu vegna veðursins og náið væri fylgst með öllum breytingum. Þijá- tíu hús voru rýmd á Bolungarvík að beiðni Almannavarnarnefndar, en til viðbótar fór fólk úr 10-20 húsum til viðbótar í öryggisskyni. Ætla má að 120-150 manns hafi yfirgefið heimili sín og fengu flestir inni hjá kunningjum og ættingjum. Höfnin er enn lokuð vegna veðurs- ins. Enn snjó- flóðahætta á Bíldudal SNJÓFLÓÐAHÆTTA var enn yfirvofandi á Bíldudal í gær en um 43 íbúar sem voru ekki á opinberu snjóflóðahættusvæði höfðu snúið til heimila sinna. Álíka fjöldi hélt enn kyrru fyrir hjá vinum og ættingjum, en ríf- lega 80 manns yfirgáfu heimili sín á þriðjudag. Örn Gíslason hjá stjórnstöð Almannavarna á Bíldudal sagði að enn væru um 20 íbúðir auð- ar eftir að yfir 30 hús voru rýmd í fyrradag í ysta hluta þorpsins. Tálknafjarðarlína í sundur Tálknafjarðarlína, sem ligg- ur á milli Mjólkárvirkjunar til Tálknafjarðar, slitnaði skömmu eftir hádegi í gær, þannig að öll byggðarlög á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu eingöngu rafmagn frá dísilrafstöðvum. Bíldudalur hefur vanalega einn- ig rafmagn frá sæstreng sem liggur frá Mjólkárvirkjun til Hrafnseyrar, en hann var líka í sundur. Rafmagn var skammt- að og áttu menn hjá Orkubúi Vestfjarða ekki von á að við- gerðarmenn gætu farið á stúf- ana fyrr en í dag. Öm sagði að engin stórvand- ræði hefðu orðið, en brátt tæki að skorta nauðþurftir á borð við brauð og mjólk. Einhveijir hefðu óskað aðstoðar við að komast á milli húsa, nálgast gaskúta og aðrar nauðsynjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.