Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skörð í röðum Þjóðvaka eftir lands- fund og deilur um sjávarútvegsmál Utgöngumenn ræða sérframboð áReykjanesi Liðsandinn hjá Þjóðvaka er ekki upp á það bezta eftir landsfund flokksins, skrífar Ólaf- ur Þ. Stephensen. Framboðslistar eru þó byrjaðir að líta dagsins ljós, en á Reylqa- nesi hótar lítill hópur klofningi. SKÖRÐ eru komin í raðir Þjóðvaka eftir fyrsta landsfund flokksins fyrir hálfum mánuði. Lyktir landsfundar- ins, þar sem hópur fundarmanna gekk út vegna óánægju með vinnu- brögð, hafa sett svip sinn á starfið síðan, að sögm viðmælenda Morgun- blaðsins. Jafnframt hafa niðurstöður skoðanakannana, sem sýna að stuðningur við Þjóðvaka hefur dalað að nýju, ekki haft góð áhrif á liðs- andann. Þynnist í fylkingunum A meðal þeirra, sem hafa yfírgef- ið Þjóðvaka eftir landsfundinn, er Þórunn Sveinbjömsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, sem hefur tekið sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasam- takanna, hefur sömuleiðis sagt sig úr flokknum. „Ég get ekki eytt mín- um tíma í vinnubrögð eins og þama vom viðhöfð," segir Jón. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur jafn- framt hætt þátttöku í starfi Þjóð- vaka. Þá hafa fleiri einstakl- ingar, sem forystumenn Þjóðvaka bundu vonir við að myndu styðja flokkinn, misst áhugann. Þeirra á meðal em Ásta B. Þor- steinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, og fram- sóknarmennimir Asta R. Jóhannes- dóttir og Helgi Pétursson. Loks hafa einstaklingar, sem von- azt var til að tækju sæti ofarlega á listum Þjóðvaka, ekki gefið kost á sér til þess. Þar á meðal er Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrver- andi þingmaður Alþýðuflokksins, og Ragnheiður Jónasdóttir, fyrrverandi formaður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi, sem hyggst ekki taka efsta sætið á listan- um. Þetta fólk styður þó Þjóðvaka áfram. Harðar deilur á Reykjanesi Þrátt fyrir margvísleg vonbrigði miðar uppstillingu á framboðslista Þjóðvaka nokkuð, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Fram- boðslistinn í Norðurlandskjördæmi eystra Iiggur þegar fyrir og skipa efstu sætin þau Svanfríður Jónas- dóttir, varaformaður Þjóðvaka og fyrrverandi varaformaður Alþýðu- bandalagsins, og Vilhjálmur Ingi Ámason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Tvö efstu sæti framboðslistans í Reykjaneskjördæmi vom samþykkt á 18 manna fundi Þjóðvaka í kjör- dæminu síðastliðinn laugardag, eftir harðar deilur. Þessar deilur tengdust ágreiningi um sjávarútvegsmál frá því á landsfundinum. Hópur manna gekk þá út, þar á meðal nokkrir Suðumesjamenn, sem haft hafa uppi tillögur um að skipta fiskimiðum í grunn- og djúpslóð, þar sem smábát- ar sætu einir að grunnslóðinni, og um byggðakvóta. Þessi hópur vildi ekki sætta sig við Ágúst Einarsson, ritara Þjóðvaka, í efsta sæti fram- boðslistans á Reykjanesi. Þegar Ágúst, sem var fundar- stjóri á uppstillingarfundinum í Reykjaneskjördæmi, gerði tillögu um sjálfan sig, kom fram tillaga um Jón Sæmund Sigurjónsson og fékk hún sex atkvæði, en Ágúst hlaut tólf atkvæði í fyrsta sætið. Jón Sæmundur segir að það hafi átt að vera öllum ljóst að hann hafí ekki gefíð kost á sér, og ekki hafí verið ætlun sín að efna til neinna átaka vtó Ágúst. í öðru sætinu á Reykjanesi er Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari. Afgreiðslu annarra en tveggja efstu sætanna var hins vegar frestað til miðvikudags. Hreyfing óánægða fólksins? Fyrsti stjómarfundur Þjóðvaka var haldinn á sunnudag. Þar var enn deilt um sjávarútvegsmálin, og nú um það hvaða meðferð tillaga sex- menninganna, sem vísað var til stjómar á landsfundinum, ætti að fá. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðvaka, lagði til að ágreiningn- um yrði vísað til nefndar, sem hefði tíma fram að næsta landsfundi Þjóð- vaka — þ.e. heilt ár — til að skila tillögum. Jafnframt var samþykkt „nánari útlist- un“ á sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka hvað varðar smá- bátaveiðar til að reyna að sætta andstæð sjónarmið. Þessi afgreiðsla var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um gegn tveimur, en nokkrir sátu hjá. Útgöngumennirnir svokölluðu vilja þó ekki allir una þessari niður- stöðu, þeirra á meðal Kristján Pét- ursson og Njáll Harðarson. Þeir reyna nú að knýja á um breytingar á sjávarútvegsstefnunni fyrir kosn- ingar með því að láta að því liggja, að farið verði í sérframboð á Reykja- nesi, fái þeir ekki sitt fram. Einstak- lingar úr þessum hópi vilja meina að sérframboðslisti sé nánast tilbú- inn í skúffu. Deilumar í Reykjaneskjördæmi þykja bera nokkum keim af því að menn, sem aldrei hafa rekizt sér- staklega vel í flokki annars staðar, séu ekki frekar tilbúnir að gera málamiðlanír í Þjóðvaka. Þetta ýtir líklega undir nafngiftina, sem gár- ungamir eru famir að nota um flokkinn: „Þjóðvaki — hreyfing óánægða fólksins." í flestum öðmm kjördæmum em listar ekki fastákveðnir, en ákveðin nöfn nefnd í efstu sætin. Á Vestur- landi er rætt um Runólf Ágústsson, lektor við Samvinnuháskólann og fyrrum alþýðubandalagsmann, á VestQörðum um Sigurð Pétursson, sagnfræðing og fyrrverandi formann Sambands ungra jafnaðarmanna, á Norðurlandi vestra um Svein Allan Morthens, fyrrverandi formann kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins, og á Suðurlandi um Þorstein Hjartarson skólastjóra. í Reykjavík er að sjálf- sögðu gert ráð fyrir að Jóhanna Sig- urðardóttir ieiði listann. Á Austur- landi mun hins vegar ganga einna verst að koma saman lista og skipan efsta sætisins er lítið farin að skýr- ast, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. FRETTIR Björgnðust naumlega úr snjóflóði í Hraunsgili í Hnífsdal SÆMUNDUR Guðmundsson við rætur snjóflóðsins úr Hraunsgili Morgunblaiið/Úlfar Ágústsaon •asr* ísafirði. Morgunblaðið. TVEIR piltar, 16 og 17 ára, voru hætt komnir í snjóflóði sem féll úr Hraunsgili í Hnífs- dal á sunnudag. Snarræði þeirra og snerpa vélsleðanna semþeir voru á hefur ef til vill bjargað lífi þeirra. Báðir meiddust, en hvorugur er mikið slasaður. Annar sleðinn er tal- inn nánast ónýtur. Ólafur Agnarsson, sextán ára frá ísafirði, og Sæmundur Guðmundsson, sautján ára frá Lambadal í Dýrafirði, voru ný- komnir út i Hnífsdal frá Isafirði, að sögn Sæmundar. Veður var gott og ekkert benti til að snjóflóð gætu fallið eða hefðu verið að falla í dalnum. Þeir keyrðu upp á malarhrygg, neðanvert við svokallað Hraunsgil vestanvert í Dalnum, rétt innan við húsin, sem yfir- gefin voru í janúar. Þeir fóru stutta ferð upp í gilið, en stönsuðu svo á hryggn- Flóðið rann við fætur okkar um, drápu á vél sleðanna og voru að ræða hvert skyldi halda. Ólafur hafði farið af sínum sleða og var að draga hann til á skíðunum, þegar þeir sáu snjóinn byrja að brotna við fæturna og snjóbolta koma rúll- andi niður hlíðina. Sæmundur sem sat á sínum sleða ræsti þegar vélina með rafstartinu og ók af stað beint undan flóðinu. Hann segist hafa verið búinn að keyra smáspöl þegar flóðið, eða höggbylgja þess, kastaði honum fram af sleðanum, sleðinn fór síðan yfir hann og hélt áfram niður á túnið í Hrauni. Hann fékk tungu af flóðinu yfir sig án þess að festast í því eða hljóta af skaða. Hann er marinn á nokkrum stöðum og fann til verks í baki daginn eftir, en telur að þeir áverkar hafi verið af því að fá sleðann yfir sig. Barst með flóðinu Ólafur varð seinni til, þar sem hann var að færa sleðann til. Honum tókst þó að ræsa hann og komast af stað, en hélt inn með malarhryggnum. Þar náði flóðið sleðanum og hreif þá með sér um nokkurn veg með þeim afleiðingum að sleðinn stórskemmdist og Ólaf- ur hlaut viðbeinsbrot, auk mars.Hann dvaldi á sjúkrahús- inu á Isafirði um nóttina, en fékk að fara heim í gær. Kjör karla og kvenna í einkafyrirtækium og opinberum stofnunum Launamunur kynja vex með aukinni menntun Dagvinnulaun starl aukagreiðslum á kl Meðaltal þeirra sem eru í f m m J sstét lukku ullu stai ta að stunc •fi viðbi 1 - Ke ættum Kr./ klst. k 1000 rlar ! / 900 dl / 800 & ~ir\r\ II * 1 7 \T" 700 II J ^— K( 600 >nur ( ^ r 500 400 // / / / / /j i #/ 300 f TÖLUVERÐUR munur er á launum karla og kvenna I Qórum einkafyrir- tækjum og flórum ríkisfyrirtækjum, samkvæmt könnun sem unnin er af Félagsvísindastofnun fyrir skrifstofu jafnréttismáJa og vex munurinn með aukinni menntun. Þannig er ekki munur á launum karla og kvenna sem ekkert nám hafa stundað að loknum grunnskóla, en konur með framhaldsskólamenntun eru með 78% af launum karla með sambæri- lega menntun og konur með háskóla- menntun eru með 64% af launum karla með háskólamenntun. Miðað er við dagvinnulaun að viðbættum aukagreiðslum. Ekki skiptir máli hvort um opin- bera stofnun eða fyrirtæki í einka- eigu var að ræða, þvi í báðum tilfell- um voru karlar með framhaldsskóla- eða háskólamenntun með hærri laun en konur með sambærilega menntun. Þá kemur fram að það hefur meiri launahækkun í för með sér fyrir karla en konur að starfa sem sér- fræðingar eða stjómendur. Hins veg- ar kemur fram að ekki er munur á launum karla og kvenna þegar um er að ræða verkafólk, starfsfólk í sérhæfðum iðnaðarstörfum, þjón- ustu- og afgreiðslustörfum og skrif- stofufólk. Karlar í hópi sérhæfðs starfsfólks, sérfræðinga, stjórnenda og embættismanna hærri laun en konur í sömu starfsstéttum. 11% munur Þá kemur fram að konur eru með 11% lægri dagvinnulaun og auka- greiðslur á klukkustund en karlar þegar tekið hefur verið tillit til starfs- stéttar, menntunar, starfsaldurs, ald- urs, flölda yfirvinnutíma, inntaks starfs og fjölda sem vinnur í sama herbergi. Þessir þættir hafa mun meiri áhrif á laun karla en kvenna því þeir skýra 80% af breytileika launa þeirra en einungis 66% af breytileika í launum kvenna. Mest áhrif á laun karla hef- ur menntun. Karlar sem lokið hafa grunnskólanámi eru með 15% lægri laun en karlar sem lokið hafa fram- halddskólanámi og laun karla sem lokið hafa háskólanámi eru 16% hærri en laun þeirra sem lokið hafa framhaldsskólanámi. Mest áhrif á laun kvenna hefur það hvort þær vinna hjá opinberri stofnun eða einkafyrirtæki, en konur sem störfuðu hjá einkafyrirtækjun- um voru með 35% hærri laun en konur hjá opinberum stofnununum þegar miðað er við sambærilegt starf og sambærilega menntun. Eins og fyrr sagði náði könnunin til fjögurra einkafyrirtækja og fjög- urra opmberra stofnana. Fyrirtækin voru ekki valin af handahófi og þvi er ekki hægt að alhæfa út frá niður- stöðum könnunarinnar. Fyrirtækin eru mismunandi að stærð en fjöldi starfsfólks var á bilinu 80-300. í þremur stofnunum og fyrirtækjum var svörun á 60-75%, en alls var dreift 1.250 spumingalistum og bárust svör frá 685 eða um það bil 55%. >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.