Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLÞCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Linda þakkar Hnotu líf- gjöfina LINDA Rut Ásgeirsdóttir, sem bjargaðist úr snjóflóðinu í Súða- vík, hitti lífgjafa sinn, tíkina Hnotu, í gær. Linda Rut var 4-5 tíma í snjóflóðinu áður en Hnota fann hana. „Hér er ég,“ sagði Linda Rut þegar hún varð vör við björgun- arsveitarmenn á mánudaginn. Amar Þór Stefánsson, eigandi Hnotu, var einn þeirra sem grófu Lindu upp úr snjónum. Hann sagði að Linda hefði verið einstaklega róleg meðan hún var grafin upp úr snjónum og staðið sig eins og hetja. Arnar Þór er einn hundraða björgun- arliða sem tóku þátt i leitinni í Súðavík. Það er samdóma álit allra sem stóðu að leitinni að björgunarsveitarmennirnir hefðu staðið sig einstaklega vel og í raun unnið þrekvirki. En án hundanna hefði björgun þeirri 12 sem lifðu flóðið án efa orðið mun erfiðari og tímafrek- ari. Hnota og hinir hundarnar em því líka hetjur. Foreldrar Lindu, Þorsteinn Om Gestsson og Sigríður Rann- veig Jónsdóttir, þökkuðu einnig Hnotu fyrir. ■ Súðavík/2/4/6/26-27 Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju Hagkaup og Bónus stofna hlutafélag með Skeljungi * Atta kerti brunnu áberandi hratt NOKKRUM stundum eftir kyrrð- arstund í Hallgrímskirkju í há- deginu á fimmtudag veitti kirkjuvörðurinn Hálfdan Ólafs- son því athygli að átta af fjórtán kertum til minningar um Súðvík- ingana fjórtán sem fórast í snjó- flóðinu á mánudag höfðu brunnið áberandi hraðar en hin kertin sex. Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímssókn, sagði að kirkjuvörðurinn og fleiri hefðu sett kertin í samband JAsð börain átta sem fórust. Séra Karl sagði að kveikt hefði verið á kertunum í kyrrðarstund- inni til minningar um Súðvíking- ana fjórtán. „Við tendruðum 14 kerti í glerstjökum í kórtröppun- um,“ sagði Karl. Hann sagði að skömmu síðar hefði kirlquvörð- urinn tekið eftir að kertin hefðu brunnið afar misjafnlega. „Hann tók eftir að fyrstu þrjú kertin voru orðin áberandi lág. Næstu fimm höfðu brunnið rólegar og við hliðina á þeim höfðu önnur fimm brunnið álíka mikið og fyrstu kertin þijú. Á endanum var eitt stakt stórt kerti," sagði séra Karl. Ljósið Hann sagði að í kyrrðarstund- inni hefði Ijósið verið íhugunar- efni. „Kertaljósið á sitt afmark- aða skeið eins og líf okkar. Fyrr eða síðar kemur að því að það Morgunblaðið/Kristinn LJÓSIN i Hallgrímskirkju loga enn. En skipt hefur verið um kerti frá því á fimmtudag. er á þrotum. En aðeins með okk- ar augum því að trúin sér að guð lyftir lífinu upp í ljósið alskæra, sem okkar lifsljós er endurskin af,“ sagði hann. Séra Karl sagði að margir hefðu orðið snortnir af því að sjá hvað kertin átta brunnu áberandi fljótt þegar leið á daginn. „Það var þeim tákn, óháð því hvaða eðlilegar skýring- ar gætu verið að baki.“ Ætla að selja bensín við þriá stórmarkaði NYTT hlutafélag, Orkan hf., hefur verið stofnað í þeim tilgangi að hefla bensínsölu hérlendis á lægra verði en neytendum býðst í dag, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. Fyrst í stað hyggst félagið selja bensín við þijá stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu, við verslanir Bónuss í Holtagörð- um og í Kópavogi og verslun Hagkaups á Eiðistorgi á Seltjamarnesi. Yfir 170 milljónir 171.470.555 krónur höfðu safnast í söfnuninni Samhugur í verki í gær- kvöldi. AIls höfðu 14.874 einstakl- ingar tilkynnt um framlög símleiðis og 6.496 lagt framlög inn á söfn- unarreikning. Símanúmer söfnunar- innar er 8005050 og söfnunarreik- ingur nr. 800 í Sparisjóði Súðavíkur. ----------» ♦ ♦---- Minningarathöfn FORSETI íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir, Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og þingmenn Vestfjarða verða viðstödd minningarathöfn um þá sem létust í snjóflóðinu á Súðavík í Iþróttahúsinu á Isafirði kl. 14 í dag. Prestar verða séra Magnús Erl- ingsson, sóknarprestur í Súðavík og á ísafirði, séra Jakob Hjálmarsson og séra Karl V. Matthíasson, fyrrver- andi prestar Súðvíkinga. Athöfninni verður útvarpað beint á öllum útvarpsstöðvum. Félagið er í eigu Fjárfestingar- félagsins Þors hf. og ísaldi hf. að 74 hlutum og að 74 hluta í eigu Skeljungs hf. Þor hf. er í eigu Hofs sf. sem rekur Hagkaup hf. en ísaldi hf. er eignarhaldsfélag Jóhannesar Jónssonar í Bónus og fjölskyldu hans. Gerður hefur verið samningur við Skeljung hf. um innkaup á elds- neyti á heildsöluverði. Þá lögðu forsvarmenn félagsins í gær fram óskir um heimild til bensínsölu á lóðum við fyrrnefnda stórmarkaði við borgarstjórann í Reykjavík og bæjarstjórana á Seltjarnamesi og í Kópavogi. Viðskiptavinir geti valið um mismunandi þjónustu og verð Það eru einkum þijú atriði sem öðm fremur réðu úrslitum um að Skeljungur ákvað að ganga til samstarfs við Bónus og Hagkaup, að sögn Kristins Bjömssonar, for- stjóra félagsins. Lög heimili nú olíufélögunum að selja eldsneyti á mismunandi verði. í öðru lagi hafi þróunin erlendis verið hröð í þá átt að lækka verð á bensíni með því að draga úr þjónustu fyrir þá sem vilja og byggja ódýrari bensín- stöðvar við stórmarkaði. Margt fólk sé reiðubúið að ferðast um langan veg til að kaupa ódýrt inn, t.d. matvörur, húsgögn, föt, teppi og bensín. „I nágrannalöndunum er langalgengast að fólk geti nálg- ast þetta allt á einum stað. Skelj- ungur hf. vill taka þátt í því að bjóða upp á nýtt þjónustustig sem gefur viðskiptavinum færi á að velja um mismunandi þjónustu og verð. Það er nýtt í starfsemi olíufé- lags að geta boðið upp á þetta val,“ segir hann. Loks segir Kristinn augljóst að með stofnun Orkunnar sé verið að bregðast við áformum Irving Oil um að hasla sér völl hér á landi. Irving Oil heldur sínu striki Othar Örn Petersen, fulltrúi Irv- ing Oil hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðbrögð Art- hurs Irving, eiganda fyrirtækisins, við þessum fregnum í gær hefðu verið þau, að hann væri hlynntur allri samkeppni. Fyrirhuguð bensínsala Orkunnar hf. hefði eng- in áhrif á áætlanir Irving Oil um að hefja starfsemi hér á landi. ■ Eldsneyti keypt/39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.