Morgunblaðið - 08.02.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 08.02.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 15 FRÉTTIR: EVRÓPA ESB-ríki sammála um gildistöku tollabandalags við Tyrkland Greiðir fyrir aðild Möltu og Kýpur Aðildarviðræð- ur gætu þrýst á um lausn Kýp- urdeilunnar SAMKOMULAG utanríkisráðherra rílqa Evrópusambandsins á fundi í Brussel á mánudag, um að tolla- bandalag ESB og Tyrklands taki gildi von bráðar, er háð því skilyrði Grikkja að samningaviðræður um ESB-aðild verði hafnar við Kýpur eigi síðar en sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári. Fram kemur í fréttaskeytum Reuters að talið sé að þetta muni einnig greiða fyrir viðræðum við Möltu, annað lítið eyríki í Miðjarðarhafi sem sækist eftir aðild að Evrópusambandinu. Tvennt hefur einkum staðið í vegi fyrir að tollabandalagið við Tyrki tæki gildi, en samið var um að stefna að því á sjöunda áratugn- um, er Tyrkir fengu aukaaðild að Efnahagsbandalaginu. Annars veg- ar hafa Grikkir ævinlega lagzt gegn aðild Tyrkja, þar sem þeir hafa hersetið norðurhluta Kýpur. Meiri- hluti íbúa eyjarinnar er af grískum uppruna, en minnihluti tyrkneskur. Hins vegar hefur ástand mannrétt- indamála í Tyrklandi verið harðlega gagnrýnt. Vilja tryggja suðurvænginn Á móti þessu vegur áhugi ESB- ríkja á að binda Tyrkland traustari böndum við Vesturlönd, ekki sízt til að tryggja suðurvæng Atlants- hafsbandalagsins og ESB, er óvissa vegna uppgangs heittrúaðra músl- ima í þessum heimshluta eykst. Með tollabandalagi væri Tyrk- land komið í nánari tengsl við Evr- ópusambandið en nokkurt annað ríki utan sambandsins, að íslandi og Noregi undanskildum. EES- samningurinn, sem þessi ríki eru aðilar að, felur ekki í sér tollabanda- lag, en hefur hins vegar í för með sér frjálst flæði vinnuafls og nánast sjálfvirka aðlögun að reglum ESB um innri markaðinn. Þessa munu Tyrkir ekki njóta í sama mæli. Góð áhrif á efnahagslífið Hins vegar er talið að tollabanda- lagið muni koma tyrknesku efna- hagslífí til góða, þar sem tyrknesk útflutningsfyrirtæki fá stórbættan aðgang að Evrópumarkaðnum. Jafnframt líta útflytjendur í ESB hýru auga til tyrkneska markaðar- ins, þar sem kaupgeta fer vaxandi. Sérfræðingar telja að efnahagsum- bætur geti jafnframt þrýst á félags- legar framfarir og tyrknesk stjóm- völd hafa lofað bót og betrun í mannréttindamálum. Enn liggur endanlegt samkomu- lag aðildarríkja ESB um tollabanda- lag við Tyrkland ekki fyrir, en allar líkur eru taldar á að gengið verði frá því á næstu vikum og það sam- þykkt á ráðherrafundi Tyrklands og ESB 6.-7. marz. Þrýst á lausn á Kýpur? Sumir sérfræðingar vonast til að aðildarviðræður við Kýpur þrýsti á um lausn á deilum þjóðernishópa á eynni, þar sem Evrópusambandið mun ekki hafa áhuga á að hafa klofið ríki í sínum röðum. Aðeins Tyrkland viðurkennir lýðveldi tyrk- neskumælandi Kýpverja á norður- hluta eyjarinnar. Gera má ráð fyrir að ESB fari fram á það við kýpversk stjómvöld að þau hraði aðlögun laga- og efna- hagskerfis að reglum ESB, líkt og þau ríki Austur-Evrópu, sem hafa fengið vilyrði um aðild að samband- inu í framtíðinni. Hvað Möltubúa varðar, hafa þeir um árabil unnið einarðlega að því að samræma margvíslegar reglur því, sem gerist í ESB, í einu og öllu til að greiða fyrir aðild er pólitískur vilji væri til að ræða við þá. Ráðstefna Evrópuráðsins um jafnrétti kynjanna >• Ahrifaríkra leiða leitað fyrir þing SÞ „JAFNRETTI og lýðræði: Draumsýn eða áskorun" er yf- irskrift ráð- stefnu Evrópu- ráðsins sem haldin verður I Strassborg í Frakklandi frá fimmtudegi til laugardags. Jafnrétti kynj- Vigdís Finn- bogadöttir anna verður þar til umfjöllunar út frá lykilorðunum lýðræði og mann- réttindi. Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands verður meginframsögu- maður ráðstefnunnar en þar hafa einnig framsögu Mary Robinson ír- landsforseti og Mona Sahlin varafor- ætisráðherra Svíþjóðar. Vigdís tekur að auki saman nið- urstöður ráðstefnunnar í lokaávarpi á laugardaginn. Ráðstefnan í Strass- borg er ætluð til undirbúnings fjórða kvennaþings Sameinuðu þjóðanna, sem haldið verður í Peking í septem- ber, og afrakstur hennar verður framlag Evrópuráðsins til þingsins. Hindranir í vegi jafnréttis karla Mary Mona Robinson Sahlin og kvenna verða í brennidepli á ráð- stefnunni, ástæður þess að raun- veruleikinn stendur lagabókstaf að baki hvað jafnréttismál varðar, og sú staðreynd að opinber embætti og ákvarðanir í stjómmálum eru enn karla að langstærstum hluta. Leitað verður áhrifaríkra lausna og reynt að benda hagnýtar aðgerðir til úr- bóta. Meðal annarra framsögumanna en þegar er getið má nefna sló- venska forsætisráðherrann Janez Drnovsek, forseta þingmannasam- kundu Evrópuráðsins, Miguel Angel Martinez, og forseta Mannréttinda- dómstóls Evrópu, Rolv Ryssdal. á morgun, fimmtudoginn 9. febrúar, kl. 14-18 Mikill afsláttur! Prufur, happdrætti, ókeypis ráÓleggingar og húðgreining. Lausnir á vandamálum: Dökkir baugar eða bólur sem þarf aS fela - No7 hyljari felur það strax. RauSir fletir og æSaslit - No7 græna kremið hylur þaS dásamlega. Feit húS, sem glansar alltaf gegnum „meik up" - No7 Translucent grunnur bjargar því. Augnskuggi, sem smitast og helst illa á - No7 Shadow Base gefur réttan lit sem helst vel á. Varalitur, sem fer strax af - No7 Long Lasting Lip Coat læsir inn varalitinn. Vantar þig varalit, naglalakk, blýant, meik, púður, kinnalit, maskara, augnskugga eða annað? - Notaðu þá afsláttinn á kynningunni. Þurr húð, eðlileg húð, blönduð húð, feit húS? - No7 hefur réttu krem- og hreinsilínuna. Ofnæmisgjörn húð? - No7 eru mest ofnæmisprófuSu snyrtivörurnar á markaðinum í dag. Viltu forðast öldrun og viðhalda heilbrigðri húð? - Positive Action kremin eru best, djúpnæra á tæknilegan, hraðvirkan hátt. Dagkrem, augnkrem og varanæring. Oll sýna þessi krem augljósan árangur. Baráttan viS hrukkurnar - No7 lofar þér ekki aS hrukkurnar hverfi, en Nurture kremið minnkar hrukkudýpt og kemur í veg fyrir frekari slit - virk krem sem má aðeins nota öðru hverju. Þurr húð - No7 E-vítamín krem er gott fyrir eldri húS og eftir sólböS. Vandamálalausnir - áhrifin eru töfrabrögð. No7 snyrtivörur eru á heilbrigðu verði og gæðin eru ótrúleg. Vitrar velja No7 PUNTO BÍLL ÁRSINS 1995 (vali helstu bílablaðamanna í Evrópu var Punto útnefndur bíll ársins 1995 með miklum yfirburðum. VALIÐ VAR MILL119 TEGUNDA AF NÝJUM BÍLUM. AÐEINS ERU GEFIN STIG I EFSTU 5 SÆTIN, EN ÞAU SKIPUÐU: FIAT PUNTO 370 STIG VOLKSWAGEN POLO 292 STIG OPEL OMEGA 272 STIG AUDI A8 235 STIG RENAULT LAGUNA 231 STIG Glæsileg hönnun, þar sem öryggi farþega og ökumanns er í fyrirrúmi, auk afburða aksturseiginleika og aflmikillar vélar, réð mestu um valið. Punto býðst nú á einstaklega hagstæðu verði, frá kr. Komið og reynsluakið Punto, bíl ársins 1995. aunn FIAT PUNTO ER SVARIÐ ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNNI 17, SÍMI 588 7620

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.