Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 13 BISKUP hefur farið þess á leit við presta, að í messum á sunnu- daginn, 22. janúar, verði sérstaklega beðið fyrir þeim, sem um sárt eiga að binda eftir náttúru- hamfarirnar í Súða- vík. I tilkynningu biskups segir, að jafnframt sem fyrir- bæn fyrir þessu fólki verður þungamiðja bændahaldsins, þá skuli beðið fyrir þeim, sem af mikilli fórnfýsi hafa gert allt, sem í mannlegu valdi stendur til þess að veita aðstoð og hjálp. Þá hefur bisk- up einnig beðið presta um að sinna sérstaklega börnum bæði í skólum og dag- heimilum, en hætt sé við því, að þau verði fyrir miklu áfalli, þegar þau sjá myndir af jafnöld- rum sínum, sem urðu fórn- arlömb snjóflóðsins. Munu prestar hafa samráð við skóla- yfirvöld með það fyrir augum að samræma aðgerðir þessara aðila til stuðnings börnum og ungmennum. I tilkynningu biskups segir og: „Eins og þegar hefur komið fram, verður staðið fyrir söfnun til handa þeim, sem svo mikið hafa misst. Fjölmiðlar áttu frumkvæðið að því, að fólki gæfist kostur á því að túlka samúð sína og skilning með því að láta eitthvað af hendi rakna. Einnig hafa Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn gengið til samstarfs við fuiltrúa fjölmiðl- anna í þessum til- gangi. Úthlutun verður síðan í samráði við heimamenn. Framlög- um verður veitt mót- taka við guðsþjón- ustur á sunnudaginn kemur. Það hefur vakið at- hygli, hve fólk hefur sameinast í hluttekn- ingu sinni með því að biðja fyrir þeim sem um sárt eiga að binda. Kirkjur hafa verið þéttsetnar og almenn þátttaka túlkar betur hug kirkjugesta en nokkur orð. En áfram þarf að halda. Fyrsta tilfínningalega holfskeflan hefur riðið yfir, en sárin eru langt í frá gróin. Það þarf því áfram að hlúa að þeim, sem sárast finna til og heldur kirkjan áfram þeirri þjón- ustu sinni eins og leitast hefur verið við að gera allt frá því hið ógnþrungna slys átti sér stað. Þeir eru því enn hvattir til þátt- töku, sem sýndu þessa viku, sem aldrei líður úr minni, hug sinn og túlkun trúar í bænagjörð, til þess að sækja guðsþjónustur á sunnu- daginn kemur og leggja sitt af mörkum í bænagjörðinni. Guð hef- ur ekki yfirgefið þá sem sorgin og vonbrigðin hafa sótt heim. Hann veitir líkn og hjálp og í fórn og fyrirmynd sonarins, Jesú Krists eigum við þann að, sem ekki að- eins tók upp sinn eigin kross, held- ur ber með okkur byrðar lífsins.“ ERLENDIR þjóðhöfðingar vottuðu íslenskum stjórnvöld- um í gær hluttekningu sína vegna atburðanna í Súðavík. Forsætisráðherra ákvað í gær að flaggað skyldi í hálfa stöng á öllum opinberum bygg- ingum í virðingarskyni við þá sem létust í snjóflóðinu á Súða- vík þann 16. janúar. Jafnframt var þess farið á leit að sem flestir aðrir gerðu það sama. Forseta íslands og forsætis- ráðherra bárust í gær sam- úðarkveðjur vegna atburðanna í Súðavík frá Karli Gústaf Svía- konungi og Sylviu drottningu, Haraldi Noregskonungi og Sonju drottningu, Martti Ahtisaari forseta Finnlands, Esko Aho forsætisráðherra Finnlands og Adolfas Slezevic- ius forsætisráðherra Litháen. Þá vottuðu ríkisstjórnir Danmerkur og Þýskalands í gær forsætisráðherra hlut- tekningu sína vegna náttúru- hamfaranna. Öllu flugi aflýst ÖLLU flugi varð að aflýsa í gær vegna veðurofsans og hefur þá ekki verið hægt að fljúga til Vest- fjarða frá því á laugardaginn var. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið hægt að fljúga til neins af áfanga- stöðum félagsins í gær, en fyrir sjö í dag yrði strax farið að at- huga með flug. Hægt var að fljúga til allra áfangastaða nema á Vest- fjörðum á þriðjudag, þannig að það er ekki margt fólk sem bíður eftir flugi. Síðasta flug til ísaijarð- ar var hins vegar á laugardaginn var og hefur ekki verið hægt að fljúga þangað síðan. Ekkert var heldur hægt að fljúga til áfangastaða íslandsflugs í gær. Félagið flýgur til tveggja áfnagastaða á Vestfjörðum, Bíldu- dals og Flateyrar og hefur ekki verið hægt að fljúga þangað síðan á laugardag. Athugað verður með flug til Vestmannaeyja klukkan hálf níu í dag. ♦ ♦ ♦---- Vart hægl að huga að skepnum Barðaströnd. Morgunblaðið. Á BARÐASTRÖND er búið að vera stórviðri í fjóra daga af norð- vest'ri og norðaustri svo ekki hefur verið fært á milli bæja. Fallið hafa niður ferðir feijunn- ar Baldurs þijá daga í röð og er það í fyrsta skipti sem það gerist, en það er vegna veðurofsans á leiðinni á milli Bijánslækjar og Patreksfjarðar. í fyrradag fóru menn á dráttar- vél að fyrirtækinu Fanney til bjarga þar verðmætum og eru þeir enn veðurtepptir en það væs- ir víst ekki um þá. í gær var veðr- ið enn að versna þannig að varla var hægt að huga að skepnunum. Flwgleiðir í samvinnu við Breska ferðamálaráðið kynna: 1 illli'ÍrC Dickens Miss S Viadimir Buddy Les Mise Theat Copacabar axy fer You Ines Hamlet peare Day Baulevard jiamed Moe Ghouls lonic Orcestra Nánari upplýsingar og bæklingur fæst hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofunum, umboðsmönnum um land allt eða í söludeild í síma 690 300. /m i Leikhws Óperwr Söngleikir Tónleikar Myndlist Söfn FLUGLEIÐIR Trausíur ístemkurfertktfélagi FRETTIR SAMHUGUR MEÐ SÚÐWÍKBNGUM Sighvatur Björgvinsson þingmaður Vestfiarða um atburðina á Súðavík V ettvangsskoð- un hugsanlega á laugardaginn SIGHVATUR Björgvinsson, heil- brigðisráðherra og þingmaður Vestfjarða, segir að ef aðstæður leyfi geti þingmenn kjördæmisins jafnvel farið til Súðavíkur á laug- ardaginn til að kynna sér ástand- ið þar og ræða við heimamenn. Sighvatur er í opinberri heimsókn í Bretlandi sem standa átti fram í næstu viku, en hann kemur hins vegar til iandsins í dag vegna atburðanna á Súðavík. „Ég er búinn að vera í stöðugu símasambandi við almannavarna- nefndina á ísafirði og eins al- mannavarnaráðið í Reykjavík, en þetta eru skelfilegir atburðir sem þarna hafa gerst. Ég hef beðið Almannavarnir að skipuleggja ferð okkar þingmanna kjördæm- isins og meta það hvenær þeir telja rétt að við komum á vett- vang til þess að ræða við bæði sveitarstjórn Súðavíkur og al- mannavarnanefnd, og ég á von á því að það geti ef til vili orðið á laugardaginn," sagði Sighvatur Björgvinsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Rætt við tryggingafélög Hann sagði að jafnskjótt og hann kæmi til landsins myndi hann eiga fund með Viðlagatryggingu og forsvarsmönnum tryggingafé- laga, auk þess sem hann myndi ræða við þingmannalið Vestfjarða. „Ég hef verið í stöðugu sam- bandi við Matthías Bjarnason al- þingismann og ég reikna með því að við fyrsta tækifæri förum við þingmennirnir vestur til viðræðna við heimaaðila, en það þurfa vænt- anlega fleiri að koma til. Mér fynd- ist eðlilegt að biðja bæði félags- málaráðherra og umhverfiscáð- herra sem fara með málefni sveitarfélaganna og það sem við- kemur snjóflóðavörnum og fleiru, en það er alveg ljóst að það þarf að skoða frá grunni allt hættu- mat. Það er auðvitað allt of snemmt að fara að gera sér ein- hveijar hugmyndir varðandi fram- tíð Súðavíkur, en það eina sem liggur alveg ljóst fyrir er hinn mikli stuðningur frá þjóðinni allri, og við munum hafa samráð um það hvernig við tökum á þessu.“ Biskup biður um fyrirbænir og aðstoð við börn Víða var kveikt á kertum við hús í gær til að votta Súðvík- ingum samúð og hlut- tekningu. FLAGGAÐ var í hálfa stöng við opinberar byggingar og víða annars staðar um allt land í gær. Þjóðhöfðingjar votta samúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.