Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 17
Ráðstefna Útflutningsráðs um fjarþjónustu
Gætum selt aðgang að
gagnabanka wn útveg
Morgunblaðið/Sverrir
FRA ráðstefnu um fjarþjónustu sem haldin var í gær á Hótel
Sögu. Þar fluttu tveir fyrirlesarar erindi sín gegnum sjónvarps-
síma, frá Akureyri og Stokkhólmi.
Pearson kaupir 10%
í TVB í Hong Kong
Hongkong. Reuter.
ÖR vöxtur hefur verið í svonefndri
fjarþjónustu í ríiqum OECD eftir
því sem upplýsingahraðbrautir hafa
þróast. Með fjarþjónustu er átt við
að verkkaupi starfí fjarri seljandan-
um en sé í stöðugu sambandi við
hann með nútímatækni. Þykir ljóst
að dregið hafí úr andstöðu stærri
fyrirtækja við þetta fyrirkomulag
og í könnunum sérhæfðra ráðgjaf-
árfyrirtækja í Bretlandi og Banda-
rílqunum hefur komið fram að
mörg stórfyrirtæki hafa i hyggju
að kaupa þjónustu með þessum
hætti. Þetta kom fram í máli Noel
Hodson, frá breska ráðgjafarfynr-
tækinu SW2000, á ráðstefnu Út-
flutningsráðs o.fl. aðila um fjar-
þjónustu.
Ingi Ingason, starfsmaður Út-
flutningsráð, sagði á ráðstefnunni
að með sífellt öflugri tölvum og fjar-
skiptanetum mætti bjóða vöru og
þjónustu með nýjum hætti. Þetta
fyrirkomulag gerði t.d. fámennum
byggðalögum kleift að fjölga at-
vinnutækifærum. Þá vísaði hann til
reynslunnar erlendis þar sem mjög
er horft til þess að fjarþjónusta
dragi úr ferðalögum og þar með
mengun. Fjölmargir starfsmenn
hefðu jafnframt áhuga á að starfa
á sínum heimilum. Aætlað væri -að
um 8 milljónir Bandaríkjamanna
störfuðu nú við fjarþjónustu eða
fjarvinnu að hluta til eða að fullu
á heimili sínu. Því væri spáð að í
ár myndu 3,3 milljónir manna í
Bretlandi vinna inn á heimili sínu
að fjarþjónustu og að 5% breskra
fyrirtækja myndu bjóða starfsfólki
sínu upp á slíkt fyrirkomulag.
Þá kom fram í máli Inga að mik-
il aukning hefur orið á því að fyrir-
tæki sérhæfi sig í ýmissi vinnslu
fyrir önnur fyrirtæki. Þannig hafí
sérhæfð tölvu- og endurskoðunar-
fyrirtæki keypt út tölvu- og bók-
haldsdeildir almennra fyrirtækja
þar sem þau taki að sér þennan
verkþátt fyrir fyrirtækin sem verk-
takar. Loks benti Ingi á kosti þess
að nýta tímamismun milli landa og
þá gífurlegu þenslu sem hefði orðið
í upplýsingaiðnaði. „Við gætum
hæglega notfært okkur tímamis-
mun okkur í hag og boðið erlendum
fyrirtækjum í samstarf við að vinna
verkefni fyrir þau meðan nótt er
hjá þeim en dagur hér,“ sagði Ingi.
Benti hann á að hérlendis gæti ver-
ið rekinn gagnabanki sem nýtti sér
þekkingu okkar og reynslu fískiðn-
aðarins. Hann gæti boðið erlendum
útgerðum og rannsóknaraðilum að
kaupa t.d. almennár upplýsingar,
eða upplýsingar um vinnslutækni
og ráðgjöf.
Hodsson sagðist einnig aðspurð-
ur um möguleika íslendinga á sviði
fjarþjónustu sjá fyrir sér að héðan
væri að hægt að selja sérfræðiþekk-
ingu á sviði sjávarútvegs.
BREZKA fjölmiðlafyrirtækið
Pearson Plc hefur haslað sér völl
í Asíu með því að kaupa 10% hlut
í helzta sjónvarpsfyrirtækinu í
Hong Kong, Television Broadcasts
Ltd (TVB), fyrir 1.30 milljarða
Hongkongdollara.
TVB, sem framleiðir mikið af
sjónvarpsefni og á eftirsótt sjón-
varpsmyndasafn, sagði í tilkynn-
ingu að samningsaðilar hygðust
vinna saman að framtíðarverkefn-
um í sjónvarpsmálum Asíu og
gagnkvæmar fjárfestingar kynnu
að koma til greina.
Pearson-fyrirtækið hefur lengi
reynt að tryggja sér sjónvarpsað-
stöðu í Asíu og beið ósigur fyrir
Rupert Murdoch 1993 þegar það
reyndi að eignast hlut í asísku
gervihnattastöðinni STAR TV.
í fyrrahaust fór tilraun Pearsons
til þess að kaupa 10% í TVB af
HAGNAÐUR Toyota jókst um
79% síðari hluta árs 1994 og það
þykir benda til þess að japanskir
bílaframleiðendur séu að ná sér á
strik eftir langan samdrátt.
Tekjur Toyota jukust í 148.83
milljarða jena miðað við sama tíma
1993. Fyrirtækið þakkaði þetta
hægfara efnahagsbata í Japan og
róttækum ráðstöfunum fyrirtæk-
isins til þess að draga úr kostnaði.
auðmanninum Robert Kuok í Mal-
asíu líka út um þúfur. Murdoch
hefur einnig haft áhuga á TVB,
en tilboði hans 1993 var hafnað
vegna takmarkana á eignaraðild
útlendinga.
Allsráðandi í Hong Kong
T-VB ræður lögum og lofum á
sjónvarpsmarkaði Hong Kongs.
Úm 80% íbúanna horfa á TVB, sem
hefur uppi stórbrotnar fyrirætlanir
um aukin umsvif í heimshlutanum.
TVB keppir nú þegar við STAR
TV um hylli áhorfenda á Taiwan.
Vestrænir ijölmiðlar, þar á með-
al Disney og MTV, CNN og NBC,
hafa lagt vaxandi áherzlu á Asíu
á undanfömum mánuðum og nýtt
sér möguleika gervihnatta til þess
að sjónvarpa efni og auglýsingum
til vaxandi fjölda velstæðs milli-
stéttafólks í Asíu.
Sérfræðingar telja að aukinn
hagnaður Toyota bendi til þess að
afkoma annarra japanskra bif-
reiðaframleiðenda hafí einnig
batnað.
Toyota bendir á að bætt afkoma
fyrirtækisins stafí einnig af auk-
inni eftirspum innanlands þar sem
horfur í efnahagsmálum hafa
batnað.
Bílaiðnaður
Aukinn hagnaður Toyota
Tokyo. Reuter.
Nýi bankinn
ásælist
SKOPBank
Helsinki. Reuter.
FINNSKI bankinn, sem komið verð-
ur á fót með samruna KOP og Unit-
as, hefur hug á að kaupa SKOP-
Bank, sem er í eigu ríkisins, að sögn
tilvonandi forstöðumanns nýja bank-
ans, Vasa Vainio.
Vainio, sem nú er aðalfram-
kvæmdastjóri Unitas, lýsti þeirri
skoðun sinni í Turun Sanomat að
samruni KOP og Unitas væri ekki
síðasta skipulagsbreytingin í fínnska
bankageiranum. „Við emm að at-
huga hvort hægt er að gera tilboð,
sem vekur áhuga,“ sagði hann.
SKOPBank hefur verið undir
stjórn ríkisins síðan 1991 þegar hann
varð fyrir barðinu á miklum sam-
drætti fyrstur fínnskra banka. Bank-
inn hefur fengið 18 milljarða marka
styrk frá ríkinu.
í viðtalinu kvaðst Vainio telja að
bæði kæmi til greina að kaupa allan
SKOPBank eða hluta hans. SKOP-
Bank er aðalbanki sparisjóða í Finn-
landi.
♦ ♦ ♦-----
Ihartvið
Microsoft
New York. Reuter.
HÓPUR óháðra tölvukaupmanna
mun fara þess á leit við bandaríska
dómsmálaráðuneytið að það láti til
skarar skríða gegn gegn fyrirhug-
uðu beinlínuneti Microsoft-fyrirtæk-
isins að sögn Wall Street Journai.
Innkaupasamband 1,075 óháðra
tölvudreifenda, ASCII Group Inc,
telur að Microsoft muni sniðganga
þá á ólöglegan hátt með því að heim-
ila framleiðendum auglýsingahug-
búnaðar að selja vöru sína beint til
tölvunotenda.
Dómsmálaráðuneytið hefur slíkar
kæmr til athugunar vegna kaupa
Microsofts á Intuit-fyrirtækinu.
Námstefna VIB um bestu ávöxtun
og uppbyggingu eigna
DAGSKRÁ:
Námstejhustjóri: Vilborg Lojts aðstoðarjramkviemdastjóri VÍB.
Kl. 11:00 - 12:00. Skráning gesta í Súlnasal.
Kynning á þjónustu VIB við ávöxtun peninga í verðbréf-
um, m.a. sérstakri fjárvörslu, kaup og sölu á verðbréfum,
eignastýringu og bókum VIB um fjármál og verðbréf.
Kl. 12:00 -13:15. Hádegisverður.
Hádegisverðarerindi um fjármál
einstaklinga og skattíagningu
sparnaðar.
Friðrik Sophusson jjármálaráðherra.
Kl. 13:30 -13:35. Námstefnan sett.
Margrét Sveinsdóttirforstöðumaður Einstaklingsþjónustu VÍB.
Kl. 13:35 -13:45. Inngangsorð og kynning.
Vdborg Lojts aðstoðarjramkvamdastjóri VÍB.
Kl. 14:15 - 14:30. Kynning á niðurstöðum
skoðanakönnunar Gallup á Islandi um fjármál fólks á
eftirlaunaárunum.
Hvað þarft þú að eiga mikla peninga til að géta hætt að
vinna? Asgeir Þórðarson forstöðumaður Verðbréfamiðlunar og
jyrirtœkjaþjó n ustu VÍB.
Kl. 14:30 -15:00. Hvernig tryggja líféyrissjóðir hag þinn?
Hvað getur þú átt von á miklum eftirlaunum frá
lífeyrissjóðnum þínum? Hrafh Magnússon framkvamdastjóri
SAL, Sambands aímennra lífeyrissjóða.
Kl. 15:30 -16:00. Eignir fólks og sparifé frá 45 ára aldri
til starfsloka og fyrstu árin eftir starfslok.
Hvernig byggjast eignir og sparifé upp eftir því sem líður
á starfsævina? Hve mikill hluti af heildareignum er í
formi réttinda í lífeyrissjóði? Gunnar Baldvinsson
forstöðumaður Reksturs sjóða hjá VÍB.
Kl. 13:45 -14:15. Hvernig er hægt að ná bestu ávöxtun
á sparifé á árinu 1995 og á næstu árum?
Horfur um ávöxtun á árinu 1995 og á næstu árum.
Erlend verðbréf og eignastýring. Stýring á milli
innlendra og erlendra verðbréfa í safni.
Sigurður B. Stefánsson framkv&mdastjóri VÍB.
Kl. 16:00 - 16:30. Hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast nú og
hvaða skref þarf að taka til að byggja upp eignir tíl
eftirlaunaáranna?
Hvernig er best að fjárfesta núna? Hvernig á að byggja
upp eignir til lengri tíma? Skattar, eignastýring og
erfðamál. Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður
Einstaklingsþjónustu VÍB.
Kl. 16:30. Námstefnulok. í námstefnulok býður VIB upp á léttar veitingar.
Þátttökuverð:
Almennt verð jyrir einstaklinga er 5.900 krónur ogjyrir hjón
7.900 krónur. Sérstakur afiláttur er veittur viðskiptavinum
VÍB. Einstaklingargreiða 3.900 krónur oghjón 5-900 krónur.
Þátttaka greiðist við skráningu.
Sérrit með erindum
námstefnunnar liggja frammi
í lok dagsins.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.
&