Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 56
W/i^m HEWLETT milHM PACKARD ------------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frú mögulcika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hafsteinn Númason og Berglind Kristjánsdóttir misstu 3 börn í snjóflóðinu Sorgin sár er biðin var á enda ísafirði. Morgnnblaðið. HAFSTEINN Númason og Berglind M. Kristjánsdóttir misstu bömin sín þrjú í snjóflóðinu. Þegar það reið yfir var Hafsteinn að koma heim úr veiðiferð á togaranum Bessa. Skipið kom til Súðavíkur um miðnætti, en vegna veðurs og sjógangs var ákveðið að skipið legðist ekki að fyrr en á flóðinu, um klukk- an sex um morguninn. Áður en til þess kom dundu ósköpin yfir. Þá sváfu Aðalsteinn Hrafn, tveggja ára, og Hrefna Björg, sjö ára, í herbergjum sínum heima á Túngötu 5 en Kristján Númi, fjögurra ára, svaf í hjónarúminu við hlið móður sinnar, Berglindar M. Kristjánsdóttur, sem komst ein lífs af. Hafsteinn ræddi við blaðamenn á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði í gær eftir samráð við lækna. Séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur í Súðavík, var við- staddur þegar Hafsteinn lýsti af aðdáunarverðri rósemi og yfirveg- un þvi áfalli sem hann varð fyrir og þeirri reiði sem gagntók hann við að heyra í sjónvarpsfréttum að telpan hans hefði fundist látin. „Það gerði sér enginn um borð grein fyrir hversu mikið þetta var. Fyrstu fréttir sem við fengum af flóðinu voru annars staðar úr þorpinu og það hvarflaði ekki að mér að mitt hús hefði lent í þessu. Svo fóru að koma fréttir af því að þetta væri meira og meira og þá kom í ljós hverslags skelfing þetta var. Þá vissi ég að mitt hús hefði lent í þessu og það var mjög erfítt þegar ég hringdi og frétti að mitt hús væri farið, konan mín hefði bjargast en bömin mín væra týnd. Eftir það vissi ég ekki af mér í svolítinn tíma. Fyrst fannst mér erfiðast að vera um borð og komast ekki í land. Að vera rétt hjá, vita ekki neitt og komast ekki til hjálpar. Veðrið var svo slæmt að skipið komst ekki að og skipstjórinn ákvað að reyna það ekki því ef eitthvað kæmi fyrir mundi höfnin lokast og þar sem þá var von á hjálparsveitinni ákvað hann að vera fyrir utan og reyna frekar að lýsa upp svæðið. Það var nátt- úrlega það eina rétta sem hann gat gert í þessari stöðu.“ Allir um borð áttu ástvini í Súðavík „Það var líka mjög erfítt að vera ekki kominn inn í bæ þegar maður heyrði í fréttum í útvarpi hvað væri að gerast. Þá heyrði ég hversu mikið þetta var. Allir um borð áttu ástvini í Súðavík. Þetta er lítið þorp og menn vissu ekkert hveijir hefðu lent í þessu og hveijir ekki. Seinna um morg- uninn fór skipstjórinn með okkur Morgunblaðið/RAX HAFSTEINN Númason í sjúkrahúsinu á ísafirði í gær. Með honum eru Guðjón Kjartansson, svili hans, Þorsteinn Jóhannes- son, læknir, og Magnús Erlingsson sóknarprestur í Súðavík. innar í fjörðinn og þá fór ég í gúmmíbát yfir í Haffara sem kom okkur í land. Ég vildi fara að leita en þeir töldu rétt að ég sem að- standandi væri ekki inni á svæð- inu og ætti frekar að styðja kon- una mína sem hafði slasast og var í hálfgerðu losti," sagði Haf- steinn sem beið frétta af leitinni hjá konunni sinni í frystihúsinu þar til þau vora flutt til ísafjarðar ásamt öðrum Súðvíkingum. „Biðin hefur verið svo erfið hjá okkur öllum og sorgin hefur verið svo mikil. Við höfum verið að bíða eftir að fá fréttir og svo þegar fréttist að einhver hefði fundist lifandi eftir 15 klukkustundir eða sólarhring þá greip maður í vonina eins og hálmstrá. Svo missti mað- ur vonina en þá fannst annar eft- ir að sólarhringur var liðinn. Fólk hefur verið að brotna niður sitt á hvað. Eina stundina gat maður hughreyst aðra andartak, en svo þurfti maður sjálfur huggun. Ég var búinn að gera mér grein fyrir að börnin væru dáin en maður reyndi að halda í vonina. Það var sárt þegar eldri drengurinn fannst loks, en þegar telpan fannst síð- ust þá fann ég enga sorg þegar ég sá það í sjónvarpinu því ég varð svo reiður.“ Tvöfalt áfall ættingja Hafsteinn sagði að ónákvæmar upplýsingar hefðu valdið öðrum ættingjum hans áfalli. Hann á 18 og 14 ára dætur af fyrra hjóna- bandi sem búa á Akureyri og Eyrarbakka. Hann sagði að hjá Rauða krossinum hefði þeim verið sagt að tvö bamanna væru á lífi. „Þær urðu fyrir tvöföldu áfalli," segir hann. Hafsteinn var spurður hvernig hann sæi framtíð sína fyrir sér og hvort hann teldi sig geta risið undir þeim mikla missi sem hann hefði orðið fyrir. „Maður hugsar um að gefast ekki upp, flytja suður og byija upp á nýtt einhvers staðar annars staðar. Við bíðum núna eftir að fá lík barnanna okkar. Við eigum ástvini annars staðar á landinu sem standa við bakið á okkur og mér hefur þótt vænt um þá al- mennu hluttekningu sem maður hefur fundið fyrir um allt land í þessari miklu sorg,“ sagði hann. Óánægð með fréttaflutning Hafsteinn lagði ríka áherslu á að koma á framfæri athugasemd- um við fréttaflutning af slysförun- um. „í gær og í fyrradag þegar við voram að bíða frétta um hveij- ir hefðu bjargast og hveijir ekki höfum við verið að tala um að við erum mjög óánægð með hversu mikill fréttaflutningur hefur verið. Fjölmiðlar hafa miklu hlutverki að gegna við að koma á framfæri upplýsingum en mér finnst að það hefði þurft að fara hægar í sakirn- ar. Þegar svo er komið að það er búið að birta götunöfn þá fer fólk annars staðar á landinu sem þekk- ir mann að verða hrætt. Það urðu þarna slæm mistök. Það var búið að segja okkur að það ætti að birta lista yfír þá sem væru látnir og þá sem væri sakn- að. Ég vissi af því og svo settist ég í gærkvöldi fram til að horfa á sjónvarpsfréttir og þá er það fyrsta sem ég sé nafnið á telp- unni minni sem enn var saknað og það var sagt að hún væri lát- in. Það var ekki búið að koma þeim skilaboðum áleiðis. Ég vona að það verði hægt að læra af þessum mistökum. En mig langar líka til að koma því á framfæri að þetta yndislega starfsfólk hérna á sjúkrahúsinu er búið að vera okkur stoð og stytta og það er ekki hægt að segja með orðum hve við öll sem hér erum erum þakklát fyrir þá umhyggju sem það hefur sýnt okkur,“ sagði Hafsteinn Núma- son. Beðið eftir að hættu verði aflýst UM 300 Patreksfirðingar hafa nú verið frá heim- ilum sínum á þriðja sólarhring vegna snjóflóða- hættu, en götur á hættusvæði voru rýmdar þar á mánudag. Vel hefur gengið að koma fólkinu fyrir. Fimmtán manns eru í íbúð í Sigtúni og segir Sigurrós Sigurðardóttir, sem er í þeim hóp, að fólk finni til hræðslu og vanlíðunar. Hún hafi aldrei þurft að flýja heimili sitt og geri sér grein fyrir að hættan sé raunveruleg. A blaðsíðu 10 er viðtal við Sigurrós. Olíufélagið, OLÍS og Skeljungur Verð á bensíni lækkar í dag OLÍUFÉLAGIÐ hf. lækkar í dag verð á flotaolíu og svartolíu um rúm- lega 8% og útsöluverð á bensíni frá 1,10 kr. til 1,30 kr. lítrann. í kjölfar lækkunar OlíufélagsinS tilkynnti OLÍS um verðlækkun. Þá sagði Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, að verð myndi einnig lækka hjá því fyrirtæki. Verð á 92 oktana bensíni hjá Olíu- félaginu lækkar um 1,10 kr. og verð- ur 65,80 kr., verð á 95 oktana bens- íni lækkar um 1,20 kr. og verður 68,60 kr. og 98 oktana bensíni lækk- ar um 1,30 kr. og fer í 72,30 kr. Flotaolía lækkar í 16,30 kr. hver lítri og svartolía í 13,16 kr. Hjá OLÍS lækkar 92 oktana bens- ín um 90 aura og kostar þá 65,90 kr., verð á 95 oktana lækkar um 1,10 og verður 68,80 kr. og 98 okt- ana kostar 72,20 krónur hver lítri, sem er lækkun um 1,40 kr. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, sagði að ekki lægi fyrir hve mikil lækkun yrði hjá Skeljungi. „Við munum lækka verðið, enda verða hin félögin ekki ein með lægra verð, af samkeppnisástæðum." Nýjar birgðir og lægri álagning Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, sagði að bensínlækkunin stafaði af því að nýjar birgðir hefðu verið keyptar á lægra verði. Lækkun verðs á olíu til útgerðar stafar hins vegar af því að Olíufélagið hefur ákveðið að lækka álagningu sína á þessari vörutegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.