Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 18

Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Perústjórn hyggst svara „blekkingarherferð“ Ekvador Sækja að vígi Ekvadormanna Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði að Perúmenn hefðu skotið niður tvær herflugvélar frá Ekvador á sunnudag vegna deilu ríkjanna um frum- skógarsvæði við landamæri þeirra. Hann bætti við að hersveitir Perú hefðu hafið lokasókn að mikilvægu vígi Ekvadormanna á svæðinu. aður var í Rio de Janeiro árið 1942. Árið áður höfðu blossað upp bar- dagar um svæðið. Stjórn Perú sendi um 2.000 hermenn að landamærun- um um helgina og þeir sóttu að helsta vígi Ekvadormanna. Sóknin hafði tafist vegna úrhellis eftir harðar loftárásir í síðustu viku. Áróðursstríð Stjórnin í Perú hefur einnig í hyggju að senda her stjómarerind- reka, lögspekinga, háskólamanna og blaðamanna til erlendra ríkja til að útskýra afstöðu hennar í deil- unni. Mennimir verða sendir til Bandaríkjanna og landa í Evrópu og Rómönsku Ameríku til að svara „blekkingarherferð" Ekvador- manna í deilunni. Fujimori sagði að hermenn hefðu beitt flugskeytum til að skjóta orr- ustuþoturnar niður og bætti við að „sem betur fer“ væri deilan ekki komin á svo alvarlegt stig að til bardaga kæmi milli herflugvéla. Daginn áður hafði Fujimori við- urkennt að þijár herflugvélar frá Perú hefðu verið skotnar niður þeg- ar þær hefðu ráðist á vígi Ekvador- manna á svæðinu. Fujimori sagði að hersveitir Perú hefðu náð tveim mikilvægum landa- mærastöðvum og vísaði á bug stað- hæfíngum Ekvadormanna um að þær væm enn á valdi þeirra. Ríkin deila um 77 km langt ómerkt svæði í afskekktum fjalladal við landamærin sem voru mörkuð samkvæmt samningi sem undirrit- LANDAMÆRADEILA PERU OG EKVADORS Spenna hefur skapast á hverju ári miili Perú og Ekvadors vegna deilu ríkjanna um landamærin sem voru mörkuö sam- kvæmt samningi þeirra áriö 1942. Perú fékk þá næstum helming Ekvadors eftir landa- mærastríö áriö áöur. Ecuador hafnaöi samningnum áriö 1960 og ríkin hafa síðan deilt um svæöi sem eru auðug af olíu og gulli. _________________... KO LOM BlA Heimildir: International Petroleum Encyclopedia / Borderand Territorial Disputes, Longman Current Aflairs Kosninga- baráttan hafín Dregnr úr stuðn- ingi við Balladur EDOUARD Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, hóf um helgina kosningabar- áttu vegna forsetakosning- anna í Frakklandi undir slagorðinu „Trúið á Frakk- land. A sama tima og vin- sældir Balladurs virðast fara dvínandi hefur fylgi Jacques Chiracs borgarstjóra í París vaxið hægt og bítandi. Hafa um 20% kjósenda ákveðið að kjósa hann í fyrri umferð- inni, samkvæmt könnunu u. París. Daily Telegraph. EDOUARD Balladur forsætisráð- herra Frakklands hóf í gær kosn- ingabaráttu sína vegna frönsku for- setakosninganna í apríl. Fréttaskýr- endur segja að hugsanlega hafi vin- sældir hans náð hámarki og merki þess sjáist að farið sé að fjara undan honum. Samkvæmt skoðanakönnunum þykir Balladur líklegastur til að ná kjöri sem eftirmaður Francois Mit- terrands á forsetastóli. Er það áiit Búist við framboði d’Estaing eða Barre um 64% kjósenda. Þeir ætla þó ekki allir að kjósa hann, því kannanir sýna að einungis um 28% kjósenda styðji hann í fyrstu umferð. í síðustu viku kom til hatrammra stúdentamótmæla víða um land. Balladur gaf strax eftir og afturkall- aði stjórnarákvörðun um breyttar reglur um aðgang að tækniháskól- um. Stúdentarnir mótmæltu einnig fyrirhuguðum umbótum stjórnarinn- ar á æðri menntun. Brenndu þeir skýrsluna og brúður af Balladur og Charles Pasqua innanríkisráðherra. Fyrir ári gaf Balladur einnig eftir og féll frá áformum sínum um sér- stök lágmarkslaun fyrir nýútskrifað háskólafóik. Stúdentar töldu að um tilraun til þess að misnota þá og „festa í þrældóm" væri að ræða. Sex hljóta dauðadóm vegna strangra viðurlaga við guðlasti í Pakistan Reutor Eftirgjöf Balladurs í mörgum málum er nú almennt kölluð „Ballad- ur-leiðin“. Sjálfur segir hann þessa leið snúast um viðræður og sættir í stað átaka. Pólitískir andstæðingar hans og gangrýnendur telja hana hins vegar til marks um að hann komist hvergi með mál, sem ágrein- ingur kunni að vera um, hann sé maður „kyrrstöðunnar". Fram kom í blaðinu Le Figaro í gær, að þungavigtarmaður úr röðum franskra miðjumanna ætti líklega eftir að taka þátt í slagnum um for- setastarfið. Þar var sagt, að bæði Valery Giscard d’Estaing fyrrver- andi forseti og Raymond Barre fyrr- verandi forsætisráðherra „íhuguðu alvarlega“ að bjóða sig fram. Unglingur dæmdur til dauða VEGNA hinna ströngu viðurlaga við guðlasti í Pakistan, hefur íjórt- án ára kristinn unglingspiltur, Salamat Masih, verið dæmdur til dauða ásamt öðrum manni, Re- hmat Masih. Undirréttur fann þá í síðustu viku seka um að hafa skrifað háðuglegar athugasemdir um Múhameð spámann á veggi mosku í þorpinu Phokar Pur í norðausturhluta Pakistans. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Salamat og Rehmat eru kristn- ir. Óttast þeir mjög um Iíf sitt, segja að jafnvel þó að þeir verði sýknaðir vilji heittrúaðir múslimar Múhameð spámanni. Að minnsta kosti sex manns hafa nú þegar verið dæmdir eftir lögunum en engum dómanna hefur verið framfylgt. Mannréttindanefnd Pakistasns hefur mótmælt lögunum í nokkur ár en þau kveða á um algert bann við gagnrýni á íslam og Múha- með. Koma þau sérstaklega hart niður á öðrum trúflokkum í Pa- kistan svo sem kristunum mönn- um, hindúum, pörsum, síkhum og shítamúslimum. Dómurinn hefur vakið upp mikla reiði, m.a. í Nor- egi, og munu þarlend yfirvöld mótmæla honum. þá feiga. Þetta kom fram í viðtali sem blaðamaður Aften- posten átti við þá fyr- ir skömmu. Þriðji maðurinn, sem ákærður var fyrir að skrifa á vegg mos- kunnar, lét lífið er skotið var á þre- menningana í apríl á síðasta ári. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að þeir voru hand- teknir, hafa Salamat og Rehmat verið í felum og skipt um Salamat Masih felustað tíunda hvern dag. Var ströng ör- yggisgæsla við rétt- arhöldin yfir þeim, þar sem heittrúar- menn höfðu hótað að hengja þá án dóms og laga. Sex dauðadómar Viðurlög við guðl- asti eru geysiströng. I síðasta mánuði voru tveir shíta-múslimar dæmdir til dauða fyr- ir að hafa tekið ljós- rit af teikningu af Boesak ekki til SÞ SÉRA Allan Boesak hætti í gær við að gerast sendi- herra Suður- Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Boesak er sakaður um að hafa misnotað fé úr sjóðum sem vera átti til styrktar þeim sem liðið höfðu fyrir aðskiln- aðarstefnuna í Suður-Afríku, Rannsókn á getuleysi BRESKIR vísindamenn ýttu í gær úr vör 18 mánaða rann- sókn á félagslegum, fjárhags- legum og læknisfræðilegum afleiðingum getuleysis, sem þeir segja að hrjái allt að 45% karla. Aætla þeir að árið 2000 muni um 47 milljónir karla um heim allan þjást af getuleysi, þar af 15,5 milljónir í Evrópu. Eiturlyfja- markaði í Zttrich lokað SVISSNESKA lögreglan til- kynnti í gær að hún hygðist loka stærsta eiturlyfjamarkað- inum í Zíirich. Allt að 3.000 eiturlyfjaneytendur safnast saman við Letten-brautarstöð- ina til að selja og kaupa eitur- lyf og hefur verið fjölgað í lög- regluliði borgarinnar og byggður fjöldi fangelsa til að takast á við vandann. Styðja ekki þjóðarat- kvæði TALSMAÐUR breska verka- mannaflokksins sagði í gær að flokkurinn myndi ekki hvetja þingmenn sína til að styðja tillögu fijálslyndra demókrata um þjóðaratkvæða- greiðslu um málefni Evrópu- sambandsins. Er nú talið að tillagan verði felld, jafnvel þó að nokkrir þingmenn Ihalds- flokksins muni greiða atkvæði með henni. Winnie tekur orð sín aftur BÚIST var við því í gær að Winnie Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, myndi taka aftur orð sín um ríkis- stjórn landsins. Sagði Winnie að svo virtist sem meiri áhersla væri lögð á hafa hvíta minni- hlutann góðan en að veita blökkumönnum aðstoð. Gingrich ekki fram NEWT Gingrich, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfír í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum sem verða á næsta ári. Stuðnings- menn hans hafa lagt hart að honum að fara fram en Gingrich sagðist myndu sitja áfram á þingi til að fylgja áætlun repúblikana, „Samn- ingi við þjóðina“ eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.