Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 18

Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ wmii ii)is UUÍÍÍfSHj IHi \\’>vu' ; tmmtri ¥• txr < ítr u y«» i um *, t I.NÍíArGI^H JOUlí | *i,l* $ | v*Mm&f*}$zdysi%>ki •!$■’!,'I 1 tí&tík&áxmÍMmte- II ÍUf I |||.:; f ■... | ím •:«*:,.■.•* í ítrircn irxi *?>í > ’wrfaak s'.s §'•■.'. *$**»4,*í *4r*^ífesw«'-. I «$»#$ jt#í!M*»í-ýSáðJÉííMfí*&sK, t mm ******'' | | í!:i^ ÉÉðiiÍ. Mm >:<<>:■.> pasta ÞAÐ ERU ekki mörg ár síðan við íslendingar kynntust pasta- réttum fyrir alvöru og nú virð- ist sem þeir séu orðnir jafn sjálf- sagðir á heimilismatseðlinum og ýsa og lambakjöt. Sam- kvæmt nýlegri neyslukönnun Félagsvísindastofnunar segjast tæplega 82% aðspurðra borða pasta. 27% sögðust borða pasta vikulega, 14% tvisvar til þrisvar sinnum í viku, 3% fjórum til fimm sinnum í viku og um fjórð- ungur kvaðst borða pastarétti tvisvar til þrisvar í mánuði. Þegar spurt var hvaða pasta- tegundir yrðu fyrir valinu sagð- ist um. fjórðungur aðspurðra oftast borða pasta frá Barilla og í öðru sæti var Honig, en tæp 13% sögðust hafa það oft- ast á borðum. Næst kom Bui- toni, þá Mullers og ferskt eggjapasta sögðust 2,3% hafa oftast á borðum. Annarra teg- unda var sjaldnar getið Vísir að lista- og- handverkshverfi ÞAÐ getur tekið tíma að þurrka karöflur að innan. Einhver danskur sérfræðingur sagði lesendum sínum að þurrka þær bara varlega með hárblásara áður en tapparnir eru settir í þær. Þetta kann að reynast heillaráð en þó er vert að benda lesendum á að fara sérstaklega varlega með kristalinn! ÞAÐ er sérstakt andrúmsloft sem hefur skapast við Skóla- vörðustíginn. Undanfarna mánuði hefur hver búðin af annarri verið opnuð við göt- una og að því er virðist án skipulegra aðgerða selja þær flestar handunna muni, annað- hvort fatnað, skartgripi eða gjafavöru. Það er gaman að fylgjast með þessari þróun því það er ekki ýkja langt síðan verslun þar var á niðurleið og húsnæði stóð autt svo mánuð- um skipti. Nú geta viðskiptavinir rölt milli lítilla sérverslana og kíkt íleiðinni á sýningu í galleríi Ófeigs eða á Mokka og fengið sér kakóbolla. Þær verslanir sem ekki selja íslenska handunna gjafavöru eiga það yfirleitt sameiginlegt að bjóða vandaða vöru. Þijár blómabúðir eru við stíginn, Blóm og grænmeti, Blóma- verkstæði Binna og síðan Alexandra sem selur blóm og egypskar vörur. Níu skartgripaverslanir við götuna Skyndilega er líka kominn fjöldi gullsmiða á Skólavörðu- stíg og svo virðist sem þeir séu sjálfir hinir ánægðustu með það. Gullsmiðirnir sem rætt var við á rölti um götuna sögðu að með þessu móti gæti fólk komið á einn og sama staðinn og séð það úrval sem í boði er. Gullsmiðurinn Jens opnaði fyrir skömmu verslun í nýju húsnæði við Skólavörðustíg svo og gullsmiðurinn Lára. Ingvar Björnsson, leturgraf- ari og gullsmiður, er til húsa þar sem áður var Halldór gull- smiður og síðan eru þarna skartgripaverslanirnar Ófeig- ur, Kornelíus, G15 og úrsmið- urinn Helgi Sigurðsson. Fyrir utan það selja síðan skartgripi Inga Elín listakona sem er með handunnar nælur og í Alex- öndru eru til sölu egypskir skartgripir. Fyrir fimmtán árum var nokkuð blómleg verslun við þessa götu, stór Jeikfanga- verslun, Gjafahúsið, þar sem allskonar sýnishornum var raðað út á gangstétt, Kornelí- us, Fiðrildið, Tösku- og Barilla- Skólavörðustígurinn MYNDHÖGGVARINN og gullsmiðurinn Ófeigur Björnsson er með listmunahús við Skólavörðustíg. Þar eru líka munir eftir danskan gullsmið og Katrínu Didrikssen INGA Elín listakona opnaði verslun fyrir nokkrum mánuðum við Skólavörðustíg. Þar selur hún listmuni eftir sig sem hún hefur unnið úr gleri, postulíni og leir. Notið hár- blásara á karöflurnar Morgxinblaðið/Kristinn GULLSMIÐURINN Jens opnaði nýlega skartgripaverslun við Skólavörðustíg Manneldismarkmið kynnt á umbúðum SAM er egypskur blómaskreytingameistari og rekur ásamt eiginkonu sinni Kristínu Jónsdóttur verslunina Alexöndru. Þar eru meðal annars til sölu blóm og egypskar handunnar vörur. hanskabúðin, Blóm og græn- meti og svo mætti áfram telja, En sumar týndu tölunni, Gjafahúsið hætti, leikfanga- verslunin líka og Fiðrildið flutti sig um set. Búðir eins og Kornelíus, Tösku- og hanskabúðin, bókabúð Lárusar Blöndal og Blóm og grænmeti hafa þraukað og þær eru þarna enn innan um þess- ar nýju búðir. Líklega er Skólavörðustíg- urinn að verða blómleg versl- unargata á ný. HALSMEN eftir Ófeig Björnsson í GÆR komu á markað nýjar umbúðir utan um Myllu samloku- brauð, fjölkorna-, heilhveiti- og hvítt brauð. Aftan á umbúðum brauðanna eru kynnt manneldis- markmið fyrir íslendinga og þar er meðal annars að fínna fæðu- hringinn frá Manneldisráði ís- lands. Skipt verður af og til um lesn- ingu á umbúðunum til að koma sem mestu áleiðis af þeim upplýs- ingum sem er að finna í manneldis- markmiðum fyrir íslendinga. Fyrir nokkrum mánuðum kom á markað svokallað fjölskyldu- brauð frá Myllunni og þar sem brauðin eru trefjarík er að fínna á þeim upplýsingar um trefjar sem fengnar eru úr manneldismark- miðum fyrir íslendinga. Samlokubrauðin eru þyngri en áður, vega um 770 grömm og hefur kílóverð lækkað um 20 ; krónur þó að brauðin hafi aðeins hækkað í verði. Breytingar í Hag- kaupi Kringlunni ÞESSA dagana standa yfir breyt- ingar á matvöruverslun Hagkaups í Kringlunni. Grænmetis - og ávaxtadeild verslunarinnar verður nú þar sem inngangurinn er í verslunina. Sett- ar verða þar upp svokallaðar „kaldar eyjar“ og mun allt græn- meti og allir ávextir verða í kældu umhverfí. Við breytingarnar stækkar svæðið fyrir grænmeti og ávexti um 25%. Þar sem áður var grænmetis- og ávaxtadeild verslunarinnar verður nú sérvörudeild og þar verður viðskiptavinum t.d. boðið að kaupa raftæki, búsáhöld í eld- hús, kerti, ritföng, blöð og nær- fatnað. Einnig verða vörur á sérvörutil- boði á neðri hæð Hagkaups í Kringlunni. Brejrtingum ætti að verða lokið um miðja næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.