Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 2b
„Lífsfesting“
„MÓÐIR jörð“, brons, hæð 130 sm. Listasafnið
í Heming á Jótlandi.
IMYNDIISl
Norræna húsið
MYNDVERK
SVEND WIIG HANSEN
Opið frá 14-19 alla daga. Til 5.
mars. Aðangur og sýningarskrá 200
krónur.
EKKI er alveg víst að allir átti
sig á þeim dijúga viðburði sem það
telst að fá hingað sýningu á verkum
Svends Wiigs Hansens (f. 1922),
sem er allt í senn myndhöggvari,
málari og grafíklistamaður. Hér er
nefnilega um að ræða myndlistar-
mann, sem staðið hefur í fylkingar-
bijósti í danskri list frá því hann kom
fyrst fram fyrir rúmum fjórum ára-
tugum. Hann hefur verið fulltrúi
þjóðar sinnar á ýmsum tvíæringum
og listakaupstefnum erlendis, og
verk hans hafa ratað eftir öðrum
leiðum víða um heim, m.a. var hald-
in viðamikil sýning á verkum hans
í Ruffíno Tamayo-safninu í Mexíkó-
borg á sl. ári, sem dijúga athygli
vakti.
Svo vill til að að rýnirinn þekkir
eilítið til Wiigs Hansens persónu-
lega, því hann var í Kaupmannhöfn
veturinn 1955-56, er uppgangur
listamannsins var hvað .mestur og
sem átti það til að koma í heimsókn
á grafíkverkstæðið á Charlottenborg
þar sem ég vann, en ekki urðum við
þó meira en sjónkunnugir.
Wiig Hansen er fulltrúi alveg sér-
staks geira í danskri list og þó ég
væri ekki jafn hrifinn af henni þá
og síðar varð, kunni ég strax vel
að meta hin ábúðarmiklu myndverk
hans, var þar með á nótunum að
segja má. Bakgrunnurinn er sígild
menntun við listakademíuna í Kaup-
mannahöfn hjá myndhöggvurunum
og prófessorunum Johannes C. Bjerg
og Einar Utzon Frank 1946-50, en
um leið mun hann hafa verið mjög
opinn fyrir hræringum samtímans.
í öllu falli voru það hinir kraftmiklu
óheftu líkamningar sem ég tók strax
eftir í myndum listamannsins sem
eiga upphaf sitt í hinu úthverfa inn-
sæi (epressjónisma) og töldust í
þessu tilviki eins konar viðbrögð
gegn akademisma og hinni klassísku
ró fornaldarinnar. Jafnframt og
kannski enn frekar angi af viðbrögð-
um mannsins við einmanleikanum
og firringunni í ys og þys stórborgar-
innar. Hinn innbyrgða form- og
skynræna frumkraft sækir hann
hins vegar trúlega til grunnmennt-
unar sinnar og þjálfunar á skólaár-
unum.
Á þessum árum var margt að
gerast í höggmyndalist í Evrópu, og
hafði það mikið með ummyndun
mannslíkamans að gera, bæði í átt
til hins hráa og grófa, sem og hinn-
ar fáguðu og fagurfræðilegu heildar.
Einn angi danskrar listar hefur
lengi verið og er enn, viðbrögð
mannsins við ógn stórborgarinnar,
og er í senn fróðlegt og lærdómsríkt
að athuga hér þróunina í sögulegu
samhengi. Annars vegar er það stór-
borgin með allri sinni múgmennsku,
innbyrðis árekstrum, hávaða, skipu-
lögðum svefnblokkum og grámósku
hvunndagsins, er þyrmir yfir ein-
staklinginn í smæð sinni. Hins vegar
blítt og skógi vaxið landið, þar sem
náttúrumögnin breiða úr sér og
dýralífið nær enn að þróast fijálst
og óhindrað. Og þrátt fyrir hráa og
kalda veggi stórborgarinnar eru gró-
mögn móður jarðar þannig alltaf í
næsta nágrenni og Danir hafa hér
verið mjög jarðtengdir og jafnan
gætt að staðsetja stóra gróðursæla
garða inni í borgunum og hlú að
auðum svæðum.
Viðbrögðin við þessum sterku
aðstæðum koma á margan hátt fram
í verkum listamanna, og Wiig Han-
sen varð þannig strax þekktur á
landsvísu fyrir höggmynd sína
„Móðir jörð“ sem hann gerði 1953,
og er nú í bronsútgáfu fyrir utan
safnið í Herning á Jótlandi. Tel ég
rétt að birta mynd af henni með
pistli mínum til að menn glöggvi sig
enn betur á listamanninum. Hér er
vel að merkja um að ræða myndefni
sem fylgt hefur honum alla tíð í
margvíslegum útgáfum og sjáum við
glöggt dæmi um það á sýningunni
í Norræna húsinu. Það kemur fram
í öllum tilbrigðum listar hans högg-
myndum, málverkum, grafík og
teikningum og jafnan fylgir því þessi
innbyrgði einmanlegi kraftur, sem
er höfuðeinkenni listamannsins og
er samtvinnað persónu hans sjálfs.
Og eins og danskir listamenn yfir-
leitt er hann trúr fyrstu lifunum sín-
um í fijálsri listsköpun og hefur
ræktað sinn garð samkvæmt því
alla tíð, án nokkurra frávika nema
að hann hefur orðið fyrir sterkum
áhrifum frá nýja málverkinu, en án
þess að sleppa upprunalega mynd-
efninu úr sjónmáli. Þannig er það
þegar erfðavenjan leggur mönnum
í lófa ríka fjársjóði til að ausa af
og það er eftirtektarvert hve Danir
hafa nálgast þennan arf frá mörgum
sjónarhornum og gera enn. Og þar
sem ég minntist á nýbylgjuna, var
Wiig Hansen, og fleiri norrænir
listamenn, mjög nálægt eðli list-
stefnunnar og þurftu einungis
áherslubreytingar til að tengjast
henni. Kemur það vel fram í hinu
þekkta stóra málverki hans „Hinir
leitandi" frá 1955 (200x269), sem
er í eigu Ríkislistasafnsins í Kaup-
mannahöfn, en er ekki á sýning-
unni. Hins vegar er norrænn lista-
vettvangur of vanmegna til að ryðja
nýstílum braut og markaðssetja þá
úti í hinum stóra heimi, auk þess
sem hugarfarsbreytingu þarf til hjá
listsögufræðingum og safnstjórum
sem þurfa að trúa á það sem er að
gerast og hefur gerst næst þeim,
„Það getur hver
asni heyrt“
TONUST
Ilafnarborg
TRÍÓ REYKJAVÍKUR
Tríó Reykjavíkur. Guðný Guð-
mundsóttir, fiðla, Gunnar Kvaran,
selló, Halldór Haraldsson, píanó.
Sunnudaginn 12. febrúar.
ÞETTA voru þriðju tónleikar Trí-
ós Reykjavíkur á starfsárinu, í
Hafnarborg. Annað af þrem píanó-
tríóum Beethovens op. 1 var upp-
hafsverk tónleikanna. Tríóið ber
nokkurn svip læriföður Beethovens,
Haydns, enda mun gamli maðurinn
hafa verið ánægður með verkið þeg-
ar hann heyrði það fyrst. Tríóið
hefst á hægum inngangi, einskonar
íhugun. Þessi inngangur fannst mér
í það hraðasta, hefði þolað meira
„Ádagjo“ og bundnara spil, þar með
hefði aðalþátturinn, „Allegro
vivace", fengið léttari og skýrari
tilgang. Þrátt fyrir þetta var þáttur-
inn mjög vel spilaður, svo og þætt-
irnir sem á eftir komu, og kannske
var þetta heilsteyptasta „kammer-
musik“-spil sem undirritaður hefur
heyrt frá hendi þremenninganna,
meira var nú tekið tillit til hvers
annars en stundum áður. Sérstaka
ástæðu sé ég til að nefna leik Hall-
dórs Haraldssonar. Mjög reyndi á
Halldór í efnisskránni allri, en betur
hef ég ekki heyrt Halldór leika, en
hann gerði í Tríói Beethovens.
Tríó Hafliða Hallgrímssonar, í
einum þætti, sem hann kallar Meta-
morphoses og má réttnefni kallast
þegar hlustað er á tematiska með-
ferð Hafliða. Verkið hefst á ein-
hverskonar leit í sjöundum og átt-
undum, fær á sig mótív, sem virðist
eins og aldrei fái endanlega mynd,
breytist yfir í einskonar sorgarmars
og síðan í umbreyttri mynd til upp-
runa síns, þar sem hljóðfærin öll
syngja sinn dapra upphafna söng.
Flutningur verksins var um leið
frumflutningur þess á íslandi, mun
hafa verið frumflutt á Englandi sl.
ár. Hér hefur Hafliði skapað gott
og sterkt verk, sem flytjendur skil-
uðu af sannfæringu og náði því
sterkum tökum á áheyrendum.
„Það getur nú hver asni heyrt“,
svaraði Brahms til þegar einhver
ásakaði hann fyrir að hafa hnuplað
HINN fjölhæfi myndlistar-
maður Svend Wiig Hansen.
þótt fjarlægðirnar geri fjöllin blá.
Sýningin í Norræna húsinu er
hingað komin fyrir stuðning frá list-
húsinu Profilen í Árósum og að auk
hefur Norræna húsið fengið
fjárstuðning frá norrænu menning-
arhátíðinni Sólstöfum, sem nú stend-
ur yfir. Listamaðurinn sjálfur og
Laila kona hans hafa aðstoðað við
val myndverka á sýninguna sem
samanstendur af málverkum, högg-
myndum og grafíkverkum. Einnig
eru á sýningunni bækur og veglegar
sýningarskrár og er af þeim mikið
gagn, því við flettingu þeirra kemur
í ljós hið rétta umfang listamannsins.
Þótt sjálf sýningin bregði ljósi á
ýmsa þætti frá ferli listamannsins,
er fjarri því að hún kynni hans sterk-
ustu hliðar nema í einstaka mynd-
verki, en hér eru þó tréristurnar sér
á báti fyrir afdráttarlausa, hreina
og fína beitingu eggjárnsins. Sumar
þeirra eru með því hrifmesta sem
ég hef séð frá hendi hans á þessu
sviði og nýtur hann sem fyrr danskr-
ar erfðavenju, en hún býður upp á
framúrskarandi vinnubrögð.
Kannski má skilgreina list Wiigs
Hansens á þann veg að einmanleik-
inn sé kraftbirtingur myndverka
hans og ásjónur einsemdarinnar
reiki þar veltist og byltist um víðan
völl, í þeim óstýriláta leik sem mark-
ar vegferð mannsins.
Bragi Ásgeirsson.
hugmyndum frá öðrum. Það gat
einnig hver asni heyrt í Tríóinu op.
101 í c-moll, að Brahms hnuplar, -
en í þessu tilfelli þó aðallega frá
sjálfum sér, sem verður að teljast
tiltölulega heiðarlegt, en með góðum
vilja má þó heyra hugmyndir - eða
tónbil - annars staðar frá. Til þess
að forðast misskilning, skiptir svona
hnupl vitanlega ekki nokkru máli,
hvaða tónskáld hefur enda komist
hjá því að stunda það. Fyrsti þáttur
Tríósins fannst mér á mörkunum að
vera yfirspilaður. Vandamálið í
Brahms er að sleppa ekki alveg fram
af sér beislinu, þá er stutt í óhreint
spil, sem Brahms þolir ekki frekar
öðrum. Sérlega var andante-þáttur-
inn fallega spilaður.
Þrátt fyrir að miklu betur skili
tónlistin sér þegar spilað er þvert á
sal Hafnarborgar má þó passa sig
á hljómburðinum og kannske vitur-
legt að halda stöðugt í tauminn.
Ragnar Björnsson
PVG SAMSVARANDI
STJ0RN10KAR 0G
FJARSTYRINGAR
GÍRAR 0G BREMSUR
GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSTA
ehéðinn;
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260