Morgunblaðið - 21.01.1995, Page 32

Morgunblaðið - 21.01.1995, Page 32
32 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA SVALA JOHNSEN + Anna Svala Johnsen, Suður- garði í Vestmanna- eyjum, fæddist í Eyjum 19. október 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 16. jan- úar síðastliðinn á 78. aldursári. For- eldrar hennar voru Margrét Marta Jónsdóttir og Árni J. Johnsen kaup- maður og bóndi í Suðurgarði. Systk- ^ini Svölu voru Gísli Johnsen sjómaður og Áslaug Johnsen kristniboði, bæði látin, en eftirlifandi systkini hennar eru Hlöðver Johnsen bjarg- veiðimaður og vísindamaður af Guðs náð, Ingibjörg Johnsen kaupmaður, og Sigfús J. Johnsen félags- málafulltrúi. Eftir- lifandi eiginmaður Svölu er Ólafur Þórðarson raf- virkjameistari, fæddur í Reykjavík 30. janúar 1911. Þau voru gift í lið- lega hálfa öld. Börn þeirra eru Árni ÓIi, Jóna og Margrét Marta og dætur ÓI- afs af fyrra hjóna- bandi, Þuríður og Ásta. Svala vann margskonar störf um ævina, en lengst af bjuggu þau Ólafur í Suðurgarði í Vest- mannaeyjum. Þar hefur alla tíð verið einstaklega gestkvæmt. Útför Svölu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. * Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erura gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Anna Svala eða Svala eins og hún var oftast nefnd barðist árum saman við sjúkdóm. Að lokum varð hún að lúta í lægra haldi. Síðustu vikur og mánuðir voru henni sér- staklega erfiðir. Þótt líkamlegu þreki hrakaði smám saman, hélt hún andlegu atgervi fram undir það síðasta. Hún var tilbúin að mæta örlögum sínum, sátt við Guð og menn. Svala dvaldi nánast allan sinn 'BÁíiur í Vestmannaeyjum. Heimili hennar stóð lengst í Suðurgarði, óðali feðra hennar. Suðurgarður er fyrir ofan Hraun eins og það heitir á máli staðarbúa. Þar eru nokkur bændabýli frá fomu fari, en í dag er búskapur aflagður þar, ef frá er talinn tómstundabúskapur. Frá Suðurgarði er útsýni til- komumeira en víða annars staðar. í suðri blasir við Stórhöfði, Suður- ey, Álsey og fleiri sker og eyjar. Þaðan sér vel til Surtseyjar og í norðvestri má sjá m.a. Smáeyjar og Blátind. í norðri gnæfír Heima- klettur. Svo mætti áfram telja. í þessu tilkomumikla umhverfi bjó Svala með eiginmanni sínum, Sllafi Þórðarsyni. Þau stunduðu al- mennan búskap fyrr á árum. Ólafur var löngum til sjós, einkum á vet- urna, en auk búskaparins á sumrin var hann manna ötulastur við lundaveiðar. Það kom í hlut Svölu og annars heimafólks í Suðurgarði að gera lundann að markaðsvöm eins og það heitir í dag. Hann var að mestu leyti reyttur, en sá siður er óðum að Ieggjast af. í Suðurgarði var mjög gest- kvæmt. Varla leið sá dagur, að ekki kæmu þangað fleiri eða færri gestir. Ég held að Svölu hafi aldrei liðið betur, en þegar hún hafði gnægð gesta umhverfis sig. Eldhús- ið^var hennar ríki - fyrst og síð- ast. Þótt efnin væru stundum ekki mikil var alltaf óvenju vel veitt. Svala var þeirrar gerðar að vilja ávallt vera veitandi en ekki þiggj- andi. Svala var ein þeirra Vest- mannaeyinga, sem gat ekki hugsað sér tilveruna utan Eyjanna, sem höfðu fóstrað hana frá blautu barnsbeini. Að leiðarlokum þakka ég Svölu samfylgd langa og góða. Sér í lagi, auk alls annars, þakka ég henni fyrir að ganga bömum okkar Ástu í ömmustað á þann veg, sem best gat orðið. Ég sendi tengdaföður mínum, Ólafi Þórðarsyni, okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig börnum hans og öðrum aðstandendum þeirra. Eyjólfur Pálsson. Amma í Suðó er dáin. Einhvem veginn getur maður aldrei undirbúið sig undir svona hluti og þetta verður alltaf jafn mikið áfall, þó svo maður hafi vitað hvert stefndi í nokkum tima. Það er svo erfitt að sætta sig við það að eiga aldrei eftir að sjá hana ömmu aftur. Ég sem átti eftir að gera svo marga hluti með henni. Ég átti heima hjá ömmu og afa í Suðó fyrstu mánuði ævi minnar því þá bjuggu mamma og pabbi þar. Ég get nú ekki sagt að ég muni eftir mér þá, en hef svo marg- oft heyrt söguna af því þegar amma tók mig í fangið og gaf mér hafra- seyði, eftir að ég hafði verið mömmu erfið og grátið óskaplega og þegar ég fékk hafraseyðið hætti ég að gráta og horfði á ömmu með slíkum ánægju- og vellíðunarsvip og vissi að þarna væri komin fyrsta vinkona mín í heiminum. Síðan hef- ur hafraseyði verið allra meina bót hjá mér og við amma bestu vinkon- ur. Síðan stækkaði ég eins og ger- ist og gengur og fór að muna eftir mér, alltaf með annan fótinn í Suð- urgarði. í gosinu, en þá var ég þriggja ára, fluttum við eins og aðrir Eyjamenn uppá fastalandið. Síðan um sumarið þegar mamma og pabbi fóru til baka var ég of lítil til þess að fá að fara með þeim og þá tók amma mig að sér og ég var hjá henni í Reykjavík þangað til okkur var óhætt að fara til Eyja + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI KRISTJÁNSSON, Furulundi 8d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. janúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Björk Árnadóttir, Sigurður Vatnsdal, Ingibjörg Árnadóttir, Freysteinn Bjarnason, Jóna Árnadóttir, Kristján Gunnarsson, Kristján Árnason, Anna Jónasdóttir, Þuríður F. Árnadóttir, Valdemar Valdemarsson, Heiðbjört E. Árnadóttir, Sigurður M. Þórðarson, Sigurbjörn Árnason, Guðrún Ottósdóttir, Halla Árnadóttir, Svala D. Árnadóttir, Trausti Þ. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. þannig að það má segja að það hafi verið fýrsta skiptið sem ég flutti að heiman. Þegar ég var lítil tók ég stundum frekjuköst og neit- aði að fara á leikskólann á morgn- ana þegar mamma og pabbi áttu að fara í vinnu, þá voru það saman- tekin ráð hjá pabba og ömmu að fara með mig upp í Suðurgarð án þess að mamma vissi og þar dund- uðum við amma okkur saman við hina ýmsu hluti, svo oft hefur amma bjargað mér. Amma skúraði í mörg ár Gagnfræðaskólann í Eyjum og ég man hvað það var mikið sport að fá að fara með henni að skúra, sem ég fékk nú líka ansi oft. Þegar ég lít til baka, á ég svo margar minningar frá ömmu í Suðó því þar var ég eitthvað á hveijum einasta degi. Þar var maður að reyta lunda, í fýlnum, í slátri, hjálpa ömmu að sauma sængur, fá að gista, þurrka af í stofunni, baka kleinur og svo líka bara til þess að spjalla við ömmu og afa. Það var alltaf svo gott að tala við ömmu, hún var oft svo nýtískuleg og skildi okkur krakkana, barnabörnin, oft betur en foreldrarnir og við gátum klagað í hana þegar okkur þótti þau púkó. Amma var líka snillingur á sauma- vélina og ófáar flíkurnar sem hún saumaði á mig. Fallega kjóla, úlp- ur, buxur, jakka og fleira og fleira og alltaf var vandvirknin í fyrirrúmi og flíkurnar betri en út úr búð. Enda lundasængurnar hennar landsfrægar. Amma var fyrirmynd- ar húsmóðir í alla staði og ég vona bara að ég hafi náð að tileinka mér eitthvað af vinnubrögðum hennar. Það var oft sagt að við amma vær- um líkar og af því er ég mjög stolt. Mamma segir að ég hafi erft flest hennar skapgerðareinkenni fram hjá sér. Við vorum báðar stjórnsam- ar, pínulítið frekar og sérstaklega óþolinmóðar og vildum að hlutimir gerðust strax. Báðar hrifnar að „trixum", gulli og glingri. Okkur kom þess vegna alltaf vel saman og áttum gott með að vinna saman. Nú á síðustu áram var ég sérlegur naglalakkmeistari hennar ömmu og leiddist mér það ekki og tók virkan þátt í snyrtimálum hennar því á seinni árum varð hún svo mikil „puntudúkka" og átti mikið af fal- legum fötum og skartgripum. Að lokum langar mig að minnast á eitt atvik sem lýsir ömmu mjög vel. Það var þegar við Gulli keyptum íbúðina okkar. Þá voru ættingjar og vinir að koma og skoða og færa okkur um leið innflutningsgjafir, sem okk- ur þótti mjög vænt um. En amma fór með okkur í Bónus og keypti þar matvörur í þvílíku magni að skáparnir hjá okkur voru fullir í fleiri mánuði. Sjálfsagt var ekki hægt að gefa okkur betri innflutn- ingsgjöf. Það vissi hún. Ég kem til með að sakna hennar ömmu mjög mikið, sakna þess að fara í Suðó_ og segja henni nýjustu fréttimar. Ég veit að hún er ánægð þar sem hún er núna og ég veit að hún fylgist með mér hvar sem hún er. Ég veit að hún á eftir að veita mér styrk þegar erfiðleikar steðja að og vera hjá mér þegar gleðiat- burðir eiga sér stað. Svo ég ætla að brosa til hennar. Alltaf. Dröfn. Það er laugardagskvöld og við systkinin gistum nóttina í Suður- garði hjá afa og ömmu. Amma tek- ur á móti okkur og strax finnum við hlýjuna sem fylgir alltaf því að koma í Suðurgarð. Við setjumst niður í eldhúsinu fyrir framan gömlu olíueldavélina og byijum að tala um það merkilegasta sem verið hefur að gerast í lífi okkar að und- anförnu. Amma situr og hlustar, en bíður líka tækifæris á að segja okkur sínar skemmtilegu sögur frá hennar yngri árum. Eftir góða stund spyr hún svo áhyggjufull - erað þið búin að borða? Við vorum auðvitað búin að því en vissum vel að amma mundi ekki láta þar við sitja. Kökur, brauð, kex og annað góðgæti fyllti eldhúsborðið á skömmum tíma og öll fundum við pláss fyrir einn bita í viðbót. Eftir að gengið hafði verið frá settumst við aftur og nú var lagður kapall langt fram á kvöld. Amma kunni öragglega alla þá kapla sem til eru, eða það héldum við allavega. Kvöld- ið leið og amma fór og bjó um okk- ur í Möggu herbergi, eins og við kölluðum það. Eftir að við höfðum háttað settist amma hjá okkur og kenndi okkur bænirnar, öll lágum við þar saman og fóram með faðir- vorið. Það er erfitt að hugsa til þess að hún amma sé ekki hérna hjá okkur lengur. Svala í Suðó, eins og flestir þekktu hana, var ólýsanleg kona sem enginn gat annað en elsk- að. í dag hlýjum við okkur með minningunum um ömmu og þær skemmtilegu stundir sem við systk- inin eyddum á heimili afa og ömmu í Suðurgarði. Það er erfitt að segja bless við konu sem hefur gefið svo mikið frá sér og skilur hún eftir stórt hol í hjarta okkar systkina sem aldrei neinn annar mun fýlla. Af ömmu höfum við systkinin öll marg- ar skemmtilegar sögur en það er kannski minnisstæðast hversu mik- inn áhuga hún hafði á íþróttum. Það var til dæmis alveg vonlaust að reyna að koma í heimsókn eða hringja þegar „strákarnir hennar“ í íslenska landsliðinu í handknatt- leik vora í sjónvarpinu. Áhugi henn- ar á knattspymu var ekki minni og við bræðurnir fengum oft spark í rassinn þegar illa gekk hjá okkur. Það var samt aldrei okkur að kenna ef við töpuðum því þá vildi alltaf svo til að dómarinn var alveg of- boðslega lélegur eða hitt liðið ein- staklega heppið. Þegar svo elsti bróðirinn sem lengi hafði spilað með knattspyrnuliði ÍBV, flutti til höfuð- borgarinnar og fór að spila með knattspyrnuliði þar, sóttist amma ætíð eftir jafntefli þegar hann spil- aði gegn ÍBV, því ÍBV var alltaf hennar lið en ekki vildi hún að son- arsonurinn biði lægri hlut. En það eru ekki bara við systkin- in sem fengum að njóta þeirrar hlýju sem streymdi frá afa og ömmu í Suðó, vegna þess að ekki var það óalgengt að vinir okkar systkinanna byijuðu einnig að kalla Óla og Svölu í Suðó afa og ömmu og sóttust eft- ir heimsóknum þangað. Svo þegar við systkinin uxum úr grasi og fundum okkur maka, var tekið á móti þeim eins og þau hefðu ætíð verið í fjölskyldunni. Ber þeim saman um að hlýlegra og yndislegra fólk en afa og ömmu í Suðó sé ekki hægt að finna og allt- af var sóst eftir heimsóknum í Suð- urgarð. Við eigum öll eftir að sakna ömmu Svölu og Suðurgarður verður aldrei sá sami án hennar. Samt vit- um við að ekki myndi hún vilja að við værum döpur, heldur yrðum sterk því þannig var hún alla tíð og það kenndi hún okkur. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Óþekktur höfundur.) Við biðjum Guð að styrkja elsku afa okkar á þessum erfiðu stundum og vitum um leið að þar sem hann fer er amma ekki langt frá. Óli, Guðrún og börn, Jóhann og Amy, Anna Svala. Nú er hún elsku langamma kom- in til himna þar sem Guð og allir englarnir eru eins góðir við hana og hún var við mig. Þar sem ég bý með pabba og mömmu í útlönd- um gátum við ekki verið mikið sam- an en samt fylgist amma langa náið með mér. Svo þegar við komum heim um jólin fór ég auðvitað til hennar og við töluðum mikið saman á okkar eigin tungumáli. Svo þegar ég kvaddi langömmu á spítalanum þá hélt ég fast í hana og kyssti hana, á minn hátt, á allt andlitið. En núna er langamma orðin engill og þá getur hún farið hvert sem hún vill og ég veit að hún á eftir að sitja yfir rúminu mínu í útlöndum og passa mig þegar mig dreymir illa. Bless, elsku langamma, og biddu Guð um að hjálpa langafa núna þegar honum jíður illa. Erla Alexandra Ólafsdóttir. Það era gullvæg sannindi að lífið heldur áfram og maður kemur í manns stað, en það er jafn satt að það kemur enginn í staðinn fyrir hana Svölu í Suðurgarði. Hún var einstaklega öflugur persónuleiki, dugnaðarforkur, heiðarleg fram í fingurgóma, stórhuga í allri skoðun, tryggðatröll og herforingi ef því var að skipta. Hún var verkamaður alla ævi og það átti enginn inni hjá henni, svo miklu skilaði hún hvort sem um var að ræða móðurhlut- verkið, uppeldið á vinum og vanda- mönnum, búskap, lundareytingu, flatkökubakstur, sjómennsku snemma á öldinni, sængursaum eða skúringar um langt árabil í skólum Vestmannaeyja. Hennar heimavöllur var Suður- garður fyrir ofan Hraun. Suður- garður Svölu og Óla er veröld út af fyrir sig. Hún móðursystir mín var ankeri sem ólíkasta fólk laðað- ist að, féll fyrir persónutöfram hennar, hreinskiptni og stíl og ekki er hann Óli annarrar gerðar. Þau áttu bæði fióð og fjöru í lífínu, hún þessi öfluga heimavera, hann sigld- ur um öll heimsins höf með víðsýni og ríka réttlætiskennd og samúð þeim til handa sem minnst máttu sín. Það hvessti oft við eldhúsborðið í Suðurgarði þegar gestkvæmt var og spjallið í hámarki, hvessti í mannlífstöktunum eins og það hvessti stundum á Stórhöfða eilítið sunnar á Heimaey. Það eru mikil hlunnindi að hafa hlotið í Suður- garði skólun og dekur í hálfa öld. Anna Svala Johnsen og Ólafur Þórðarson í Suðurgarði eru í margra hugum eins konar mann- lífslandslag sem enginn vill missa, en nú er hún elsku Svala mín horf- in þessum heimi. Hún var svo sterk allt til enda, svo yfirveguð og örugg þótt glíman væri hörð og hún vissi að hveiju dró. Hún hafði mestar áhyggjur af því þegar við hittumst undir það síðasta að hún ætti eftir að sauma lundafiðurkodda fyrir mig. Þetta var henni líkt, sem bar endalausan kærleik til síns fólks. Við höfðum stundum orð á því peyj- arnir þegar Áslaug móðursystir mín var trúboði í Afríku að við sem heima sátum hlytum að fá vegabréf til himnaríkis þegar þar að kæmi út á hana frænku okkar í Afríku, því öllum í ættinni veitti ekki af, öllum nema Svölu, hún ætti svo mikið inni. Suðið í sólóeldavélinni í gamla eldhúsinu í Suðurgarði, eldhúsinn- réttingin frá byijun aldarinnar, gamli eldhúsdívaninn hans langafa, Svala og ÓIi og allt þeirra lið, það er umhverfi og stemmning sem enginn komst hjá að verða snortinn af og það var sama hvort þar litu inn sjómenn, verkamenn, ráðherrar, fræðingar og lærðir menn. Allir féllu fyrir anda hússins, andrúmi húsráðenda og alla langaði til að koma þangað aftur. í eldhúsinu í Suðurgarði voru allir jafningjar. Nú verður ekki lengur kleinuilm- urinn hjá henni Svölu minni úr pott- inum á sólóvélinni, flatkökuilmur eða ilmurinn frá fyl í suðu, en Óli heldur áfram að bregða sér á gólfið upp úr þurra og taka eins og tutt- ugu armbeygjur án þess að blása úr nös, 84 ára gamall maðurinn, því lífíð heldur áfram og andi Svölu og stemmning mun alla tíð fylgja okkur sem áttum hana að. Svala og Óli hafa notið þess vel hve böm þeirra og afkomendur ræktuðu sambandið við þau, hlýhug og hjálp- semi, Addi Óli, Jóna, Magga, Dússý og Ásta, ekki síst þegar árin fóru að færast yfir og hjálparhönd var vel þegin. Það var alltaf nóg til af öllu í Suðurgarði. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.