Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 6
6 ÞRÍÐJÚDAÖÍJR 14. FEBRÚÁR 1995
FRÉTTIR
Jákvæðar niðurstöður fyrir innlenda framleiðslu í víðhorfskönnun ÍM-Gallup
9 af 10 telja íslenskar vörur sam-
bærilegar eða betri að gæðum
Morgunblaðið/Sverrir
LÍNA G. Atladóttir, viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðar-
ins, (t.h.) og Helga Guðrún Jónasdóttir, forstöðumaður Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins, voru meðal þeirra sem kynntu
niðurstöður könnunar IM-Gallup á blaðamannafundi í gær.
ÍM-Gallup gerði viðhorfskönnun á
vegum átaksins, íslenskt, já takk,
dagana 8.-12. janúar. Niðurstöður
könnunarinnar voru jákvæðar fyrir
íslenska framleiðslu. Gæði íslenskra
vara þóttu í langflestum tilvika
álíka eða betri en erlendra vara en
mörgum þótti verð íslenskra vara
lakara en erlendra.
í úrtaki voru 1.200 manns, heild-
arfjöldi svarenda var 872 eða 75%.
Unnið var út frá tilviljunarúrtaki
úr þjóðskrá í gegnum síma.
81% aðspurðra sögðust velja inn-
lenda vöru þegar um sambærilega
vöru væri að ræða, annars vegar
innlenda, hins vegar erlenda. 18,6%
sögðust lítið velta því fyrir sér og
aðeins 0,4% sögðust frekar velja
erlenda vöru.
Átakið hvatti 19%
Spurt var um þær ástæður sem
kynnu að liggja að baki vöruvalinu.
Þeir sem söguðst velja innlendu
vöruna voru spurðir af hverju og
gátu aðspurðir sjálfir ráðið svarinu,
þ.e. engir svarmöguleikar voru
gefnir. 60,5% sögðust velja íslenskt
af því að það veitir atvinnu. Tæp
19% vísuðu til hvatningar frá átak-
inu, íslenskt, já takk. Tæp 9% sögð-
ust vilja styðja íslenska framleiðslu
og 6% sögðust velja íslenskt af því
að það væri betri vara. Tæp 4%
gáfu upp aðrar ástæður.
Aðspurðir voru beðnir um að
bera saman verð og gæði annars
vegar innlendra og hins vegar er-
lendra vara. Rúm 42% töldu gæði
íslenskra vara betri og 51% álíka.
Verð íslenskra vara þykir hins veg-
ar lakara í 73% og álíka í 23% til-
vika.
Fleirum finnst íslenskt betra
Samtök iðnaðarins hafa á liðnum
árum látið athuga viðhorf fólk til
verðs og gæða innlendra og er-
lendra samkeppnisvara. í kynningu
könnunarinnar á blaðamannafundi
í gær kom fram að'viðhorf til verð-
þáttarins hefði lítið breyst en mark-
tæk breyting væri á afstöðunni til
gæðaþáttarins.
Þeim sem þætti gæði innlendu
vörunnar betri hefði fjölgað um
rúmlega 10% (úr 30% í rúm 40%).
Þetta þýddi að gæðaímynd innlendu
framleiðslunnar færi batnandi. Því
væri hins vegar vandsvarað hvers
vegna afstaðan til verðþáttarins
hefði breyst jafn lítið og raun bæri
vitni, sér í lagi með hliðsjón af hag-
stæðri verðþróun innlendra vara á
undanförnum árum. Ef til vill hefði
efnahagsþróunin sitt að segja í
þessu sambandi, sem einkennst
hefði af samdrætti og minnkandi
kaupmætti almennings.
í könnuninni kom í ljós að greina
megi marktækan mun í svörun þeg-
ar litið sé til aldurs og tekna svar-
enda. Yngsti aldurshópurinn,
15-24 ára, hefur tilhneigingu til
að velja síður innlenda vöru eða um
70% á móti 88% hjá elsta aldurs-
hópnum, 55-75 ára. Marktækur
munur var ekki á milli annarra ald-
urshópa.
Tekjuháir velja
síður íslenskt
Þá velja þeir sem eru með hæstu
fjölskyldutekjumar, 300 þúsund
krónur á mánuði og meira, síður
innlendu vöruna en þeir sem eru
með undir 100 þúsund kr. á mán-
uði eða 83% þeirra tekjulægstu á
móti 75% þeirra tekjuhæstu.
Hvað gæðin snertir þá álíta 50%
fólks á landsbyggðinni gæðin á ís-
lensku vörunum betri á móti 36,5%
hjá höfuðborgarbúum. Eini munur-
inn hvað verðið varðar er að hærra
hlutfall bænda og sjómanna sagði
að verðið væri betra á íslenskum
vörum.
Góðviðristölt
NÚ ERU flest reiðhross komin
á hús og ýmist verið að byggja
þau upp fyrir keppni eða útreið-
ar sumarsins. Hross á höfuð-
borgarsvæðinu skipta þúsund-
um og eru að líkindum um tutt-
ugu þúsund hestaíþróttamenn á
landinu öllu. Áhugi fyrir íþrótt-
inni er ört vaxandi og hefur
hestamönnum fjölgað jafnt og
þétt síðustu tvo áratugina að
sögn kunnugra. Um sé að ræða
hina sönnu fjölskylduíþrótt þar
sem afi, amma, pabbi, mamma
og börn geti notið samvista.
Yfirleitt er byijað að taka
hrossin í desember en útreiðar-
tímabilið er fram í septem-
ber/október og alltaf að lengj-
ast að sögn. Á myndinni ríður
Sigurbjörn Bárðarson út með
dóttur sinni.
íi I AJHMUrpíOM
MORGUNBLAÐIÐ
Dómsmálaráðuneyti
Ofbeldi gegn
konum og
börnum
kannað
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur, í
samræmi við ályktun Alþingis frá
maí sl., skipað nefnd til að kanna
orsakir, umfang og afleiðingar heim-
ilisofbeldis og annars ofbeldis gegn
konum og börnum.
Annað verkefni nefndarinnar er
að gera skýrslu, að beiðni Alþingis,
um ofbeldisverk barna og ungmenna.
Nefndina skipa Símon Sigvalda-
son, lögfræðingur og formaður
nefndarinnar, Áshildur Bragadóttir,
stjómmálafræðingur, Guðrún Ág-
ústsdóttir, Helgi Gunnlaugsson, lekt-
or, Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrota-
fræðingur, Karl Steinar Valsson, af-
brotafræðingur, og Pálína Ásgeirs-
dóttir, deildarstjóri.
Ritari nefndarinnar er Þórdís
Bjamadóttir, félagsfræðingur og
starfsmaður Rannsóknarstofnunar
uppeldis- og menntamála. Ákveðið
hefur verið að stofnunin vinni að
ákveðnum verkefnum fyrir nefndina
samkvæmt nánara samkomulagi.
----------♦ ♦ ♦----
Nútímasamskipti
Tölvunefnd
stefnt
FYRIRTÆKIÐ Nútímasamskipti
hefur stefnt Tölvunefnd fyrir Hér-
aðsdóm Reykjavíkur til að ógilda
úrskurð nefndarinnar frá 1. þessa
mánaðar um að fyrirtækinu sé skylt
að eyða bók um 14.000 hæstu út-
svarsgreiðendur í Reykjavík og frum-
gögnum.
I fréttatilkynningu segir að í fram-
haldi af stefnunni hlíti fyrirtækið
ekki fyrrgreindum úrskurði en sölu
bókarinnar verði hætt þar til dómur
hafi fallið í málinu.
„Þótt niðurstaða Héraðsdóms
verði okkur í hag þá hefur tölvu-
nefnd með framferði sínu skaðað
fyrirtæki okkar stórlega og náð að
hefta útgáfu þessarar bókar, því að
þegar úrskurður dómsins verður birt-
ur þá eru þessar upplýsingar orðnar
úreltar og ekki lengur söluvara,"
segir í fréttatilkynningunni.
-----♦ ♦ ♦
Athugasemd
ÞAÐ ER ekki rétt, sem gefið er í
skyn í grein í Morgunblaðinu sl.
laugardag, að ég hafi á vegum
formanna þingflokkanna tekið þátt
í að semja frumvarp að mannrétt-
indakafla stjómarskrárinnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.
Ólafur G. Einarsson í umræðum á Alþingi um kaup íslenska útvarpsfélagsins á hlut í DV
Lög'gjöf um samruna
fjöhniðla ekki útilokuð
ÓLAFUR G. Einarsson mennta-
málaráðherra útilokar ekki að sett
verði sérstök lög um samruna ís-
lenskra fjölmiðla, en segir þó að
kaup á 35% eignarhlut íslenska
útvarpsfélagsins hf. í Fijálsri fjölm-
iðlun hf. gefi ekki tilefni til neinna
aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Olafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, telur
að ef hringamyndun verði í fjölmiðl-
un hér á landi stefni það lýðræðis-
legu eðli íslenskra fjölmiðla í hættu.
Löggjöf víða
erlendis
Ólafur Ragnar átti frumkvæði að
umræðum um þetta mál á Alþingi
í tilefni af kaupum íslenska út-
varpsfélagsins hf. á hlut í Frjálsri
fjölmiðlun hf. Hann sagði að vald
fjölmiðla hefði aukist mikið á seinni
árum og það væri afar mikilvægt
fyrir lýðræði í hveiju landi að fjöl-
miðlakerfíð væri opið og fijálst.
Hann minnti á að víða erlendis
hefðu verið sett lög til að koma í
veg fyrir hringamyndanir á sviði
fjölmiðlunar.
„Við höfum hér á borðum okkar
mikla skýrslu um hringamyndun í
íslensku atvinnulífi, í sjávarútvegi,
í samgöngum, í tryggingafélögum
og á fjölmörgum öðrum sviðum.
Ef álíka hringamyndun verður í
fjölmiðlum og orðið hefur á þeim
sviðum atvinnulífísns, sem kennd
eru við kolkrabbann og smokkfisk-
inn, þá er auðvitað verið að stefna
lýðræðislegu eðli íslenskrar fjölm-
iðlunar í hættu,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Var skoðað1992
„Ég vil benda á að árið 1992 fól
ég útvarpslaganefnd að fjalla sér-
staklega um það hvaða kröfur beri
að gera um eignaraðild einkarek-
inna ljósvakamiðla, sérstaklega
með tilliti til samþjöppunar eignar-
halds á þessu sviði. Niðurstaða
nefndarinnar var sú að ekki væri
rétt að setja strangari skilyrði um
eignaraðild einkarekinna ljósvaka-
miðla en gilda um aðra fjölmiðla
eða atvinnufyrirtæki yfirleitt á
grundvelli samkeppnislaga.
Það er þó mitt mat að við verðum
að skoða þessi mál í víðara sam-
hengi og fylgjast vel með þróun-
inni, m.a. þeirri sem á sér stað inn-
an Evrópusambandsins og snertir
okkur vegna aðildar okkar að Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Ég vil
ekki útiloka þann möguleika að
setja sérlög um samruna fjölmiðla
hér á landi,“ sagði ráðherra.
Jón Kristjánsson, alþingismaður
og ritstjóri Tímans, sagðist telja
að eðlileg samkeppni ríkti á íslensk-
um fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir
umtalaða hlutabréfasölu. Eðlileg
samkeppni væri tryggð meðan
þeirri stefnu væri haldið að reka
hér öflugt Ríkisútvarp. Fleiri þing-
menn tóku undir það sjónarmið að
hér þyrfti að vera áfram til öflugt
Ríkisútvarp.
Tillaga um ríkisdagblað
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalagsins, kvaðst telja
tímabært að þjóðin eignaðist dag-
blað og lagði til að ríkisvaldið hæfí
útgáfu dagblaðs. Þetta vildi þing-
maðurinn að gert yrði „til þess að
þjóðin fái upplýsingar sem má
treysta, þar sem aðhald er, þar sem
ekki sé gerður munur á fólki eða
málefnum og hið ískalda vald pen-
inganna nái ekki að stjórna málum.
Einn stjómarþingmaður tók
undir sjónarmið Ólafs Ragnars um
að þörf væri á að setja sérstök lög
um samruna fjölmiðla, en það var
Guðmundur Árni Stefánsson. Aðrir
stjórnarþingmenn sem tjáðu sig í
umræðunum mæltu heldur gegn
því að sérstök lög yrðu sett um
þetta efni.
I.
P
5
I'
»
I
t
I
I
I
I
I
h