Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Trúnaðarmannaráð V erkalýðsfélagsins Einingar Veitt heimild til að boða til verkfalls Á FÉLAGSFUNDUM sem haldnir voru í öllum deildum Verkalýðsfé- lagsins Einingar í Eyjafirði um helgina var samþykkt að veita trún- aðarmannaráði félagsins heimild til að boða vinnustöðvun, hvort sem er allsheijarvinnustöðvun, eða í ákveðinni starfsgrein, hjá ákveðnu fyrirtæki til að ýta eftir gerð nýrra kjarasamninga. Alls tóku 216 manns þátt í at- kvæðagreislunni í fimm félögum í Eyjafírði, á Akureyri, Grenivík, Ólafsfirði, Dalvík og Hrísey en fundir voru haldnir í öllum deildum á laugardag og sunnudag. Atkvæðagreiðslan fór þannig að 181 sagði já, eða 83,8%, nei sögðu 34 eða 15,7% og einn seðill var auður. Samstaða ríkjandi Bjöm Snæbjörnsson formaður s Einingar sagði að áberandi hefði verið að yngra fólk sótti fundina, greinilegt væri að það léti sig þessi mál mjög varða. Sagði Bjöm að mikil samstaða hefði verið ríkjandi meðal fundargesta, fólk væri tilbúið í verkfall ef þörf krefði. Verkfall þarf að boða með 7 sólarhringa fyrirvara, en Björn sagði að tekið yrði mið af stöðu annarra félaga innan Verka- mannasambandsins áður en það yrði boðað. Heimildin væri fyrir hendi og vonandi hefði það áhrif í þá átt að flýta gerð nýrra kjara- samninga. Tvísýn staða Björn sagði stöðu í kjarasamn- ingaviðræðum tvísýna, „það miðar löturhægt," sagði formaður Eining- ar. ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór A vélskíðum ENN er langt í að fólk geti þeyst um spegilsléttan Pollinn á sjó- skíðum, en parið á myndinni ætlar greinilega ekki að láta það á sig fá og því er það sem hendi er næst nýtt til hins ítrasta. Sjálf- sagt er ekkert verra að láta vél- sleðann draga sig um ísilagðar tjarnir á skiðunum, svona til að hita upp fyrir sumarið. Innbrot í 7 versl- anir í Krónunni Morgunblaðið/Rúnar Þór BROTIST var inn í sjö verslanir í verslunarmiðstöðinni Krónunni, en þjófarnir sem greinilega voru eingöngu að leita að peningum höfðu Iítið upp úr krafsinu. Stofnun leik- og sérskóla í bígerð BROTIST var inn í sjö verslanir í verslunarmiðstöðinni Krónunni við Hafnarstræti 97 á Akureyri, pening- um stolið og nokkrar skemmdir unn- ar. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglu sem annast rann- sókn innbrotsins í Krónuna var farið inn bakatil í húsinu, frá Gilsbakka- vegi og farið niður allar hæðirnar en verslanir eru á tveimur neðstu hæðum hússins. Brotist var inn í húsið á sunnudag eða aðfaranótt mánudags að sögn lögreglu. Innbrot í sjö verslanir Þeir sem að verki voru fóru inn í sjö verslanir, Snyrtihúsið Töru, tískuverslunina Funky, Sápubúðina, ísabellu, Aladín, Zóló og Káta krakka. Nokkrar skemmdir voru unnar við innbrotin, en rúður voru brotnar í hverri verslun til að kom- ast inn. Greinilegt var að þjófar voru á höttunum eftir peningum, því engu öðru var stolið. Ekki var að fullu ljóst í gær hversu mikið þeir höfðu upp úr krafsinu, að sögn rannsókn- arlögreglu. „Það er greinilegt að þeir sem hér FRAMBOÐSLISTI Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra við Alþingiskosningar 1995 var sam- þykktur á kjördæmisfundi um helg- ina. I fyrsta sæti er Svanfríður Inga Jónasdóttir, forseti bæjarstjómar Dalvíkur, í öðru sæti Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytenda- félags Akureyrar, Magnús Aðai- björnsson, aðstoðarskólastjóri, Ak- ureyri, í þriðja sæti, Helga Kristins- dóttir, bankastarfsmaður, Húsavík, í þriðja sæti, Árni Gylfason, verka- voru á ferðinni voru eingöngu að leita að peningum," sagði Kristín Krietjánsdóttir í snyrtivöruverslun- inni ísabellu. Hún sagði að rúður hefðu verið brotnar í öllum hurðum verslananna og peningakassar spenntir upp. Flestir voru einungis með skiptimynt í kössunum og því taldi Kristín að litlu hefði verið stolið. Engar þjófavarnir „Við verðum að teljast heppinn, það hefði verið hægt að rústa öllu hér á skömmu tíma, en sem betur fer var það ekki gert,“ sagði Krist- ín. Hún sagði að engin vakt hefði verið í húsinu og ekkért þjófavarna- kerfí. „Það er nú einhvern veginn svo með okkur íslendinga að við bregðumst ekki við fyrr en hlutirnir hafa gerst, við höfum sjálfsagt talið þetta nokkuð öruggt, að hafa marg- ar verslanir á sama stað. Við höfum gantast með það að þetta sé líklega eina verslunarmiðstöðin í heimi sem ekki er með þak, enda var það svo að þessir óboðnu gestir komu að ofan, þeir fóru inn frá Gilsbakkaveg- inum og komu niður,“ sagði Kristín. maður, Raufarhöfn, í fimmta sæti, Jórunn Jóhannesdóttir, leikskóla- kennari, Akureyri, í sjötta sæti, Sæmundur Pálsson, forstöðumaður, Akureyri, í sjöunda sæti, Ingibjörg S. Egilsdóttir, sjúkarliði og bóndi, Reykjadal, í áttunda, Gunnar R. Kristinsson, stýrimaður, Ólafsfirði, í níunda, Jón Benonýsson, múrara- meistari, Reykjadal, í tíunda sæti, Ásdís Árnadóttir, sölustjóri, Akur- eyri, í ellefta sæti og Hannes Örn Blandon, sóknarprestur, Eyjafjarð- arsveit, er í tólfta sæti. B YGGIN G ANEFND Akur- eyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá Guðnýju Önnu Annas- dóttur þar sem hún spyrst fyrir um hvort leyfi nefndarinnar feng- ist fyrir því að breyta húsinu núm- er 1 við Móasíðu og reka þar leik- skóla. Þá tók nefndin einnig ják- vætt í erindi Guðnýjar Önnu um leyfi til að reka sérskóla fyrir 5 EIGANDI fólksbifreiðar á Dalvík komst að raun um að ekki er með öllu óhætt að skilja bíla sína eftir í gangi þó aðeins eigi að bregða sér frá stutta stund. Eigandi umrædds bíls skildi hann eftir mannlausan og í gangi fyrir utan Sæluhúsið á Dalvík aðfaranótt laugardags, en innan dyra skemmtu menn sér á þorrablóti af miklum móð. ára börn í austurhluta félagsheim- ilis Þórs, Hamri við Skarðshlíð. Á sama fundi bygginganefndar var tekið fyrir erindi frá Pétri Bjarnasyni þar sem sótt var um lóð austan gatnamóta Glerárgötu og Strandgötu til að byija á um 300 fermétra hús fyrir veitinga- rekstur, en nefndin gat ekki orðið við því erindi. Leiði virðist þó hafa sótt að tveimur gestanna sem gripu bifreið- ina mannlausu traustataki og óku upp í Svarfaðardal. Misstu þeir bifreiðina út af vegin- urn og á ýmsu gekk meðan á öku- ferðinni stóð, en þorrablótsgestirnir báðir voru mikið drukknir, að sögn rannsóknarlögreglu. Bifreiðin komst þó í hendur eigenda án telj- andi skemmda. Heimili og skóli með opið hús Ahrif verk- falls kenn- ara rædd LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli verða með opið hús í húsnæði samtakanna á Glerár- götu 20 í kvöld, þriðjudags- kvöldið 14. febrúar, og hefst það kl. 20.00. Þar verður staðan rædd varðandi verkfallsboðun kenn- ara og hvaða áhrif hún hefur á börn og foreldra. Fulltrúi frá Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra og fulltrúi kenn- ara verða á staðnum og leitast verður við að svara fyrirspurn- um. Foreldrar og áhugamenn um málefni barna og unglinga eru hvattir til að koma og ræða málin. Á aðalfundi Heimilis og skóla í fyrri viku var þess kraf- ist í ályktun að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir yfirvof- andi verkfall kennara, foreldr- ar geti ekki sætt sig við að lögbundinn réttur barna til menntunar sé fótum troðinn. Hass fannst hjá meintum hjólkoppa- þjófum FJÓRIR menn voru handtekn- ir á Akureyri um helgina vegna gruns um þjófnað á hjól- koppum, en við leit í bíl þeirra fundust tæki og tól til neyslu fíkniefna. Mennirnir voru færðir á lög- reglustöðina þar sem þeir við- urkenndu við yfirheyrslu að hafa neytt um 15 gramma af hassi um kvöldið. Þá viður- kenndu þeir einnig að hafa keypt og neytt á milli 40 og 50 gramma af hassi á síðustu vikum. Baráttufund- ur kennara KENNARAR á Norðurlandi eystra halda baráttufund í dag, þriðjudaginn 14. febrúar, á Hótel Kea, Akureyri og hefst hann kl. 17.30. Framsögumenn verða úr forystusveit Kennarasam- bandsins og HÍK. Listi Þjóðvaka á Norðurlandi eystra Svanfríður og Vil- hjálmur í efstu sætum Bíl stolið á Dalvík Þorrablótsgestir brunuðu í sveitina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.