Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 43 FRÉTTIR Hugvitssamkeppni ESB opin ungum Islendingum ÍSLENSKUM framhaldsskólanem- um á aldrinum 15-20 ára býðst nú í fyrsta sinn að taka þátt í evrópskri samkeppni ungra vísindamanna og er þessa dagana verið að kynna keppnina í skólum víðs vegar um landið en alls geta um 18 þúsund ungir Islendingar tekið þátt í henni. Keppnin á íslandi hefur hlotið nafnið Hugvísir — hugmyndasam- keppni ungs fólks í vísindum og tækni. Það eru ÍSAGA hf., mennta- málaráðuneytið og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, í samvinnu við fagfélög á sviði vísinda og tækni, sem gang- ast fyrir keppninni hérlendis en sjálf Evrópukeppnin er haldin á vegum Evrópusambandsins (ESB). Sigurvegarar í keppninni á íslandi munu taka þátt í Evrópukeppninni sem að þessu sinni verður haldin í Newcastle á Englandi, 11.-13. sept- ember 1995. Formaður dómnefndar er prófess- or Sigmundur Guðbjarnason, Vís- indafélagi íslendinga, én aðrir dóm- nefndarmenn eru Geir Þórarinn Zo- ega, tæknilegur framkvæmdastjóri ÍSAGA hf., dr. Kristinn Andersen, Verkfræðingafélagi íslands, dr. Grétar ívarsson, Jarðfræðifélagi ís- lands, Páll Theódórsson, Eðlisfræði- félagi íslands, prófessor Guðmundur Eggertsson, Samtökum líffræði- kennara, Skarphéðinn Pálmason, Félagi raungreinakennara, prófessor Þorsteinn I. Sigfússon, HCM, Há- skóla íslands, og Guðrún Þórsdóttir, Nýsköpunarkeppni grunnskóla, sem er ritari dómnefndar. Umsjónarmenn keppninnar eru menntaskólakennararnir Georg Dou- glas, Menntaskólanum við Hamra- hlíð, og Björn Búi Jónsson, Mennta- skólanum í Reykjavík. Raðuneytið semur við kvennaathvarfið og Stígamót UNDIRRITAÐUR hefur verið þjón- ustusamningur mílli Samtaka um kvennaathvarf og Stígamóta annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar. Samningurinn tryggir sam- tökunum fjárframiag frá ráðuneyt- inu er nemur 60% af rekstrargjöldum þeirra til næstu þriggja ára. Er von- ast til að með samningi þessum verði dregið úh því rekstraróöryggi sem þessi samtök hafa búið við frá stofn- un. Aðdragandi þessa samnings voru tillögur nefndar sem skipuð var til að gera úttekt á og setja fram tillög- ur um það hvernig tryggja megi sem best rekstrargrundvöll félagasam- taka sem aðstoða konur og börn sem eru þolendur ofbeldis og sifjaspella. Nefndin var skipuð í kjölfar þings- ályktunar um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem sam- þykkt var á Alþingi 7. maí 1993. Morgunblaðið/Ámi Tryggvason HJÁ Vikravatni. Myndakvöld FÍ í kvöld FYRSTA myndakvöld Ferðafé- lagsins á nýja árinu er í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. janúar, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Fyrir hlé verða sýndar myndir úr sumarleyfisferðum sl. sumar. Miðlendisháferðin í ágúst: Þór Halldórsson sýnir myndir af nátt- úruperlum norðan Vatnajökuls. Næsta sumar verður hálendis- ferð á dagskrá í samvinnu við Náttúrufræðifélagið. Gönguleið frá Hreðavatni um Langavatnsd- al í Hnappadal í júlí. Þessi fjöl- breytta en fáfarna leið var farin ífyrsta sinn í fyrra og sýnir Árni Tryggvason myndir úr þeirri ferð. Ferðin verður einnig á dagskrá í sumar. Eftir hlé sýnir Jóhannes I. Jónsson myndur úr ferðum sín- um, m.a. vetrarferðum. Góðar kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir, félagar sem aðrir. ----------♦ ♦ ♦ ■ DANSB ÚNINGAMARKAÐ- UR verður haldinn laugardaginn 21. janúar í þeim tilgangi að auð- velda fólki sem tekur þátt í dans- keppnum og sýningum að fá bún- inga. Markaðurinn verður haldinn í Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar, Auðbrekku 17, frá kl. 15-17.30. ■ ALMENNUR fundur í Svæf- ingalæknafélagi Islands haldinn 16. janúar 1995 lýsir vonbrigðum sínum og megnri andstöðu sinni við þau áform heilbrigðisráðherra að koma á tilvísunarskyldu. Svæfinga- læknar munu ekki starfa fyrir sjúkratryggingar ef af þessu verð- ur. Yfirburðir Jóhanns í Linares SKAK Opna skákmótið í Linarcs 7.-15. jan. JÓHANN Hjartarson hlaut átta vinninga af níu mögulegum á opna mótinu í Linares á Spáni sem lauk um helgina og sigraði með yfirburðum. Jóhann vann sjö skákir en gerði jafntefli við stór- meistarana Sadler, Englandi, og Vaiser, Rússlandi. Þetta er annað árið sem opið mót er haldið í Linar- es, en bærinn er afar vel þekktur vegna þess að þar er árlega haldið stórmót sem iðulega er það sterk- asta á hverju ári. Jó- hann fékk boð á stór- mótin 1988 og 1989 og að sigrinum lokn- um tilkynnti Luis Rentero, frægur skákmóta- og hótel- höldur í Linares, Jó- hanni það að yrði hann með 2.600 skákstig um næstu áramót yrði honum boðið á stórmótið 1996. Það urðu ótrúleg umskipti í gengi Jóhanns frá Olympíumótinu í Moskvu þar sem honum gekk afleitlega. Þar missti hann fjölda skákstiga sem hann vann nú til baka. Hannes Hlífar Stefánsson byijaði illa í Linares en sýndi mikla hörku í lokin, vann þrjár síðustu Jóhann Hjartarson skákirnar og komst upp í 3.-10. sæti. Undirrituðum gekk mjög vel framan af, en stríðsgæfan brást síðan algerlega og ég endaði með 5*/2 vinning. Fyrst tapaði ég illa fyrir Vaiser í næstsíðustu umferð og í síðustu umferð átti ég fyrst unnið tafl gegn Spangenberg frá Argentínu, en féll síðan á tíma í jafnteflisstöðu vegna þess að ég skrifaði skákina vitlaust niður og hélt að tímamörkum hefði verið náð. Það er varla hægt að tapa skák á öllu bjánalegri hátt. Úrslit mótsins: 1. Jóhann Hjartar- son, 8 v. 2. Vaiser, Rússlandi, 7 v. 3. -9. Hannes H. Stef- ánsson, Sadler, Eng- landi, Kornejev og Panchenko, Rúss- landi, Tukmakov, Úkraínu, Spangen- berg, Argéntínu, Kaminsky og Wojtki- ewicz, Póllandi, 6V2 v. Tuttugu stórmeistarar tóku þátt í mótinu. Á næsta ári verða haldin tvö opin mót á hótelum Renteros í Linares og Ubeda og var Islending- unum boðið sérstaklega aftur á þau bæði. Jóhann var stigahæstur kepp- enda á mótinu. Við skulum nú líta á afar sannfærandi sigur hans á næststigahæsta þátttakandanum, Bojan Kurajica frá Bosníu, en hann var á þriðja borði í silfurliði Bosníu- manna á Ólympíuskákmótinu í Moskvu. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Kurajica, Bosníu Bogo-indversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Bb4+, 4. Rbd2 - b6, 5. a3 - Bxd2+, 6. Bxd2 - h6!? Kurajica er lítt gefinn fyrir að þræða refilstigu þrætubókafræð- anna. Með þessum óvirka leik sneiðir hann hjá hvassa afbrigðinu 6. - Bb7, 7. Bg5. 7. g3 - Bb7, 8. Bg2 - 0-0, 9. 0-0 - d6, 10. b4 - Rbd7, 11. Bc3 - De7, 12. Dc2 - Be4, 13. Db2 - c6, 14. Hfel - a5?! Eftir þetta opnast línur á drottn- ingarvæng sem er svarti nrjög í óhag. Nú snýr Jóhann sér fyrst að því að reka svarta biskupinn á e4 á óhagstæðari reit. 15. Bfl - Bg6, 16. Rd2 - axb4, 17. axb4 - e5, 18. dxe5 - dxe5, 19. Bh3! Hvíta biskupaparið nýtur sín nú afar vel. Svartur á mjög erfitt um vik. 19. - Hfe8, 20. Hxa8 - Hxa8, 21. Rf3 - He8, 22. Hdl - b5, 23. cxb5 - cxb5, 24. Dal! Mjög öflugur leikur. Svarta stað- an er orðin svo þröng að henni verður tæplega bjargað. 24. - Be4, 25. Da5 - Hc8, 26. Bal - Hb8, 27. Dc7 - Bxf3, 28. exf3 - Ha8, 29. f4! - Dxb4, 30. Bxd7 - Rxd7, 31. Dxd7 - exf4 og Kurajica gafst upp án þess að bíða eftir svari hvíts, 32. Dg4. Margeir Pétursson Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla M Töflureiknir Wk Verslunarreikningur S Gagnagrunnur M Mannleg samskipti 1! Tölvubókhald M Lokaverkefni Helstu námsgreinar eru: STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar „Ég hafði samband við Tölvuskala Islands og ætlaði að fá undirstöðu í bókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir að hafa i setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nu get ég nýtt mér þá kosti, sem Jffj tölvuvinnslan hefur upp áað bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. 3 Oll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.