Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Framsókn klofnar á Vestfjörðum
Pétur Bjarnason
ákveður framboð
PÉTUR Bjamason. alþingismaður
Framsóknarflokksins á Vestfjörð-
um, hefur ákveðið að fara í sér-
framboð. Bíður hann eftir endan-
legu svari Iandstjórnar Fram-
sóknarflokksins vegna óskar hans
um að framboðið verði undir
merkjum flokksins sem BB-listi,
en býst ekki við jákvæðu svari.
Telur hann allar líkur benda til að
listinn verði óháður.
Pétur var í öðru sæti á lista
Framsóknarflokksins við tvennar
síðustu kosningar og hefur verið
varaþingmaður Ólafs Þ. Þórðarson-
ar sem er í veikindaleyfi frá þing-
störfum. Hann sóttist eftir efsta
sæti á listanum í prófkjöri, en hafn-
aði í öðru sæti, á eftir Gunnlaugi
M. Sigmundssyni, framkvæmda-
stjóra úr Reykjavík, og hafnaði síð-
an sæti á framboðslistanum.
Fasteignamiðlun
Siguröur Óskarsson lögg.fasteigna- og skipasali
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík
SÍMAR 588-0150
og 588-0140
Seljendur athugið!
Hef kaupanda
að 3ja-4ra herb. íb. í Hlíöum, Túnum
eða Teigum.
Hef kaupanda
aS 2ja-3ja herb. íb. í vesturbæ.
Hef kaupanda
að raðhúsi eða einbýli í Fossvogi eða
Laugarnesi.
Hef kaupanda
að einbýli eða raðhúsi í Bústaðahverfi
eða Sundunum.
Hringið og við skráum samdægurs.
Framsóknarmenn og fleiri
Pétur segir að margir þeirra sem
standa með honum að undirbúningi
framboðsins séu upphaflega fram-
sóknarmenn og til viðbótar komi
ýmisir samheijar úr öðrum störfum
hans fyrir kjördæmið og séu sumir
þeirra tengdir öðrum flokkum en
aðrir óflokksbundnir.
Meðal þeirra manna sem taka
þátt í framboðinu með Pétri eru
að hans sögn Magnús Reynir Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri á
ísafirði, Gunnlaugur Finnsson frá
Hvilft, fyrrverandi alþingismaður
Framsóknarflokksins, Guðmundur
Hagalínsson, bóndi á Ingjaldss-
andi, Vigfús Geirdal, kennslufull-
trúi á ísafirði, Hannes Friðriksson,
kaupmaður á Bíldudal, Inga Ósk
Jónsdóttir, formaður Framsóknar-
félags ísfirðinga, og Konráð Eg-
gertsson, hrefnuveiðimaður á
Isafirði.
Pétur segir að sérframboð hans
muni setja á oddinn þau málefni
sem tengjast mest héruðum kjör-
dæmisins og nefndir fyrst at-
vinnumálin og þó sérstaklega
sjávarútvegsmálin. Bendir á að
útgerðarmynstrið í kjördæminu
hafi mjög breyst, með því að toga-
raútgerð hafi lagst af á mörgum
stöðum.
Atvinna á mörgum stöðum
byggist á krókabátum og litlum
aflamarksbátum. Því vilji hann
skoða leiðir til að efla þann þátt.
Aðspurður um það hvað greini
hann frá Framsóknarflokknum og
öðrum stjórnmálaflokkum segir
Pétur, að í raun hafi ekki orðið
vart mikils áherslumunar milli
flokkanna í þessum efnum.
Þá nefnir hann einnig áfram-
haldandi þróun ferðamannaþjón-
ustunnar á Vestfjörðum og skóla-
og menningarmál sem hafi lengi
verið hans áhugamál.
Til sölu raðhús
Hef til sölu einnar hæðar endaraðhús, 175 fm, með
bílskúr. Húsið er frágengið utan með útídyrahurðum.
Ófrágengið innan með frágenginni miðstöð. Öll heim-
æðagjöld greidd. Rafmagnstafla er komin.
Húsið er á einum fegursta útsýnisstað í Grafarvogi.
Til afhendingar strax. Verð 8.900.000.
Upplýsingar hjá Hauki Péturssyni í símum 35070
og 621867.
f)4A rn f)A f)lf\ LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori
L I I 0U"fc I 01 U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Vinsæll staður - hagkvæm skipti
Sérhæð 4ra herb. tæpir 110 fm nettó m/rúmg. bílskúr á vinsælum stað
í Hlíðunum. Hagkvæm skipti á 3ja herb. góðri íb. í Hafnarfirði á 1.
hæð, helst m. bílskúr.
Meistaravellir - Hjarðarhagi
Góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Neðra-Breiðholt - góð fbúð - gott lán
í suðurenda 3ja herb. íb. um 70 fm. Laus fljótlega. 40 ára húsnlán kr.
3,3 millj. Frábær greiðslukjör. Tilboð óskast.
Helst í gamla bænum - hagkvæm skipti
Leitum að 2ja herb. íb. í skiptum fyrir rúmg. 3ja herb. íb. á 3. hæð í
reisulegu steinh. í gamla góða austurbænum. Uppl. á skrifst.
Lítil, ódýr sérhæð
í gamla góða vesturbænum, 3ja herb. Allt sér. Mikið útsýni. Tilboð
óskast. Hentar m.a. þeim sem hafa gæludýr/hund.
• • •
Sér neðri hæð óskast
íVogunum eða nágrenni
í skiptum fyrir glæsil.
einbhús íVogunum.
ALMENNA
FASTEIGHASAIAH
LAUGAVEGi18SIMAR2Íl5^1370
Borun lok-
ið á Öl-
kelduhálsi
BORUN er nú lokið á rannsóknar-
holu fyrir Hitaveitu Reykjavíkur á
Ölkeldusvæði milli Hveragerðis og
Nesjavalla, en borun þar hófst í byij-
un desember og náðist að bora niður
á 1.035 metra dýpi.
Fyrir jól var lokið við að fóðra
holuna í 781 m. Eftir að borun hófst
að nýju eftir áramótin opnaðist fljót-
lega vatnsæð í holunni og við áfram-
haldandi borun tapaðist allt skolvatn
á um 820-830 m dýpi. Þegar komið
var á um 1.019 m dýpi kom svo
hrun í holuna og vart varð við festu
á borstreng, en hrunið var mulið og
náðist að bora niður í 1.035 m þótt
áfram hrundi í holuna.
Holan var þá hitamæld og kom
þá í ljós að vatnsæðin á 820 metra
dýpi var vel opin og var holan kæld
niður að henni, og einnig komu í
ljós fleiri æðar á meira dýpi.
Ákveðið hefur verið að geyma
megnið af bornum á staðnum til
vors þegar betur hentar til flutn-
inga, en þá er og möguleiki á að
reyna frekari boranir ef niðurstaða
af þeim æðum sem hafa verið opn-
aðar eru ekki góðar. Blástursbúnaði
verður nú komið fyrir við holuna og
er stefnt að því að hægt verði að
láta hana blása í eina til tvær vikur
áður en snjóa tekur upp.
----» » 4---
Morgunblaoiö/bvernr
Fimm djáknar
vígðir til þjónustu
BISKUP íslands vigði á sunnu-
dag fimm djákna og einn prest
til þjónustu í íslensku þjóðkirkj-
unni, en þetta er í fyrsta skipti
sem djáknar, sem numið hafa við
Háskóla íslands, eru vigðir til
þjónustu hér.
Á annarri myndinni er hópur-
inn sem vígðist ásamt biskupnum
yfir íslandi, herra Ólafi Skúla-
syni, og vígsluvottum, en hin
myndin er af Kristínu Bögeskov,
einum djáknanna sem vígðist, og
syni hennar, séra Krisljáni
Björnssyni, sem var vigsluvottur
hennar, og herra Ólafi Skúlasyni.
Andlát
LEÓ ÁRNASON
FRÁ VÍKUM
Selfoss. Morgunblaðið.
LEÓ Ámason frá
Vikum á Skaga í
Austur-Húnavatns-
sýslu lést á laugar-
dag, 11. febrúar, á
Sjúkrahúsi Suður-
lands.
Hann var fæddur
27. júní 1912 og var
því 83 ára að aldri.
Hann var sjöundi í
hópi tíu systkina,
sonur hjónanna
Árna Antons Guð-
mundssonar,
Bjarnasonar bónda í
Víkum og Önnu
Lilju Tómasdóttur, Markússonar.
Leó lauk prófi í húsasmíðum frá
Iðnskóla Akureyrar og varð meist-
ari í þeirri iðn 1943. Leó var mikill
athafnamaður, var framkvæmda-
stjóri verslunar í Reykja-
vík að Laugavegi 38 og
stofnaði pijónastofu sem
hann rak í í Hveragerði.
Hann reisti fjölda húsa,
rak ísbúðina ísborg og
stofnaði saltfiskverkun á
Selfossi.
Leó var tvíkvæntur,
fyrri kona hans var Val-
gerður Austmar Sigurð-
ardóttir. Með henni átti
hann tvær dætur. Seinni
kona hans var Herdís
Jónsdóttir og áttu þau
sex börn.
Leó tók sér nafnið
Ljón norðursins sem nafn lista- og
framkvæmdamannsins. Hann hélt
fjölda sýninga á málverkum sínum
og ljóðum. Eftir hann .liggur fjöldi
mynda og ljóða.
Fæðingardeild
Landspítala
Engar sérstak-
ar ráðstafnir
UNGBÖRN á fæðingardeild Land-
spítalans eru ekki hjá mæðrunum í
almennum heimsóknartímum. Þau
eru höfð saman í herbergi og er
starfsfólk ávallt þar til staðar. Á
undanförnum mánuðum hefur
tveimur nýfæddum börnum vgrið
rænt af sjúkrahúsum í Englandi.
Engar sérstakar öryggisráðstaf-
anir vegna nýfæddra barna eru gerð-
ar á fæðingardeild Landspítalans,
að sögn Guðrúnar Bjargar Sig-
urbjörnsdóttur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra. „Börnin eru að öllu
jöfnu hjá móðurinni nema í heim-
sóknartímanum,“ sagði hún. Utan
heimsóknartíma er eitthvað um
utanaðkomandi umgang um deild-
ina, en síðdegis og á kvöldin er deild-
inni læst með öryggislæsingu.
Guðrún sagði að starfsfólk hefði
atburðina í Bretlandi í huga, en eng-
in sérstök skoðun hafi farið fram á
öryggismálum deildarinnar. „Við
munum að ræða þetta,“ sagði hún.