Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 6

Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Um helmingur niannaflans kominn til starfa hjá Frosta hf. í Súðavík Yerðnr erfitt þar til skóla- hald hefst á ný Morgunblaðið/Kristinn INGIMAR Halldórsson framkvæmdastjóri á skrifstofu sinni í Frosta hf. í Súðavík. Út um gluggann sést Bessi ÍS við bryggju. RÆKJUAFLINN sem borist hefur til Frosta hf. hefur verið þokkalegur upp á síðkastið. Á myndinni sést Gunnar Jónsson matsmaður skoða rækju sem Bessi ÍS iandaði á mánudaginn. ATVINNULIF er að miklu leyti komið í samt lag í Súðavík, og hjá Frosta hf., sem er helsta atvinnufyr- irtæki staðarins, hefur verið unnið við rækjuvinnslu svo til alla daga frá því á mánudaginn í síðustu viku er fyrsta rækjan barst þangað eftir að snjóflóðin féllu á byggðina. Um 100 tonn komu til vinnslu í síðustu viku, og á mánudaginn landaði Bessi ÍS 40 tonnum, en vegna hráefnisskorts kom skipið til hafnar einum degi fyrr en áætlað var. Enn sem komið er er þó aðeins unnið á einni vakt hjá Frosta hf. og hafa um 35 manns verið þar við störf, en það er um helmingi færra fólk en starfaði hjá fyrirtækinu áður en flóðin féllu. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta hf., segir fólkið vera að skila sér smátt og smátt, en veðráttan daginn sem starfsemin byijaði hafí hins vegar sett verulegt strik í reikninginn. Brúnin að léttast á mönnum „Þetta fór illa með okkur þvi fólk- ið sem ætlaði að koma hingað inneft- ir og var lagt af stað frá Isafirði lenti í því að snjóflóðin féllu fyrir framan bílinn hjá því. Þetta varð til þess að fólkið þoldi hreinlega ekki meira eftir allt sem á undan var gengið. Því miður hefur þess vegna orðið töf á því að fólk hafí skilað sér til baka hingað inneftir. Við hefð- um þurft að fá blíðskaparveður í svona þijár vikur á meðan fólkið væri að jafna sig,“ sagði Ingimar. Hann sagði að starfsandinn hjá því fólki sem komið væri til starfa væri ennþá frekar þungur, en samt sagð- ist hann greina að brúnin væri að léttast á mönnum, og húmorinn væri farinn að gera vart við sig á ný. Ingimar sagði fyrirsjáanlegt að einhver vandamál yrðu viðvarandi í sambandi við atvinnumálin í Súðavík á meðan skólahald hefði ekki verið flutt þangað á nýjan leik frá ísafirði, en í mörgum tilfellum væri um það að ræða að hjón störfuðu hjá Frosta hf. og bömin væru á Isafirði. Þetta ástand myndi að minnsta kosti verða til staðar fram til þess tíma sem hugsanlegt verkfall kennara skellur á sem boðað hefur verið 17. þessa mánaðar. Þarf að vinna hratt að uppbyggingu Frosti hf. er eina stóra atvinnufyr- irtækið í Súðavík, og því sagði Ingi- mar framtið staðarins velta á því hvemig það gengi. „Þetta er auðvit- að samtvinnað þannig að ef við höf- um ekki fólkið þá eigum við erfitt, og ef fyrirtækið væri ekki til staðar þá ætti plássið erfitt uppdráttar. Það hefur reyndar ekki fengist alveg staðfest, en ég held að eitthvað sé um það að fólk ætli sér ekki að koma hingað aftur.“ Hann sagði að miklar vonir væru bundnar við að vel tækist til varð- andi uppbyggingu nýs sjávarþorps á Eyrardalssvæðinu, en eins og fram hefur komið er stefnt að því að fram- kvæmdir þar hefjist 1. maí næst- komandi. Sagðist hann vona að fólk kæmi þá aftur í plássið, og ef ekki það sem nú hefur flutt burtu þá eitt- hvað annað fólk í staðinn. „Það verður að vinna hratt í þessu þannig að fólkið fái það á tilfinning- una að það eigi að gera þetta, því ef þetta dregst of mikið kemur upp- lausn í fólkið og það fer bara að leita sér að atvinnu annars staðar," sagði hann. Verðið frekar stígandi Um áramótin var sett upp ný véla- samstæða til að hreinsa rækjuna í Frosta hf. og sagði Ingimar að ef hún hefði ekki verið komin í gagnið væri vinnslan vart komin af stað aftur eftir snjóflóðin. Hann sagði aflann sem borist hefði upp á síð- kastið hafa verið mjög þokkalegan og sömuleiðis verðið sem fengist hefði á erlendum mörkuðum. Það væri frekar stígandi en hitt, en skila- verðið sagði hann vera að meðaltali um 140 kr. fyrir kílóið. Mest af rækjunni fer á markað í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Heilbrigðisráðuneyti Niðurfell- ingn þjón- ustugjalds synjað HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur synjað ósk Heilsugæslu- stöðvar Kópavogs um niðurfellingu þjónustugjalda starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, segir ekki hafa verið hægt að veita undanþáguna vegna fordæmisgildis. Páll sagðist líta svo á að ekki hefði verið hægt að veita undan- þáguna nema kynna hana annars staðar. Afleiðingarnar hefðu orðið þær að mjög stór hópur hefði nýtt sér undanþáguna og kostnaður orðið mikill. Hann sagði reglugerð um greiðslur væri afdráttarlaus og komugjaldi væri stillt í hóf. Greidd- ar væru 600 krónur og lægri upp- hæð fyrir aldraða. Ekki væri held- ur ætlast til að fólki væri vísað frá væri það auralaust. Hann sagðist ekki vita til að aðrar heilbrigðisstofnanir en Heilsugæslustöð Kópavogs hefðu sótt um niðurfellingu þjónustu- gjalda með sama hætti og hún. -----» ♦ ♦---- Alþingiskosn- ingar 8. apríl ALÞINGI sem nú situr var kosiði 20. apríl 1991 og ber því að láta: alþingiskosningar fara fram í vor, segir í tilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst í gær frá forsætis- ráðuneytinu. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun tilkynnti forsætisráðherra að „ákveðið myndi verða að kjördagur yrði hinn 8. apríl nk.“ Tillögu um skipan rannsóknarnefndar vegna flutnings veiðistjóra vísað til annarrar umræðu Stjóniai'flokk- ar töpuðu at- kvæðagreiðslu STJÓRNARFLOKKUNUM á Alþingi mistókst í gær að koma í veg fyrir að þingsályktunar- tillögu frá sex þingmönnum stjórnarandstöð- unnar, um skipun rannsóknarnefndar til að kanna ákveðna embættisfærslu umhverfísráð- herra, yrði vísað til síðari umræðu og þing- nefndar eftir að fyrri umræðu um tillöguna lauk. 26 þingmenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks greiddu atkvæði gegn því að vísa tillög- unni til annarrar umræðu á þeirri forsendu að tillagan væri í raun vantrauststillaga á Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. 27 þingmenn, þar af tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, greiddu atkvæði með að vísa tillögunni áfram, en margir þeirra lýstu því yfir að þeir teldu það ekki jafngilda vantrausti á ráðherr- ann. Tíu þingmenn voru fjarverandi, þar á meðal Össur Skarphéðinsson sem fór til út- landa í embættiserindum í gær. Þingsályktunartillagan var borin fram af Hjörleifi Guttormssyni þingmanni Alþýðu- bandalags og fímm öðrum stjórnarandstöðu- þingmönnum. Hún var um að skipa nefnd til að kanna embættisfærslu umhverfisráðherra gagnvart starfsmönnum embættis veiðistjóra í tengslum við ákvörðun um flutning embættis- ins frá Reykjavík til Akureyrar í janúar 1994. í greinargerð með tillögunni segir að sú ákvörðun hafí verið tekin fyrirvaralaust og án samráðs við starfsmenn embættisins. Ekki verði betur séð en umhverfisráðherra hafi beitt mikilli valdníðslu auk þess að brjóta gegn óskrifuðum lögum um mannleg sam- skipti. Einnig sé ástæða til þess að ætla að ákvörðunin gæti hafa átt rætur í persónuleg- um árekstri ráðherra við starfsmenn embætt- isins á óskyldum vettvangi, en ágreiningur var á milli þeirra um friðunaraðgerðir á ijúpu. Eitthvað að fela? Fyrri umræða um tillöguna var á Alþingi á mánudag en í gær átti að greiða atkvæði um hvort vísa ætti tillögunni til annarrar umræðu og allsheijarnefndar þingsins. Hefð er fyrir samhljóða samþykkt þingmanna á því Övenjuleg staða kom upp á Alþingi í gær þegar stjómarmeiríhlutinn varð undir í atkvæðagreiðslu að mál fari til næstu umræðu og nefndar eft- ir fyrstu umræðu, en í gærmorgun spurðist að stjórnarflokkarnir ætluðu að greiða at- kvæði gegn slíku varðandi tillögu Hjörleifs. Um þetta spunnust langar umræður utan dagskrár fyrir atkvæðagreiðsluna. Þar sökuðu stjórnarandstæðingar stjórnarliða um aðför gegn þingræðinu með því að reyna að koma í veg fyrir að þingið kannaði embættisfærslur ráðherra. Sögðu þeir að ef sú yrði niðurstaðan vöknuðu grunsemdir um að eitthvað væri að fela í embættisfærslu ráðherrans og valdið á Alþingi væri notað til að halda því leyndu. Guðný Guðbjömsdóttir varaþingmaður Kvennalistans sagði að umræðan fengi sig til að álykta að ríkisstjómin teldi að hér ríkti bananalýðveldi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þingsályktunartillagan væri í eðli sínu lítt dulbúin vantrauststillaga á Össur Skarphéð- insson umhverfísráðherra og vantrauststillög- um væri aldrei vísað til nefndar. Hann sagði að Ólafur Jóhannesson fyrrverandi forsætis- ráðherra hefði áður beitt sér fyrir svipaðri málsmeðferð á Alþingi við svipaðar aðstæður. Sigbjöm Gunnarsson formaður þingflokks Alþýðuflokks sagði að öllum væri ljóst að til- lagan væri vantrauststillaga á umhverfisráð- herra enda hefði Hjörleifur sagt það beinum orðum í sjónvarpsviðtali, skömmu eftir að til- lagan var lögð fram. „Aiþýðuflokkurinn mun að sjálfsögðu ekki samþykkja vantraust á ráðherra sem hefur beitt sér mjög farsællega í umhverfismálum á þessu kjörtímabili," sagði Sigbjörn. Ekki vantraust Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Egg- ert Haukdal og Matthías Bjarnason, greiddu atkvæði með því að vísa tillögunni til nefnd- ar. Eggert sagðist ekki líta á tillöguna sem vantrauststillögu á Össur. Matthías sagðist ekki hafa heyrt um fyrirætlanir stjórnarflokk- anna fyrr en í þingsalnum og hann minntist þess ekki að hafa í 32 ár greitt atkvæði gegn því að mál færu til nefndar, þótt hann væri andvígur mörgum þeim málum. Hann sagðist vera andvígur þessu máli, en ekki telja það vantraust á Össur Skarphéðinsson þótt tillag- an færi til nefndar enda bæri hann fyllsta traust til Össurar og teldi hann með bestu ráðherrum í ríkisstjórninni. Margir stjórnarandstæðingar mótmæltu | einnig þeirri túlkun að tillagan um skipan rannsóknarnefndar væri í raun vantrausts- tillaga á Össur og bentu á að ekki fælist í því efnisleg samþykkt á tillögunni þótt henni væri vísað til nefndar. Bráðhlægilegt mál Eftir atkvæðagreiðsluna var Davíð Oddsson spurður hvort líta mætti svo á að samþykkt hefði verið vantraust á umhverfisráðherra og svaraði hann því neitandi. „Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru allir á móti vantrausti á ráðherrann og fjöldi þeirra sem greiddi at- kvæði með, svo sem Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Einarsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Matthías Bjarnason lýstu því yfir að það væri ekki vantraust. Ég greiddi atkvæði út frá hinu sjónarmiðinu en hinir skýrðu sitt atkvæði. Ef þeir hefðu ekki gert það væri málið slæmt en nú er það að- eins bráðhlægilegt," sagði Davíð. Hjörleifur Guttormsson sagði að ríkisstjórn- in hefði kosið að stilla málinu upp sem spurn- ingu um traust eða vantraust á ríkisstjórnina1 og forsætisráðherra hefði kallað yfir sig spurn- ingu um traust eða vantraust í atkvæðagreiðsl- unni. „Nú er það auðvitað forsætisráðherra: að meta það en þannig held ég að þingheimur hafi upplifað þetta.“ Hjörleifur sagði að tillagan sjálf talaði sínu máli. „Hún er tillaga um rannsókn á embættis- færslu og menn geta síðan velt því fyrir sér, ■ ef út úr þeirri rannsókn kemur neikvæð niður-; staða fyrir viðkomandi ráðherra, hvernig hann j eigi að bregðast við. Þegar ég var spurður um það, eftir að tillagan kom fram, hvort þetta væri tillaga um vantraust á ráðherrann, • svaraði ég því játandi að auðvitað mætti skoða málið þannig ef niðurstaðan yrði þessi. En : ekki þegar rannsóknin færi fram; það var ; mistúlkun á minni afstöðu," sagði Hjörleifur.'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.