Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 2

Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norrænir dómsmálaráðherrar ræða áframhaldandi vegabréfafrelsi Embættismenn skila tillögnm innan 2 vikna Að óbreyttu þyrftu Islending-ar og Norðmenn að sýna vegabréf við komu til Danmerkur frá 26. mars Réðust inn í íbúð TVEIR menn réðust í fyrra- kvöld inn í kjallaraíbúð við Hverfisgötu og veittust að hús- ráðanda og gestum hans. Flytja þurfti einn á slysadeild eftir viðureign við innrás- armennina, með áverka á höfði. Innrásarmennimir stálu myndavél og lyklum á staðnum og komust undan en vitað er hveijir þama vom að verki. Þýfi og fíkni- efni í bíl ÞÝFI úr innbroti í fyrirtæki í Faxafeni fannst í bíl, sem stöðvaður var af lögreglu í fyrrinótt. Á bílstjóra og farþega fundust fíkniefni Bíllinn var stöðvaður á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan hálffjögur í fyrrinótt. Við athugun kom í ljós að öku- maður var réttindalaus. í bílnum fannst góss úr inn- broti fyrr um nóttina í fyrir- tæki í Faxafeni; sjónvarp, hljómflutningstæki, hátalarar, myndbandstæki, myndavél, hleðslutæki, borðlampi, verk- færi, fatnaður, peningar og fleira, sem mennimir tveir gátu ekki gert grein fyrir. Féll um 4 metra MAÐUR um fertugt slasaðist við vinnu sína á Þorlákshöfn í gærkvöldi. Tilkynnt var um slysið til lögreglunnar á Sel- fossi um klukkan 22. Maðurinn er vörubílstjóri og var að flytja vikur á vöraflutn- ingabifreið með tengivagni til athafnasvæðis Jarðefnaiðnaðar hf. Þegar hann var að losa yfír- breiðslu af farminum á tengi- vagninum, virðist honum hafa orðið fótaskortur og féll hann um 4 metra niður á frosna jörð. Haft var eftir manninum að hann hefði legið með meðvitund í um klukkustund áður en ann- ar vörubílstjóri kom á slysstað. Hann gekkst undir rannsókn en var ekki talinn í lífshættu. Loðnan enn treg ÖRN KE hafði fengið um 600 tonn af loðnu á miðunum aust- an við Hvalbak í gærkvöldi. Að sögn Sigurðar Sigurðs- sonar skipstjóra, gekk erfiðlega á ná loðnunni og var hann einn skipa á miðunum sem hafði fengið afla. 150 tonn vantaði á að fylla skipið og átti hann von á að halda til hafnar í dag. Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun veita lesendum sínum þá þjónustu fram til 10. febrúar, að taka á móti spurningum þeirra um skattamál. Embætti Ríkisskattstjóra hefur fallizt á að svara spurn- ingum lesenda. Nauðsynlegt er, að þær séu skýrt orðaðar og nafn og heimilisfang fylgi. Lesendur geta hringt til rit- stjórnar Morgunblaðsins milli kl. 10 og 11 árdegis frá mánu- degi til föstudags. DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlandanna ákváðu á fundi í Ósló í gær að setja á fót embættis- mannanefnd sem skila á áliti innan tveggja vikna um hugsanlegar leið- ir til að viðhalda vegabréfafrelsi við ferðalög íbúa landanna innan Norðurlandanna. Samkvæmt óbreyttu Schengen-samkomulaginu um afnám innra landamæraeftirlits ESB-ríkjanna, sem tekur gildi 26. mars, munu ytri landamæri ESB færast inn á miðju Norðurlandanna. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segist bjartsýnn á að mönnum takist að fínna lausn á þessum vanda og koma málinu í farveg sem leiði til farsællar lausnar. Vegabréfa krafist í Danmörku? Að frátöldum Bretlandi og ír- landi hafa ESB-löndin, þar á meðal Danmörk, ákveðið að staðfesta Schengen-samkomulagið. Finnland FLUGLEIÐIR hafa auglýst eftir flugmönnum til starfa. Að sögn Guðmundar Magnússonar, flug- rekstrarstjóra hjá Flugleiðum, er fyrirhugað að ráða í þessari lotu 8-10 flugmenn. Hann sagðist eiga von á að 170-200 menn sæki um störfín. Reiknar með 170-200 umsóknum Flugleiðir hafa ekki auglýst eft- ir flugmönnum til starfa í þijú ár. Guðmundur sagði að ástæðan fyrir auglýsingunni nú væri að elstu flugmenn félagsins væra komnir á aldur. Hann sagði að á næstu árum myndu 3-5 flugmenn hætta hjá félaginu árlega sökum aldurs. Ekki væri þó víst að félagið myndi aug- lýsa eftir flugmönnum til starfa á hveiju ári. Það færi m.a. eftir sam- og Svíþjóð, sem hafa nýlega geng- ið í ESB, hafa ekki enn tekið af- stöðu til samkomulagsins. Að óbreyttu þyrftu því a.m.k. íslend- ingar og Norðmenn, sem einar Norðurlandaþjóðanna standa utan ESB, að sýna vegabréf við komu til Danmerkur frá 26. mars, þar sem Schengen-samkomulagið víkur til hliðar samningi Norðurlandanna um vegahréfafrelsi við ferðalög milli landanna. Þorsteinn Pálsson sagði að nor- rænu dómsmálaráðherramir hefðu allir lýst eindregnum vilja til þess að varðveita norræna vegabréfa- frelsið og hefðu sett embættis- mannanefndina á fót til að kanna setningu flugáætlunar og flug- flota. Guðmundur sagðist reikna með að 170-200 flugmenn sæktu um störfín. Þeir sem sækja um verða að vera orðnir 21 árs gamlir, hafa lokið stúdentsprófi og hafa at- vinnuflugmannsskírteini með blindflugsréttindum. „Menn eru síðan settir í almennt flugþekkin- garpróf, enskupróf, sálfræðipróf, blindflugspróf og síðast í viðtal við ráðningamefndina. Þá vænti ég þess að við verðum búnir að finna ijómann af þeim hópi sem sækir um,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að reiknað væri með að þeir sem ráðnir yrðu hæfu störf um næstu mánaðamót. Þá hæfist þjálfun innanlands og utan. Allir flugmenn verða þjálfað- ir til flugs á Fokker 50 flugvélam- ar, sem notaðar eru í innanlands- flugi. þær hugsanlegu leiðir, sem til álita koma til þess að leysa úr þeim hagsmunaárekstri sem uppi sé milli samninganna tveggja. Álit hópsins eigi að liggja fyrir í tæka tíð fyrir fund Norðurlandaráðsins. Útvíkkað vegabréfafrelsi Þorsteinn sagði að ekki hefði komið til umræðu að til að leysa þennan vanda fengju íslendingar og Norðmenn aðild að Schengen- samkomulaginu og tækju þannig að sér ytra landamæraeftirlit fyrir ESB. Slíkt stæði enda ekki til boða öðram en aðildarríkjum ESB. „Þær spurningar sem upp koma eru aðallega tvær,“ sagði Þor- TVEIR sumarbustaðir i Skála- vík eyðilögðust í snjóflóði sem fallið hefur á þá einhvem tím- ann í síðustu viku. Þetta kom í Ijós er maður frá Bolungarvík átti leið um Skála- vík sl. sunnudag. Eigendur bú- staðanna fóru ásamt lögreglu til að kanna þetta betur er birti daginn eftir og reyndist flóðið hafa farið í gegnum annan bú- staðinn og fyllt hinn. Bústaðirnir sem standa í svo- kölluðu Minnibakkalandi voru hvo r upp af öðrum og virðist sem þeir hafi lent í jaðri flóðs- ins sem fallið hefur úr Fögru- hlíð, en svo heitir hlíðin ofan við bústaðina. Að sögn lögreglu má ætla að siyóflóðið hafí verið um 70 til 80 metra breitt og að öllum líkindum kófflóð og því erfitt að gera sér grein fyrir steinn. „í fyrsta lagi: Er hægt að fínna svipað samkomulag og verið hefur í gildi milli Danmerkur og ESB og Norðurlönd hafa samþykkt fýrir sitt leyti. Það hefur í fram- kvæmd þýtt að Norðurlandasamn- ingurinn hefur verið í fullu gildi. Hinn kosturinn er sá að Norður- löndin semji sameiginlega við Schengen-ríkin og norræna vega- bréfafrelsið verði með einhveijum hætti útvíkkað. Það er út af fyrir sig of snemmt að segja til um hvort það er álitleg- ur kostur en það þarf að huga að mjög mörgum kostum í því sam- bandi bæði hvað varðar fram- kvæmd og eins að því er varðar eftirlit með afbrotastarfsemi eins og fíkniefnasölu. Aðalatriðið er að menn skoði þær leiðir sem fyrir hendi eru til þess að þessi mikilvægi samgangur milli Norðurlanda raskist ekki,“ sagði Þorsteinn. þykkt þess enda hafði snjó nokkuð skafíð í flóðið þegar menn komu á vettvang. Bragi Helgason, annar eig- andinn, fór að vitja eigna sinna í Skálavík fyrir rúmri viku og var þá allt í lagi, en mikið fann- fergi var í Skálavík rétt eins og annars staðar hér ,um slóðir. Bústaðirnir sem eyðilögðust í snjóflóðinu voru byggðir á árunum 1979 og 1983 og má ætla að tjón eigenda þeirra sé á bilinu 5 til 6 milljónir, en þarna er einnig um verulegt til- finningalegt tjón að ræða. í Skálavík eru 14 sumarbústaðir, flestir í eigu Bolvíkinga, enda stutt að bregða sér yfir heiði í algera friðsæld frá amstri dags- ins. Alla jafna ekki er dvalið í bústöðum þessum yfir vetrar- mánuðina. Tveir sumarbústaðir ónýtir eftir snjóflóð í Skálavík BÚSTAÐIRNIR á kafi í fönn. Myndin er tekin í fyrradag, er lögregluþjónar frá Bolungarvík brutust á staðinn til þesTaðlmMaXemmTirnar. Flugleiðir auglýsa eftir flugmönnum F ór í gegnum annan bústaðinn Bolungarvík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.