Morgunblaðið - 08.02.1995, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lifandi skáld
í finnskri bók-
menntastofu
Tuva Korsström Eeva Joenpelto Arto Melleri
BOKMENNTIR
Umræöa
BÓKMENNTASTOFAí
HELSINGFORS
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs — Bókmenntir í Finnlandi —
Finlandia-verðlaun — Finnsk skáld
ogrússnesk
MIÐVIKUDAGINN 1. febrúar
snjóar í Helsingfors og hinn al-
ræmdi „snjóstormur" er talinn yfir-
vofandi. Honum kynnumst við síðar
um daginn þegar tafir verða á flugi
vegna veðurs og flugvöllurinn í
Helsingfors er dimmur og ógnvekj-
andi og alltaf er flugi að seinka.
Einar Már og Snorri Sturluson
Að morgni dags Iiggur leið mín
í Akademiska Bokhandeln í Hels-
ingfors. Mér leikur forvitni á að
vita hvort þessi gríðarstóra bóka-
verslun eigi bækur eftir hinn nýja
verðlaunahafa Norðurlandaráðs,
Einar Má Guðmundsson. í gær var
hans dagur; enn á ný fær íslenskur
rithöfundur bókmenntaverðlaunin.
Á borði með norrænum bókum
blasa við þijár skáldsögur Einars
Más í sænskri þýðingu. Verðlauna-
skáldsöguna, Engla alheimsins, er
ekki búið að gefa út enn, en dönsk
þýðing hennar er væntanleg fljót-
lega, Aðrir íslenskir höfundar sem
eiga bækur á þessu borði eru Snor-
ri Sturluson, Noregskonungasögur,
og Steinunn Sigurðardóttir, Ástin
fískanna, báðar í sænskri þýðingu.
íslenskt töfraraunsæi
Finnsk blöð eru yfírleitt með
verðlaunahafann á forsíðu og sama
er að segja um sænsk og dönsk sem
mér tekst að krækja í. Það er ljóst
á greinum menningarsíðanna að
menn þekkja verk Einars Más.
Hufvudstadsbladet fínnska leggur
út af töfraraunsæi í verkum Einars
Más, kímni, leik og hugmyndaflugi
og talar um öflugaljóðræna frásögn
Engla alheimsins. í Dagens Nyheter
í Stokkhólmi er bókin kölluð dæmi-
saga um ísland samtímans og
áhersla lögð á samfélagslegt erindi
hennar. Svenska Dagbladet segir
að ísland hafí hreppt Norðurlanda-
meistaratitilinn í bókmenntum 1995
og birtir viðtal við sigurvegarann.
Bókmenntaskrifstofa
í Helsingfors er bókmenntaskrif-
KVIKMYJNDIR
Háskólabíó
SKUGGALENDUR
(„SHADOWLANDS")
* + +V.i
Leikstjóri Richard Attenborough.
Handrit William Nicholson, byggt á
leikriti hans. Aðalleikendur Anthony
Hopkins, Debra Winger, Edward
Hardwicke, John Wood, Michael
Denison, Peter Firth, Joseph Mazz-
ello. Bresk. Savoy Pictures 1993.
ÁSTARSAMBAND breska guðfræð-
ingsins, fyrirlesarans og skáldsins
C.A. Lewis (Anthony Hopkins) og
bandaríska rithöfundarins Joy Gres-
ham (Debra Winger), var afar sér-
stætt, gleði og sorg spunnust saman
með þeim hætti sem frekar minnir
á skáldskap en veruleika. Attenboro-
ugh tekur umfjöllunarefnið öruggum
tökum, sneiðir listilega hjá allri
væmni þó sagan bjóði sannarlega
uppá slíkt, jafn tilfínningaþrungin
og hún er. Hér hefðu minni spámenn
siglt í strand.
stofa eða bókmenntamiðstöð þar
sem unnið er við að koma fínnskum
bókmenntum á framfæri erlendis
undir forystu Möiju-Leenu Rautalin
og fleiri bókmenntakvenna. Þangað
er gott að koma og kynnast starf-
inu þar. Skrifstofan beitir sér fyrir
kynningum fínnskra bókmennta
erlendis, styrkir þýðingar fínnskra
bókmennta, verðlaunar þýðendur
og greiðir fyrir hvers kyns bók-
menntasamvinnu við Finnland.
Kynningarrit og bæklingar koma
út á vegum skrifstofunnar, en af
því tagi er tímaritið Books from
Finland, greitt af Helsingforshá-
skóla, einna áhrifaríkast. Því er
dreift út um allan heim og er fjöl-
breytt að efni.
Norðmenn reka hliðstæða bók-
menntaskrifstofu líka með góðum
árangri. Bókmenntakynningarsjóð-
ur hér heima er angi af álíka starf-
semi og hefur komið að einhveiju
gagni þrátt fyrir litla burði fjár-
hagslega. Það sem bókmenntaskrif-
stofa getur meðal annars komið í
veg fyrir er að fáein forlög einangri
þýðingar og útgáfu íslenskra bók-
mennta erlendis í krafti stærðar
sinnar og sambanda. Þó skal ekki
lasta frumkvæði nokkurra útgef-
enda og rithöfunda sem með trú
sinni á einkaframtaki hafa verið
ótrúlega dugandi.
Finlandia-verðlaunin
Á vegum Bókmenntaskrifstof-
unnar í Helsingfors spjallar Tuva
Korsström, rithöfundur og gagn-
rýnandi og menningarritstjóri
Attenborough nýtur góðs af
óvenju vel skrifuðu og skynsamlegu
handriti Williams Nicholsons, sem
hann byggir á samnefndu leikriti
sínu, en nafngiftin er sótt f heiti á
smásögu eftir Lewis. Skuggalendur
gerist á öndverðum sjöunda ára-
tugnum. Lewis þá orðinn nokkuð
þekktur sem skáld og fyrirlesari við
háskóla í Oxford. Verk hans hrifíð
m.a. Joy Gresham, bandaríska
skáldkonu sem heimsækir hann og
takast samstundis með þeim góð
kynni. Fram til þessa hafði Lewis
verið einfari og lítt kenndur við kon-
ur. En nú brá svo við að hinn for-
stokkaði piparsveinn varð ástfang-
inn í fyrsta sinn og það af persónu
sem gat ekki verið ólíkari honum á
flesta lund. En hamingjan er fall-
völt, samvistir þeirra stuttar en því
meira gefandi.
Saga mikilla örlaga sem er ekki
aðeins færð í góðan búning af
Hufvudstadsbladet, við dómnefnd-
armenn Norðurlandaráðs. Kors-
ström segir þær fréttir að því miður
hafí dregið úr þýðingu fínnskra
bóka erlendis. Hún lýsir stöðu bók-
menntanna í Finnlandi og vekur
athygli á ýmsum höfundum og bók-
um, m.a. skáldsagnahöfundinum
Eevu Joenpelto sem hlaut hin eftir-
sóttu Finlandia-verðlaun að þessu
sinni fyrir Tuomari Miiller, hione
mies, Miiller dómari, ágætismaður.
Bækur Joenpelto hafa oft verið
lagðar fram til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs, en þau
verðlaun hefur hún ekki fengið.
Að kröfu bókaútgefenda og bók-
sala verða ljóðabækur ekki tilnefnd-
ar til Finlandia-verðlauna framar,
þær seljast ekki nógu vel. Skáld-
saga Joenpelto mun hafa selst í
13.973 eintökum. Ein af tilnefndu
skáldsögunum, Underbara kvinnor
vid vatten, eftir Moniku Fagerholm,
mjög lofuð saga, m.a. af Tuvu
Korsström, seldist í um 700 eintök-
um.
Tuva Korsström nefndi ekki síst
ævisögur meðal bóka liðins árs.
Tækifæri gefst til að lesa um ævi
og örlög rithöfunda. Meðal forvitni-
legri bóka af því tagi eru minning-
ar næstsíðustu konu skáldsins
Pentti Saarikoskis, þar sem skáldið
er skoðað í nýju ljósi og sjöundi og
áttundi áratugur bókmenntanna
birtist frá óvæntu sjónarhomi.
smekkmanninum Attenborough og
nosturslega samin af Nicholson,
heldur gefa leikaramir henni lífs-
kraft á tjaldinu. Hopkins og Winger
eru í fararbroddi í erfiðum og krefj-
andi hlutverkum og draga upp þétta
mynd af andstæðum manngerðum
undir álagi. Hopkins fæst við per-
sónu ekki víðs fjarri yfirþjóninum í
Dreggjum dagsins, Lewis lokar sig
af í eigin heimi, einmanna fráhrind-
andi, íhaldssamur fræðimaður sem
heldur heimili með Warnie (Edward
Hardwicke) bróður sínum. Gresham
á hinn bóginn opinská, ófeimin við
að segja meiningu sína umbúða-
laust, gagnstætt Lewis, með alda-
langar hefðir breskrar háttvísi og
herramennsku í genunum. Þegar
andstæðir pólar mætast blossar
krafturinn og það gerist á milli
Hopkins og Winger. Hopkins á stór-
leik, það kemur ekki á óvart, hins-
vegar er einkar ánægjulegt að sjá
Félagið Lifandi skáld
Ekki aðeins fulltrúar hinna viður-
kenndu bókmennta í Finnlandi
fengu umfjöllun hjá Tuvu Kors-
ström. Á fundinn var kominn ungur
fínnskur rithöfundur, fulltrúi fé-
lagsins Lifandi skáld. Félagið gefur
út tímarit með skáldskap ungra
höfunda og árbók með gagnrýni og
ritgerðum. Tuva Korsström lét vel
af þessu framtaki og sagði að það
ætti sér langa hefð þrátt fyrir ný-
stárleikann í verkum skáldanna.
Skáldið sagði að póstmódernism-
inn hefði ekki náð fótfestu í Finn-
landi og taldi Kafka meðal fyrir-
mynda. Það og Korsström voru
sammála um að tvenns konar
straumar væru enn ríkjandi í bók-
menntunum og virtust ekki beinlín-
is eiga samleið. Annars vegar væri
Finnlands-sænskur módernismi og
hins vegar fínnskur.
Eftir því sem ég kemst næst eru
Finnlands-Svíamir hnitmiðaðri í
formi og bundnari náttúrunni en
fínnskumælandi landar þeirra. í
ljóðum þeirra má enn greina berg-
mál hinna stóru brauðryðjenda nú-
tímaljóðsins: Södergran, Diktonius,
Enckell. Finnskumælandi skáld eins
og til dæmis Arto Melleri sem til-
nefndur var til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs fyrir ljóða-
bók sína, Innritaður í lífið, eru orð-
mörg og hneigð undir flæðistíl.
Eins og kom fram hjá fínnska
skáldinu á fundinum hafa finnsk
og rússnesk skáld aukið samstarf
og hittast oftar en áður. Einkum
eru það Helsingforsskáld og skáld
frá Pétursborg sem þinga. „Við
tölum um skáldskap og drekkum
saman“, sagði skáldið.
Hjá einu þessara fínnsku skálda
frétti ég síðar að Finnarnir hefðu
lagt of mikla áherslu á drykkjuna,
böðin og ærslin sem fylgja. Rúss-
arnir sem búið hafa í einangrun
voru aftur á móti sólgnir í umræður
um skáldskap, en takmarkalaus
gleðin skyggði á alvöruna.
Arto Melleri hefur ort um óreiðu
borgarlífsins og tímann sem flýgur
hratt meðal freistinga gervimenn-
ingarinnar. Orð skáldsins eiga á
hættu að drukkna í hávaðanum, en
það rýrir ekki gildi þeirra.
til Winger, sem er gjörsamlega
óþekkjanleg úr þeim flennuhlutverk-
um sem hún er kunnust fyrir (Urban
Cowboy, An Offícer and a Gentle-
marí). Leikur einkar sannfærandi
þessa viljasterku konu sem harðnar
við hveija raun og bræðir Lewis
útúr klakabrynjunni. Hardwicke,
góðkunningi sjónvarpsáhorfenda, er
unaðslegur í hlutverki Warnies,
sama máli gegnir um hóp skotheldra
eðal Breta í leikarastétt sem fara
með minni hlutverk starfsfélaga
Lewis í háskólabænum.
Ekki er fjallað um skáldskapar-
mál persónanna, þær og tilfínningar
þeirra eru í fyrirrúmi. Þessi hlýja
og mannbætandi mynd er fínlegur
vefur sælu og sorgar, sögð á hljóðlát-
an hátt við hæfi tregafulls efnisins.
Lewis sækir sér huggun í myndarlok
með því að líta á þjáninguna sem
hluta hamingju sem var. Svo sannar-
lega umhugsunarvert. Og minnir
okkur á að segja hlutina áður en
það er um seinan. Það er huggun
harmi gegn.
Sæbjörn Valdimarsson
Nýjar bækur
• ÚT ER komið 8. bindið í
flokknum Málfræðirannsókn-
ir. Það nefnist Um afkring-
ingu á /y, ý, ey/ í íslensku
(137 bls.) og er eftir Guðvarð
Má Gunnlaugsson, cand. mag.
Ritgerðin fjallar um samfall
y, ý, ey annars vegar og i, í,
ei hins vegar. Raktar eru kenn-
ingar og hugmyndir fyrri
fræðimanna um þessa hljóð-
breytingu, en meginhluti ritsins
fjallar um rannsókn þá á ís-
lensku fornbréfasafni sem gerð
var. Rannsökuð voru öll forms-
bréf frá tímabilinu 1450 til
1570 og einnig var athugað
hvort útgefendur handrita sem
skrifuð voru á 15. og 16. öld
hefðu rekist á þetta samfall í
þeim. Einnig er í ritinu fjallað
um yngri heimildir um kringd-
an framburð á y, ý, ey en óljós-
ar heimildir eru um hann allt
fram á 19. öld. Meginniður-
staða höfundar er sú að sam-
fallið hafí hafist á undan
framgímmæltum hljóðum á
vestanverðu Norðurlandi á 14.
öld en lengi verið að ná fót-
festu og ekki verið orðið veru-
lega útbreitt fyrr en á síðustu
áratugum 16. aldar. Jafnframt
að heimildir mæli ekki gegn
því að kringdur framburður
hafí getað lifað í einöngruðum
sveitum Vestfjarða fram á 17.
öld og Austurlands fram um
1800.
Útgefandi er Málvísinda-
stofnun Háskóla íslands. Ritið
er fáanlegt í öllum helstu bóka-
búðum, en einnigerhægt að
panta það hjá Málvísindastofn-
un.
• VÍSINDASJÓÐUR Norð-
ur Atlantshafs-spendýrar-
áðsins (NAMMCO) hefur veitt
Alþjóðamálastofnun Há-
skóla íslands styrk til útgáfu
fyrstu bókarinnar um sögu og
sjónarmið íslendinga í hval-
veiðimálum. Er ritið gefíð út á
ensku og nefnist „S.cience,
Sanctions and Cetaceans“
eftir Jóhann Viðar ívarsson
M.A.
Rit þetta kom út á síðastl-
iðnu hausti. Er þar meðal ann-
ars rakin saga hvalveiðimálsins
frá því ísland ákvað að mót-
mæla ekki hvalveiðibanninnu
1983 en sagði sig loks úr Al-
þjóða hvalveiðiráðinu 1992.
Höfundur fjallar um rökin-fyrir
úrsögn íslendinga, áhrif áróð-
ursherferðar Grænfriðunga
gegn íslenskum afurðum á er-
lendum mörkuðum og fjallar
um hin nýju hvalveiðisamtök,
NAMMCCt Aðilar að samtök-
unum eru íslendingar, Norð-
menn, Færeyingar og Græn-
lendingar. Þau voru stofnuð
1992.
Hlutverk Vísindasjóðs sam-
takanna er að efla skilning á
nauðsyn skynsamlegrar nýt-
ingar sjávarspendýra. Er þetta
í fyrsta sinn sem sjóðurinn
veitir framlag til verkefna á
þessu sviði hér á landi.
• SPEKI Austurlanda, er
askja með þremur bókum:
Taó, hin ómeðvitaða þekk-
ing; Zen, rök hins óröklega;
og Súfismi, umbreyting
hjartans.
Þetta eru handhægar bækur
í litlu broti um austurlenska
heimspeki og trúarbrögð. í
hverri bók er á 60 blaðsíðum
fjallað um eina heimspeki- eða
trúarstefnu; grundvallaratriðin
eru kynnt og vitnað í fræði-
meistara. Að öllum bókunum
er inngangur eftir sérfræðinga
í viðkomandi stefnu. Þær eru
prýddar fjölda litmynda. Þýð-
andi er Leifur Sörensen.
Útgefandi erForlagið. Bæk-
urnar eru seldar þrjársaman
íöskju sem „Bók mánaðarins"
ífebrúar og kosta samtals
1.990 krónur, en frá 1. mars
kosta þær 2.940 krónur.
Jóhann Hjálmarsson
Skin o g skuggar