Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREIINIAR Blað skilur bakka TILVISANADEIL- AN tekur á sig mörg birtingarform. Eitt þeirra, grein Auðólfs Gunnarssonar, læknis, kom fram á síðum Morgunblaðsins 11. þ.m. Fjallaði hún um að kveða niður tilvísana- drauginn. Auðólfur er virtur læknir hér í borg með stóran praxís bæði á sérfræðingsstofu og utan hennar. Var því sjálfsagt að ljá því eyra, sem hann hafði fram að færa, sérstaklega um svona mikilvægt mál. Sigurbjörn Við lestur greinarinn- Sveinsson ar kom það því miður á daginn, að það er draugagangur víðar í heilbigðiskerfinu en í ráðuneytinu Það er víðar drauga- gangur í heilbigðiskerf- inu en í heilbrigðisráðu- neytinu, segir Signr- björn Sveinsson, en hann svarar hér gagn- rýni sérfræðinga á til- vísanakerfið. sjálfu. Jafnvel í hugskoti lækna. í greininni rak sig hvað á annars hom og sumt svo augljóslega, að haft var á orði af lesendum blaðsins. Minnti greinin mig strax á systumar tvær, píanósónötuna eftir Beethoven og sin- fóníuna eftir Tsjæíkovskíj. Vil ég leyfa mér að vitna til nokk- urra ummæla Auðólfs svo lesendur geti sjálfir um dæmt, hvað manninum hefur gengið til og hvernig til hefur tekist. Auðólfur segir þá, sem skoðað hafi afleiðingar tilvísanakerfís, sammála um „að væntanlegur spamaður hins opinbera yrði sennilega enginn og skaði yrði óviss.... Þannig gæti kostn- aður vegna ómarkvissrar meðferðar, t.d. óþarfrar lyfjagjafar vegna skorts á nákvæmri sjúkdómsgreiningu orðið veralegur, áður en leitað váeri til sér- fræðings og rétt meðferð hafín.“ Ennfremur segir hann: „Erfítt yrði að meta til fjár þann skaða, sem heilsutjón vegna ófullnægjandi rann- sókna og meðferðar gæti valdið ein- staklingunum.“ Sér nú hver maður við hveija er átt, enda segir hann það oftast óþarfa tímaeyðslu og kostnað fyrir sjúklinga að fara fyrst til heilsugæslulæknis og fá leyfí hans til að leita til sérfræð- ings. Síðan bítur Auðólfur höfuðið af skömminni með þessum orðum: „Ég ætla ekki sem sérfræðingur að gera lítið úr starfí heilsugæslulækna, starfsbræðra minna, og tel að oftast sé málum best komið í þeirra hönd- um.“ Hvemig ber að skilja þessa sam- suðu? En það er stutt í gagnrýnislausa sjálfumgleðina hjá sérfræðingnum. „Það er viðurkennd staðreynd, að sérfræðiþjónusta á Islandi er opnari, ódýrari og sennilega betri en í flestöll- um vestrænum löndum, sem við vilj- um bera okkur saman við.“ Auðólfur er hrifinn af hinu opna heilbrigðiskerfí í Bandaríkjunum. „Þrátt fyrir mikinn kostnað og ýmsa galla, hefur því reynst torsótt að fá bandarísku þjóðina til að breyta kerf- inu af þeirri ástæðu, að almenningur vill ekki afsala sér réttinum til að velja og hafna og er tilbúinn að greiða rétt sinn háu verði.“ Síðan kemur, alveg eins og draugur upp úr öðram draug: „Ég þekki marga einstaklinga, sem búsettir eru erlendis, en sækja áfram sérfræðiþjónustu hingað heim, m.a. vegna þess að þeir reka sig á ýmsar torfærur, þegar þeir leita eftir góðri sérfræðiþjónustu á hinum Norð- urlöndunum og í Banda- ríkjunum er hún oftast það dýr að þeir telja sig ekki hafa efni á henni.“ En gamanið fer fyrst að káma, þegar í ljós kemur grímulaus lýð- ræðisástin og álit hans á hlutverki kjörinna full- trúa fólksins: „Ég held að í þessu máli eins og mörgum öðram ættu stjórmáiamenn ekki að skipta sér af fram- kvæmdinni. Þeim ætti að nægja að skammta fé til viðkomandi mála- flokks og láta þá sem betur þekkja til skipta kökunni og gefa ein- staklingunum frelsi til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir um líf sitt og limi.“ Það er rétt eins og Sighvati sé ætlað að kasta skattpeningunum inn í hóp sjúklinga og lækna og láta síð- an þingheim betjast um gullið eins og Égill ætlaði sér forðum. Sk'rif af þessum toga dæma sig auðvitað sjálf. Annars vegar eru það sérfræðingarnir, sem bjarga lífí og limum almennings og hins vegar heimilislæknamir, sem flækjast fyrir í kerfínu og tefja fyrir því, að fólk fái besta hugsanlega úrlausn. En einhvern veginn fer ljóminn af þessu öllu í niðurlagsorðum læknisins. „Ég er ekki viss um að vestfírskir kjósendur yrðu þingmanni sínum þakklátir fyrir að senda sér uppvakn- ing þennan, sem meinar þeim að hringja beint í sinn sérfræðing í Reykjavík og fá hjá honum tíma, þegar þeir eiga leið í bæinn.“ Það færist alveg sérstök værð yfir mann við lestur þessara orða. Maður skreppur ósjálfrátt inn í heim skáld- konunnar frá Lundi, þar sem er kaffi- bolli á annarri hverri síðu. Sighvatur er bara að spilla þessari nóttlausu voraldar veröld og meina Vestfirðing- um að hitta sérfræðinginn sinn í Reykjavík, þegar þeir eiga leið hjá. Þeim rétti skal haldið, hvað sem það kostar. En heimilislæknarnir á Vestfjörð- um geta rétt eins haldið áfram að að sinna lífi og limum Vestfírðinga, eins og þeir hafa gert fram að þessu. 12. desember 1995. Höfundur er læknir í Revkiavík. Þekkingarkröf- ur í málmiðnaði Pétur V. Maack iðnmennt- ÍSLENSKUR málmiðnaður getur átt mikla möguleika í framtíðinni ef vel er á haldið og stöðugt verður sótt í fróðleik og nýjungar. Þekking, tækni, umhverfi og starfsskilyrði munu hafa afgerandi áhrif á þróun þessara mála. Með tilkomu gæðakr- afna í málmiðnaði, í flestum tilfellum komnar fram vegna vöruvöndunar, um- hverfisaðstæðna, ör- yggisbúnaðar og að- ildar okkar að EES og annarra alþjóðasam- þykkta, hefur æ oftar komið fram að þörf er á aukinni þekkingu í málmiðnaði. Þekking- arkröfurnar ná í mörgum tilfellum yfír allt menntunarsviðið hvort heldur sem er verkfræðimenntun eða un. Menntun og þekking starfsfólks getur skipt sköpum um það hvern- ig íslenskur málmiðnaður á eftir að standa sig á alþjóðlegum mark- aði. Það er jákvætt að aðilar vinnu- markaðarins hér á landi eru farnir að átta sig á þessu og gera meiri kröfur en oft áður. Umhverfismál og kælitækni Fyrirtæki í kæliiðnaði eru að aðlaga sig samþykkt íslands að Montreal-sáttmálanum sem tekur til verndunar ósonlagsins. Fyrir- tækin hafa sett fram kröfur um aukna þekkingu starfsfólks síns, jafnt verklega sem fagbóklega, og nær hún jafnt til verkfræði sem og iðnmenntunar. Þetta leiðir til þess að ekki verður leyfilegt að reka kælitækniiðnað á íslandi nema að uppfylltum gæðakröfum um framleiðsluna. Atvinnurekend- ur og launþegar í málmiðnaði á íslandi hafa nú þegar sett fram markmið um þekkingu í kælitækni- iðnaði sem uppfylla skilyrði Mon- treal-samþykktarinnar og eru sam- hljóða dönskum, norskum og sænskum arkröfum. þekking- Málmsuða og málmiðnaður Málmsuða er það svið í málmiðnaði sem nær til hvað flestra iðngreina í málmiðn- aði. Fyrirtæki í málm- iðnaði sem ætla að selja samsoðna fram- leiðslu sína þurfa að uppfylla evrópska staðla um málmsuðu og ná þeir frá einföld- ustu málmsuðu til flóknustu suðuverk- efna. Sú stofnun innan ESB sem fæst við skil- greiningu á gæðum málmsuðu tekur til allra þekkingarsviða innan málmsuðunnar og á það jafnt við um þekkingu verkfræð- inga, iðnaðarmanna og sérmenntunar í málmsuðu. ís- lenskur málmiðnaður átti frum- kvæðið að því að sótt hefur verið um aðild að þessari stofnun (EWF).. Almennar þekkingarkröfur í málmiðnaði Átvinnurekendur og launþegar stofnuðu Fræðsluráð málmiðn- aðarins árið 1987 sem hefur það hlutverk að auka þekkingu og tæknistig í málmiðnaði með því að annast kennslu og hafa „af- skipti“ af allri menntun í skólum og kennslustofnunum. Atvinnurek- endur og launþegar í málmiðnaði settu fram sameiginlegar kröfur um þekkingu starfsfólks í málm- iðngreinum. Kröfurnar eru settar fram til að styrkja samkeppnis- stöðu fyrirtækjanna. í nýjum skóla í Borgarholti þar sem kennsla mun Menntun og þekking skiptir sköpun um stöðu íslenskra iðngreina á fjölþjóðlegum markaði. Pétur V. Maack segir að í nýjum skóla í Borg- arholti muni fara fram kennsla í málmiðngrein- um til að mæta þörfum atvinnulífsins. fara fram í málmiðngreinum verð- ur komið á móts við kröfur at- vinnulífsins um aukna þekkingu í málmiðnaði og verður skólanum ætlað það hlutverk að innleiða nýjustu tækni og þekkingu í grein- unum. Stjórnendur málmiðnaðarfyrir- tækja hafa gert sér ljóst að þekk- ing starfsfólks getur oft á tíðum ráðið úrslitum um gæði framleiðsl- unnar. Það er því ljóst að þeir starfsmenn sem vilja standast gæðakröfur í opinni samkeppni fyrirtækja verða á næstu mánuð- um og árum að verða sér úti um meiri menntun og þekkingu en núna er til staðar í menntakerfi okkar. Höfundur erjárnsmiður og starfar á skrifstofu Félags járniðnaðarmanna. TISKUVERSLUN Krínglunní 8-12 sími 33300 Eftirlits- og öryggiskerfi, úti og inni, fyrir allar aðstæður, í lit eða svart/hvítu Meðal viðskiptavina okkar eru sjúkrahús, kirkjur, heilsugæslu- stöðvar, verslunar- fyrirtæki, vöruskemm- ur, geymsluport, fisk- vinnslur, skip og fl. ELBEX kerfin eru frá stærsta framleiðanda í japan og gefa möguleika á nær óendanlegum stækkunarmögu- leikum. Leitið upplýsinga hjá tæknimönnum okkar. #/// Einar MSM Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 ‘S' 622901 og 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.