Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDÁGUR 14. FEBRÚÁR 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fimm þjóðir, eitt
tungumál; Dans
LISTDANS
Þjóðleikhúsiö,
Tjarnarbíó
NORRÆNA LEIKLISTAR-
OG DANSNEFNDIN; NÁM-
SKEIÐ NORRÆNNA LIST-
DANSNEMA - ASSEMBLÉ.
_ Listdansnemar frá Listdansskóla
Islands, Reykjavík, Tilraunaskólan-
um S nútímadansi, Kaupmannahöfn,
Listdansháskóla rikisins, Ósló,
Sænska listdansskólanum, nútíma-
deild, Stokkhólmi, Listdansdeild
Leiklistarháskólans í Helsinki.
Þjóðleikhúsið 6. febrúar og Tjarn-
arbíó 7., 8., 9. og 10. febrúar 1995.
Aðgangur ókeypis.
í FYRSTA skipti á íslandi hitt-
ust nemendur í listdansi á nám-
skeiði, sem Norræna leiklistar- og
dansnefndin gekkst fyrir og stóð
í viku. Um 70 nemendur frá fimm
löndum voru skráðir á námskeiðið
og kennarar og leiðbeinendur voru
á annan tug. Á námskeiðinu var
nemendunum skipt niður í mis-
munandi tíma og danssmiðjur
störfuðu. Á kvöldin voru skólar
landanna kynntir með orðum og
dansi, frá einu landi hvert kvöld.
Þannig gafst nemendum kostur á
að ganga í smiðju hver hjá öðrum.
Það var fróðlegt að heyra um skól-
ana og skipulag þeirra. Nú er ís-
land eitt Norðurlanda, þar sem
yfirvöld hafa ekki enn komið á fót
listdansnámi á háskólastig né
heldur tekið minnsta tillit til nem-
anna hér á landi, sem jafnframt
stunda almennt nám á framhalds-
skólastigi. Er ekki laust við að
farið sé undan í flæmingi, þegar
forvitnast er um hvað þessum
málum líður hjá okkur. Annars
staðar á Norðurlöndunum mæta
nemar í listdansi skilningi hvað
varðar möguleika til almenns
náms samhliða listdansnámi. Hér
á landi mæta þeir í besta falli tóm-
læti yfírvalda. Það þýðir m.a. að
efnilegustu nemamir hrekjast úr
landi 16 ára, fluttir að heiman og
fá ekki einu sinni námslán. „Kerf-
ið“ gerir ekki ráð fyrir því. Það
er augljóst, að íslensk yfirvöld
verða að fara að reima á sig báða
skóna, ef þau ætla að leika og
dansa með í norrænni menningar-
starfsemi og listmenntun. En þá
að kvöldsýningum unga listafólks-
ins.
Listdansskóli íslands (Ingibjörg
Björnsdóttir skólastjóri, ásamt
Auði Bjarnadóttur, Ástu Arnar-
dóttur, Ástrósu Gunnarsdóttur og
David Greenall) hóf leikinn mánu-
daginn 6. febrúar með opnunarhá-
tíð í Þjóðleikhúsinu. Þar töluðu
Ólafur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra, Stefán Baldursson, Þjóð-
leikhússtjóri, og Sveinn Einarsson.
Hátíðin var opnuð af yngstu nem-
um skólans, sem dönsuðu „Mars“
skipulega og með þeirri varfærni,
sem einkennir byijendur í öllu list-
námi. íslensku þátttakendurnir á
námskeiðinu fluttu verkið „Run to
Ground“, eftir David Greenall.
Þeir íslensku voru yngri en aðrir
þátttakendur í námskeiðinu og
hafa nær eingöngu grunn í klass-
ískum ballett, en hjá hinum var
nútímadans aðalgreinin. Það var
samt greinilegt, að góður grunnur
í klassískum ballett er undirstaða
annars. Dansinn var hraður og við
trumbuleik af sviðinu. Hann var
fjölbreyttur í myndforminu og
ljómandi vel dansaður. Kvöldinu
lauk með því, að Islenski dans-
flokkurinn sýndi ballettinn „Evri-
dísi“ eftir Nönnu Ólafsdóttur, við
tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar.
„Evridís" er nútímalegur frásagn-
arballett, sem áður hefur verið
fluttur. Lára Stefánsdóttir, David
Greenall og Hany Hadaya voru í
lykilhlutverkum, sterk og örugg í
túlkun sinni. íslensku þátttakend-
urnir eru ungir og efnilegir nemar
með klassíska grunnþjálfun og
agaða fallega framkomu.
Löng hefð fyrir
klassískum ballett
Tilraunaskólinn í nútímadansi,
Kaupmannahöfn (David Steele
rektor, ásamt Sorella Englund);
Þriðjudaginn 7. febrúar kynntu
Danir skóla sinn, sem hefur verið
rekinn í þrjú ár til reynslu. Löng
og alþjóðlega viðurkennd hefð er
fyrir klassískum ballett í Dan-
mörku, en nútímadansinn hefur
átt erfiðara uppdráttar.
„Dansprojektet", eins og skólinn
heitir, hefur fengið liðsinni frá
fjölda viðurkenndra kennara og
dansara. Nútímatæknin situr þar
í fyrirrúmi og meðal annars eru
nemarnir þjálfaðir í Alexander-
tækni. Eftir að David Steele hafði
gert grein fyrir verkefninu, kynnti
neminn Mikkel Urhammer Alex-
ander-tæknina. Nemarnir höfðu
einnig kannað notkun lita í dag-
legu lífí og tengsl við hughrif. Þær
Susanne Judson, Tine Damborg
og Hanne Stubberup gerðu grein
fyrir litunum blár, gulur og rauð-
ur, ásamt að dansa stutt sóló tengd
þeim. Líkt og hreyfíng er líkamleg
tjáning, er röddin það einnig.
Röddin getur líka verið sem hljóð-
færi. Dorthe Petersen flutti ásamt
hópnum sýnishorn af samblandi
þessa alls. Þó svo að kynning
dönsku nemanna hafí verið fróð-
leg, olli hún vissum vonbrigðum.
Þó hér sé verið að kynna tilrauna-
verkefni, hefði samt verið hægt
að búast við meiru danslega af
nemum með þetta langt nám að
baki, hvað svo sem veldur. Ef til
vill er of litlum tíma varið í sjálfa
líkamlegu þjálfunina, en meiri tími
varið í rökræður. Einkennandi fyr-
ir nemana voru miklar pælingar,
en minni dans.
Listdansháskóli ríkisins, Ósló
(Anne Borg rektor, ásamt Marthe
Sæther, Benthe Waastad og Ellen
Kjellberg). Miðvikudaginn 8. febr-
úar kynnti Anne Borg rektor
norska skólann og dreifði um hann
upplýsingum. Norski skólinn
byggir nútímalínu sína m.a. á skól-
um Graham og Cunningham. Þá
tók við dagskrá með átta fjöl-
breyttum og góðum atriðum. Þar
vöktu athygli „Fjórir jólasöngvar"
og ekki síður „Scherzo“, tvídans
Janne Horgen Friberg og Öyvind
Johannessen, þar sem kraftur og
afl líkamans réð ríkjum. Á köflum
fór um fólk í salnum, því sumir
kaflamir voru þess eðlis, að það
nálgaðist hættumörk fyrir líkam-
ann. „Scherzo" er sterkur, vægð-
arlaus dans. Túlkun Line E. And-
ersen á sólódansi úr „Heart Ach-
es“ við lag Patsy Cline „Crazy“
var í senn kómískur og tragískur.
Sýndi angist og einmanaleik hús-
móður. „Lótusblómið" er sóló fýrir
karldansara, sem höfundurinn
Öywind Johannessen dansaði. Þeir
sem telja að sokkabuxur og tepru-
skapur séu samnefnari fyrir list-
dans karla, hefðu haft gott af að
sjá dansinn. Ögrun og sprengi-
kraftur Öyvind var þannig, að
aðdáun vakti. Dansarinn hefur
ekkert nema eigin líkama til að
koma öllu til skila, einnig undir-
leik. Stórgott atriði og ekki var
síður athyglisvert lokaatriði
kvöldsins, „In One“, sem tekur á
því, að við lifum öll í sama heimi,
hvort sem við viljum það eða ekki.
Þær Line, Janne og Gry Bech-
Hanssen settu góðan lokapunkt á
norska kvöldið. Einkennandi fyrir
nemana voru öguð góð vinnu-
brögð, styrkur líkamans og góð
tjáning.
Frumleiki og hugmyndaflug
Sænski listdansskólinn, nútíma-
deildin, Stokkhólmi (Kajsa Giertz
rektor, ásamt Siv Ander). Fimmtu-
daginn 9. febrúar gerði Kajsa
Giertz munnlega (og hratt) grein
fyrir sænska skólanum. Þar virðist
mikið lagt uppúr því að nemarnir
fái tækifæri til að spinna í hreyf-
ingu útfrá ýmsum hugtökum, eins
og t.d. „að falla“ og líta þá á fall-
ið sem hreyfingu, sem fjaðrar upp
af gólfínu aftur. Einnig unnu þau
með hugtakið „færslu", þar sem
hreyfíngin leiðir frá einum stað í
annan, upp og niður og aftur á
bak. Síðan sýndu nemarnir tveir
og tveir þau atriði, sem þeir höfðu
spunnið fram undir leiðsögn kenn-
ara. Það var gaman að sjá ung-
mennin takast á við spunann.
Margt kom þar nýstárlegt fram,
oft kryddað frumleika og hug-
myndaflugi, frekar en að vera lítið
afrit hvert af öðru. Lokaatriðið var
góður dans 4 dansara, sem höfðu
hvert sín einkenni í dansi. Ein-
KVIKMYNDIR
Norræn
kvikmy ndahátíð
Háskólabíó
RIPA HITS THE SKIDS
Leikstjóm og handrit Christian
Lindblad. Aðalleikendur Sam Huber,
Mari Vainio, Leo Raivio, Maija
Larivaara, Leena Uptila. Villealfa
1993. Finnland.
RIPA er ungur kvikmyndaleik-
stjóri, kærulaus, drykkfelldur, með
allt niður um sig í veraldarvafstr-
inu. Þessi vambmikla fyllibytta
nýtur þó ótrúlegrar kvenhylli, „...
hann hefur eitthvað við sig“, segja
þær. Fylgst er með lífi hans í viku-
tíma, á meðan hann missir öll tök
á sinni aumu tilveru. Kvennastúss-
ið er blómlegast. Ripa kynnist
bankamærinni Tiinu (Mari Va-
inio), sem fylgir honum fram und-
ir helgina, er þá komin vel á veg
með af ofbjóða honum líkamlega.
Losnar úr prísundinni er hann seg-
ist illa treysta sér ti! þess að koma
og rækja skyldur sínar eitt kvöld-
ið, „þá verð ég búinn að leika í
klámmynd fyrir hann Antii og
tæpast hátt á mér risið“, segir
hann, en blámyndasmiðurinn er
einn af hans kæru vinum. Fyrrver-
andi eiginkona gefur Ripa engin
grið, enda skuldar hann henni
stórfé. Eftir að hafa verið misboð-
ið stórlega við klámmyndatökurn-
ar lendir hann, blindfullur og
berstrípaður, í polkadansi (undir
tónlist Beethovens) við gifta
kvensnift og ríða þau kynni leik-
kenni nemanna voru sjálfstæð og
einstaklingsbundin vinnubrögð í
dansi og spuna, efnileg góð ung-
menni.
Listdansdeild Leiklistarháskól-
ans í Helsinki (Tarja Rinne, Paula
Touvinen, ásamt Ántti Kiikonen).
Föstudaginn 10. febrúar. Mynd-
bönd og kvikmyndir skipa stöðugt
stærra lými innan nútímadansins.
Á síðasta kvöldinu var forsýning
á kvikmynd, sem Paula Tuovinen
kynnti og sem (að sögn) er byggð
á ævintýri eftir H.C. Andersen.
Brá þar víða fyrir góðum mynd-
skeiðum og kvikmyndin býður
uppá klippingar, sem ekki eru
mögulegar á sviði. Eftir kynningu
á fínnska skólanum komu fímm
sólódansar, hver öðrum betri. Per-
sónusköpunin var aðdáunarverð,
sem og túlkun Finnanna. Það var
sama hvort var verið að túlka átta-
villtan dansara sem vantar rými
til að dansa í, draga upp mynd
af geðklofa einstaklingi eða verið
að fjalla um anórexíu og búlemíu
- allt var þetta frábært. Ekki má
heldur gleyma Simo Heiskanen,
sem var hreint ótrúlegur í túlkun
sinni á nokkuð fírrtum einstakl-
ingi, sitjandi á stól en samt dans-
andi. Það var upplifun, sem engin
orð fá lýst. Áhersla Finnanna var
greinilega á persónusköpuninni,
enda koma dansararnir frá dans-
deild leiklistarháskóla.
Þegar upp er staðið eftir svona
vikulangt námskeið og fimm sýn-
ingarkvöld á listdansi verður
mikilvægi norrænnar samvinnu
Ijóslifandi. Einnig ábyrgð kennara
ungu nemanna, en ekki síst ábyrgð
yfirvalda á Norðurlöndum að hlúa
vel að komandi kynslóðum. Loks
ber að þakka Norrænu leiklistar-
og dansnefndinni fyrir framtakið
og ekki síst Ingibjörgu Björnsdótt-
ur og samverkafólki hennar fyrir
skipulagið hér á landi. Námskeiðið
var öllum og ekki síst unga lista-
fólkinu til mikils sóma.
Ólafur Ólafsson
stjóranum loks að fullu.
Christian Lindblad heldur sig
við kunnuglegt, fínnskt kvik-
myndaskopskyn, þessa dæma-
lausu kaldhæðni á ystu nöf og
persónumar grátbroslegar, drykk-
felldar, utangarðsmenn í samfé-
lagi „venjulegs fólks“. Kauri-
smaki-bræður (Aki er framleið-
andi hér) em brautryðjendur í
þessari gerð jaðarmynda, aðrir
Norðurlandabúar hafa tekið þá til
fyrirmyndar, með misjöfnum ár-
angri. Finnar eru ófeimnir við að
skella framaní andlitið á áhorfend-
um manngerðum og uppákomum
sem hafa verið nánast bannhelg í
gegnum tíðina. Lýsa lífínu um-
búðalaust, gjarnan í svart/hvítu
einsog hér, á meðal þeirra sem
ekki hefur tekist að fóta sig í þjóð-
félaginu. Allt í grátónum gálga-
fyndni og Ripa Hits the Skids ein
ferlegasta lýsing sem maður hefur
séð (jafnvel frá Finnlandi) af hrað-
ferð á botninn. Jafnframt ein
fyndnasta, geggjaðasta og kol-
svartasta gamanmynd sem sýnd
hefur verið lengi og ætti skilið að
vera á boðstólum á almennum
sýningum.
Fyrir utan kaldhæðnina er leik-
stjórnin léttgeggjuð og leikararnir
með ólíkindum góðir. Einkum
Huber í titilhlutverkinu og Vannis
sem bankamærin ástleitna. Engu
líkara en þau séu að leika sjálf
sig. Kostulegar aukapersónur lífga
uppá atburðarásina, ekki síst
hrokagikkur, faðir Ripa, haldinn
vondu afbrigði af mikilmennsku-
bijálæði, undur vel leikinn af
Vesamatti Loiri.
Sæbjörn Valdimarsson
>« jariWK,
, ,jvim (»i
y-Ceimiíisicfnaðarsfcóíinn
Prjónanámskeid
21. feb.-21. marskl. 20-23.
Kennari: Ragna Þórhallsdóttir.
fédís Jónsdóttir, hönnuður, kemur28. feb.
og 7. mars og veitir nemendum ráðgjöf.
Myndvefnaður fyrir byrjendur
22. feb.-12. aprílkl. 19.30-22.30. L
Kennari: UnnurA. Jónsdóttir.
Pappírsgerð og litun ;
23. feb.-9. mars kl. 19.30-22.30.
Kennari: Þorgerður Hlöðversdóttir.
List og listhönnun f---------
Guðrún Gunnarsdóttir, myndlistarmaður og
hönnuður, flytur erindi með litskyggnum
25. feb. í Norræna húsinu kl. 14.00
Vefnaður
i
Ifefstólar með uppistöðum fyrir mottugerð
27.1eb.-9.mars kl. 19.30-22.30.
Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir.
Upplýsingar og skráning á
skrifstofu skólans í síma 5517800.
I
ft
'm*ar * m|».m!».m««. m[».mjj».m|
m * *Jbm t M&w » V •*&** * ****** * ***** * »**•« * ****** * *•*»• *
Leikstjóri
sekkur til botns