Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BRAÐNAR RJÓ/WAi'S? PAVfð 9-19 Tommi og Jenni Þá það, ég skal spyrja hann ... Þessi litli strákur vill fá þig út Allt í lagi, við skulum leika þrjár að leika hokkí. tuttugu mínútna lotur, og ég fæ að aka svellslíparanum! BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Marat - Sade Frá Hugo Þórissyni: NÝLEGA átti ég þess kost að sjá æfíngu á leikritinu Marat-Sade eða „Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat flutt af vistmönnum Charenton-geðveikrahælisins undir stjórn Markgreifa de Sade“ sem leikfélag MH er að sýna þessa dagana og vil ég deila þeirri upp- lifun með öðrum. Það sem gladdi mig mest áður en ég fór á æfing- una var hve metnaðarfullt verk leikfélagið hafði valið til að takast á við. Mér er enn í minni sýning á þessu verki í Þjóðleikhúsinu fyr- ir mörgum árum og hve mikil áhrf verkið hafði á mig. Leikritið fjallar um marga hluti, m.a. fjall- ar það um frelsi og jafnrétti, um jafnvægi, um mörkin á milli geð- veiki og heilbrigðis, um grimmd og hroka, um hefnd og fyrirgefn- ingu. Eins og mörgum er eflaust kunnugt er leikritið um leikrit sem geðveikir sjúklingar eru að setja upp á geðsjúkrahúsi sem tákn um framfarir í starfi með sjúklingum. Uppsetning leikfélags MH var áhrifamikil. Þama var fjöldi ungs fólks sem hefur lagt margar stundir í samstarf og þjálfun til að koma á sýningu sem skiptir máli. Leiksvið, búningar og tónlist skapa sterkan svip um sýninguna þar sem allir leggja sig fram og vel það. Það er auðséð að leikar- arnir, sem flestir léku geðveikar persónur, höfðu velt hlutverkun- um vel fyrir sér og gert í að skapa sannfærandi geðsjúklinga, hver með sínum einkennum. Sú tilfinn- ing hvernig barátta Marats fyrir frelsi grípur þessa innilokuðu sjúklinga er sterk og fær mann til að hugsa um á hvern hátt við meðhöndlum frávik frá hinu „normala" í dag. Öfgarnar á milli Marats og Sades er þær sömu sem við þekkjum í dag, m.a. öfgamar á milli góðs og illa. Það fer ekki á milli mála, að sýning leikfélags MH á erindi til margra í dag. Þeir sem hafa áhuga á ungu fólki, metnaði, skemmtun, heimspeki, geðveiki og heilbrigði, ögmn og jafnvægi og leikhúsi ættu að drífa sig á sýningu leikfélags MH í Tjarnar- bíói sem fyrst, því sýningar verða aðeins 8. HUGO ÞÓRISSON, sálfræðingur. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið Vegna fjölda fyrirspurna varðandi Jnternet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenging viö heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centr- um.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúm- er. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblaöið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblað- ið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til 1. febrúar nk. Sendlng efnls Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Int- ernetið noti netfangið mblcentrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heima- síðu blaðsins. Mismunandl tengingar vlð Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14400 baud-mótald fyr- ir Netscape/Mosaic-tenging- ar. Hægt er að nota afkasta- minni mótöld með Gopher- forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.