Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 41

Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Hvar er tækniþróunin? Frá Guðvarði Jónssyni: ÞEGAR fóru að birtast myndir af þeim voða atburðum sem gerðust í Súðavík. Þá fannst mér eins og ég hefði hrokkið 100 ár aftur í tímann. Þeir menn sem börðust hetjulegri baráttu við ofsahamfarir náttúru- aflanna og lögðu líf sitt í hættu við að bjarga mannslífum stóðu með sömu tækin í höndunum og forverar þeirra fyrir 100 árum, skófluna, stöngina og hundinn. Hvar er tækni- þróunin? Ég er ekki með þessum orðum að gera lítið úr gagnsemi þess búnaðar sem notaður var, því skóflan er eina framkvæmdatækið sem hægt er að nota og hundurinn ómissandi með sína undraverðu þefvísi. En stöngin gæti verið tæknivædd með háþróaða hijóðnema og hátalara, þannig að hægt væri að hlusta eftir hljóðum í holrúmum flóðsins og einnig kalla eftir svörum. Einnig er hægt að búa til geislatæki sem gæti skynjað lík- amshita mannsins og gæti þetta tæki verið annaðhvort sjálfstætt eða í tengslum við stöngina. Einnig væri hægt að búa til hljóðnema sem lagð- ir væru á jörðina við jaðar flóðsins og næmu hljóð sem bærust með jörð- inni. Fjölmargar aðrar leiðir eru örugg- lega til sem gætu haft áhrif sem skiptu sköpum fyrir þann sem í flóðum lend- ir, en það gerist ekkert ef tæknileiðin er ekki könnuð. Ég legg til að ráðherr- ar og forsvarsmenn almannavarna ræði við tæknimennina á þessu sviði. Mér fínnst að tæknin skuldi þeim eitt- hvað sem dóu í Súðavík. En það er ekki nóg að eiga tækni- leg tæki. Þau mega ekki vera svo langt frá hættusvæðunum að það tæki marga sólarhringa að koma búnáðinum á staðinn. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Vetrarhjálp Steina og Olla Þekkir einhver mennina? ÞESSI mynd er tekin í kringnm 1920 og er af áhöfninni á Regin. Lengst til vinstri á myndinni er Friðleifur, eiginmaður undirritaðrar, en um hina er ekkert vitað. Þekki einhver mennina á myndinni er hann vinsamlega beðinn um að koma þeirri vitneskju til undirritaðr- ar í síma 32589. Halldóra Eyjólfsdóttir, Grensásvegi 56, Reykjavík. Frá Jóni K. Guðbergssyni: EINHVERN tímann heyrði ég þá sögu af amerísku skopleikurunum Steina og Olla að þeir hefðu fund- ið hjá sér hvöt til þess að koma á vetrarhjálp í borginni sinni. Þeir gerðust umsvifamiklir við söfnun fjár og fata og þegar þeim fannst nóg komið héldu þeir á fund fræg- asta auðkýfingsins og nirfilsins í borginni og afhentu afrakstur erf- iðis síns. Komnir á stúfana Svipaðir hlutir virðast í upp- siglingu hér á íslandi. Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sóphusson eru komnir á stúfana rétt einu einni. Nú á að hjálpa þeim vesalingum sem í mestri þörf eru fyrir fjár- hagsaðstoð svo um munar. Ekki eru það öryrkjar, ekki fátæk gamalmenni, ekki þessir margumtöluðu lægst launuðu. Nei, síður en svo. Það eru þjóð- þrifamennirnir sem hafa fram- færi sitt af því að flytja eina lög- leyfða vímuefnið, áfengi, inn í landið - og svo sjoppugreifarnir sem sjá um að dreifa því. Nú eiga þeir að fá að ráðskast með inn- flutninginn og söluna að eigin vild og hirða gróðann án þess ríkið sé að skipta sér alltof mikið af framtakssemi þeirra. Blessun- in af störfum þeirra sést líka víða. Ekki er það þeim að kenna þó að svokölluð meðferð drykkju- fólks sé orðin umfangsmikil at- vinnugrein. Eða borga þfeir ekki fyrir endurhæfingu fíklanna? Ekki er það þeim að kenna þó að þúsundir velti ölvaðar út úr kránum um hverja helgi, skemmi verðmæti, geri þarfir sínar til baks og kviðar á almannafæri og sýni af sér hvers konar rudda- mennsku og ofbeldi. Eða borga þeir ekki fyrir hreinsun miðbæj- arins á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum? Ekki er það þeim að kenna þó að söluvara þeirra valdi þyngra böli en tárum taki á íslenskum heimilum. Nei, ekki er það þeim að kenna. Fallega gert Þess vegna er það svo óskaplega fallega gert af þeim Þorsteini og Friðrik að hugsa til þessara hug- sjónamanna og velgerðarmanna þjóðarinnar. Og gamall aðdáandi Steina og Olla getur að minnsta kosti glaðst yfír því að innræti þeirra og hug- myndafræði skuli bera ávöxt hér á klakanum í skammdegismyrk- rinu. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Víkverja Frá G. Margréti Jónsdóttur: í PISTLI þínum miðvikudaginn 18. janúar gerir þú að umtalsefni skrif mín um laun kennara. Þú kemur m.a. inn á það að svona skrif séu ekki til þess fallin að bæta tiltrú almennings á baráttu kennara. Ég vil því að sannleikurinn komi heill fram. Heil laun kennara í fullu starfi eftir 32 ár eru það sem þú Jcallar hálfan sannleika. Ég vona svo að heil skrif okkar beggja verði til þess að talan á launaseðlinum hækki umtalsvert og tiltrú almennings á baráttu kennara aukist svo að ekki þurfi að koma til verkfalls. Hvað varðar þessa tvo opinberu starfsmenn, sem töluðu við þig um hálfan sannleika, þá geta þeir fengið að vita að það hafa fjórir opinberir starfsmenn talað við mig um að þetta væru hæfileg hálf laun. G. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, kennari. verður glœsilegt þorrahUtöborð í Blómasal Hótel Loftleiða með úrvali af þorramat og öðrum gimilegum réttum Magnús Kjartansson og Helga Möller skemmta gestum öll kvöldin. Húsið opnar kl. 19:00. Verð aðeins kr. 2.250- SCANDÍC loptieiðih Borðapantanir ísimum 552-2321 og 562-7575 Erí þú í húsgagnaleit? Sófasett - Hornsófar Hvíldarstólar í le$ri og áklæði. Borðstofuhúsgögn - Svefnsófar. -JSv \0'A 17 H f • • V*' Valhusgogn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. UTSALA 10-60% AFSLATTUR Vetrarfatna&ur, skí&agallar, dúnúlpur, íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. Opið lauqardag kl. 10-16 » hummél^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Simi 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.