Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRK THOMSEN + Björk Thomsen fæddist í Hobro í Danmörku 28. október 1945. Hún lést I Bandaríkj- unum 6. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Svend Aage Thomsen og Laufey Sigurðar- dóttir sem er enn á lífi. Fósturfaðir Bjarkar var Sig- urður Simonarson er lést síðastliðið sumar. Björk á eina systur, Lísu Thoms- en. Fyrri eiginmaður Bjarkar er Baldur Agústsson. Dóttir þeirra er Dögg. Eftirlifandi maki Bjarkar er Auðun Sæ- mundsson og dóttir þeirra Arn- dís Hulda. Sambýl- ismaður Daggar er Bragi Björnsson. Björk varð stúdent frá MR 1965 og tók síðan kennarapróf. Hún kenndi í nokk- ur ár en gerðist síð- an kerfisfræðingur. Hún starfaði sem kerfisfræðingur þjá Reiknistofu bankanna er hún lést. Björk starfaði mikið að félagsmál- um einkum fyrir skátahreyfinguna. Hún vann einnig að jafnréttis- málum kvenna og var fyrsti formaður Kerfisfræðingafé- lags Islands. Útför Bjarkar fer fram frá Bústaðakirkju i dag. NÚ ER Björk farin heim eins og við skátamir segjum. Það var einmitt í skátastarfinu, sameiginlegu áhuga- máli okkar Bjarkar, sem leiðir okkar iágu fyrst saman. Fljótt varð ljóst að hugmyndir okkar og hugsjónir áttu samleið og því fór svo að við störfuðum saman að ýmsum verkefn- um sem við töldum vera skátahreyf- ingunni til heilla. Björk var skáti í bestu merkingu þess orðs. Hún var ötul baráttukona jafnréttis, bræðra- lags og friðar, sem eru undirstöður skátahugsjónarinnar. Það sá Björk og vildi efla þessar hugsjónir í þeirri von að það yrði til þess að bæta heiminn. Hún lagði svo sannarlega sitt af mörkum og hlaut að launum Þórshamarinn frá Bandalagi ís- lenskra skáta sem þakklætisvott fyr- ir óeigingjamt starf sitt fyrir skáta- hreyfinguna. Björk lét sér ekki nægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir BIS heldur gekk hún til liðs við skátafé- lagið mitt, Ægisbúa, og tók að sér skátasveit. Það var ekki hægt annað en að undrast og bera virðingu fyrir slíkri konu, sem eftir áratugalangt hlé frá skátastarfi, hellti sér út í það af slíkum áhuga og fórnfýsi. En líf okkar Bjarkar tvinnaðist enn frekar saman, því að ég gerði hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, þá óafvitandi um skyldleika þeirra. I kjölfarið gerðist ég heimagangur á Tunguveginum og kynntist fjölskyld- unni þar, eiginmanni Bjarkar, Auð- uni, litlu dóttur þeirra Arndísi og svo að sjálfsögðu unnustu minni, dóttur Bjarkar af fyrra hjónabandi, Dögg. Fór ekki á milli mála að þar bjó hamingjusöm fjölskylda. Fór svo að um nokkurra mánaða skeið bjó ég á heimili þeirra hjóna og naut þess að vera einn af Ijölskyldunni. Gafst okkur Björk þá oft kærkomið tæki- færi til að ræða málefni skáta, öðru heimilisfólki til mikillar armæðu. En svona var Björk, hugsjónir hennar brunnu heitt og hún þreyttist aldrei á að ræða þær. Björk var félagsvera af lífi og sál og undi sér ávalit vel þar sem vinir hennar og ættingjar voru sam- ankomnir. Einn var þó sá staður sem skipaði sérstakan sess i huga henn- ar. Það var Nörfi, sumarbústaður fjölskyldunnar við Apavatn. Þar var Björk á heimavelli, hvort sem var við bakstur á brauði, uppbygginjgu bústaðarins eða við garðvinnu. Ast Bjarkar á landinu og öllu því sem lifandi er, kom vel í ljós þar sem hún gekk um landið og hlúði að gróðrin- um. Hún þreyttist aldrei á að ganga innan um hin fjölmörgu tré er hún hafði plantað, ræða um hverrar teg- undar þau væru, hvenær þeim hafði verið plantað og hve mikið þau höfðu vaxið þá um sumarið. Var öllum, sem heimsóttu hana þangað, ljóst að hvergi undi hún sér betur. Björk var alla tíð hraust andlega og líkamlega. Það var því reiðarslag v t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI INDRIÐASON, Háaleitisbraut 111, Reykjavík, sem lést 14. janúar, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstu- daginn 20. janúar kl. 14.00. Gróa Kristín Helgadóttir, Guðmundur Haraldsson, Birgir Stefánsson, Guðný B. Harðardóttir, Helga S. Harðardóttir, Ásrún Birgisdóttir. t Útför elskulegrar eiginkonu minnar, v móður okkar, tengdamóður og systur, ÖLDU MAGNÚSDÓTTUR, Hálsaseli 41, sem lést 13. janúar, fer fram frá Selja- kírkju á morgun, föstudaginn 20. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Gunnar Borg, Emil Borg Þórir Borg, Agnes Hauksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Svava Magnúsdóttir, Bergur Magnússon. Lokað verður á morgun, föstudaginn 20. janúar, frá kl. 12.00vegnajarðarfararLIUU KARLSDÓTTUR. Hugur hf., Hamraborg 12, Kópavogi. MIIMIMINGAR þegar í ljós kom á vordögum að mik- ill vágestur hafði knúið dyra. Strax í upphafi tók Björk þá ákvörðun að beijast við þennan illkynja sjúkdóm, hvltblæði, með öllum ráðum. Hart var barist og í mörgum orrustunum hafði Björk sigur þrátt fyrir að læknavísindin og líkumar mæltu því í mót. Var ekki hægt annað en að dást að því æðruleysi sem Björk sýndi í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. Þó fór svo að lokum að hinn máttugi andstæðingur hafði sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu Bjarkar allt til loka. Eftir situr máttvana reiði vegna þess óréttlætis að kona í blóma lífs- ins skuli þannig vera hrifín frá fjöl- skyldu sinni. Hvemig er hægt að skýra slík ósköp fyrir Arndísi, sjö ára dóttur Bjarkar og Auðuns, eða Dögg, rúmlega tvítugri dóttur Bjark- ar, sem leit ekki aðeins á hana sem móður og leiðbeinanda, heldur einnig vinkonu, sem ávallt var hægt að treysta á? Hvers megna hughreyst- ingarorð Auðuni til handa sem af trúmennsku hafði með Björk búið fjölskyldunni yndislegt heimili þar sem gagnkvæm virðing ríkti? Hvers á Laufey, móðir Bjarkar, að gjalda, er hún nú með stuttu millibili hefur mátt sjá á bak eiginmanni og yngri dóttur? Elsku Dögg, Auðun og Amdís. Ég á engin orð til huggunar þessum tearmi gegn. En við eigum þó allar ljúfu minningamar um yndislega konu sem við elskuðum og virtum. Ég kveð vinkonu mína og tengda- móður í fullvissu þess að hún vaki enn yfir ástvinum sínum og sé þeim ætíð til halds og trausts, eins og endranær. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Höf. ókunnugur.) Bragi Björnsson. Ein fyrsta minningin um kynni okkar og Bjarkar Thomsen tengist upphafi sambúðar Daggar, dóttur hennar, og Braga, sonar okkar, hér í Bakkavör. Ibúðin var ekki fullgerð og við höfðum áhyggjur af því að þau gætu ekki komið henni í viðun- andi horf. Þá sagði Dögg eitthvað á þessa leið: Þetta er ekkert mál, við fáum bara mömmu á staðinn. Við vissum ekki hvað hún átti við fyrr en Björk birtist einn daginn með bíl- inn hálffullan af smíðatólum og hún og Auðun, eiginmaður hennar, hó- fust handa við að saga, negla, bora og mála og íbúðin breytti brátt um svip. Þama kynntumst við fyrst fítons- krafti þessarar fíngerðu konu sem gekk til verks bjartsýn og með bros á vör eins og þrautþjálfaður smiður. Seinna reyndum við þessa óvenjulegu hæfíleika hennar betur þegar við nutum gestrisni þeirra hjóna í unaðs- reit fjölskyldunnar við Apavatn, þar sem þau voru óþreytandi að breyta og bæta bústaðinn, yrkja jörðina og nytja vatnið. Síðan var sest yfir glænýjan, grillaðan silung með heimabökuðu brauði úr stóra arin- ofninum sem var engu líkt, enda enn ein sérgrein Bjarkar. Þær mæðgur, Björk og Dögg, voru að vonum nánar, miklir vinir, svo manni fannst þær stundum frekar vera systur en mæðgur. Svipað má segja um samband Braga og Bjark- ar. Frá fyrsta degi tókst með þeim einlæg vinátta enda áttu þau sameig- inlegt áhugamál sem var skátastarf- ið. Stundum stríddum við honum á því að ekki mætti á milli sjá hvor væri kærastan. Eitt sinn vorum við hjónin að koma síðla dags úr sunnudagsbíltúr frá Laugarvatni og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að koma við á Apavatni, eins og sagt var. Þá sáum við hlaupara fram undan á veginum og þegar betur var að gáð var Björk þar komin. Henni hafði þá dottið I hug að skokka heim frá Laugarvatni, þar sem fjölskyldan hafði verið í sundi, svona rétt fyrir kvöldmatinn. Nú er lokið langt um aldur fram vegferð þessarar hæfileikaríku konu, sem geislaði af lífsgleði og hreysti. Þeim mun þyngra er höggið. Dögg fylgdi móður sinni til Banda- ríkjanna þar sem síðasta tilraun var gerð til að bjarga lífi Bjarkar sem barðist hetjulega tjl hinstu stundar. Þar vakti hún yfir móður sinni, nótt og dag, ásamt öðrum aðstandendum, sem gerðu allt sem í mannlegu valdi stendur í baráttu við hinn banvæna sjúkdóm, hvítblæði. Sýndi Dögg mik- inn dugnað og sálarstyrk sem raunar er ekki er hægt að ætlast til af svo ungri konu. Seint fæst fullþakkað að Braga var gert kleift að vera með henni síðustu vikurnar þar. Orð fá ekki sefað sorg þeirra sem nú eiga um sárt að binda. Það viljum við þó að Dögg, Auðun, Amdís litla, Laufey, móðir Bjarkar, og aðrir að- standendur viti, að þótt kynnin hafí í raun verið rétt að hefjast voru þau með þeim hætti, að við munum ætíð minnast Bjarkar Thomsen sem mikil- hæfrar mannkostakonu. Björn Þ. Guðmundsson, Þórunn Bragadóttir. Látin er elskuleg mágkona mín Bjöm Thomsen eftir erfíða sjúk- dómslegu vestur í Bandaríkjunum. Þar háði þessi unga kona baráttu upp á líf og dauða við sjúkdóm sem leggur marga samferðamenn okkar að velli, spyr ekki um aldur né landa- mæri lífs og dauða. Björk var fædd í Danmörku og kom til Islands ung með móður sinni og systur. Hún ólst upp á góðu heim- ili hjá ástríkri móður Laufeyju Sig- urðardóttir og fósturföður Sigurði Símonarsyni, sem lést á síðastliðnu ári, fyrst á Njálsgötu 3 og síðan í Álfheimum 34. Hún gekk mennta- veginn og varð stúdent 1965 og lauk síðan kennaraprófí. í frítímum átti skátahreyfingin hug hennar allan og þar kynntist hún fyrri manni sínum Baldri Ágústssyni. Þau stofnuðu heimili í Dalalandi 4 og eignuðust dótturina Dögg sem hefur verið stoð og stytta móður sinni í veikindum hennar. Björk og Baldur slitu sam- vistum. Á þessum árum kenndi Björk við Vogaskóla en fór síðan að nema kerfisfræði og vann við forritun á tölvur alla tíð síðan. Björk hafði mikla ánægju af starfí sínu, hún var vandvirk, nákvæm og smitaði út frá sér með jákvæðum krafti og vinnu- gleði. Björk giftist aftur Auðuni Sæ- mundssyni og settu þau saman heim- ili fyrst í Snælandi 2 og síðan á Tunguvegi 20 í Reykjavík. Þau eign- uðust dótturina Arndísi Huldu sem nú er aðeins sjö ára og hefur misst mikið. Þau Auðun og Björk voru samhent í öllum sínum störfum, eign- uðust sælureit austur við Apavatn þar sm þau dvöldu mikið I fríum sín- um. Á þessum ferðum sínum komu þau oft við hér á Búrfelli þar sem þau voru aufúsugestir. Ævinlega voru þau Björk og Auðun tilbúin að bjóða hjálparhönd, hvort sem var við heyskap, fermingarveislur bama okkar eða aðra hátíðisdaga í fjöl- skyldunni. Þau höfðu svo gaman af að vera með og vera veitendur. Þær eru orðnar býsna margar stundirnar sem þau hafa verið hér eða við hjá þeim. Þetta voru fagnaðarfundir og við eigum bágt með að trúa því að Björk verður ekki oftar með í för. Því sækja minningamar á hugann, það var sama hvort við vorum á Búrfelli, I sumarhúsi á Apavatni eða á Tunguveginum, alltaf var Björk svo fús að gefa og skemmta sér og gest- um sínum. Hún var rausnarleg í öll- um sínum gerðum. Ótaldar eru þær stundir sem hún gaf börnunum okk- ar Lísu I leik og starfí. Hún kunni svo margt sem hún hafði lært í skáta- hreyfmgunni og sínu lífsstarfi. Þá kom kennaraeðlið best fram og þá naut hún sín þegar frændsystkinin voru full áhuga að nema af henni. Björk mín, nú þegar vegir skilja um stund þá spyijum við okkur hvers vegna þú? En við vitum líka að veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. EF til vill er það eigingirni að við vildum öll hafa þig hjá okkur og fannst þú eiga svo mikið eftir af þínum lífs- krafti, en þú skilur eftir ljós í hjörtum okkar allra, þeirra sem voru svo láns- amir að kynnast þér. Við biðjum góðan Guð að blessa og veita styrk elskulegum eigin- manni, dætrum, aldraðri móður, systur og ástvinum öllum, sem nú hafa misst svo mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Böðvar Pálsson. Hún Björk uppáhaldið okkar allra er fallin frá. Mikil eru sárindin og söknuðurinn. Allt frá því ég var smástelpa hefur Björk verið hluti af tilveru minni, og það hefur verið Ijúft. Því mikil er sú gæfa að eiga góða og trygga að. Ég geymi I hjarta mínu myndir af Björk: þar sem hún er skælbros- andi að taka á móti gestum sínum, syngjandi við varðeld við Apavatn, í hrókasamræðum í yogastellingunni sinni. Mín fyrsta utanlandsferð var þeg- ar Björk og Auðun fóru til Danmerk- ur í framhaldsnám. Þá buðu þau mér með og átti ég þar sex spennandi vikur. Þau gerðu allt til þess að gera mér dvölina þar ógleymanlega. Einn- ig fékk ég að búa hjá þeim í Snæland- inu hluta af mínu menntaskólanámi og var það góður tími. Þegar ég bjó á Klaustri komu Björk, Auðun og Dögg í heimsókn og ég mun aldrei gleyma þegar við klifruðum upp á Systrastapa í bjartri sumarnóttinni. Björk hafði einstaklega létta lund, sá alltaf björtu hliðarnar á öllu og dró þær fram. Einkar kært var mér hversu hún var næm á fegurð hins smáa, lítið blóm sem margir sjá ekki í flýti nútímans fékk hana til að njóta og dásama. Björk var líka laus við þetta lífs- gæðakapphlaup sem alla ætlar að kæfa, hún naut þess að vera til, hafði gaman af lífínu, vissi að hver dagur væri til að njóta hans. Enda sagði Björk það sjálf að hún hefði lifað góðu lífi, þegar uppgöt- vaðist hvað hún væri með alvarlegan sjúkdóm og það er víst. Tvær yndis- legar dætur koma til með að halda merki hennar á loft. í veikindum sínum hreif hún okkur hin með sér á vit bjartsýninnar, hún var svo dugleg. Ég vonaði svo inni- lega að hún fengi að lifa, hún gaf öllum í kringum sig svo mikla ást og hlýju og hafði svo mikla lífslöng- un. Elsku Auðun, Dögg, Amdís, Bragi, amma og mamma og allir sem syrgja svo sárt. Ég bið allt það góða að gefa okkur styrk til að takast á við þennan mikla söknuð. Blessuð sé minning Bjarkar, bjartrar og góðrar konu. Laufey Böðvarsdóttir. Að morgni hvítasunnudags í maí síðastliðnum sátum við afí minn á veröndinni I sumarbústað Bjarkar og Auðuns við Apavatn og nutum ylsins frá morgunsólinni sem baðaði Laug- ardalinn geislum sínum. Við horfðum yfír spegilslétt Apavatnið og Iétum okkur líða vel. Þessa helgi höfðum við ásamt fjölskyldu minni, ömmu, Dögg, Braga, Björk, Auðuni og Amdísi dundað okkur við að setja niður kartöflur, skemmta okkur við mat og drykk, bátsferðir og söng. Það kom í sjálfu sér engu okkar á óvart að afí skyldi kveðja þennan heim nokkrum vikum síðar, hinn 5. júlí, saddur lífdaga. Við vissum hins vegar ekki hvaðan á okkur stóð veðr- ið þegar Björk greindist með hvítbl- æði 31. maí. Sannaðist þar eins og svo oft áður að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég starf- aði á þessum tíma á krabbameins- lækningadeild Landspítalans og þótti sérkennilegt að Björk væri fyrr en varði orðin sjúklingur þar, tengd við tæki og tól. Eins og fyrri daginn var Björk fljót að átta sig á hlutunum, og af yfirvegun tilbúin að takast á við sjúkdóm sinn. Hún las fjölda greina um hvítblæði og vissi fljótlega meira um sjúkdóminn en ég. Á haust- dögum var ákveðið að Björk gengist undir beinmergsskipti í Bandaríkj- unum. Ég naut þeirra forréttinda að fá að fylgja henni og Dögg til Vestur- heims, þpkk sé ömmusystur minni Salvöru Ástu sem styrkti mig til far- arinnar. Við lögðum af stað I lang- ferð með blendnar tilfinningar I bgosti. Við vorum þakklát fyrir að fá þetta tækifæri, þótt við vissum að líkurnar væru okkur óhagstæðar. Óhætt er að segja að í fyrstu hafi allt gengið vonum framar. Því miður tók þó að síga á ógæfuhiiðina upp úr miðjum desember, og hinn 6. jan- úar var Björk mín öll. Eftir standa góðar minningar. Björk var barngóð og þess naut ég í æsku minni. Hún var nösk á að fínna skemmtileg spil og leikföng ( i i i i 4 í 4 i 4 4 4 4 c 4 € Í i ( ( Í ( ( ( i i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.