Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 17 Ráðstefna Útflutningsráðs um fjarþjónustu Gætum selt aðgang að gagnabanka wn útveg Morgunblaðið/Sverrir FRA ráðstefnu um fjarþjónustu sem haldin var í gær á Hótel Sögu. Þar fluttu tveir fyrirlesarar erindi sín gegnum sjónvarps- síma, frá Akureyri og Stokkhólmi. Pearson kaupir 10% í TVB í Hong Kong Hongkong. Reuter. ÖR vöxtur hefur verið í svonefndri fjarþjónustu í ríiqum OECD eftir því sem upplýsingahraðbrautir hafa þróast. Með fjarþjónustu er átt við að verkkaupi starfí fjarri seljandan- um en sé í stöðugu sambandi við hann með nútímatækni. Þykir ljóst að dregið hafí úr andstöðu stærri fyrirtækja við þetta fyrirkomulag og í könnunum sérhæfðra ráðgjaf- árfyrirtækja í Bretlandi og Banda- rílqunum hefur komið fram að mörg stórfyrirtæki hafa i hyggju að kaupa þjónustu með þessum hætti. Þetta kom fram í máli Noel Hodson, frá breska ráðgjafarfynr- tækinu SW2000, á ráðstefnu Út- flutningsráðs o.fl. aðila um fjar- þjónustu. Ingi Ingason, starfsmaður Út- flutningsráð, sagði á ráðstefnunni að með sífellt öflugri tölvum og fjar- skiptanetum mætti bjóða vöru og þjónustu með nýjum hætti. Þetta fyrirkomulag gerði t.d. fámennum byggðalögum kleift að fjölga at- vinnutækifærum. Þá vísaði hann til reynslunnar erlendis þar sem mjög er horft til þess að fjarþjónusta dragi úr ferðalögum og þar með mengun. Fjölmargir starfsmenn hefðu jafnframt áhuga á að starfa á sínum heimilum. Aætlað væri -að um 8 milljónir Bandaríkjamanna störfuðu nú við fjarþjónustu eða fjarvinnu að hluta til eða að fullu á heimili sínu. Því væri spáð að í ár myndu 3,3 milljónir manna í Bretlandi vinna inn á heimili sínu að fjarþjónustu og að 5% breskra fyrirtækja myndu bjóða starfsfólki sínu upp á slíkt fyrirkomulag. Þá kom fram í máli Inga að mik- il aukning hefur orið á því að fyrir- tæki sérhæfi sig í ýmissi vinnslu fyrir önnur fyrirtæki. Þannig hafí sérhæfð tölvu- og endurskoðunar- fyrirtæki keypt út tölvu- og bók- haldsdeildir almennra fyrirtækja þar sem þau taki að sér þennan verkþátt fyrir fyrirtækin sem verk- takar. Loks benti Ingi á kosti þess að nýta tímamismun milli landa og þá gífurlegu þenslu sem hefði orðið í upplýsingaiðnaði. „Við gætum hæglega notfært okkur tímamis- mun okkur í hag og boðið erlendum fyrirtækjum í samstarf við að vinna verkefni fyrir þau meðan nótt er hjá þeim en dagur hér,“ sagði Ingi. Benti hann á að hérlendis gæti ver- ið rekinn gagnabanki sem nýtti sér þekkingu okkar og reynslu fískiðn- aðarins. Hann gæti boðið erlendum útgerðum og rannsóknaraðilum að kaupa t.d. almennár upplýsingar, eða upplýsingar um vinnslutækni og ráðgjöf. Hodsson sagðist einnig aðspurð- ur um möguleika íslendinga á sviði fjarþjónustu sjá fyrir sér að héðan væri að hægt að selja sérfræðiþekk- ingu á sviði sjávarútvegs. BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pearson Plc hefur haslað sér völl í Asíu með því að kaupa 10% hlut í helzta sjónvarpsfyrirtækinu í Hong Kong, Television Broadcasts Ltd (TVB), fyrir 1.30 milljarða Hongkongdollara. TVB, sem framleiðir mikið af sjónvarpsefni og á eftirsótt sjón- varpsmyndasafn, sagði í tilkynn- ingu að samningsaðilar hygðust vinna saman að framtíðarverkefn- um í sjónvarpsmálum Asíu og gagnkvæmar fjárfestingar kynnu að koma til greina. Pearson-fyrirtækið hefur lengi reynt að tryggja sér sjónvarpsað- stöðu í Asíu og beið ósigur fyrir Rupert Murdoch 1993 þegar það reyndi að eignast hlut í asísku gervihnattastöðinni STAR TV. í fyrrahaust fór tilraun Pearsons til þess að kaupa 10% í TVB af HAGNAÐUR Toyota jókst um 79% síðari hluta árs 1994 og það þykir benda til þess að japanskir bílaframleiðendur séu að ná sér á strik eftir langan samdrátt. Tekjur Toyota jukust í 148.83 milljarða jena miðað við sama tíma 1993. Fyrirtækið þakkaði þetta hægfara efnahagsbata í Japan og róttækum ráðstöfunum fyrirtæk- isins til þess að draga úr kostnaði. auðmanninum Robert Kuok í Mal- asíu líka út um þúfur. Murdoch hefur einnig haft áhuga á TVB, en tilboði hans 1993 var hafnað vegna takmarkana á eignaraðild útlendinga. Allsráðandi í Hong Kong T-VB ræður lögum og lofum á sjónvarpsmarkaði Hong Kongs. Úm 80% íbúanna horfa á TVB, sem hefur uppi stórbrotnar fyrirætlanir um aukin umsvif í heimshlutanum. TVB keppir nú þegar við STAR TV um hylli áhorfenda á Taiwan. Vestrænir ijölmiðlar, þar á með- al Disney og MTV, CNN og NBC, hafa lagt vaxandi áherzlu á Asíu á undanfömum mánuðum og nýtt sér möguleika gervihnatta til þess að sjónvarpa efni og auglýsingum til vaxandi fjölda velstæðs milli- stéttafólks í Asíu. Sérfræðingar telja að aukinn hagnaður Toyota bendi til þess að afkoma annarra japanskra bif- reiðaframleiðenda hafí einnig batnað. Toyota bendir á að bætt afkoma fyrirtækisins stafí einnig af auk- inni eftirspum innanlands þar sem horfur í efnahagsmálum hafa batnað. Bílaiðnaður Aukinn hagnaður Toyota Tokyo. Reuter. Nýi bankinn ásælist SKOPBank Helsinki. Reuter. FINNSKI bankinn, sem komið verð- ur á fót með samruna KOP og Unit- as, hefur hug á að kaupa SKOP- Bank, sem er í eigu ríkisins, að sögn tilvonandi forstöðumanns nýja bank- ans, Vasa Vainio. Vainio, sem nú er aðalfram- kvæmdastjóri Unitas, lýsti þeirri skoðun sinni í Turun Sanomat að samruni KOP og Unitas væri ekki síðasta skipulagsbreytingin í fínnska bankageiranum. „Við emm að at- huga hvort hægt er að gera tilboð, sem vekur áhuga,“ sagði hann. SKOPBank hefur verið undir stjórn ríkisins síðan 1991 þegar hann varð fyrir barðinu á miklum sam- drætti fyrstur fínnskra banka. Bank- inn hefur fengið 18 milljarða marka styrk frá ríkinu. í viðtalinu kvaðst Vainio telja að bæði kæmi til greina að kaupa allan SKOPBank eða hluta hans. SKOP- Bank er aðalbanki sparisjóða í Finn- landi. ♦ ♦ ♦----- Ihartvið Microsoft New York. Reuter. HÓPUR óháðra tölvukaupmanna mun fara þess á leit við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það láti til skarar skríða gegn gegn fyrirhug- uðu beinlínuneti Microsoft-fyrirtæk- isins að sögn Wall Street Journai. Innkaupasamband 1,075 óháðra tölvudreifenda, ASCII Group Inc, telur að Microsoft muni sniðganga þá á ólöglegan hátt með því að heim- ila framleiðendum auglýsingahug- búnaðar að selja vöru sína beint til tölvunotenda. Dómsmálaráðuneytið hefur slíkar kæmr til athugunar vegna kaupa Microsofts á Intuit-fyrirtækinu. Námstefna VIB um bestu ávöxtun og uppbyggingu eigna DAGSKRÁ: Námstejhustjóri: Vilborg Lojts aðstoðarjramkviemdastjóri VÍB. Kl. 11:00 - 12:00. Skráning gesta í Súlnasal. Kynning á þjónustu VIB við ávöxtun peninga í verðbréf- um, m.a. sérstakri fjárvörslu, kaup og sölu á verðbréfum, eignastýringu og bókum VIB um fjármál og verðbréf. Kl. 12:00 -13:15. Hádegisverður. Hádegisverðarerindi um fjármál einstaklinga og skattíagningu sparnaðar. Friðrik Sophusson jjármálaráðherra. Kl. 13:30 -13:35. Námstefnan sett. Margrét Sveinsdóttirforstöðumaður Einstaklingsþjónustu VÍB. Kl. 13:35 -13:45. Inngangsorð og kynning. Vdborg Lojts aðstoðarjramkvamdastjóri VÍB. Kl. 14:15 - 14:30. Kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup á Islandi um fjármál fólks á eftirlaunaárunum. Hvað þarft þú að eiga mikla peninga til að géta hætt að vinna? Asgeir Þórðarson forstöðumaður Verðbréfamiðlunar og jyrirtœkjaþjó n ustu VÍB. Kl. 14:30 -15:00. Hvernig tryggja líféyrissjóðir hag þinn? Hvað getur þú átt von á miklum eftirlaunum frá lífeyrissjóðnum þínum? Hrafh Magnússon framkvamdastjóri SAL, Sambands aímennra lífeyrissjóða. Kl. 15:30 -16:00. Eignir fólks og sparifé frá 45 ára aldri til starfsloka og fyrstu árin eftir starfslok. Hvernig byggjast eignir og sparifé upp eftir því sem líður á starfsævina? Hve mikill hluti af heildareignum er í formi réttinda í lífeyrissjóði? Gunnar Baldvinsson forstöðumaður Reksturs sjóða hjá VÍB. Kl. 13:45 -14:15. Hvernig er hægt að ná bestu ávöxtun á sparifé á árinu 1995 og á næstu árum? Horfur um ávöxtun á árinu 1995 og á næstu árum. Erlend verðbréf og eignastýring. Stýring á milli innlendra og erlendra verðbréfa í safni. Sigurður B. Stefánsson framkv&mdastjóri VÍB. Kl. 16:00 - 16:30. Hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast nú og hvaða skref þarf að taka til að byggja upp eignir tíl eftirlaunaáranna? Hvernig er best að fjárfesta núna? Hvernig á að byggja upp eignir til lengri tíma? Skattar, eignastýring og erfðamál. Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður Einstaklingsþjónustu VÍB. Kl. 16:30. Námstefnulok. í námstefnulok býður VIB upp á léttar veitingar. Þátttökuverð: Almennt verð jyrir einstaklinga er 5.900 krónur ogjyrir hjón 7.900 krónur. Sérstakur afiláttur er veittur viðskiptavinum VÍB. Einstaklingargreiða 3.900 krónur oghjón 5-900 krónur. Þátttaka greiðist við skráningu. Sérrit með erindum námstefnunnar liggja frammi í lok dagsins. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.