Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 25 LISTIR Líflending-ar LÍFLENDINGUM fækkar, en arfleifð sína og menningu vilja þeir varðveita til síðasta manns. LIST OO HÖNNUN Norræna húsið LJÓSMYNDIR Opið frá 11 -18 alla daga til 30. jan- úar. Aðgangur ókeypis. Á DÖGUNUM var ég sem oftar staddur í anddyri Norræna hússins og þá blöstu við mér ljósmyndir, sem einhvern veginn höfðuðu óvenju sterkt til mín og hreyfðu við hjartataugunum, jafnvel löngu áður en ég uppgötvaði hvers eðlis fram- kvæmdin var. Við nánari athugun kom í Ijós, að hér var verið að veita skoðandan- um innsýn í líf þjóðar eða kannski réttara þjóðarbrots í Lettlandi, er Líflendingar nefnist, og sem býr á afmörkuðu strandsvæði í norður- hluta landsins, er einnig nefnist Kúrland. Og þó Líflendingar séu svo fáir, að við íslendingar erum sem stórþjóð í samanburði er svo er komið, eiga þeir sér 500 ára gamla sögu á Eystrasaltssvæðinu og voru í eina tíð um það bil helm- ingur íbúa Lettlands! Við þessa vitneskju var athygli mín fyrir alvöru vakin og ég fór að rýna betur í myndirnar og sögu þjóðarinnar. Á einblöðungi sem frammi liggur eru ýmsar upplýsingar, og þannig hefur Líflendingum farið fækkandi frá miðöldum og umráðasvæði þeirra að sama skapi minnkað. Við lok síðustu aldar voru þeir aðeins um 2.400 og eftir síðari heimstyrj- öldina voru þeir um 500, en margir þeirra munu hafa verið fluttir til Rússlands í stríðinu. Þeir eiga sitt eigið tungumál líflenzku, sem fellur undir finnsk-úgrísk mál, skylt eist- nesku, finnsku og samísku. Þegar svo er komið eru Líflendingar ein- ungis um 300, af þeim tala milli 20-30manns líflensku fullkomlega og er það elsta kynslóðin, en um 100 manns skilja og tala málið að einhveiju leyti. Unga kynslóðin hef- ur áhuga á að halda málinu við og læra það hjá afa og ömmu. Líflendingar eru fiskveiðiþjóð eins og Islendingar og nefna sig strandfólkið og fiskimenn, en þeir stunda einnig jarðyrkju, halda hús- dýr, jafnframt því að handverkið er í hávegum haft, og bátar þeirra virðast hafa verið listasmíð. Fyrst og fremst sóttu þeir sjóinn og verzl- uðu við nágrannaþjóðirnar á Got- landi og í Skandinavíu. Voru grann- ir og spengilegir í vext.i og meðal hávöxnustu íbúa Evrópu, á eftir Skotum og Norðmönnum. Andlits- fallið aflangt eða kringluleitt með útstandandi kinnbein og þeir eru mestmegnins dökkhærðir. Fáni þeirra er í grænum, hvítum og blá- um lit, sem eru græn mögn skógar- ins, hvítar breiður starandarinnar og blámi hafsins. Eftir fall Sovét- ríkjanna og er Lettland lýsti yfir sjálfstæði sínu, hefur það trúlega þótt réttlætismál, að þetta menn- ingarfólk fengi viðurkenningu sem minnihlutahópur. Og Líflendingar hafa ekki lagt árar í bát heldur leggja mikla áherslu á að varðveita og efla málið, menningu og þjóðar- vitund. Þannig hefur líflenzka verið kennd í sérstökum sunnudagsskól- um frá 1989 og undanfarin tvö ár hefur verið gefið út blað á þjóðartung- unni sem kemur út mánaðarlega. Þetta er í ör- stuttu máli ágrip af sögu þessa fólks, og mikið er það hrífandi hve hinn fámenni hópur er meðvitaður um sér- stöðu sína, og hve rík áhersla er lögð á að viðhalda og auka tilfinningat- engslin við rætur menningarinnar. Hér virðist unga fólkið halda vöku sinni og sanna hið fornkveðna „hvað ungur nemur gamall ternur". Myndirnar á veggjunum í and- dyri Norræna hússins afhjúpa dijúga sögu, fram kemur að ýmis- legt er líkt með menningu Líflend- inga og íslendinga og þá helst, að þeir eru á nýjum tímum þekktastir fyrir bókmenntir sínar, sem tóku ekki ,á sig mynd fyrr en eftir 1863. Svo er það tónlistin, en hins vegar rekur myndlistin lestina, því að hún þykir ekki af jafn hagnýtum toga og hið skrifaða mál né tónlistin, sem mögulegt er að syngja og dansa eftir. En auðvitað er menningar- saga Líflendinga mun eldri og markast af þjóðfræði og þjóðhátt- um, - ævintýrum, alþýðusöngvum, þjóðbúningum, litatilfinningu og svo framvegis. Eystrasaltsþjóðirnar eru ekki síð- ur af norrænum stofni en t.d. Finnar, og eru Líflendingar fagur vitsburður þess hve djúpt ræturnar liggja, og hve einstök og sterk nor- ræn menning má teljast. Okkur hinum á þetta að vera hvatning til að meta norræna arfleifð og norræn sérkenni. Allt það sem við eigum einir í heimi hér... Bragi Ásgeirsson. Aldarminning Davíðs Stefánssonar Afmælistónleik- ar í Gerðubergi MENNINGARMIÐSTÖÐIN í Gerðubergi minnist þess á laugar- daginn 21. janúar að hundrað ár eru liðin frá fæðingu ljóðskáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. A tónleikunum sem heijast kl. 17 flytja Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór lög við ljóð eftir Davíð við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Valgerður Benediktsdóttir rit- sjóri hjá útgáfufyrirtækinu Vöku- Helgafelli flytur inngangsorð og fléttar inn í dagskrána frásögnum af skáldinu og ljóðum hans. Davíð Stefánsson fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyja- Qörð. Davíð, sem um árabil var eitt ástsælasta ljóð- skáld landsins, fékk snemma áhuga á ljóðagerð. Ljóðin hans birtust fyrst í stað í blöðum og tímaritum en um haustið 1919 gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, Svartar fjaðrir. Ljóð Davíðs vöktu strax mikla hrifningu og er sérstaklega til þess tekið hversu almennar vinsældir þeirra urðu. Sama gildir um þær ljóðabækur sem fylgdu í kjölfarið. Einfaldleiki einkennir ljóðmál Davíðs og henta ljóðin vel til söng- lagagerðar sem í tíð skáldsins var í mikilli uppsveiflu á íslandi. íslensk tón- skáld sömdu lög við ljóð eftir skáldið sem einnig náðu miklum vinsældum og á tón- leikunum í Gerðu- bergi flytja lista- mennirnir lög við ljóð Davíðs eftir tón- skáldin Gunnar Sig- urgeirsson, Jakob Hallgrímsson, Jór- unni Viðar, Karl O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Pál ísólfsson, Pétur Sig- urðsson, Sigfús Hall- dórsson, Sigurð Þórðarson og Sig- valda Kaldalóns. Afmælistónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Borgarbókasafnið, Ríkisútvarpið og Vöku-Helgafell. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Davíð Stéfánsson Allt á útsölu afsiáttur Nike gallar, áður kr. 8.990, nú kr. 5.990 T.bolir og stuttbuxur á 1-000 kr. Nike Air skór, allt að60% afsláttur. 10% afsláttur af nýjum vörum. Allskonar tilboö og viö sehdum ípóstkröfu. búðin Frísport, Laugavegi 6, sími 623811. BOSCH K Nú er hægt að gera ótrúlega góð kaup! Við bjóðum nú í janúar hin glæsilegu BOSCH raftæki á sérstöku tilboðsverði. VERÐDÆMI Ryksuga: 9.975,- kr. (stgr.) Handryksuga: 2.900,- kr. Handþeytari: 1.900,- kr. Kaffivél: 2.500,- kr. Gufustrokjám: 3.900,- kr. Strokjám venjul.: 1.900,- kr. Vöfflujám: 4.900,- kr. Hraðsuðukanna: 3.900,- kr. Brauðrist tvöföld: 3.900,- kr. AIIí heimsþekkt gceðatœki SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 Blab allra landsmanna! - kjarni málvins! UTSALA - UTSALA - UTSALA I S Útsalan heldur áfram Buxur frá 3.500 Peysur frá 1.900 Stakir jakkar frá 5.500 Pils frá 2.500 Blússur frá 1.900 Yfirhafnir frá 8.500 Opið daaleqa frá kl. 9-18 — lauqardaqa frá kl. 10-16 tískuverslun v/Nesveg, Seltja rnarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.