Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 28

Morgunblaðið - 08.02.1995, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Dulinn kostnaður sem enginn vill viðurkenna Frá sjónarhóli sérfræðings GREIN þessi er þýðing og endur- sögn á ritstjómargrein í bandaríska tímaritinu Plastic And Reconstruc- tive Surgery og þó aðstæður þar á bæ séu í mörgu ólíkar því sem hér er, er margt í greininni sem vert er að hugleiða í sambandi við þá um- ræðu, sem fram fer hér vegna tilvís- anaskyldunnar, sem blessaður heil- brigðisráðherrann okkar vill innleiða að nýju af föðurlegri umhyggju fyrir sjúklingum, læknum og ríkiskassan- um. í umræðunni um kostnað við heil- brigðisþjónustuna er sjaldan rætt um hinn dulda kostnað „umbúðakostnað- inn“. Væri ekki fróðlegt að staldra við og skoða hvað margir lifa á sjúkl- ingum, sem aldrei koma koma ná- lægt lækningum? Hvað kostar spam- aðurinn? Hvemig væri að fela ríkis- endurskoðun að skoða kostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna, sem falinn er í stjómunarkostnaði, skrifstofuhaldi, eyðublaðaprentun og ómarkvissri tölvuvæðingu og byija spamaðinn á því að skera af þessum liðum, áður en farið er að skerða gæði sjálfrar þjónustunnar, sem er fólgin í því að lækna sjúka, líkna og koma í veg fyrir sjúkdóma? Ég gef dr. Mutaz B. Habal orðið „Það kom sjúklingur á stofuna til mín fyrir nokkmm mánuðum. Hún ■yar í uppnámi og gráti nær, því hún gat ómögulega skilið heilbrigðiskerf- ið eða vandamálin í því. Þetta var greind kona, í ábyrgðarstarfi og vissi vel hvað að henni var. Sjúkrasaga hennar hafði byijað mánuði áður með því að hún fékk auman hnút á ennið. Þessi hnútur reyndist vera blaðra í húðinni sem lá ofaná tilfinn- ingataug, afar algengur kvilli, sem getur stafað af smá yfirborðs-áverka á húðina. Algengast er að skera þetta burt. Fyrir þrettán árum, þegar ég hóf störf, hefði þetta verið gert á stofu og sjúklingurinn hefði komið einu sinni aftur til að láta íjarlægja sauma. Þetta hefði kostað 150 dali, lágmarks vinnutap, engar áhyggjur og enga pappírsvinnu. En nú skal ég segja ykkur hvem- ig fór fyrir þessari konu árið 1993. Um þver og endilöng Bandaríkin ræða stjómmálamenn nú um stýr- ingu á læknisþjónustu í heilbrigðis- kerfínu. Sagan mín segir, hvernig stýrð læknisþjónusta getur virkað, þegar um er að ræða smávægileg og algeng heilbrigðisvandamál. Fyrst var sjúklingnum sagt að hún yrði fyrst að fara til heilsugæslu- læknis, dyravarðarins i kerfínu, til að láta hann greina sjúkdóminn, svo hægt væri að visa henni til rétts aðila. Hún þurfti að bíða í hálfan mánuð eftir viðtali við hann. Nokkr- um mánuðum áður hafði hún farið í almenna læknisskoðun, og verið úrskurðuð hraust, en dyravörðurinn vildi fá sjúkrasögu og almenna skoð- un ásamt blóðprófum og fleiri grein- ingaraðgerðum, sem kostuðu vænan skilding. „Það er kominn nýr skurðlæknir í þjónustu-heilsugæsluhópinn okk- ar,“ sagði dyravörðurinn, „og ég ráð- legg þér að leita til hans“. „En lækn- ir,“ sagði sjúklingurinn, „veistu eitt- hvað um hann?“ „Nei, en fram- kvæmdastjóri heilsugæsluáætlunar- innar okkar vill gefa honum tæki- færi. Það er sagt að hann sé góður, en hann hefur enga reynslu, nýkom- inn frá prófborði, en við höfum gert samning við hann.“ „En læknir," hrópaði sjúklingurinn í örvæntingu, „við erum að tala um andlitið á mér“. „Góða kona,“ sagði dyravörð- urinn með þunga, „ég veit hvað ég er að gera og kæri mig ekki um að efast sé um dómgreind mína“. Sjúklingurinn fékk tilvísunina og heimsótti unga skurðlækninn. Hann var hinn þægilegasti í viðmóti, en reynslulítill eins og von var. Hús- gögnin á stofunni hans voru flos- klædd, og það voru málverk á veggj- unum. Sjálfur var hann í hvítri silki- treyju. Það var enginn annar sjúkl- ingur á stofunni, en þar sátu þrír hjúkrunarfræðingar, tilbúnir til að stökka á fætur ef skurðlæknirinn deplaði auga. „Ég verð að skoða yður vandlega og taka blóðpróf," sagði hann. „En læknir," hrópaði sjúklingurinn, „það er nýbúið að gera þetta á stofunni hjá heilsugæslu- lækninum". Svo ein af hjúkrunar- fræðingunum stökk á fætur og bað um fax. Þar með lágu þær upplýs- ingar fyrir. „Ég verð samt að taka hjartalínurit," sagði ungi læknirinn. „Það var ekki með í fyrri rannsóknunum og ég hef nýtt og mjög ná- kvæmt tæki, ef eitthvað væri að í hjartanu." „En læknir," svaraði sjúkl- ingurinn, „ég stunda daglega líkamsrækt, er fílhraust og það er ný- búið að að skoða mig, hátt og lágt, meira að segja tvisvar." „Nei, þetta verður að gera,“ sagði hann ákveðinn svo sjúklingurinn elti hjúkr- unarfræðinginn inní næsta herbergi, lagðist uppá bekk og hjarta- línuritið var tekið. Þegar hún kom aftur inná lækn- ingastofuna, sagðist hann þurfa sneiðmyndir og segulómun til að úti- loka að hnúturinn væri vaxinn inní Dulinn kostnaður við heilbrigðiskerfið, sem skrifast á skrifráðlinga og stjórnmálamenn, * eykst, að mati Arna Björnssonar, við tilvís- anakerfíð. heilann. Áhyggjufull spurði sjúkling- urinn: „En læknir, hversvegna?" „Það er öruggast að útiloka heila- sjúkdóm." „En læknir," sagði sjúkl- ingurinn, „ég sé enga skynsamlega ástæðu til að gera þetta, og svo er ég viss um að það kostar meira en þúsund dali.“ „Kona góð,“ svaraði hann móðgaður, „þú ert að þrasa, þú verður að treysta mér og því sem ég geri.“ Eftir því sem hann æsti sig meira, þeim mun þijóskari varð hún. Samtalið endaði í rifrildi og sjúkling- urinn flýtti sér út. Miður sín hringdi sjúklingurinn í heilsugæsludyravörðinn og vildi vita hvers vegna hún mætti ekki hitta lækninn sinn, sem gæti tekið hnút- inn. Hann svaraði: „Við verðum að hafa stjóm á læknis- þjónustunni, hún er svo dýr.“ „En læknir góð- ur,“ svaraði hún, „ég er þegar búin að fara til tveggja lækna og ennþá er aumi hnútur- inn á enninu á mér.“ Dyravörðurinn, svaraði: „Kona góð, prísaðu þig sæla, þetta er allt borg- að samkvæmt samningi þínum við okkur." (Væntanlega er hér átt við einkarekið trygg- ingafélag.) Gengið var frá þriðju læknisheimsókninni og þar fór enn einn vinnu- dagur. Þetta var kurt- eisisheimsókn til dyravarðarins til að huggá og róa sjúklinginn. Dyravörð- urinn sagði: „Ég ætla að senda þig til skurðlæknisins míns, hann er í hópnum. Hann er almennur skurð- læknir. Hann tók gallblöðruna úr móður minni gegnum kviðsjá og gerði við gyllinæðina í mági mínum. Það dá hann allir. Við höfum líka fyrirmæli frá framkvæmdastjóranum um að senda sjúklingana til al- mennra skurðlækna því sérfræðing- arnir eru of dýrir.“ (Þetta gildir ekki á íslandi.) Fjórðu heimsókninni til læknis fylgdi fullkomin sjúkrasaga og skoð- un. Loks sagði almenni skurðlæknir- inn við sjúklinginn: „Ég er almennur skurðlæknir, og mér dettur ekki í hug að skera í andlitið á þér. Það hef ég ekki gert síðan ég var aðstoð- arlæknir á háls-, nef- og eymadeild fyrir 17 árum. Þú þarft að fara til lýtalæknis." „Gott og vel,“ sagði sjúklingurinn, „en það var það sem ég bað um í upphafi". Fimmta heimsóknin til heilsu- gæslulæknisins, sem var nú orðinn dálítið vandræðalegur, leiddi til þess að sjúklingurinn var sendur til lýta- læknis. Eg leit á sjúklinginn og skýrði hvað um væri að vera og fjar- lægði hnútinn. En það var ekki hægt að fjarlægja hnútinn á stofu vegna þess að stýrða kerfíð borgar aðeins fyrir aðgerðir gerðar á göngudeild sjúkrahúss. Þessi hindrun kostaði konuna enn einn vinnudag. Þegar hér er komið sögu, er rétt að skoða hvað raunasaga þessa sjúkl- ings kostaði í beinhörðum peningum Árni Björnsson árið 1993. Skurðlæknirinn fékk helming af því, sem hann hefði feng- ið fyrir 13 árum. Annar kostnaður, þ.e.a.s. dulinn lækningakostnaður, var þá enginn, en það er einmitt þessi kostnaður, sem er að sliga heil- brigðiskerfið nú með því að hækka uppúr öllu valdi. Þetta er óviðráðan- legur kostnaður vegna þess að alltof margir skrifráðlingar og stjórnmála- menn eru inni með puttana. Læknar hafa í alltof ríkum mæli látið ólækn- islært fólk stjórna heilbrigðismálum. Engin lausn er í sjónmáli. Ef við reiknum út hvað reynsla þessa sjúklings kostaði, og það gerði ég, reiknaðist mér til að vanhugsaðar tilvísanir, ónauðsynlegar skoðanir og endurtekin og ónauðsynleg próf hafí aukið kostnaðinn um 4.800 prósent miðað við kostnað fyrir 13 árum. í þeim kostnaðarreikningi eru ekki innifalin vonbrigði með heilbrigðis- stjómun, andleg streita og glataðir vinnudagar. Ekkert hefur hækkað sem þessum 4.800 prósentum nemur á síðustu 13 árum og læknirinn fékk helmingi minna greitt en þá. Duldi kostnaður- inn er orðinn til hjá þeim sem eru að reyna að telja leiðtogum okkar í Washington trú um að kostnaður heilbrigðisþjónustunnar verði lækk- aður með miðstýrðu heilbrigðiskerfi, sem hefur dyravarðarhugmyndina að leiðarljósi. Svo við skulum vakna, vinir mínir. Við þurfum ekki fleiri stjórnmála- menn. Við þurfum að sinna sjúkling- um okkar og okkur sjálfum, ella missum við faglega dómgreind um ófyrirsjáanlega framtíð. Aðalatriði málsins er ekki um sérfræðing eða almennan lækni, heldur um það, hver er færastur að sinna þörfum sjúklingsins. Eftir því sem meðferð sjúkdóma þróast og verður markvissari, þeim mun síður getum við notað aðferðir fortíðarinnar í nútíð eða framtíð. Lækningaaðferðir eru orðnar svo sérhæfðar, að „almennur læknir" gæti virst tímaskekkja. Þetta er ekki aðferð til að skera niður kostnað heldur til að skera niður gæði þjón- ustu. Sem læknar erum við að gleyma höfuðtilgangi starfa okkar, sem er að veita skjólstæðingum okk- ar bestu þjónustu sem völ er á hveiju sinni. Með tilraunum okkar til að spara erum við í raun að auka kostn- að og minnka gæði þjónustunnar. Það sem hér er sagt er ekki árás sérfræðings á hinn almenna lækni, heldur sjónarmið sérfræðings á flæktum daglegum samskiptum við sjúklinga.“ Sá sem hér er haft eftir er þekkt- ur bandarískur lýtalæknir. Þýðandi er fyrrv. yfírlæknir við Landspítal- ann. Athugasemdir eru þýðanda. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir. Sjálfsvald MARGIR finna fyrir því að hafa ekki stjóm á aðstæðum í lífí sínu og finna til vanmáttar gagnvart hinu flókna og óútreiknanlega samfélagi. Mörgum fínnst sem smátt og smátt, hafi þeir misst úr höndum sér öll tækifæri til að hafa áhrif á sitt nán- asta umhverfi í hendur atvinnu- stjómmálamanna og kerfiskarla. Og þetta er ekki einungis tilfínning sem fólk hefur, þetta er staðreynd sem það stendur frammi fyrir. Hver kannast ekki við hinar endalausu undirskriftasafnanir gegn ýmsum frarnkvæmdum hins opinbera, sem atvinnustjórnmálamennirnir og ker- fiskarlarnir taka við. Þeir hlæja að „kverúlöntunum" og fara sínu fram eins og ekkert hafí í skorist. Svo halda þeir því fram að „engin stór- vírki hafi verið unnin án andstöðu almennings“. Er þetta lýðræðið sem við viljum búa við, góðir íslending- ar? Höfum við ekki einhversstaðar farið út af sporinu þegar svo er komið? Við borgum til ríkisins í formi skatta og hvað svo? Höfum við ein- hver sérstök áhrif á hvernig þeim peningum er varið? Þeim er meðal annars varið til að halda uppi hér á landi svo óhagkvæmum atvinnuveg- um að ísland býr við lægstu fram- leiðni sem þekkist í hinum vestræna heimi. Á meðan er ráðist að mennta- kerfinu og háskóli landsins er í önd- unarvél sökum fjársveltis. Er það þetta sem fólkið vill? Hið alltumlykjandi vald ríkisins hefur alið þjóðina upp í þeim anda að ekkert geti orðið nema fyrir til- stuðlan þess. Þannig byija allir á að fara með kröfu á hendur ríkinu þegar eitthvað á að gera. Það er eðlilegt. Þegar fólkið hefur það á tilfinningunni að það ráði ekki sjálft ferðinni, þá missir það tengslin við samfélagið og sér ríkisvaldið sem einhverskonar pabba, sem sæki í sína endalausu sjóði vasapeninga fyrir bömin sín. Fólk er firrt frá þeirri staðreynd að það borgar laun- in hans pabba, þar sem það hefur annars ekkert með gjörninga hans að gera. Þessu mótmælir ný kynslóð jafn- aðarmanna af krafti. Við getum ekki þolað það lengur að áhrif ein- staklinganna á stjórn þessa þjóðfélags sem kallar sig lýðveldi, ein- skorðist við misvægan kosningarétt á fjögurra ára fresti og kröfugerð- ir á hendur hins opin- bera. Þess vegna boðum við hugmyndina um <b>sjálfsvald<p>. Það snýst um að koma lýð- ræðinu til .skila til ein- staklinganna. Þetta snýst um beint lýðræði í stað fulltrúalýðræðis. Um vald okkar borgar- anna yfir okkar eigin lífi. Samfélag fijálsra manna verður að snúast um það að einstaklingar sýni frum- kvæði, taki sig saman og geri út um samfélagsleg málefni á lýðræðis- legan hátt í sínum hópi. í þessu felst meðal annars að frjálsum félaga- samtökum verði falin umsjón með verkefnum sem nú eru í höndum hins opinbera. Leik- og grunnskóli eru til að mynda alveg borðleggjandi dæmi um svið þar sem foreldrar eiga að hafa meira að segja um hvernig málum er háttað. Þegar komið er ofar í skólakerfið ætti valdið að færast í síauknum mæli til nemend- anna sjálfra, því fyrir hveija er skól- inn ef ekki fyrir nemendur? í dag miðast allt hins vegar við að takmarka áhrif nemenda á skólakerfið, eins og sjá má í tillög- um menntamálaráð- herra um hlutverk nemendafélaga. Önnur hugmynd er sú að einstaklingar geti sjálfir ákveðið á árs- grundvelli í hvað tekj- usköttum þeirra er var- ið. Þeir eiga að geta valið það sjálfir, hvort þeir eyða þeim í íþrótta- félagið, söfnuðinn, hverfisskólann eða hvaðeina sem þeim sjálfum hugnast og uppfyllir ákveðin skil- yrði um viðtökubæra aðila og upp- lýsingaskyldu gagnvart borgurum og stjórnvöldum. Hveijum er betur treystandi til að byggja upp sitt nánasta umhverfi af natni og hug- kvæmni en borgurunum sjálfum? Er okkur virkilega ekki treystandi til annars en að kjósa stjórnmála- flokka, sem fæstir endurspegla nein- ar hreinar línur, á fjögurra ára fresti? Einnig felst í þessari hugmynd að einstaklingarnir sjálfir semji um sinn vinnutíma og geri sína eigin kjarasamninga, sem þó bijóti ekki í bága við ákveðnar lágmarksupp- Við getum ekki þolað það lengur, segir Magn- ús Árni Magnússori, að áhríf einstaklinganna á stjóm þessa þjóðfé- lags einskorðist við mis- vægan kosningarétt á fjögurra ára fresti og kröfugerðir á hendur hins opinbera. hæðir og hámarks vinnuálag. Sjálfsvaldið kemur aldrei alveg í stað fulltrúalýðræðis, þar eð ríkis- og sveitarstjórnir munu áfram hafa næg verkefni til að fást við á sviði allsheijar stefnumörkunar, en ekki má gleyma því að samhygð og jöfn- uður eiga rétt eins heima í smærri og óformlegri einingum. Sjálfsvald er aðferð til að hámarka áhrif ein- staklingsins á eigið líf. Höfundur er heimspekinemi og situr í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Magnús Árni Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.