Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ " FIMMTUDAGUR19. JANÚAR1995 23 ERLENT Hellir með 15.000 ára gömlum dýramyndum finnst í Ardeche í Suður-Frakklandi Einn mesti fornleifafund- ur aldarinnar París. Reuter. HELLIR með um 300 dýramynd- um frá steinöld fannst nýverið í Suður-Frakklandi og segir í dagblaðinu Le Figa.ro að um einn merkasta fornleifafund aldarinnar sé að ræða. Myndirn- ar hafa varðveist mjög vel og sýna m.a. hreindýr, nashyrninga og vísunda. Þykja þær fyllilega sambærilegar við hinar frægu hellamyndir í Altamira á Spáni og Lascaux í Frakklandi. A veggjum hellisins mótar einnig fyrir handaförum manns sem hefur horfið á braut úr hellinum fyrir um 15.000 árum. Enn má sjá ummerki um eldstæði. í Le Figaro segir að hellirinn, sem er nærri smábænum Vallon- Pont-d’Arc í Ardeche í norð-vest- urhluta Avignon, hafi fundist við reglubundna leit að fomleifum á svæðinu. Menningarmálaráðu- neytið hafi í fyrstu haldið fund- inum leyndum til að tækifæri gæfist tÚ að loka svæðinu af. Haft var eftir fornleifafræð- ingnum Jean Clottes að hellirinn hefði líklega verið notaður til helgiathafna þar sem menn sem uppi vom á fyrri hluta steinald- ar, 40.000-10.000 f.Kr. hafi ekki búið í þeim hellum sem þeir skreyttu heldur óskreyttum hell- um. Myndirnar tengist trúarat- höfnum sem lítið sé vitað um. Reuter HELLAMYNDIRNAR í Ardeche sýna vís- unda, hreindýr, hýenur og nashyrninga. Dini kynnir „sérfræðingastjórn sína“ Ovíst um stuðn- ing við stjómina Susanna Agnelli verður utanríkis- ráðherra Róm. Reuter. LAMBERTO Dini, nýskipaður for- sætisráðherra Ítalíu, á fyrir höndum harða baráttu við að halda völdum eftir að Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráðherra, sagðist aðeins myndu styðja ríkisstjóm Dinis ef kosninga- dagur yrði ákveðinn fyrir 15. júní nk. Dini, sem var íjármálaráðherra í stjórn Berlusconis, tilkynnti Oscar Luigi Scalfaro, forseta Italíu, á þriðjudag um stjóm sína, sem skipuð er óflokksbundnum sérfræðingum. Flokkar hliðhollir Frelsisbanda- lagi Berlusconis neituðu þegar að styðja stjórn Dinis, sem verður að fá meirihluta atkvæða í traustsyfir- lýsingu þingsins áður en stjórn hans kemst til valda. Búist er við að at- kvæðagreiðslan verði í næstu viku. Berlusconi fullyrðir að Dini telji hlutverk sitt annað og meira en að stoppa í fjárlagagatið og fleyta stjórninni yfir erfiðasta hjallann á næstu mánuðum. Frelsisbandalagið hefur sakað Scalfaro um að hafa haft áhrif á ráðherraval Dinis og Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbandalagsins, gaf í skyn að Scalfaro ætti að segja af sér ef stjórn Dinis félli. Sérfræðingastjórnin Dini gegnir embætti forsætis- og fjármálaráðherra. Ráðherrar em tuttugu talsins og meðal þeirra má nefna Rainer Masera, framkvæmda- stjóra ríkisfyrirtækisins IMI, sem verður fjárlagaráðherra. Lögmaður- inn Augusto Fantozzi verður skatta- málaráðherra, Alberto Clo fer með utanríkisviðskipti, iðnað og samstarf við Evrópusambandið og hin 72 ára gamla Susanna Agnelli, rithöfundur og blaðamaður, verður utanríkisráð- herra. Hún er systir Giannis Agnelli, stjórnarformanns Fiat samsteypunn- ar og hefur verið aðstoðar-utanríkis- ráðherra í fjórum ítölskum ríkis- stjórnum. Dómsmálaráðherra verður Sikileyingurinn Filippo Manusco, 72 ára, sem var yfirsaksóknari í Bari á Suður-Ítalíu. Hann er harður and- stæðingur hefðbundinna rannsóknar- aðferða á borð við símhleranir. Mgmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sfmi 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: stmi 21666, Akureyri: sfmi 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um land allt. ToppferíUj* á b otnngpúS Dæmi um ánægjulegan sparnað: Sa Coma á Mallorca 22. maí í 2 vikur Mögulegur hámarksafsláttur 41.816 kr. Tveir fullorðnir og tvö böm (2ja til og með 11 ára), gist á Torre Blanca. Caia Vinas á Mallorca 12. júní í 2 vikur Mögulegur hámarksafsláttur 34.751 kP. Tveir fullorðnir og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Barcelo Cala Vinas. Algarve í Portúgal 21. júní í 2 vikur Mögulegur hámarksalsláttur 20.906 kP. Tveir fullorðnir, gist á Aparthotel Ondamar. Oranureintlur arsláttur miðast við Hauða ðaysetnimju, urelðslu nij staðtestinuu ferðar fyrlr 13. febrúar. Bókaðu jmarleyfisferóina fjfrir 13. felirúar 00 fjölskylilan sparar tugi liúsunda! UTSALA 10-60% AFSLATTUR Barnaúlpur frá kr. 1.990 Fullorðinsúlpur frá kr. 2.990 Barnaskí&asamfestingar frá kr. 2.990 Fullorðinsskíðagallar frá kr. 3.990 íþróttagallar frá kr. 2.990 Leikfimiskór frá kr. 1.990 Opið laugardag kl. 10-16 »humméll& SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.