Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Magrar en árangursríkar vikur hjá Gro Harlem Brundtland:,
-----------Mo> —wmmiií
Mér skal takast að komast í gegnum skráargatið ...
Verjandi skipstjóra Bjarts NK telur að um
prófmál verði að ræða
Skipstjóri sofandi og
stýrimaður við stjóra
VARÐSKIPIÐ Ægir stóð togarann
Bjart NK frá Neskaupstað á fímmtu-
dagsmorgun að meintum ólöglegum
veiðum í hólfi á utanverðu Lónsdýpi
þar sem veiðar eru bannaðar frá kl.
8 að morgni til kl. 20 að kvöldi.
Ákæra var gefin út á hendur skip-
stjóranum og þess krafist að hann
yrði dæmdur til refsingar og að
sæta upptöku veiðarfæra og afla.
Við þingfestingu málsins í Hér-
aðsdómi Austurlands á föstudaginn
óskaði skipstjórinn eftir að skipaður
yrði veijandi í málið. Á það var
fallist, málinu frestað og lögð fram
trygging af hálfu útgerðarinnar.
Skipstjórinn var sofandi meðan
hið meinta refsiverða atvik átti sér
stað og í ákæru kemur fram að
stýrimaður hafi verið við stjórn
skips og veiða á þeim tíma er hinar
meintu ólöglegu veiðar fóru fram.
Bjartur var að toga á kanti hólfsins
og var rétt innan marka.
Hlutlæg ábyrgð fær
ekki staðist
Gísli Baldur Garðarsson hrl. er
verjandi skipstjórans og segir hann
að hlutlæg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á
gjörðum annarra, sem beitt hafi
verið í málum sem þessu, fái ekki
staðist. Fyrir henni sé ekki fótur í
landhelgislögum, hún sé í andstöðu
við meginreglu löggjafarinnar, sem
fram komi í hegningarlögum og
lögum um meðferð opinberra mála,
o g sé auk þess í andstöðu við mann-
réttindasáttmála Evrópu og mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna.
„Þessi regla sem ég er að tala
um er þess efnis að það verði eng-
inn dæmdur til refsingar nema fyr-
ir verknað sem fyrir liggur klár
sönnun að hann hafi framið. í þessu
tilviki er öldungis ljóst að þessi
skilyrði hafa ekki verið fyrir hendi.
Hliðstæð mál komin til
ára sinna
Það er okkur líka ljóst að skip-
stjórinn ber mjög ríka eftirlits- og
stjórnunarskyldu og það er hugs-
anlegt að koma við refsiábyrgð á
verknað annars manns ef það
vantar upp á að rétt hafi verið
sagt til. En það er að mínu viti
ekki hægt að dæma manninn á
grundvelli hlutlægrar ábyrgðar á
gjörðum annars manns,“ sagði
Gísli.
Gísli Baldur sagði að ætla mætti
BREYTING verður á skipulagi sjó-
birtingsveiða á neðsta svæði Ytri-
Rangár á komandi hausti og er hún
m.a. liður í auknum rannsóknum á
sjóbirtingi í ám á Suðurlandi.
Mest af sjóbirtingsveiðinni hefur
farið fram á svæðinu fyrir neðan
Ægissíðufoss og þá einkum á Neðra
horni og Bleikjubreiðu. í október
verður einungis leyfð fluguveiði á
svæðinu og mönnum gert skilt að
sleppa öllum fiski undir 35 sentimetr-
um. Slíkt hefur verið gert með góðum
árangri á urriðasvæðunum í Laxá í
Þingeyjarsýslu.
Þá verður leyfð sérstök vorveiði í
Ytri-Rangá og verður hún undir eftir-
liti leigutaka svæðisins, Þrastar Ell-
iðasonar. Öllum fiski i vorveiðinni
verður sleppt merktum og siðan verð-
ur fylgst með heimtum. í fyrravor
að málið yrði prófmál en tók jafn-
framt fram að það væri á byijunar-
stigi og ýmsa þætti þess þyrfti að
skoða nánar. „Það liggja fyrir nið-
urstöður úr málum sem eru hliðstæð
um margt.
Þær niðurstöður eru hins vegar
komnar mjög til ára sinna og menn
telja margir að þar hafi ekki verið
gætt sem skyldi þessarar megin-
reglu, sem ég gat um áðan, enda
lögfesting mannréttindasáttmál-
ans þá ekki orðin að veruleika enda
þótt hann hafi verið að finna í laga-
safni sem auglýsingu.“
var dálitlu magni af vorfiski sleppt
með merkjum og veiddust þrír fiskar
aftur um haustið. Þeir veiddust allir
á sama svæði, rétt neðan Ægissíðu-
foss.
Sjóbirtingsveiði hefur sótt sig
nokkuð hin seinni ár. í Rangánum
varð hún 260 fiskar í fyrra, 191 fisk-
ur 1993 og 340 stykki 1992. Árin
1974 og 1975 var veiðin 364 og 472
sjóbirtingar og að sögn Þrastar Ell-
iðasonar má búast við því að skrán-
ing afla hafi ekki verið upp á marga
fiska og veiðin því allmiklu meiri.
Árin eftir var veiðin slök, frá 49
í 152 fiska, allt þar til að dálítil upp-
sveifla hefur verið þijú síðustu sum-
ur. Dæmigerður sjóbirtingur í Rang-
ánum vegur 2-3 pund, en í fyrra var
stærsti fiskurinn 9 pund.
Sjóbirtingsveiðar í Ytri-Rangá
Auknar merkingar
og friðun smáfisks
Syngur með Sinfóníuhljómsveit Islands
Komið að
eiginmannin-
um að mála
Rannveig Fríða
Bragadóttir
RANNVEIG Fríða
Bragadóttir söng-
kona kemur fram
á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Islands í Há-
skólabíói á fimmtudags-
kvöld. Rannveig syngur
verk breska tónskáldsins
Edwards Elgars, Sjávar-
myndir, en það er eitt af
eftirlætisverkum hennar.
Rannveig hefur dvalið hér
síðustu vikur og meðal
annars komið fram á tón-
leikum í tónleikaröð með
Jónasi Ingimundarsyni í
Gerðarsafni í Kópavogi,
auk þess sem fyrir dyrum
standa tónleikar á Ákur-
eyri, í Borgarnesi og ljóða-
tónleikar í Reykjavík.
„Þar mun ég m.a.
syngja verk eftir Schubert
og er það í fyrsta sinn sem
ég þori að takast á við
verk þessa snillings í svo
ríkum mæli,“ sagði Rannveig. Síð-
asta verkefni hennar erlendis var
við Konunglegu óperuna í Brussel.
- Hvenær komst þú síðast fram
hér heima?
„Ég kom heim í sumar og söng
þá á tónleikum í Borgarleikhúsinu
sem tileinkaðir voru íslenskum
einsöngslögum. Eftir tónleikana
var gefinn út diskurinn „Fagurt
syngur svanurinn" með íslenskum
einsöngslögum sem sjö söngvarar
syngja með samleik Jónasar Ingi-
mundarsonar. Þetta eru allt minna
þekkt lög sem Jónas og fleiri hafa
staðið fyrir söfnun á.“
- Hvað hefur þú ■ verið lengi
eriendis?
„Ég er búsett í Vín og hef ver-
ið þar á tólfta ár. Það er gaman
enda borgin orðin hluti af manni
sjálfum en það er ekki alltaf dans
á rósum að flytja til annars lands
og festa þar rætur. Sérstaklega
ekki eftir að börn koma til sögunn-
ar. Það er öðruvísi þegar maður
er enn í námi eða vinnu og hugs-
ar mest um sjálfan sig. En á
meðan börnin eru lítil finnur mað-
ur hvað íjölskyldan er mikilvæg.“
- Hvernig er að vera með tvö
lítil bdrn í stórborg?
„Eftir að hafa verið í tvo mán-
uði með fjölskylduna í Brussel þá
fínnst mér mikill munur á hvað
Vín er ágæt sem stórborg fyrir
börn. Þar er mikið af góðum leik-
svæðum og ágæt aðstaða.
Mér fannst það ekki áður en hef
skipt um skoðun. Maður lifir öðru
lífi hér heima en í Vín. Veðrið til
dæmis gerir það að verkum að líf-
ið er öðruvísi. Þar er það þokka-
legt helming ársins og
lífíð færist þá meira ut-
andyra. Svo er þetta
stórkostleg menningar-
borg með óhemju fram-
boði á tónleikum, óþer-
um, söfnum og leikhúsum. Þetta
er virkilega yndisleg borg.“
- Fylgir fjöiskyldan þér á
ferðalögum?
„Við reynum að vera saman og
höfum gert það en ég hef hvorki
verið að ferðast mikið né langt
að undanförnu. Mest farið um
Þýskaland og Austurríki þessi síð-
ustu þrjú ár þegar mestur tími
hefur farið í að eiga og hugsa um
strákana. Það hefur óhjákvæm-
lega dregið úr söngnum á meðan.“
- Hvaða verkefni varst þú með
í Brussel?
„Ég var að syngja í Konunglegu
óperunni í Brussel en hún hefur
verið mjög leiðandi og áhrifamikil
► RANN VEIG Fríða Braga-
dóttir er 32 ára. Eftir stúdents-
próf stundaði hún nám við Tón-
listarháskólann í Vín hjá Hel-
enu Karusso og lauk þaðan
námi 1990. Rannveig er gift
Arnold Postl kennara og mynd-
listarmanni. Þau eiga tvo
drengi, þriggja ára og tæplega
eins árs.
undanfarin tíu til tólf ár. Ég tók
þátt í uppfærslu á „Der Reigen“
eftir belgíska tónskáldið Philippe
Boesmans. Þetta er hirðskáld
Belga en verkið fjallar um sam-
band konu og manns í ýmsum
myndum og er mjög áhugavert
og sérstakt. Einskonar keðja þar
sem eitt par kemur fram í hveiju
atriði. Upphaflega er þetta leikrit
en er samt fullgild ópera og gerir
miklar kröfur til söngvaranna. Það
má segja að þetta séu leikandi
söngvarar og tónlistin er mjög
aðgengileg áheymar. Þetta er
ekki tónmál sem áheyrendur eiga
erfitt með að meðtaka.
Verkið var fyrst sýnt árið 1993
en tekið upp aftur og var mjög
vel tekið af öllum gagnrýnendum.
Sýningin vakti mikla athygli í
París en þangað var farið með
þijár sýningar.“
- Er mikil samkeppni meðal
söngvara?
„Það er gífurleg samkeppni en
nokkuð misjöfn eftir röddum og
þá mest finnst mér hjá kvenrödd-
um. Þetta breyttist mjög mikið
eftir að opnaðist til austurs og
söngvarar frá austantjaldslöndun-
um fóru að flæða yfir til Mið- og
Vestur-Evrópu. Þetta
eru söngvarar sem
syngja fyrir sáralítið
kaup og hafa jafnvel
undirboðið okkur sem
fyrir voru.
Svo má ekki gleyma „krepp-
unni“ í Evrópu undanfarin tvö til
þijú ár. Eftir sameiningu Þýska-
lands hefur verið mikill niður-
skurður í menningarmálum. Flest
óperuhúsin eru í Þýskalandi og
þar er verið að spara, segja upp
fólki og loka húsum.“
- Hvað tekur við þegar þið far-
ið héðan?
„Það er ýmislegt í bígerð en
ekkert ákveðið. Mest verð ég að
einbeita mér að börnunum mínum.
Maðurinn minn hefur hingað til
verið í bameignarfríi til að gera
mér kleift að halda áfram að
syngja. Nú finnst mér vera komið
að honum að fá að mála.“
Undirboð
söngvara frá
A-Evrópu