Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir efstir á Skákþingi Reykjavíkur SKAK Skákþing Reykjavíkur Opna mótið í Gausdal Skákþing Reykjavikur, 8. janúar til 3. febrúar. Opna mótið í Gausd- al, Noregi, 15.-22. janúar. FJÓRIR skákmenn eru jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur sem er tæplega hálfnað. Það eru þeir Bragi Þorfínnsson, sem að- eins er þrettán ára gamall, Þröst- ur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, Júlíus Friðjónsson og Amar Þorsteinsson sem allir hafa fjóra og hálfan vinning. Þátttakendur í opna flokknum eru 95 talsins, öllu fleiri en á Haustmóti Taflfélags Reykjavík- ur og bendir það til þess að skák- menn vilji almennt fremur tefla á opnu móti í stað þess að vera raðað niður í tólf manna flokka eftir stig- um, eins og þá. Þátttaka eldri og reyndari skák- manna er mun meiri en áður og er mikill fengur í því fyrir þá yngri að fá að spreyta sig gegn þeim. Það má búast við mjög harðri og jafnri keppni en Þröstur Þórhallsson hlýtur að teljast langsig- urstranglegastur. Hann er bæði stigahæstur kepp- enda og sigraði örugglega á Haustmótinu. Helstu úrslit í fímmtu umferð- inni urðu þau að Þröstur vann Magnús Pálma Ömólfsson, Bragi Þorfínnsson vann Halldór Páls- son, Júlíus Friðjónsson vann Jón Viktor Gunnarsson, Amar Þor- steinsson vann Gunnar Gunnars- son, Halldór Garðarsson vann Bergstein Einarsson, Arnar Gunnarsson vann Magnús Öm Úlfarsson, Sævar Bjarnason vann Einar K. Einarsson og Jón Garðar Viðarsson sigraði Hrann- ar Baldursson. Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, er núverandi Reykja- víkurmeistari og hyggur ömgg- lega á titilvöm. En Vestfjarða- meistarinn, Magnús Pálmi Örn- ólfsson, setti stórt strik í reikn- inginn hjá Sævari með laglegri sóknarlotu: Hvítt: Magnús Pálmi Örn- ólfsson Svart: Sævar Bjarnason Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - g6, 3. g3 - Bg7, 4. Bg2 - 0-0, 5. c4 - d6, 6. 0-0 - Rbd7, 7. Rc3 - e5, 8. dxe5 Hvítur velur meinlaust af- brigði, en hefur þau áhrif að Sævar sofnar á verðinum: 8. — dxe5, 9. Dc2 — c6, 10. e4 - He8, 11. Hdl - Dc7, 12. h3 - Bf8, 13. Be3 - Bc5? Það var alger óþarfi að leyfa hvítum að vinna rými á drottn- ingarvæng með b2-b4. 13. — a5 var betra. 14. Bxc5 — Rxc5, 15. b4 — Re6, 16. Hacl - b6, 17. Db2 - Bb7 SJÁ STÖÐUMYND 18. Rd5! — cxd5, 19. cxd5 — Db8, 20. Rxe5! Hvítur teflir réttilega með manni undir fyrir tvö peð og sterka stöðu. Að taka manninn til baka með 20. dxe6? — Hxe6 hefði hins vegar gert svörtum kleift að jafna taflið. 20. - Rf8, 21. f4 - Rh5? Mistök í mjög erfiðri stöðu. Skást var 21. — Dd8 og svara 22. Rc6 — Bxc6, 23. dxc6 — De7. 22. Rg4 - f6 23. d6?! Einfaldasta leiðin til að fá fram vinnings- stöðu var að taka þriðja peðið með 23. Rxf6+. 23. - He6, 24. Db3 - f5? Nú opnast allar flóð- gáttir. Enn mátti veita verulega mótspyrnu með 24. - Kh8, 25. d7 - Dd8 (Ekki 25. - Hd6, 26. Rh6 - Kg7 er svarað með 27. Hc8! og vinnur.) 26. Rh6!? - Kg7, 27. Rf7 - Kxf7, 28. f5 og svarta staðan er erfið en ekki vonlaus. 25. exf5 — gxf5, 26. Rh6+ — Kh8, 27. Rf7+ - Kg7, 28. Bxb7 - Kxf7, 29. Hc7+ - Kg8, 30. He7 og svartur gafst upp því 30. — Rg7 er svarað með 31. d7! Helgi Áss byrjar illa í Gausdal Helgi Áss Grétarsson, stór- meistari og heimsmeistari ungl- inga 20 ára og yngri, byijaði ekki vel á opnu móti í Gausdal í Noregi sem hófst 15. janúar og lýkur 22. janúar. Eftir fímm umferðir á mótinu er Helgi um miðju með tvo og hálfan vinning sem er talsvert undir væntingum. Helgi Áss tapaði óvænt í fyrstu umferð fyrir Dananum Martin Olesen og í annarri umferð fyrir enska alþjóðlega meistaranum Andrew Martin. Síðan hefur hann mætt norskum andstæðing- um, unnið Wicklund-Hansen, gert jafntefli við Tönning og sigr- að Johansen. Röð efstu manna á mótinu er þessi: 1. Rogers, Ástralíu 4'/2 v. 2. Kinsman, Englandi 4 v. 3. -7. Engquist, Svíþjóð, de- Firmian, Bandaríkjunum, Vo- skanjan, Armeníu, Ward, Eng- landi og Bjarke Kristensen, Dan- mörku. Helgi Áss er í 14.-20. sæti með 2 ‘/2 v. Hann hefur dvalið í Noregi frá því fyrir áramót og tók fyrst þátt í lokuðu móti þar sem hann vann fimm fyrstu skákirnar. Hann varð þó að sjá af efsta sætinu. Norsku alþjóðameistar- arnir Djurhuus og Gausel sigruðu með 7 vinninga en Helgi Áss varð þriðji með 6‘/2 v. Síðan ferðaðist Helgi Áss um og tefldi fjöltefli um vikuskeið þar til opna mótið hófst. Eftir er að tefla fjórar umferðir á því. Margeir Pétursson BRAGI Þorfinns- son, 13 ára, er á meðal efstu manna á Skákþingi Reykjavíkur. I DAG HÖGNIHREKKVÍSI HVERNIG veistu að pabbi ætlar að leggja blessun sína yfir sam- bandið? kenndur í gærkvöldi. Klukkan hvað kom ég heim, elskan? ÞAÐ þýðir ekki að standa hér eins og hengilmæna. Farðu út og gerðu eitt- hvað í málinu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 9-5 frá mánu- degi til föstudags Góðir bananar í Pjarðar- kaupum HÚSMÓÐIR í Garðabæ hringdi til Velvakanda og vildi vekja athygli á því að núna fengjust góðir bananar í Fjarðar- kaupum. Hún sagði að undanfarið hefðu Fjarð- arkaup ekki verið með góða banana og hefði hún nokkrum sinnum minnst á það við forráða- menn verslunarinnar, en nú væru komnir góðir bananar og vill hún þakka fyrir það. Varðandi textavarp AUÐUNN Bragi Sveins- son hringdi til Velvak- anda vegna þess sem heyrist oft í útvarpi: „Horfið á fréttir í texta- varpi.“ Hann sagði þetta ergja sig í hvert sinn sem hann heyrði þetta þvf einungis 25% hafa möguleika á að hlusta á textavarp og 75% hafa enga möguleika á því nema kaupa sér nýtt sjónvarpstæki á 100 þús- und krónur. Tapáð/fundið Skinnhúfa tapaðist SKINNHÚFA með flug- húfusniði úr úlfaskinni tapaðist sl. miðvikudag innarlega á Suðurlands- braut. Kollurinn er ljós- drappaður og börðin úr úlfaskinni, eyrun eru bundin yfir kollinn. Húf- an fauk af eigandanum hratt og hátt og gæti verið hvar sem er í aust- urbænum. Skilvís finnandi vinsamlega hringi síma 685100 á vinnutíma og 40076 á kvöldin. Gæludýr Falleg tík í heimilisleit TVÍLIT tík sem á ættir að rekja til verðlaunafor- eldra, blendingur af golden retriver/labrador, óskar eftir góðu heimili af sérstökum ástæðum. Upplýsingar um hana fást í síma 96-52270. Farsi Víkveiji skrifar... FRÉTTIR, sem fluttar hafa verið af prófum í Háskóla íslands, vekja furðu. Menn standast próf með góðar fyrstu einkunnir, en komast samt ekki áfram í námi vegna fjöldatakmarkana í deildum og getur munað 0,01 í einkunn, sem þó er fyrsta einkunn. Menn stand- ast prófið með prýði, en Háskóli Islands leggur stein í götu þeirra. Hvernig má það vera að unnt sé áð meina slíkum afbragðs nemend- um að halda áfram námi? Hvar í veröldinni yrði það gert, að meina námsmönnum, sem standast próf, að halda áfram? Kannski er þetta gert í alræðisríkjum — og á Is- landi. En slíkt framferði gagnvart ungu fólki er í senn hrokafullt og óveijandi. Hafi einhver ungur mað- ur áhuga á að verða læknir, lög- fræðingur eða hvað sem er og standist hann próf, á enginn mann- legur máttur að geta stöðvað náms- feril hans í lýðfijálsu ríki. Það get- ur enginn tekið sér það vald að stöðva þann unga mann, sem stenzt próf í námi og allt tal um að ekki sé unnt að veita honum á síðari stigum námsins verklegt nám, eru léttvægar viðbárur um tæknileg atriði, sem sæma ekki fijálsri menntastofnun sem háskóla. xxx SAMKVÆMT upplýsingum frá Háskóla íslands er almenna reglan í skólanum sú, að hafí nem- andj náð'einkunninni 5,0, telst hann hafa staðizt próf. Með öðrum orðum hlýtur það að þýða, að hann sé hæfur til þess að halda áfram námi. En vegna óréttlátra fjöldatakmark- ana að deildum, svonefndrar „num- erus clausus-reglu“ ákveða háskóla- yfirvöld, í uppgjöf sinni gagnvart stjórnvöldum, að takmarka fjölda þeirra nemenda sem komast áfram í námi. Víkveiji hefur heyrt af læknanema, sem tvisvar hefur hiotið einkunn yfír 8,0 og hefur samt aldr- ei orðið svo hólpinn að vera meðal 30 hæstu. Honum hefur í tvígang verið meinað að halda áfram, þótt hann hafí í bæði skiptin fengið fyrstu einkunn. Gera háskólayfírvöld sér grein fyrir því, að slík framkoma við unga menn, getur eyðilagt líf og framtíð fjölda íslenzkra ung- menna, sem af kostgæfni hafa valið sér þetta lífsstarf, jafnvel fundið hjá sér köllun til þess að stunda það? xxx * ILÖGFRÆÐI eru engin þau rök til, að meina ungum mönnum, sem standast próf, að halda áfram sem rökin í læknadeild. Lögfræði- nemar þurfa ekki verklegt nám með sama hætti og læknanemar. En hveijar eru þá forsendur takmark- ana? Getur það verið að Háskóli Islands láti. lögfræðinga landsins hafa þar áhrif á málin, að markað- urinn sé mettaður lögfræðingum? Vart er unnt að trúa því. Lögfræði er almenn menntun, sem getúr gagnast mönnum, þótt þeir stundi ekki málflutning fyrir dómstólum. Eins á það ekki að vera áhyggju- efni skólans, hve margir lögfræð- ingar eru á markaðinum, þar hlýtur að gilda lögmálið að hinir hæfustu komast af, en skólinn á ekki að takmarka fjölda manna í stéttinni. Hver sá ungur maður sem stenzt próf á rétt á að verða lögfræðingur eða læknir. Réttindi frjálsborins íslendings eru hvaða menntun hann kýs sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.