Morgunblaðið - 08.02.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 17
ERLEIMT
Fegurð á stefnumóti í geimnum
BANDARÍSKA geimferjan Discovery „sigldi“ upp
að rússnesku geimstöðinni Mír í fyrrakvöld og voru
aðeins 12 metrar á milli um tíma. Mættust geimför-
in í 384 kílómetra hæð yfir Suður-Ameríku og svifu
samhliða á 17.500 mílna hraða um himinhvolfið.
„Þetta er fegursta sjón sem ég hef séð,“ sagði James
Wetherbee leiðangurssljóri á Discovery er stefnu-
mótið átti sér stað. „Dásamlegt, dásamlegt," sagði
liðsmaður í áhöfn Mír á ensku. Um tveir áratugir
eru frá því bandarísk og rússnesk geimför áttu
stefnumót í geimnum. Ráðgert er að bandarísk geim-
ferja leggist upp að og tengist Mír í júní.
Bandarísku fjárlögin fyrir 1996
Höfðað til milli-
stéttarfólksins
Washington. Reuter. The Daily Telegraph.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,
lagði fram fjárlagafrumvarp stjórnar
sinnar fyrir árið 1996 á mánudag
og eru niðurstöðutölur þess 1,61
billjón dollara. Hefur hin mikilvæga
millistétt verið höfð í huga við smíði
þess því að gert er ráð fyrir nýjum
skattalækkunum en engum skatta-
hækkunum eða niðurskurði á fram-
lögum til heilbrigðis- og trygginga-
mála.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir,
að fjárlagahallinn verði um 200
milljarðar dollara á ári fram til alda-
móta og er það harðlega gagnrýnt
af repúblikönum, sem beijast fyrir
hallalausum ríkisbúskap. Krefjast
þeir miklu meiri niðurskurðar til að
því markmiði verði náð 2002.
Talið er ólíklegt að fjárlagafrum-
varp Clintons verði svipur hjá sjón
eftir að meirihluti repúblikana í þing-
inu hefur fjallað um það.
í Bandaríkjunum hefst fjárlagaár-
ið 1. október þannig að frumvarpið
tekur aðallega til næsta árs. í því
er millistéttinni meðal annars heitið
skattalækkunum upp á 63 milljarða
dollara á næstu fimm árum og niður-
skurður opinberra útgjalda á sama
tíma á að vera 144 milljarðar dollara.
Niðurskurðurinn kemur víða fram
en einna mestur er hann í orku-,
samgöngu- og húsnæðismálaráðu-
neytinu. Til sumra mála, til dæmis
baráttunnar gegn glæpum, verða
framlög aukin og tejrið verður upp
sérstakt gjald af öllum, sem fara
um landamæri Bandaríkjanna. Nið-
urskurður til varnarmála er um 3%
og verða útgjöldin um 258 milljarðar
dollara. Víst er að sumir repúblikan-
ar munu þrýsta mjög á um að þau
verði aukin en þeir segja herinn í
fjársvelti.
Breytingar á neitunarvaldi
I fyrradag var samþykkt í full-
trúadeildinni heimild til forseta að
beita neitunarvaldi gegn einstökum
útgjaldaliðum fjárlaganna án þess
að hafna þeim öllum. Hefur þetta
verið baráttumál repúblikana lengi
og 71 þingmaður demókrata studdi
það einnig. Ríkisstjórar í 43 ríkjum
Bandaríkjanna hafa þessa heimild
en á það er bent, að oft hafa þeir
notað það til að koma að sínum eig-
in dekurmálum í stað þeirra, sem
felld eru út.
Skoðanakönnun, sem gerð var
fyrir CNN-sjónvarpsstöðina, sýnir,
að vinsældir Clintons forseta hafa
aukist. Nú eru 49% kjósenda ánægð
með frammistöðu hans en 44% ekki.
í síðustu viku var niðurstaða annarr-
ar könnunar, að 54% væru sátt við
störf forsetans og fram kom einnig,
að álit þingsins hefur vaxið meðal
þjóðarinnar.
Geðlæknirinn Radovan Karadzic gerðist leiðtogi Bosníu-Serba
Sérfræðingur í
þunglyndi og
sjálfsmorðum
ÁÐUR en Radovan Karadzic varð
leiðtogi Bosníu-Serba, var hann
geðlæknir á sjúkrahúsi í Sarajevo.
Hann sérhæfði sig í þunglyndi og
sjálfsmorðum en lauk ekki dokt-
orsprófi eins og fullyrt hefur verið.
Fyrrverandi yfirmaður hans á
sjúkrahúsinu, dr. Ismet Ceric,
ræddi við norska biaðið Aftenpost-
en þar sem hann segir m.a. frá
því að Karadzic hafi fyrirskipað
árásir á gamla vinnustaðinn sinn.
Kosevo-sjúkrahúsið er sundur-
skotið eftir árásir Serba. Nokkrir
starfsmenn hafa látið lífið og fjöl-
margir sjúklingar og starfsmenn
hafa særst. „Kveðja frá Radovan,“
voru menn vanir að segja þegar
sprengjum og skotum rigndi yfir
sjúkrahúsið.
Ceric segir Karadzic hafa starf-
að við sjúkrahúsið þar til nokkrum
dögum áður en stríðið braust út.
Karadzic sá um meðferð þunglynd-
issjúklinga og stýrði miðstöð sem
ætlað var að fyrirbyggja sjálfs-
morð. Vann hann að doktorsrit-
gerð um þunglyndi og sjálfsmorð
er stríðið braust út og segir Ceric
hann hafa haft ágætt efni í hönd-
unum.
Féll ekki við Serba
Ceric segir Karadzic hafa verið
vel að sér í fræðunum þó að veik-
leikar hans hafi einnig verið nokkr-
ir. „Hann var óþolinmóður á meðan
meðferð stóð og var stundum full-
fljótur á sér að sjúkdómsgreina
sjúklingana." Er Ceric er spurð-
ur hvort að hann
hafi ekki velt því
fyrir sér hvað
hafi valdið því að
Karadzic hætti í
geðlækningum
og hellti sér út í
borgarastyrjöld
og þjóðernis-
hreinsanir, nefn-
ir hann eigin-
konu hans, Liljönu, til sögunar.
„Hún vann einnig hér. Sérgrein
hennar var öldrunarlækningar. Nú
standa þau hlið við hlið í forystu-
sveit Bosníu-Serba.“
Ceric segist hafa reynt að átta
sig á Karadzic. „Það er erfitt.
Hann var áhugasamur námsmaður
þegar hann kom hingað og hafði
nýlega verið rekinn úr kommúni-
staflokknum fyrir fijálslyndar
skoðanir. Hann varð síðar virkur
í hreyfingu umhverfissinna. Ég
varð aldrei var við mikla þjóðernis-
kennd hjá honum. Þvert á móti.
Hann var vanur að segja honum
félli ekki við Serba, hann sem
væri frá Svartfjallalandi. Hann
sýndi heldur engin merki um trúar-
legan áhuga, þrátt fyrir þá áherslu
sem hann leggur nú á hlutverk
rétttrúnaðarkirkjunnar. Hann
sýndi trú móður minnar mikla virð-
ingu, þrátt fyrir að hún sé heittrú-
aður múslimi."
Uppljóstrari hersins
Að sögn Cerics kom hins vegar
annað á daginn þegar skjöl frá
leyniþjónustu hersins komu fram
í dagsljósið. „í ljós kom að Radov-
an hafði verið uppljóstrari þeirra.
Þá fundust einnig skjöl um mig,
þar sem haft var eftir honum að
ég væri „slæmur kommúnisti“. Ég
hafði talið hann betri mann.
Nokkrum mánuðum áður en
stríðið braust út bað hann mig um
ráð. Hann hefði verið beðinn um
að ganga til liðs við hreyfingu
Serba. Eg sagði honum að hann
gæti ef til vill haft góð áhrif innan
hennar. Ekki leið hins vegar lang-
ur tími þar til samstarfsmenn hans
fóru að kvarta yfir því að Radovan
eyddi nær öllum sínum tíma í
stjórnmálabaráttuna.
Sem yfirmaður hans varð ég að
veita honum viðvörun. „Engin
hætta,“ sagði hann. „Ég dreg mig
fljótlega í hlé. Með vorinu hætti
ég.“ Þegar voraði var stríðið hafið
og Radovan var í fylkingarbijósti
serbnesku uppreisnarmannanna."
Ceric segir Karadzic hafa verið
náinn vin fjölskyldunnar. Hann
hafi verið vanur að ganga um
heimili Cerics eins og væri það
hans eigið. Um hveija helgi hafi
hann farið með sonum hans á
fyrstudeildarleiki í fótboltanum.
„Hugsunarháttur hans var
óraunsær og rómantískur. Sjálfur
hafði hann tilhneigingu til þung-
lyndis á vissum árstímum," segir
Ceric.
Sérlundað ljóðskáld
Nágranni Karadzics, Emina
Cengic, sýtir ekki brotthvarf
Karadzics-fjölsskyldunnar. „Hann
var sérlundaður. Hann var vanur
að fara með eigin ljóð en þau voru
ekkert til að stæra sig af. Það var
konan hans sem var sterkari aðil-
inn í hjónabandinu.“
Þegar vinir og kunningjar
Karadzics eru spurðir hvað myndi
gerast ef hann léti sjá sig á göml-
um slóðum, velkist enginn í vafa.
„Hann yrði drepinn samstundis.“
Karadzic
Norskum
djásnum
ræntí
London
London. The Daily Telegraph.
VOPNAÐIR menn rændu dýrgrip-
um, sem metnir eru á jafnvirði 27
milljóna króna, úr fyrirtækinu Garr-
ards í London á sunnudag. Verð-
mætustu dýrgripirnir, demantur og
perlukóróna, voru í eigu Sonju Nor-
egsdrottningar.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
einn ræningjanna, dulbúinn sem
lögreglumaður og vopnaður skamm-
byssu, hefði elt tvo öryggisverði inn
í verslunina. Hann hefði síðan hleypt
tveimur mönnum inn og þeir hefðu
ráðist á öryggisverðina og bundið
þá.
Dýrgripirnir höfðu verið sendir í
fyrirtækið til hreinsunar og þeir
voru upphaflega í eigu Maud drottn-
ingar, sonardóttur Viktoríu Breta-
drottningar og konu Hákonar 7.,
Noregskonungs 1905-57.
Árásin tók um 15 mínútur og
mennirnir sluppu með dýrgripina á
bíl en 70 lögreglumenn lokuðu
svæðinu í meira en sex klukkustund-
ir áður en leitað var að ræningjunum
í byggingunni.
Garrard sér m.a. um að varðveita
djásn Elísabetar Bretadrottningar.
Misstu ekki af PLÚSVINNINGNUM
AUDI A8 álbifreið framtíðarinnar.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Náðu í miða núna.