Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikill ótti við öflugan eftirskjálfta í kjölfar jarðskjálftans í Kobe Fjöldi látinna kominn nokkuð á fjórða þúsund k'íitin Rimloi* Kobe. Reuter. UNNIÐ var að því í allan gærdag og í nótt að bjarga fólki úr húsarústum í Kobe en í gær var tala látinna komin yfir 3.000 og nærri 900 manna var saknað. Rafmagns- og vatnslaust er í borginni og þegar myrkur féll á lýstu það aðeins upp eldarnir, sem slökkviliðsmenn eru enn að berjast við tveimur sólarhringum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Manntjónið í jarðskjálftanum varð næstum allt í Kobe og þar búa flestir þeii'ra, sem slösuð- ust, á fimmtánda þúsund manns. Hefur það aukið á áhyggjur borgarbúa, að búist er við öflugum eftirskjálfta innan mánaðar en síðan á þriðjudag eru eftirskjálftarnir orðnir 700 tals- ins. Þora margir ekki inn í húsin sín af ótta við, að þau hrynji í nýjum skjálfta. Um 240.000 manns hafast við í 350 hjálpar- stöðvum, aðallega í skólum, en um sum hverfí borgarinnar er varla hægt að komast fyrir síma- Eldar loga enn í borginni sem er vatns- og raf- magnslaus að mestu línum og símastaurum, hálfhrundum húsum og braki. Minna á ástandið eftir stríð Á eina veginum, sem var opinn milli Kobe og Osaka, var bíll við bíl í gær og allir á leið burt frá Kobe. í sjónvarpi hafa verið sýndar myndir, sem minna helst á ástandið eftir stríð, borg í rústum og fólk í löngum biðröðum við þær fáu verslanir, sem opnar eru. Eitthvað var um gripdeildir. Vatnsleysið er einna alvarlegast en það hefur gert baráttuna við eldana mjög erfíða. Hafa borgarbúar reynt að ná í vatn í rofnar leiðslur en auk þess hefur vatn verið flutt til borgarinn- ar á tankbílum. Japanir hafa lengi hreykt sér af traustum byggingum og miklum jarðskjálftavömum og þess vegna eru afleiðingar jarðskjálftans í Kobe mikið áfall fyrir þá. Yfirvöld gagnrýnd Japönsk dagblöð gagnrýndu stjórnvöld harð- lega í gær fyrir andvaraleysi og ofurtrú á styrk- leika japanskra bygginga. Sögðu þau, að taka þyrfti til endurskoðunar byggingarstaðla og sérstaklega ef í ljós kæmi, að byggingar, sem reistar hefðu verið eftir 1981, hefðu hrunið. Þá voru settar nýjar reglur um styrkleika húsa og miðað við, að þau þyldu jarðskjálfta jafn mikinn og þann, sem reið yfír Tókýó 1923, eða 7,9 á Richter. Gífurleg eyðilegging Reuter Balladur lýsir yfir framboði sínu Hyggst vekja að nýju stolt Frakka París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, lýsti því yfír í ávarpi, sem sjónvarpað var beint í gær að hann byði sig fram til forseta Frakklands. Yfírlýsing Balladurs kom engum á óvart enda hefur legið í loftinu mánuðum saman að hann myndi bjóða sig fram og hefur hann haft nokkra forystu á hugsanlega keppinauta í skoðanakönnunum. Balladur sagði í fímm mínútna ávarpi sínu, sem bar yfirskriftina „Að trúa á Frakkland", að Frakkland væri á leið úr efnahagskreppu síð- ustu ára og að hann vonaðist til að geta leitt þjóðina á farsælan hátt inn í næstu öld. Kjörtímabil Frakklands- forseta er sjö ár. Balladur spáð 70% fylg'i Balladur ræddi ekki stefnumið sín ítarlega en sagðist m.a. mundu leggja áherslu á að endurreisa borgaralegt siðferði, draga úr atvinnuleysi, þróa menntakerfíð, aðstoða byggðalög sem eiga undir högg að sækja og vemda „fóm- arlömb nútíma samfélags". Sagð- ist hann að auki vilja endurvekja sjálfstraust Frakka og stolt þeirra. Helsti keppi- nautur Balladurs verður að öllum líkindum flokksbróð- ir hans Jacques Chirac, fyrrum for- sætisráðherra, en samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnun telja þó 70% Frakka að Balladur muni sigra í kosningunum. Lang í framboð Ekki hefur enn náðst samkomulag um hver verði frambjóðandi sósíal- ista en í gær sagði Jack Lang, fyrr- um menningarmálaráðherra, að hann væri reiðubúinn að gefa kost á sér ef engjnn betri frambjóðandi gæfí sig fram. Sósíalistinn Lionel Jospin, fymim menntamálaráð- herra, hafði þegar lýst yfír framboði og má búast við hörðum deilum milli hans og Langs. M ARGAR byggingar í Kobe hrundu alveg til grunna í jarð- skjálftanum á þriðjudag og er Ieit að lifandi fólki og látnu þvi afar BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að ekki kæmi til greina að hefja friðarviðræður við Dzhok- har Dúdajev, leiðtoga uppreisnarhér- aðsins Tsjetsjníju, og litlar líkur voru á vopnahléi sem sendimaður Dúdajevs hafði sagt að samkomulag hefði náðst um. „Við viljum ekki ræða við Dúdajev vegna þess að hann stóð fyrir fjölda- morði á eigin fólki," sagði Jeltsín og bætti við að einu Tsjetsjenarnir sem Rússar vildu ræða við væru yfirmenn hersveita, ættflokkahöfð- ingjar og fulltrúar sveitarstjórna. Jeltsín sagði ennfremur að hann hefði fulla stjórn á hernaðaraðgerð- unum í Tsjetsjníju og að þær yrðu „leiddar til lykta bráðlega". Sendimaður Dúdajevs, Usman ímajev, lýsti því yfír á þriðjudag eft- ir viðræður við Viktor Tsjemomyrdín, erfið. í gær var von á sérþjálfuð- um leitarhundum frá Sviss en fjölmiðlar í Japan hafa gagnrýnt harðlega viðbúnað stjórnvalda forsætisráðherra Rússlands, í Moskvu að samkomulag hefði náðst um vopnahlé sem átti að taka gildi kl. 15.00 í gær. í yfirlýsingu frá rússnesku stjóminni var hins vegar ekki minnst á slíkt samkomulag. Rússneskur embættismaður sagði að Tsjemomyrdín hefði sagt á fundinum að Tsjetsjníjustjóm yrði fyrst að fall- ast á að hætta hernaðaraðgerðum til að sanna að hún hefði stjórn á her- mönnum sínum. Rússar kynnu síðan að fara að dæmi hennar. Rússar em efíns um að Dúdajev tali fyrir munn tsjetsjensku þjóðarinnar og viður- kenna ekki stjóm hans. Rússneska fréttastofan Ítar-Tass sagði í gær að bardagarnir í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, væru í rénun. Bardagarnir, sem hafa nú staðið i fímm vikur, hefðu kostað 1.160 rússneska hermenn lífið. og ofurtrú þeirra á styrkleika bygginganna en Japanir hafa hreykt sér af traustum bygging- Stríðið veikir Rússland Mark Galeotti, sagnfræðingur við háskólann í Keele í Englandi, segir í grein í Jane’s Intelligence Review að stríðið í Tsjetsjníju grafi undan rússnesku stjórninni, veiki lýðræðið og kunni að efla glæpasamtök í Rússlandi. Galeotti segir að öryggismála- stofnanir Rússlands notfæri sér veika stöðu Jeltsíns til að auka áhrif sín og kunni að snúa lýðræðisþróun- inni við. Stríðið geti ennfremur orð- ið til þess að þjappa glæpahópum Tsjetsjena saman. Stríðið skapi einnig agavandamál innan hersins og kunni að verða til þess að önnur svæði, eins og Tatarstan og Udm- urtía, ákveði að fara að dæmi Tsjetsjena og segja skilið við Rúss- land. Havel seg- ir NATO- aðild brýna VACLAV Havel, for- seti Tékk- lands, sagði í gær að nauð- synlegt væri fyrir Tékka og Pólveija að fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) áður en þjóðirnar gengju í Evrópusambandið (ESB). Hann sagði að NATO- aðild yrði „öryggisakkeri ríkj- anna“ og myndi skapa stöðug- leika, sei.i væri nauðsynlegur grundvöllur viðræðna um inn- göngu í ESB. Lifði tvöföldu lífi í 18 ár EIGINKONA og hjákona manns sem lést árið 1991 eiga nú í málaferlum vegna deilu um hvor þeirra eigi að fá að hvíla við hlið hans í kirkjugarð- inum. Konumar, sem eru á sextugsaldri, deildu með sér manninum í 18 ár. Eiginkonan segir að maðurinn hafí skipt frítíma sínum á milli þeirra og þær hafí búið í nákvæmlega eins húsum, með eins eldhúss- viðbyggingu og sama veggfóð- ur. Báðar áttu þær jafnvel hund sem hét Kim. „Ef ég gleymi með hvorri ég er, þá fer ég að minnsta kosti rétt með nafn hundsins," á maðurinn að hafa sagt við konu sína. Harry Golom- bek látinn BRESKI skákmeistar- inn Harry Golombek lést 7. janúar, 84 ára að aldri. Golom- bek nam textafræði við King’s College í Lundúnum, las þar m.a. íslendingasögum- ar og hélt því fram síðar að það væri sérlega gagnlegt fyrir skákmenn að tileinka sér rétt- lætiskennd þeirra. Norðmenn gagnrýndir STJÓRNVÖLD í íran saka stjóm Noregs um að hafa valdið spennu í samskiptum rikjanna með „andúð sinni á íslam". „Norðmenn eru orðnir málsvar- ar andíslamskra hópa í Evrópu,“ sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins í íran og vísaði til stuðnings Norðmanna við rithöf- undinn Salman Rushdie. Bæði ríkin hafa kallað sendiherra sína heim vegna deilunnar. Mitsotakis ekki ákærður GRÍSKA þingið samþykkti á þriðjudag að falla frá ákærum um símahleranir og mútuþægni á hendur fyrrverandi forsætis- ráðherra, Konstantín Mitsotak- is. Var það gert í von um, að þannig tækist að binda enda á þau pólitísku svikabrigsl, sem tröllriðið hafa grískum stjóm- málum. Mitsotakis sjálfur bað þó þingheim að halda ákærunni til streitu til að hann gæti hreinsað sig af allri sök. Balladur um. Litlar líkur eru taldar á vopnahléi í Tsjetsjníju Jeltsín hafnar við- ræðum við Dúdaiev Moskvu, London. Reuter. Havel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.