Morgunblaðið - 19.01.1995, Page 23

Morgunblaðið - 19.01.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ " FIMMTUDAGUR19. JANÚAR1995 23 ERLENT Hellir með 15.000 ára gömlum dýramyndum finnst í Ardeche í Suður-Frakklandi Einn mesti fornleifafund- ur aldarinnar París. Reuter. HELLIR með um 300 dýramynd- um frá steinöld fannst nýverið í Suður-Frakklandi og segir í dagblaðinu Le Figa.ro að um einn merkasta fornleifafund aldarinnar sé að ræða. Myndirn- ar hafa varðveist mjög vel og sýna m.a. hreindýr, nashyrninga og vísunda. Þykja þær fyllilega sambærilegar við hinar frægu hellamyndir í Altamira á Spáni og Lascaux í Frakklandi. A veggjum hellisins mótar einnig fyrir handaförum manns sem hefur horfið á braut úr hellinum fyrir um 15.000 árum. Enn má sjá ummerki um eldstæði. í Le Figaro segir að hellirinn, sem er nærri smábænum Vallon- Pont-d’Arc í Ardeche í norð-vest- urhluta Avignon, hafi fundist við reglubundna leit að fomleifum á svæðinu. Menningarmálaráðu- neytið hafi í fyrstu haldið fund- inum leyndum til að tækifæri gæfist tÚ að loka svæðinu af. Haft var eftir fornleifafræð- ingnum Jean Clottes að hellirinn hefði líklega verið notaður til helgiathafna þar sem menn sem uppi vom á fyrri hluta steinald- ar, 40.000-10.000 f.Kr. hafi ekki búið í þeim hellum sem þeir skreyttu heldur óskreyttum hell- um. Myndirnar tengist trúarat- höfnum sem lítið sé vitað um. Reuter HELLAMYNDIRNAR í Ardeche sýna vís- unda, hreindýr, hýenur og nashyrninga. Dini kynnir „sérfræðingastjórn sína“ Ovíst um stuðn- ing við stjómina Susanna Agnelli verður utanríkis- ráðherra Róm. Reuter. LAMBERTO Dini, nýskipaður for- sætisráðherra Ítalíu, á fyrir höndum harða baráttu við að halda völdum eftir að Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráðherra, sagðist aðeins myndu styðja ríkisstjóm Dinis ef kosninga- dagur yrði ákveðinn fyrir 15. júní nk. Dini, sem var íjármálaráðherra í stjórn Berlusconis, tilkynnti Oscar Luigi Scalfaro, forseta Italíu, á þriðjudag um stjóm sína, sem skipuð er óflokksbundnum sérfræðingum. Flokkar hliðhollir Frelsisbanda- lagi Berlusconis neituðu þegar að styðja stjórn Dinis, sem verður að fá meirihluta atkvæða í traustsyfir- lýsingu þingsins áður en stjórn hans kemst til valda. Búist er við að at- kvæðagreiðslan verði í næstu viku. Berlusconi fullyrðir að Dini telji hlutverk sitt annað og meira en að stoppa í fjárlagagatið og fleyta stjórninni yfir erfiðasta hjallann á næstu mánuðum. Frelsisbandalagið hefur sakað Scalfaro um að hafa haft áhrif á ráðherraval Dinis og Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbandalagsins, gaf í skyn að Scalfaro ætti að segja af sér ef stjórn Dinis félli. Sérfræðingastjórnin Dini gegnir embætti forsætis- og fjármálaráðherra. Ráðherrar em tuttugu talsins og meðal þeirra má nefna Rainer Masera, framkvæmda- stjóra ríkisfyrirtækisins IMI, sem verður fjárlagaráðherra. Lögmaður- inn Augusto Fantozzi verður skatta- málaráðherra, Alberto Clo fer með utanríkisviðskipti, iðnað og samstarf við Evrópusambandið og hin 72 ára gamla Susanna Agnelli, rithöfundur og blaðamaður, verður utanríkisráð- herra. Hún er systir Giannis Agnelli, stjórnarformanns Fiat samsteypunn- ar og hefur verið aðstoðar-utanríkis- ráðherra í fjórum ítölskum ríkis- stjórnum. Dómsmálaráðherra verður Sikileyingurinn Filippo Manusco, 72 ára, sem var yfirsaksóknari í Bari á Suður-Ítalíu. Hann er harður and- stæðingur hefðbundinna rannsóknar- aðferða á borð við símhleranir. Mgmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sfmi 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: stmi 21666, Akureyri: sfmi 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um land allt. ToppferíUj* á b otnngpúS Dæmi um ánægjulegan sparnað: Sa Coma á Mallorca 22. maí í 2 vikur Mögulegur hámarksafsláttur 41.816 kr. Tveir fullorðnir og tvö böm (2ja til og með 11 ára), gist á Torre Blanca. Caia Vinas á Mallorca 12. júní í 2 vikur Mögulegur hámarksafsláttur 34.751 kP. Tveir fullorðnir og eitt barn (2ja til og með 11 ára), gist á Barcelo Cala Vinas. Algarve í Portúgal 21. júní í 2 vikur Mögulegur hámarksalsláttur 20.906 kP. Tveir fullorðnir, gist á Aparthotel Ondamar. Oranureintlur arsláttur miðast við Hauða ðaysetnimju, urelðslu nij staðtestinuu ferðar fyrlr 13. febrúar. Bókaðu jmarleyfisferóina fjfrir 13. felirúar 00 fjölskylilan sparar tugi liúsunda! UTSALA 10-60% AFSLATTUR Barnaúlpur frá kr. 1.990 Fullorðinsúlpur frá kr. 2.990 Barnaskí&asamfestingar frá kr. 2.990 Fullorðinsskíðagallar frá kr. 3.990 íþróttagallar frá kr. 2.990 Leikfimiskór frá kr. 1.990 Opið laugardag kl. 10-16 »humméll& SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.