Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Jónas Sigurðsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á Patreksfirði Abyrgðarhluti að leyfa fólki að snúa heim aftur JÓNAS Sigurðsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Patreksfirði veitti al- mannavarnanefnd forstöðu í fjarveru sýslumanns. Hann sagðist hafa orð- ið var við harkalega gagnrýni á það hve lengi hættuástandi var viðhaldið og hve margir hafí verið látnir yfirgefa heimili sín. Aðspurður um hvernig hann svaraði slíkri gagnrýni sagði Jónas. „Eg hef svarað þessu þannig að það er ekkert mál að taka ákvörðun um að rýma og flytja þrjú hundruð manns til en það er miklu meira mál og meiri ábyrgð sem fylgir því að segja fólkinu að fara heim aftur, ég held að fólk geri sér grein fyrir þessu en það má sjálf- sagt deila um það hvort hleypa hefði mátt fólkinu inn í ein- hver hús einn daginn og önnur annan dag, við kusum það hins vegar í almannavarnanefndinni að hafa þetta svona og að óbreytt ástand yrði þar til að hægt væri að meta aðstæður og sjá þetta al- mennilega, það hefur ekki verið hægt fyrr en í dag, miðvikudag. Veðrið var mjög slæmt þessa daga og spáin slæm og ég vildi ekki taka aðra ákvörðun í ljósi þess. Ég vona að fólk skilji þetta,“ sagði Jónas. Gísli Ólafsson forseti bæjar- stjórnar situr í almannavarnanefnd í fjarveru bæjarstjóra; „Það var mikil blinda og sást ekki út úr aug- um vegna snjókomu á mánudaginn en nánast allur snjór sem hér er kom þá,“ sagði Gísli. „Vegna þess hvernig fréttir við höfðum þá haft norðan af fjörðum um að þar hafi orðið slys á svæði þar sem menn hefðu ekki gert ráð fyrir að myndu falla snjóflóð og vegna aðstæðna hér var ákvörðun tekin um að rýma hús hér í bænum. í ljósi þess og að við vissum ekkert hversu mikið af snjó hafði safnast í íjallið, en við gátum gert ráð fyrir því að í svona norðvestan átt mundi safnast verulega mikill snjór í fjallið, þá veltum við því fyrir okkur hvort hugsanleg frávik frá því sem menn höfðu áður gert ráð fyrir gætu átt sér stað hér eins og á Súðavík þess vegna var ákveðið að gera heldur meira en minna og flytja einnig fólk úr húsum utan markaðra X / Utsala - Utsala 15% viðbótarafsláttur áhættusvæða en verulega mikið var vikið frá því hættumati sem hér liggur fýrir,“ sagði Gísli. Hann sagði að gagnrýnisraddir á þessar ákvarðanir hafi vissulega heyrst en benti á að ákvörðun um að viðhalda hættuástandinu þar til í gær hafi ekki valdið neinum skaða. „Menn voru að velta þessu fyrir sér á þriðjudaginn þegar betur sást til fjallsins heldur en til dæmis í gær en þá var veðurspáin hins vegar verulega slæm og því var ákveðið að viðhalda þessu ástandi áfrarn," sagði Gísli. Jónas og Gisli voru sam- mála um að gera þyrfti nýtt áhættu- mat varðandi snjóflóðavarnir á Pat- reksfirði jafnvel þótt mjög nýlegt hættumat væri fyrirliggjandi fyrir Patreksfjörð sem m.a. franskir sér- fræðingar hefðu annast. „Það er ekki spurning að hér þarf að meta allt upp á nýtt,“ sagði Jónas. - kjarni málsins! TBHvr hið _________Dunhaga, I .... . \ sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Hversu stór verður "ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! UTSALA UTSALA Opið í dag frá kl. 10-16. 30-70% afsláttur (_ tískuverslun Kauftarárstíg 1, sími 615077 MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.