Morgunblaðið - 08.02.1995, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Margir framboðslistar komnir fram í flestum kjördæmum
Víða er verið að
ganga frá listum
p mm
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Brugðið á leik
í kuldanum
FRAMBOÐSLISTAR stjórnmála-
flokkanna vegna alþingiskosning-
anna í vor hafa verið að taka á sig
endanlega mynd að undanfömu. I
mörgum kjördæmum hafa flokk-
amir gengið frá framboðslistum og
í öðmm verður gengið frá listum á
næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn em komnir
lengst í að ganga frá framboðslist-
um, en hið nýja framboð Þjóðvaka
styst, en þar hefur ekki verið birt
framboð í neinu kjördæmi ennþá.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gengið endanlega frá framboðslist-
um í öllum kjördæmum nema Norð-
urlandi vestra. Þar fundar kjör-
dæmisráðið í vikunni eða í síðasta
lagi um helgina og gengur endan-
Iega frá framboðslistanum. Prófkjör
var haldið í kjördæminu fyrir nokkr-
um vikum og lenti séra Hjálmar
Jónsson á Sauðárkróki í 1. sætinu
og Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður í 2. sætinu.
Framsóknarflokkurinn hefur
gengið frá framboðslistum í öllum
kjördæmum nema í Norðurlands-
kjördæmi vestra og eystra. í Norð-
urlandskjördæmi eystra var kjörið
í sjö efstu sæti listans á kjördæmis-
þingi á Húsavík í desember. Guð-
laug Bjömsdóttir, formaður kjör-
dæmisráðsins, segir að búið sé að
skipa í önnur sæti listans en iistinn
verði ekki kynntur fyrr en annan
laugardag. í Norðurlandskjördæmi
vestra var haldið prófkjör og lenti
Páll Pétursson alþingismaður í 1.
sæti og Stefán Guðmundsson al-
þingismaður í 2. sæti, en niðurstaða
var bindandi fyrir fjögur efstu sæt-
in. Frá listanum verður endanlega
gengið á aukakjördæmisþingi sem
Þjóðvaki ekki til-
búinn til að birta
framboðslista í
neinu kjördæmi
boðað hefur verið til annan sunnu-
dag.
Framboðslistar Alþýðuflokksins
eru aðeins endanlega frágengnir í
tveimur kjördæmum, Norðurlandi
eystra og á Vestfjörðum. Gengið
verður frá framboðslistum annars
staðar á næstunni. Prófkjör fór
fram um listann í Reykjanesi, eins
og kunnugt er, og mun Rannveig
Guðmundsdóttir leiða listann, Guð-
mundur Ámi Stefánsson verður í
2. sætí og Petrína Baldursdóttir í
því 3. í Reykjavík mun stjóm full-
trúaráðsins leggja fram lista á fundi
fulltrúaráðsins öðm hvom megin
við helgina. Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra verður í 1.
sæti, Össur Skarphéðinsson í 2.
sæti og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins verður gerð tillaga
um Ástu B. Þorsteinsdóttur í 3.
sætið.
Alþýðubandalagið á Reykjanesi
fundar á fimmtudagskvöld
Alþýðubandalagið hefur gengið
frá framboðslistum í fímm kjör-
dæmum af átta, en búist er við að
í vikulokin verði búið að ganga frá
listum í öllum kjördæmum. Eftir
er að ganga frá listum í Reykja-
nesi, Vestíjarðakjördæmi og í Norð-
urlandskjördæmi vestra. Boðað hef-
ur verið til kjördæmisþings á Vest-
fjörðum á föstudag, þar sem geng-
ið verður frá listanum, en Kristinn
H. Gunnarsson alþingismaður mun
leiða hann. Ragnar Amalds alþing-
ismaður leiðir listann í Norðurlands-
kjördæmi vestra, og verður væntan-
lega gengið frá listanum um helg-
ina.
Fundur í kjördæmisráði Alþýðu-
bandalagsins í Reykjanesi verður
haldinn á fimmtudagskvöld og er
ætlunin að ganga frá framboðslist-
anum þá. Deilt hefur verið um skip-
un í annað sæti listans. Sigríður
Jóhannesdóttir í Keflavík sem var
í 2. sæti listans fyrir síðustu kosn-
ingar varð efst í skoðanakönnun
innan flokksins, en flokksfélagið í
Kópavogi hefur haft aðrar hug-
myndir um skipun sætisins. Þá hef:
ur nafn Kristínar Á. Guðmundsdótt-
ur, formanns Sjúkraliðafélags ís-
lands, verið nefnt í sambandi við
þriðja sætið.
Kvennalistinn hefur gengið frá
framboðslistum í fjórum kjördæm-
um. Eftir er að ganga frá framboðs-
listum í hinum fjórum kjördæmun-
um og gert er ráð fyrir að það verði
gert fyrir lok mánaðarins. Búið er
að ganga frá framboðslistum í
Norðurlandskjördæmi eystra, Vest-
urlandi, Reykjavík og Reykjanesi,
en eftir er að ganga frá listum á
Vestfjörðum, Norðurlandi vestra,
Austurlandi og Suðurlandi.
Framboðsundirbúningur hins
nýja framboðs Þjóðvaka er mislangt
kominn eftir Iq'ördæmum og eru
samtökin ekki tilbúin að birta fram-
boðslista í neinu kjördæmi enn sem
komið er, að sögn Katrínar Theo-
dórsdóttur, framkvæmdastjóra
flokksins.
GEIRSNEF er vinsæll útivistar-
staður fyrir hundaeigendur, sem
þar viðra hunda sína. Er þá oft
brugðið á leik, eins og þessir
félagar gerðu, þótt kalt væri í
veðri. Hæð var í gær yfir land-
inu, og fylgdi henni fimbulkuldi,
sem var þó mestur inn til lands-
ins, fór allt niður í 20 stiga frost.
Á föstudag erþó búizt við að
lægð leysti hæðina af hólmi og á
þá að hlýna.
Mikið beðið um start í frostinu
MARGIR leigubílstjórar voru í
gær- og fyrramorgun beðnir um
að gefa start, sem kallað er. Að
sögn Guðmundar Barkar Thor-
arensen, framkvæmdastjóra
BSR, var óvenjumikið um slíkt á
mánudagsmorgun, hugsanlega
vegna þess að fólk hafði látið
bíla sína standa óhreyfða á
sunnudaginn. Einnig var talsvert
beðið um það í gærmorgun.
Beint flug til Mexíkó
UNDIRRITAÐUR hefur verið samn-
ingur Heimsferða við mexíkóska
flugfélagið TAESA um að millilenda
á Islandi á leið sinni frá Evrópu í
sumar til að taka íslenska ferðamenn
í beinu flugi til Cancun í Mexíkó.
í stað þess að flugfélagið milli-
lendi í Gander á Nýfundnalandi,
millilendir nú vélin á íslandi og gef-
ur þetta íslendingum kost á að kom-
ast til Mexíkó fyrir 59.000 kr. í sum-
ar. Cancun er vinsælasti áfangastað-
ur ferðamanna í Mexíkó og hafa
þúsundir Islendinga sótt hann heim
síðustu sumur.
Flugtíminn til Cancun er 8 klst.
og er flogið þangað án millilendingar
með Boeing 757-vélum TAESA-
flugfélagsins. Samningurinn náðist
fyrir milligöngu eiganda TAESA-
félagsins, Mr. Abed, en hann flaug
sjálfur fyrir tveimur árum fyrsta
beina leiguflugið frá Mexíkó til ís-
lands á vegum Heimsferða og hefur
síðan tekið ástfóstri við landið og
stóð m.a. fyrir íslandskynningu í
stærsta sjónvarpsþætti um ferðamál
í Mexíkó sem var sýndur um alla
Suður-Ameríku. Beint flug til Canc-
un verður kynnt í sumarbæklingi
Heimsferða sem kemur út sunnu-
daginn 12. febrúar.
70 ár liðin frá mesta mannskaðaveðri aldarinnar
79 fórust á sjó og landi
í DAG, 8. febrúar, eru 70 ár lið-
in frá því að mesta mannskaða-
veður aldarinnar reið yfir landið
og miðin. Tveir togarar fórust á
Halamiðum, Leifur heppni og
enskur togari, Robertson að
nafni. Með þeim fórust 68 menn.
Margir fleiri togarar voru mjög
hætt komnir og lentu í gífurleg-
um hrakningum. í þessu sama
veðri fórst einnig vélbáturinn
Solveig frá Reykjavík og með
honum sex menn. Fimm manns
urðu úti í veðrinu, þar af tvö böm.
Sorgarathöfn í Reykjavík
Þegar ofviðrið skall á af land-
norðri, síðdegis laugardaginn 7.
febrúar, var togaraftotinn fyrir
sunnan land og vestan, margir á
Halamiðum. í Óldinni okkar seg-
ir: „Á öðrum og þriðja degi tóku
togaramir að tínast inn í höfn-
ina, margir illa leiknir, huldir
klakabrynju frá sigluhún og
brotnir ofan þilja. [... ] Og að
lokum vom allir togararnir
komnir í höfn nema tveir. Vom
það Leifur heppni úr Reykjavík
og enskur togari, sem gerður var
út úr Hafnarfírði, Robertson að
nafni. Höfðu báðir þessir togarar
verið á veiðum á Halamiðum. Á
Leifí voru 33 menn, en á hinum
síðari 35 menn, 29 íslenzkir og 6
enskir.“
Gerðar vom þrjár leitir að tog-
umnum en án árangurs. 10.
mars var efnt til sorgarathafnar
við höfnina í Reykjavík þar sem
bæjarbúar söfnuðust saman.
„Ríkti alger þögn í eina mínútu,
og stóðu allir berhöfðaðir. Síðan
blésu öll skipin í höfninni,“ segir
í Öldinni okkar.
Frá því segir einnig að í af-
takaveðrinu og stórhríðinni, sem
gekk yfir landið 7. og 8. febr-
úar, hafí orðið það slys, eitt af
mörgum, að tvö böm urðu úti
frá Flysjustöðum í Kolbeins-
staðahreppi, ellefu ára drengur
og sjö ára stúlka. „Þau vora send
á sunnudagsmorguninn kippkom
frá bænum að líta eftir hestum.
Veður var allgott, en skömmu
síðar skall á grenjandi stórhríð.
Brá faðir barnanna, Bergur
Teitsson, þá við og fór á eftir
þeim. Fann hann þau skammt
frá hestunum. Veðrið fór mjög
versnandi og gat faðirinn ekkert
við ráðið. Villtist hann með börn-
in og hraktist allan daginn þar
til þau gáfust upp af þreytu,
kulda og vosbúð og dóu í höndum
hans.
Sjálfur komst hann á mánu-
dagsnóttina þjakaður og illa út-
leikinn heim að bæ einum í sveit-
inni, er heitir Krossholt."
„Þessa sömu daga varð einnig
kona úti í Skyttudal í Laxárdal.
Hafði hún verið að reyna að
koma fé í hús, því að bóndi var
ekki heima. Unglingspiltur varð
einnig úti skammt frá Dalvík og
fulltíða maður skammt frá
Blönduósi."
Ein fengsælustu
fiskimið okkar
Halamið eru grunn norðvestur
af ísafjarðardjúpi og eru þau ein
fengsælustu fiskimið íslendinga.
Að sögn Steinars J. Lúðvíksson-
ar, höfundar bókaflokksins
Þrautgóðir á raunastund, var
byrjað að veiða á Halanum árið
1911, fyrst á togaranum Snorra
Sturlusyni, og telur hann að
nafnið sé til komið vegna lögun-
ar miðanna.