Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 1
72 SIÐUR B
37. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR14. FEBRÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Minningarathöfn um
árásina á Dresden
Yopnahlé o g
viðræður í
Tsjetsjníju
Moskvu. Reuter.
SAMIST hefur um vopnahlé í Tsjetsjníju hvað varðar stórskotaliðsvopn
og stefnt er að viðræðum um að það taki til allra vopnaviðskipta. Búist
er við, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, muni gagnrýna harðlega fram-
kvæmd hernaðarins í Tsjetsjníju í stefnuræðu sinni á þingi á fimmtudag
og jafnvel boða, að málefni sjálfstjórnarlýðveldisins verði tekin nýjum
tökum. Tsjetsjenar segjast hafa fellt 250 rússneska hermenn þegar þeír
sprengdu upp eldflaugastöð nærri Grosní en það hefur ekki verið staðfest.
Múslim-
ar svelta
í Bihac
Sanyevo, Samac. Reuter.
HUNGURSNEYÐ er skollin á með-
al múslima vegna umsátursins um
yfírráðasvæði Bosníustjórnar í Bi-
hac í norðvesturhluta landsins, að
sögn embættismanna Sameinuðu
þjóðanna í gær. Á sama tíma vör-
uðu friðargæsluliðar við því að
vopnahléssamningurinn sem músl-
imar og Serbar undirrituðu um ára-
mótin væri í hættu vegna tíðra
vopnahlésbrota.
„Ástandið er mjög alvarlegt á
öllu Bihac-svæðinu og er jafnvel
orðið slæmt meðal best settu fjöl-
skyldnanna," sagði talsmaður
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna. „Matvælaskorturinn er
alvarlegur, orðið hungursneyð er
nú viðeigandi þar sem ástandið er
verst.“
Bihac einangrað
Bihac-svæðið er einangrað vegna
umsáturs múslima, sem berjast gegn
stjómarhernum, og serbneskra
bandamanna þeirra. Þeir hafa reynt
að knýja stjómarherinn til uppgjafar
með því að stöðva næstum algjör-
lega matvælaflutninga þangað frá
því í fyrravor. Ibúamir em um
100.000 og fá aðeins um 15% mat-
vælanna sem þeir þurfa.
Gary Coward, talsmaður friðar-
gæsluliðsins í Bosníu, sagði í gær
að múslimar jafnt sem Serbar hefðu
gerst brotlegir við vopnahléssamn-
inginn, sem gilda átti í fjóra mán-
uði frá áramótum meðan reynt yrði
að semja um frið.
Klofningur er kominn upp innan
Serbneska lýðræðisflokksins, flokks
Radovans Karadzic, leiðtoga
Bosníu-Serba. Sjö fulltrúar flokks-
ins á þingi Bosníu-Serba hafa hvatt
forystuna til að fallast á friðaráætl-
un fímmveldanna, en leiðtogar
flokksins saka þá um svik.
-----♦ ♦ ♦-----
Ungverjaland
ÍNATO
á næsta ári?
Búdapest. Reuter.
UNGVERSKA dagblaðið Nepsza-
badsag hafði í gær eftir Gyula
Hom, forsætisráðherra landsins, að
Ungveijar kynnu að ganga í
Atlantshafsbandalagið (NATO) á
næsta ári, áður en þeir fengju aðild
að Evrópusambandinu.
Ungveijar sækjast eftir aðild að
öllum helstu bandalögum á Vestur-
löndum, Evrópusambandinu, Vest-
ur-Evrópusambandinu og NATO.
Leggja þeir áherslu á að þetta ger-
ist eins fljótt og auðið er til að inn-
sigla aðskilnað sinn við fyrrum Sov-
étríkin.
Hom átti fund með sendiherrum
aðildarríkja NATO í síðustu viku.
Hafa talsmenn bandalagsins lýst
því yfír að skoðun á hugsanlegri
stækkun þess ljúki í september og
að aðildarviðræður geti hafíst í
upphafi næsta árs.
FULLTRÚAR Breta, Banda-
rikjamanna og Þjóðverja lögðu
í gær blómsveiga að minningar-
steini um þá, sem fórust í gífur-
legum árásum breskra og
bandarískra flugvéla á þýsku
borgina Dresden fyrir 50 árum.
Talið er, að 35.000 manns hafi
látið lífið í eldhafinu. Roman
Herzog, forseti Þýskalands,
flytur hér ræðu í menningar-
miðstöð Dresdenar en gegnt
honum er risastórt kerti í minn-
ingu þeirra sem létu lífið.
Talsmaður rússneska hersins
sagði í gær, að Anatolíj Kúlíkov,
hershöfðingi og yfírmaður rúss-
neska hersins í Tsjetsjníju, og Asl-
an Maskhadov, leiðtogi tsjetsjneska
hersins, hefðu náð samkomulagi
um vopnahléið og væri gert ráð
fyrir framhaldsviðræðum á morg-
un, miðvikudag.
Gratsjov látinn fara?
Hernaðurinn í Tsjetsjníju hefur
verið Jeltsín mikill álitshnekkir
jafnt heima sem erlendis og búist
er við, að hann muni boða breytta
stefnu í málefnum landsins í
stefnuræðunni á fimmtudag. Telja
margir, að Pavel Gratsjov varnar-
málaráðherra, sem skipulagði her-
förina, verði neyddur til að segja
af sér en í gær var Borís Gromov
aðstoðarvarnarmálaráðherra, einn
helsti gagnrýnandi hernaðarins,
látinn víkja úr því embætti og skip-
aður hermálasérfræðingur í utan-
ríkisráðuneytinu.
Movladi Udugov, upplýsingaráð-
herra Tsjetsjníju, sagði í viðtali við
NORSKA stjórnin hefur ákveðið,
að eftirlit með stjómun þorskveiða
á fiskvemdarsvæðinu við Sval-
barða verði verði óbreytt frá því,
sem var á síðasta ári.
Kemur þetta fram í tilkynningu
frá norska sjávarútvegsráðuneyt-
útvarpsstöð í Moskvu, að 250 rúss-
neskir hermenn hefðu fallið og 24
brynvagnar eyðilagst þegar
Tsjetsjenar sprengdu upp eld-
flaugastöð skammt frá Grosní.
Hafa þessar fréttir ekki verið stað-
festar enn.
Rússneska fréttastofan Interfax
hafði það eftir heimildum í gær,
að rússneski herinn yrði ekki flutt-
ur frá Tsjetsjníju fyrr en þijár
helstu borgirnar auk Grosní væm
fallnar. Var sagt, að hótað væri
miklum loftárásum ef Tsjetsjenar
hygðust veija þær. Jean-Marc Bor-
net, stjórnarmaður í Alþjóða Rauða
krossinum, sagði i gær, að yrði
hernaðinum í Tsjetsjníju haldið
áfram myndi það auka á flótta-
mannastraum til nágrannaríkjanna
og verða til þess að stríðsátökin
breiddust út.
Eistneska þingið samþykkti í
gær með miklum meirihluta álykt-
un þar sem hvatt er til, að sjálf-
stæði Tsjetsjníju verði viðurkennt
þegar „ástandið í alþjóðamálum
leyfi“.
inu en í henni segir, að norsk og
rússnesk skip geti veitt þorsk við
Svalbarða í samræmi við kvóta
ríkjanna en heildarkvóti annarra
skipa er 28.000 tonn. Þá er átt
við skip frá Evrópusambandsríkj-
um, Færeyjum og Póllandi.
Norðmenn streyma í verslunarferðir yfir landamærin til Svíþjóðar
Óttast hrun í
norskri verslun
Kaupmannahörn. Morgunblaðið.
SÆNSK-norsku landamærin
eru að verða eins og langt af-
greiðsluborð þar sem Norðmenn
eru í hlutverki kaupandans.
Þannig lýsir John Erik Eriksen,
fulltrúi á flokksþingi Verka-
mannaflokksins, ástandinu nú
en lágt verðlag í Svíþjóð lokkar
Norðmenn í verslunarferðir yfir
landamærin. Thorbjörn Jag-
Iand, formaður flokksins, segir
að þetta mál sýni að áfram verði
að ræða Evrópusambandsmálið
þrátt fyrir niðurstöður þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar í nóv-
ember.
Glötuð verslun
Eriksen er frá bænum Hald-
en, sem er rétt við sænsku
landamærin. Þar auglýsa
sænskar verslanir af krafti og
árangurinn Iætur ekki á sér
standa. Siðustu þtjá mánuði árs-
ins jókst verslunin Svíþjóðar-
megin um þriðjung miðað við
árið áður. Þetta kallar Eriksen
verslunarleka, glataða verslun
fyrir norska kaupmenn í byggð-
unum við landamærin.
Eriksen segir að verðmunur-
inn rýri mjög samkeppnismögu-
leika norskra kaupmanna við
landamærin og að norska
stjórnin verði að grípa inn í ef
verslunarrekstur eigi ekki að
leggjast af við landamærin.
Óttast lægra áfengisverð
Hann bendir einnig á, að
leggi Svíar niður áfengiseinka-
sölu eða lækki áfengisverð, þá
verði það náðarhöggið fyrir
norska verslun við landamærin.
Það er fyrst og fremst mat-
vara, sem hefur lækkað í verði
í Svíþjóð vegna aðlögunar að
verðlagi ESB-landanna. Sem
dæmi má nefna að hinn hefð-
bundni jólamatur Norðmanna,
rifjasteik, kostaði um 700 ís-
lenskar krónur kílóið, meðan
sænskir kaupmenn buðu þennan
jólamat á um 150 krónur kílóið.
Á flokksþinginu benti Thor-
björn Jagland flokksformaður
á, að ekki væri hægt að loka
augunum fyrir þeim vanda, sem
Norðmenn stæðu nú frammi
fyrir, meðal annars vegna tolla-
mála. Ekki væri hægt að láta
vera að ræða mál tengd ESB.
Noregur gæti ekki bara tekið
sér frí frá ESB-umræðunni.
Obreyttar reglur í
g’ildi við Svalbarða