Morgunblaðið - 08.02.1995, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Sami aðili með
alla ferðaþjón-
ustu á Flúðum
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
STEINAR Skarphéðinsson t.h.,
formaður Lionsklúbbsins, af-
hendir Birni Sigurbjörnssyni,
formanni sjúkrahússtjórnar,
400.000 kr. ávísun.
Lionsklúbb-
ur Sauðár-
króks þrjá-
tíu ára
Sauðárkróki - Lionsmenn á Sauð-
árkróki hafa látið sér annt um
Sjúkrahús Skagfirðinga á undan-
förnum árum og hafa á ýmsan
hátt sýnt þann hug sinn í verki.
I tilefni þess að Lionsklúbbur
Sauðárkróks var þijátiu ára á síð-
asta ári var ákveðið að gefa út
veglegt afmælisblað og samþykkt
að hagnaður af þeirri útgáfu mundi
renna til byggingar þjálfunarsund-
laugar við endurhæfingarstöð
Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Söfn-
uðu Lionsfélagar auglýsingum og
styrktarlínum vegna útgáfunnar en
auk þess er í blaðinu rakin saga
klúbbsins í máli og myndum og er
blaðið allt hið glæsilegasta.
Vegna þess afhenti Steinar
Skarphéðinsson, formaður Lions-
klúbbsins, formanni stjórnar
sjúkrahússins, Birni Sigurbjörns-
syni, ágóðann af blaðaútgáfunni,
400.000 kr., í samsæti sem haldið
var af þessu tilefni. Sagði Steinar
í ávarpi sínu að þeir klúbbfélagar
gerðu sér grein fyrir því að þetta
framlag væri lítill hluti af svo stóru
og viðamiklu verkefni sem bygging
þjálfunarsundlaugar væri, en áður
hefðu verið afhentar 100.000 kr.
til sama verkefnis og væri það von
manna að þetta gæti þó þokað
málinu áleiðis.
Björn Sigurbjömsson, formaður
sjúkrahússtjórnar, þakkaði þessa
ágætu gjöf og upplýsti að þegar
hefði þjálfunar- og endurhæfingar-
sundlaugin verið hönnuð í því hús-
næði sjúkrahússins sem henni er
ætlað og nú væri verið að vinna
að fjármögnun þess að geta hafið
framkvæmdir.
Selfossi - Nýtt hlutafélag, Hótel
Flúðir hf., mun hafa á sinni könnu
rekstur allrar ferðaþjónustu á Flúð-
um. Um er að ræða gistiaðstöðu í
Skjólborg, funda-, matar- og ráð-
stefnuaðstöðu í félagsheimilinu,
sumarhótelaðstöðuna í Flúðaskóla og
ferðamiðstöðina með tjaldstæðinu.
Hótel Flúðir hf. hefur einingamar á
leigu annast rekstur þeirra. Gestir
fá því upplýsingar hjá einum aðila
og kaupa alla þjónustu á einum stað.
Hmnamannahreppur er aðaleig-
andi Hótel Flúða hf. Heimilt er að
auka hlutafé upp í 25 milljónir og
áform um að gera það hægt og síg-
andi. Sigurður Ingi Jóhannsson,
stjómarformaður fyritækisins, sagði
að stefnt væri að því að gera fyrir-
tækið öflugt og að það skilaði arði
ásamt því að skapa störf í hreppnum.
Hann sagði að ekki yrðu neinar
stökkbreytingar á rekstrinum og
nefndi sem dæmi að félagsheimilið
starfaði áfram sem menningarmið-
stöð sveitarfélagsins og stefnt að
því að auka starfsemi þess. Bíósýn-
ingar yrðu til dæmis áfram. Um
væri að ræða hagræðingu í rekstr-
inum á staðnum og hann sagði að
sátt væri um breytingarnar.
Sigurður Ingi sagðist vona að
Hótel Flúðir hf. yrði eins konar eim-
reið í ferðaþjónustunni sem draga
mundi aðra aðila áfram í þessum
geira og auka við. Hann sagði fyrir-
tækið vilja auka jákvæðni í garð
ferðaþjónustunnar og ferðafólks sem
heimsækti svæðið.
Nýr hótelstjóri hefur verið ráðinn,
Jón Gauti Jónsson. Hann mun ásamt
konu sinni Helgu Pálínu Brynjólfs-
dóttur annast rekstur Hótels Flúða
hf. Jón Gauti sagði Flúðasvæðið
hafa góða ímynd meðal landsmanna.
Hann sagðist vilja sjá Flúðir verða
ímynd hollustu og heilbrigðra lífs-
hátta, þar yrði athvarf menningar
og lista með áherslu á sögu, miðlun
lista og að Flúðir yrði barna- og fjöl-
skyldustaður ásamt því að vera til-
valinn staður til ráðstefnu- og funda-
halda.
Gerðar verða breytingar á and-
dyri félagsheimilisins þar sem verður
aðal móttaka ferðamanna sem koma
á Hótel Flúðir. Áhugi er meðal íbúa
Hrunamannahrepps um ferðaþjón-
ustuna enda góður vaxtarbroddur í
atvinnulífinu. Mjög góð mæting var
á fundi þar sem framtíðarhugmynd-
ir með stofnun Hótels Flúða voru
kynntar í kjölfar undirskrifta allra
eignaraðila þeirrar aðstöðu sem
Hótel Flúðir mun leigja á staðnum
fyrir sína starfsemi. A fundinum var
klappað sérstaklega fyrir Guðmundi
Sigvaldasyni og honum þökkuð góð
og lipur störf í félagsheimilinu mörg
undanfarin ár.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
SIGURÐUR Ingi Jóhannsson, stjórnarformaður Hótels Flúða
hf., ásamt Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Jóni Gauta Jóns-
syni hótelstjóra.
Morgunblaðið/Silli
STARFSFÓLK útibús íslandsbanka á Húsavík.
Islandsbankinn í Húsavík útibú ársins
Húsavík - Hjá íslandsbanka er það
árviss viðburður að útnefna eitt
útibú bankans Utibú ársins. Þetta
val hefur nú farið fram í fjórða sinn
og hefur nú verið tilkynnt að úti-
búið á Húsavík varð fyrir valinu
þetta árið.
Starfsmenn útibúsins, sem eru
13 talsins, náðu sérstaklega góðum
árangri í rekstri, rekstrarkostnaður
lækkaði, hagnaður síðasta árs var
vel yfir meðaltali útbúa íslands-
banka og vanskil voru með þeim
minnstu í bankanum. Afskriftir
hafa líka verið svo litlar síðustu
fimm árin að þær eru vart teljandi
jafnframt því að viðskipti við úti-
búið hafa aukist jafnt og þétt og
ekki síst síðustu tvö árin.
Utibúið á Húsavík er því vel að
þessum heiðri komið.
SIMJÓFLÓÐAVARIMIR
Snjóflóð hafa verið ofarlega á baugi síðasta
kastið og á dögunum stóð Björgunarskóli
Landsbjargar og Slysavamafélags íslands
fyrir námskeiðum á Austurlandi þar sem
viðfangsefnið var mat á snjóflóðahættu.
Orri Páll Ormarsson brá sér austur á firði,
kynnti sér starfsemi skólans og fylgdist með
einu slíku námskeiði.
IALDANNA rás hafa meira en
sex hundruð manns beðið
bana í snjóflóðum hér á landi;
þar af tæplega 150 á þessari
öld. Mest hefur manntjónið verið
þegar snjóflóð hafa fallið á þéttbýli
og sveitabæi. Enn hafa snjóflóð vo-
veiflegar afleiðingar í för með sér
og er mál manna að byggja verði
upp víðtæka þekkingu á snjóflóða-
vörnum í því skyni að draga úr snjó-
flóðahættu í byggðum landsins og
auka fræðslu til að stuðla að auknu
öryggi fjallafólks. Björgunarskóli
Landsbjargar og Slysavarnafélags
íslands hefur ekki látið sitt eftir
liggja í þessum efnum og á fyrsta
starfsvetri þessa farandskóla hafa
námskeið sem fjalla um mat á snjó-
flóðahættu verið haldin víða um
land. Nýverið var efnt til fjögurra
slíkra á Austurlandi og fylgdust full-
trúar Morgunblaðsins með gangi
mála á einu þeirra, á Seyðisfirði.
Einar Torfi Finnsson landfræð-
ingur og félagi í Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík hefur ásamt Leifi
Erni Svavarssyni yfirkennara hjá
Björgunarskólanum haft umsjón
með námskeiðum í mati á snjóflóða-
hættu í vetur. Hann segir að nám-
skeiðið sé fyrst og fremst sniðið að
þörfum björgunarsveitarmanna; til-
gangurinn sé að gera þá meðvitaða
um hættuna sem stafí af snjóflóðum
enda sé höfuðáherslan í dag lögð á
að kenna fólki að forðast hættuna
í stað þess að bregðast við eftir á.
Einar bendir þó á að námskeiðið risti
ekki djúpt eitt og sér og því sé nauð-
synlegt að fylgja því eftir með ítar-
efni. Einnig sé brýnt að leyfa þátt-
takendum að spreyta sig við mæling-
ar úti í náttúrunni. Það fengu félag-
ar í Björgunarsveitinni Isólfi á
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINAR Torfi greinir hér
hörku einstakra snjóalaga í
gryfjunni.
Seyðisfirði einmitt að gera á nám-
skeiðinu á dögunum.
Sömu mistök endurtaka sig
Að sögn Einars hefur áhugi á
hverskonar útivist stóraukist á síð-
ustu árum. Erlendis hafi þessi stað-
reynd hins vegar leitt til þess að
snjóflóðaslysum hafi fjölgað stór-
lega. Hann segir ennfremur að í
Ölpunum og Norður-Ameríku hafí
þróunin verið á þann veg að flestir
sem týni lífi í snjóflóðum séu úti-
vistarfólk. „Þessi banaslys verða
oftast í tiltölulega litlum flóðum
og í flestum tilfellum koma fórn-
arlömbin þeim sjálf af stað. Sömu
mistökin eru gerð aftur og aftur;
I