Morgunblaðið - 08.02.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.02.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hrávara * Ovissa ríkir eft- ir svartan mánudag London. Reuter. ÓTRYGGT jafnvægi tók við á hrá- vörumarkaði í gær eftir gífurlega sölu spákaupmanna og fjárfesting- arsjóða á mánudag. Sérfræðingar eru ósammála um hvort hækkanir síðustu 15 mánaða hefjast að nýju. Öll hráefni lækkuðu í umrótinu í fyrradag, en mest var lækkunin á kopar. Um miðjan janúar seldist kopar á hæsta verði í tæp sex ár, en á mánudag lækkaði hann um tæplega 10% í verði. „í gær var svartur mánudagur verðlags á málmum," sagði verðbréfafyrirtæk- ið Macquarie Equities. Sumir telja að hrávöruverð muni smám saman hækka á ný, einkum á helztu málum, þar sem framboð og eftirspurn séu í nógu miklu jafn- vægi. Kaup notenda styrktu verðið á mánudag og sagt er líklegt að kaup af því tagi muni koma á stöð- ugleika á mörkuðum „þegar núver- andi söluæði íjarar út“. Aðrir telja að framboð og eftir- spum muni ekki nægja til þess að efla hrávörumarkaðinn ef fleiri fjár- festingaraðilar taki undir það sjón- armið að verðbréfamarkaðurinn hafi lifnað við og hagkvæmara sé að fjárfesta þar. „Erfítt verður að bæta skaðann," sagði einn sérfræð- ingur. Hagfræðingar segja að ef til vill hafí vaxtahækkanimar í Bandaríkj- unum og víðar þegar haft þau áhrif að hægja á efnahagsbata þeim sem jók hráefnaeftirspurnina . í London seldist kopar á rúmlega 2.825 dollara tonnið í gær miðað við 2.780 dollara á mánudag og 3.081 dollara um miðjan janúar. Á1 seldist í gær á um 10 dollara hærra verði en á mánudag þegar verðið var 2.050 dollarar við lokun. FYRIRTÆKI í FLUTNINGUM OG FERÐAÞJÓNUSTU Markaðshlutdeild 1993 samkvæmt skýrslu Samkeppnisráðs Flutningar á sjó E § 3 Eimskipafélag Islands hf. Samskip hf. Jöklar hf. 2% Nesskip hf. 1% Nes hf. Flugrekstur Ferðaskrifstofur Flugleiðir hf. 2% Islandsflug hf. 2%Flugf. Norðurl. hf. Samvinnuferðir - Landsýn hf. Úrval-Útsýn hf. 5% Ferðaskr. ísl. hf. 5% Kynnisferðir sf. s o> «1« 'S-8 c? .to .ÍO 3 sce -ll-g S-Si s oi29- '“1 - Önnur fyrirtæki Sll Onnur fyrirtæki I skýrslu Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í atvinnulífinu er gerð sérstök grein fyrir markaðshlutdeild fyrirtækja í flutningum og ferðaþjónustu. Þar kemur fram að á árinu 1993 voru 65 fyrirtæki á ferðaskrifstofumarkaði. Þrjú stærstu fyrirtækin voru eingöngu með ferðaskrifstofur en mörg önnur hafa stóran hluta tekna sinna af öðrum rekstri t.d. rekstri hótela, langferðabifreiða, veitingasölu o.fl. Á árinu 1993 voru 16 fyrirtæki í flugrekstri en Flugleiðir hafa augljóslega mikil yfirráð á markaðnum með um 80% hlutdeild. Svipaða sögu er að segja af sjóflutningum en á þeim markaði hefur Eimskip um 65% hlutdeild. Samkeppnisráð bendir hins vegar á að virk samkeppni sé í stórflutningum og að einnig sé nokkur samkeppni í öðrum flutningum. Metafkoma hjá Islenskum markaði á síðasta reikningsári Hagnaður um 37,4 millj. fyrir skatta HAGNAÐUR Islensks markaðar á Keflavíkurflugvelli var alls um 37,4 milljónir króna fyrir skatta á síðasta reikningsári sem lauk 31. október samanborið við 34,5 milljónir árið áður. Þetta er fímmta árið í röð sem hagnaður verður meiri en næsta ár á undan. Rekstrartekjur íslensks markað- ar á síðasta reikningsári námu alls tæplega 231 milljón króna. Eigið fé er bókfært 183 milljónir og eig- infjárhlutfall er tæplega 84%. Arð- semi eiginfjár var 13% í fyrra. Logi Ulfarsson, framkvæmda- stjóri íslensks markaðar, segir þennan góða árangur einkum að þakka frammistöðu stjórnar félags- ins sem gert hafí strangar kröfur til rekstrarins og hvergi hvikað frá kröfum um góða arðsemi. í öðru lagi hafí starfsfólk lagst á eitt um að bæta árangurinn á hverju ári. í þriðja lagi hafí farþegum fjölgað sem átt hafi leið um flugvöllinn. Á móti kemur, að sögn Loga, að gengi dollars fór hratt lækkandi seinni hluta ársins sem leitt hafi til lækkandi meðalálagningar. Þá hef- ur ýmis kostnaður innan flugstöðv- arinnar aukist og nýir kostnaðarlið- ir komið til skjalanna. Leigutakar vilja taka við rekstri flugstöðvarinnar Aukning var í sölu í flestum vöru- flokkum og í fyrsta skipti í mörg ár jókst sala ullarvöru. Nam sölu- aukningin um 4 milljónum króna. Þá hefur sala á matvælum og sæl- gæti aukist mikið. Logi segir ennfremur að viðræð- ur eigi sér nú stað milli leigutaka í flugstöðinni um framtíð hennar og þeirrar starfsemi sem þar sé rekin. Fyrirhugað sé að stofna und- irbúningsfélag með þátttöku Flug- leiða, Landsbankans, Pósts og síma, Samtaka iðnaðarins, Þróunarfélags íslands o.fl. aðila sem hafi það að markmiði að taka yfir reksturinn á flugstöðinni. „Við höfum beðið lausna ríkisvaldsins í málum tengd- um framtíð flugstöðvarinnar í fimm ár og sáum ekki að neinna úrlausna væri að vænta á næstunni sem tækju á framfaramálum. Þess vegna vildum við gera tilraun til að taka málin í okkar hendur,“ sagði hann. NYJAR IBUÐIR A NONHÆÐ KOPAVOGS "é FRABÆRT UTSYNI - FRABÆRT VERÐ - GOÐUR STAÐUR I Allar íbúðir með óvenju íburðarmiklum og vönduðum mahogny innréttingum IBUÐIR AFHENDAST FULLBÚNAR ------------ I íbúðir með sérinngangi ■ Baðherbergi með fallegum flísum ■ Sér þvottaherbergi ■ Stórar svalir eða sólverönd ■ Húsin verða fullfrágengin að utan Fullfrágengnar lóðir ásamt mal- bikuðum bílastæðum. PÆMI UM KAUPTILBOÐ Kauptilboð í 3ja herb. íbúð.7.450.000 kr Við undirskr. kaupsamnings:.1.000.000 kr f Húsbréf:.......................4.800.000 kr Eftír 6. mán. frá kaups.:.412.000 kr Eftír 9. mán. frá kaups.:.412.000 kr || I; Eftir 12. mán. frá kaups!:.412.000 kr fé Eftir 16. mán. frá kaups.:.414.000 kr \ FJÁRFESTING Ifll FASTEIGNASALA HF. Hagg Borgartún 31 62-42-50 ■■■■■I Hilmar Óskarsson, Pétur Þ. Sigurðsson hdl. í& BYG6 Byggingatélag Gyifa og Gunnars Grunnmynd af 3. hæð í Arnarsmára 20 Útsýni Aökomuhliö noröur Arnarsmári 22-24 3ja herb. íbúðir frá 7.450.000 kr og 4ra herb. íbúðir frá Innrétting úr íbúð BYGG 9.000.000 kr Utlit noröaustur Arnarsmári 20 Seðlabank- inn hækk- ar vexti BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands hefur hækkaði í gær vexti sem gilda í viðskiptum bankans við innlánsstofnanir. Þannig hækkar ávöxtun í end- urkaupasamnigum og endur- sölusamningum um 0,4 pró- sentustig. Þessar breytingar eru í sam- ræmi við breytingar sem orðið hafa á skammtímavöxtum hér á landi og erlendis að undan- fömu, ekki síst í liðinni viku, en þá hækkuðu m.a. seðla- bankavextir í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess sem hækkun varð á ávöxtun ríkis- víxla í útboði ríkissjóðs og á eftirmarkaði, segir í frétt frá Seðlabankanum. SAS aftur í hagnað Stokkhólmur. Reuter. HAGNAÐUR Scandinavinan Airlines System á síðasta ári nam alls um 13,5 milljörðum króna eða um 202 milljónum dollara samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. Árið á undan nam tap félagsins aftur á móti tæpum 4,5 milljörðum króna eða eða röskum 66 millj- ónum dollara. Samkvæmt upplýsingum SAS vegur þungt í uppgjörinu kostnaður upp á um 9 millj- arða króna, eða 134 milljónir dollara vegna endurskipulagn- ingar á móti röskum 5 millj- örðum árið áður. í uppgjörinu gætir ennfremur söluhagnaðar á eignum upp á um 8,5 millj- arða króna eða röska 114 milljónir dollara á móti um 5 milljörðum króna árið áður. Velta félagsins af flug- og hótelstarfsemi jókst um 7% í 306 milljarða króna. Aukinn vínút- flutningnr Frakka París. Reuter. VIN og brenndir drykkir öfluðu Frökkum meiri útflutn- ingstekna en aðrar franskar landbúnaðarafurðir í fyrra og tók þar með við hlutverki korn- iðnaðarins samkvæmt opin- berum upplýsingum. Útflutningur á koníaki jókst um 44% að magni og 31% að verðmæti og það slær nær öll met. Últflutningur á kampa- víni jókst um 10% og léttum vínum um 7%. Þessi bati fylgir í kjölfar fímm erfiðra ára vegna mikilla verðhækkana 1988 og 1991 og samdráttar. Laura Ashley fækkar fólki London. Reuter. TÍZKUFYRIRTÆKIÐ Laura Ashley hefur ákveðið að leggja niður 200 störf og er það liður i endurskipulagningu upp á 35 milljónir punda, sem á að draga úr kostnaði og auka hagkvæmni. Endurskipulagningin nær til umsvifa fyrirtækisins í Bos- ton, Massachusetts, Eindho- ven í Hollandi og Maidenhead á Suður-Englandi. Um helm- ingur þeirra sem verður sagt upp starfa í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.