Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvernig starfa bj ör ffunar sveitimar? SÍÐUSTU mánuði hafa björg- unarsveitir landsins verið í erfiðum verkefnum víða um land við björgun mannslífa og verðmæta. Fjölmiðlar hafa fjallað lofsamlega um starf þessara sjálfboðaliðasamtaka sem gefa sig í leit og björgun. En fæstir utan samtakanna vita hvemig þess- ar sveitir starfa og hvemig þær eru uppbyggðar. Ég ætla í fáum orðum að gera grein fyrir starfsemi björg- unarsveitanna, uppbyggingu þeirra, innra samstarfi, þjálfun og vinnu- brögðum. Á landinu starfa tvenn samtök björgunarsveita Slysavarna- félag íslands og Landsbjörg. innan þeirra starfa fjölmargar sveitir um land allt. Starfsemi sveitanna er margþætt bæði hvað varðar upp- byggingu og þjálfun. Sumar sérhæfa sig í sjóbjörgun og þar með talið köfun, aðrar byggja að mestu eða öllu leiti á björgun í landi. Hjá flest- um sveitanna fer fram mjög öflugt nýliða starf, en til þess að verða fullgildur meðlimur í björgunarsveit þarf viðkomandi að vera á átjánda ári. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að sækja nýliða þjálfun sem tekur 1 1/2 ár. í nýliðaþjálfun- inni felst allt það sem viðkemur leit og björgun. í fyrsta lagi læra menn að klæða sig rétt, þeir sækja stífa líkamsþjálfun, fara í markvissar æfingaferðir þar seim þeir iæra að bjarga sér og öðrum við misjöfn skilyrði. Þeir sækja ákveðin námskeið Björgunarskólans sem starfræktur er af Landsbjörg, og Slysavarnafé- laginu, í t.d. áttavita og rötun, leitar- tækni, leit í snjóflóði, aðkomu að flugslysi, notkun fjarskipta og stað- setningabúnaðar, og fleira það sem talið er nauðsynlegt hveijum björg- unarsveitamanni. Á tímabilinu eru tekin próf í hverri grein sem viðkomandi þurfa að standast, auk þess sem gerð er krafa um mætinga skyldu. Að öllu þessu loknu öðlast viðkomandi full réttindi sem björgunarsveitarmaður. En það er aðeins upphafið því fljótlega er mönnum raðað niður í flokka eins og bíla og tækjaflokka, þar sem menn læra að aka fjallabílum og beltatækjum og sjá um viðhald þeirra. Skyndihjálparhópa,sem sér- hæfa sig í aðkomu að slysstað og setja upp greiningarstöð í stórslysi. Báta og köfunarflokka, þar sem kennd er köfun og almenn meðferð og notkun björgunarbáta. Göngu og fjallahópa þar sem menn sérhæfa sig fjallabjörgun og al- mennri leitartækni. og fleiri slíka. Og áfram heldur þjálfunin stífar æfingar og námskeið, eins og t.d. frekari námskeið í skyndi- hjálp, áfallahjálp, að- gerðastjórn, veður- fræði, mat á snjóflóða- hættu , björgunar og ruðningsstörf, auk annars sem tengjast björgunarstörfum og fjallamennsku . Úr þessum hópum eða flokkum koma síðan saman í undanfarahóp hæfustu og best þjálfuðu einstakl- ingarnir hveiju sinni. Þeirra hlutverk er að vera fyrstir á vettvang þegar mikið liggur við og aðstæður erfið- ar. Þeir hafa allan sinn búnað í hús- næði sveitar sinnar, auk þess sem ákveðin útbúnaður er þeim ætlaður og ekki notaður nema í neyðartilfell- um. Með einu símtali er hægt að boða um 30 undanfara á svæði 1 sem eru tilbúnir að fara hvert og hvenær sem er innan tuttugu mín- útna. frá boðun, með þeim eru boð- aðir bílstjórar og aðstoðamenn sem sjá um að hlaða bílana þeim útbún- aði sem á við hveiju sinni, allt er þetta gert til þess að stytta við- bragðstímann. Undanfarar hafa hlotið sérstaka þjálfun í skyndihjálp, fjallamennsku og öðru því sem máli skiptir. Land- inu er skipt upp í 18 björgunar- svæði ýmist út frá sýslumörkum eða landfræðilegum þáttum, þar sem sérstaklega er haft í huga hvernig einstakar sveitir geti sem best þjón- að sýnu svæði, með tilliti til sam- gangna. Svæði 1 liggur innan marka dregin frá Krísuvík í Hvalfjarðarbotn að Kaldadal í Hengil og áfram í Bláfjöll og niður í Selvog. ) Innan svæðanna starfa svonefndar Svæðis- stjórnir en þeirra hlutverk er að stjórna aðgerðum við leit og björg- un. Yfir Svæðisstjórnunum er síðan starfandi Landsstjórn en hennar hlutverk er að sjá til þess að svæðis- stjórnir séu virkar og vanda sínum vaxnar, auk þess sem landsstjóm fer með yfírstjórn aðgerða þegar sveitir af fleiri en einu svæði sameinast við leit og björgun. Algengast er að beiðnir um aðstoð berist í gegnum lögregluembætti, eða í gegnum Neyðarsíma björgunarsveitanna ( Sjá símaskrá ) sem vaktaður er af Tilkynn- ingarskyldunni. Björg- unarsveitirnar hafa mjög hraðvirkt boð- unarkerfi símboða þar sem með einu símtali er hægt að virkja ákveðna útkallshópa, og með talnamerkjum koma boðum um hvers eðlis útkallið er. Strax og beiðni berst um aðstoð kemur Svæðisstjórn saman í stjórnstöð og ákveður hvernig vinna á verkin. Ef um bráðaút- kall er að ræða, t.d. snjóflóð , flug- slys eða annað það sem krefst mjög snöggra viðbragða eru sérþjálfaðir hópar ræstir beint frá Tilkynninga- skyldu um leið og Svæðisstjórn. Vinnubrögð björgunarsveita eru sífellt að þróast með nýrri tækni, náið samband hefur tekist milli björgunarsveita hinna ýmsu ianda Björgunarsveitir vinna umfangsmikil störf um land allt. Snorri Hafsteinsson gerir í pistli þessum grein fyrir hvernig þær eru upp byggðar, hvern- ig þær starfa og tengj- ast öðrum þáttum samfélagsins. og miðla menn þekkingu sinni og reynslu með því að hittast reglulega og bera saman bækur sínar. Aðferð- ir við leitir eru sífellt að þróast, nú er fyrst leitað upplýsinga um hinn týnda Iíkamsburði getu og kunnáttu, síðan er farið í gagnasöfn og leitað líkinda um hugsanleg leitarsvæði, en erlend gagnasöfn um hegðun týndra gefa okkur mynd af hugsan- legu ferli hans og fjarlægð frá upp- hafsstað miðað við tíma og þær Snorri Hafsteinsson upplýsingar sem fyrir liggja. Leitár- svæðið er reitað niður í hæfilega stór svæði þar sem leitast er við að láta landfræðilega þætti afmarka hvern reit. í framhaldi af því er beitt útreikningum til ákvörðunar um líklegustu leitarsvæðin. Björgun- armönnum er raðað saman í leitar- hópa og þeim úthlutuð ákveðin svæði. Hóparnir eru minni og fara hrað- ar yfir en áður þekktist, þeir leita umfram allt vísbendinga um ferðir hins týnda og ganga út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja ,en allt miðar þetta að því að finna hinn týnda sem allra fyrst. Staðreyndir eru þær að við skoðun á hegðun týndra og í hvaða fjarlægð þeir fund- ust frá upphafsstað hér á landi, kem- ur í ljós að niðurstöður eru í beinu samhengi, við þau erlendu gagna- söfn sem fyrir liggja. Allt frá dögum gullæðisiris í N. Ameríku hafa menn safnað upplýsingum um hegðun týndra, og sýnt fram á að með því að flokka menn niður, bæði hvað varðar aldur og ástæðu útivistar, t.d. veiðimenn , göngumenn, fjall- göngumenn eða skíðamenn, er hægt að finna ákveðin hegðunarmunstur og líklegar fjarlægðir frá upphafs- stað að þeim stað sem viðkomandi er. Þetta fyrst og fremst hugsað sem hjálpartæki leitarstjórnar til þess að taka markvissar og rökréttar ákvarðanir um forgang leitarsvæða. Allur tækjabúnaður sveitanna hefur þróast mjög, öflug beltatæki og breyttir torfærubílar, tæki sem búin eru fullkomnum staðsetningar og fjarskiptabúnaði auk ails nauðsyn- legs sjúkrabúnaðar, auðvelda mjög björgunaraðgerðir við erfiðustu skil- yrði. Hundasveitir eru vaxandi þátt- ur innan björgunarsveitanna, flestir kannast við sporhunda Hjálparsveit- ar Skáta í Hafnarfirði sem fyrir löngu hafa sannað ágæti sitt, en þeirra aðferð er eins og nafnið bend- ir til, að rekja spor. Þeir geta við góð skilyrði rakið nokkra daga göm- ul spor og það jafnvel á fjölförnum leiðum, en þeir virðast alltaf rekja samkvæmt göngustefnunni. Að sögn erlendra hunda manna er þjálfun og geta sporhundanna í Hafnarfirði einstök og óvíða notuð með svipuðum árangri. Hinsvegar eru víðast notaðir svokaliaðir breið- leitarhundar sem eru af ýmsum gerðum algengast er að nota Collie, Scheffer og Labrador. Breiðleitar- hundar leita að hveijum þeim sem eru vindmegin við þá, þessvegna mega björgunarmenn ekki vera á unda þeim í leitinni. Þessir hundar virðast skynja lykt og leita mjög örugglega og vel stór svæði, við ákveðin skilyrði, þeir taka gjarna um 250 m breitt svæði fyrir í einu ef þannig hagar til. En til þess að treysta megi hund- Framadagar Sameiginlegt átak stúdenta og fyrir- tækja fyrir framförum í atvinnulífinu SAGA flestra nú- tíma þjóðfélaga heims hófst með því að þau urðu hráefnisframleið- endur; lönd skóg- arhöggs, landbúnaðar, námugraftrar o.s.frv. Þau lönd sem náðu tök- um á úrvinnslu hráefn- anna þróuðust síðan áfram fram á við, en hin sátu gjaman eftir, oft bæði menningar- lega og efnahagslega. Undantekningar frá þessu eru þau lönd þar sem til er gnægð hrá- efna sem unnt _er að selja háu verði. ísland hefur verið í hópi þessara ríkja, - sem mikill fískframleiðandi, - þjóð sem sífellt hefur aukið magn hráefnisfram- leiðslunnar og þannig tekjur sínar. Nú um skeið hafa verið blikur á lofti, því ekki hefur verið hægt að auka framleiðsluna, heldur, þvert á móti, blasir við samdráttur í veiðum því við Íslendingar höf- unr í mikilli óvarkárni gengið á höfuðstól fiskstofnanna. Þetta þýðir að nú þurfum við að finna ráð til að við- halda eða helst auka þjóðartekjurnar. Þar eru þijú ráð fyrir hendi; að auka arðsemi með hagræðingu, að búa til verðmætari vör- ur úr hráefninu og að skapa ný störf á nýjum sviðum. Ekkert af þessu verður mögu- legt, nema að uppfylltu því skilyrði að fyrir- tækin í landinu bæti þekkingarstig sitt. Jafnframt þessu þurfa skólarn- ir að mennta fólk sém í námi sínu hefur, á markvissan hátt, aflað sér þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til að fyrirtækin nái því bætta þekkingarstigi sem efling í atvinnu- lífi Islendinga þarfnast. Ef við lítum yfír þróunarsögu Trausti Valsson þjóðfélagsins sjáum við að á aðeins örfáum árum hafa orðið hér alger umskipti. Menntunin, sem hafði áður það auðvelda hlutverk að taka við fjármunum úr frumframleiðslu- greinum, til að búa til menningu og hærra þjónustustig, þarf nú af miklum krafti að koma til skjalanna við það verkefni atvinnulífsins að auka svo mjög arðsemi og að búa til svo mörg ný störf að bægja megi atvinnuleysinu frá landsmönn- um og auka þjóðartekjurnar á ný. Líklega hefur íslenska þjóðin aldrei staðið frammi fyrir stærra verkefni. Nú reynir fyrst á dug og starfshæfni þjóðarinnar, því „leiðin létta og ljúfa“ að kaupa fleiri tog- ara og ausa meira upp úr minnk- andi fískstofnum er ekki lengur fær. Nú hljóta að vakna ýmsar spum- ingar: Á hvaða sviðum er helst hægt að sækja fram? - Á hvaða þekkingu er þörf þannig að svo megi verða? - Og hvaða átak er hægt að setja í gang til að fmna tækifærin og að gera þau að veru- leika? Svarið felst í stuttu máli í því að nú þurfa allir íslendingar að leggjast á eitt við að vinna að þessu mikla verkefni. Ekki dugir lengur að halda í horfínu og bfða og vona að happdrættisvinningur falli þjóð- inni í skaut. Nú þarf framtak og framsækni og allir: almenningur, námsmenn og fyrirtækin munu þurfa að sýna af sér fórnarlund og fómarvilja til að þetta nýja verkefni um uppbyggingu fjölbreytts og þró- aðs atvinnulífs takist. í Ijósi þessa mikla verkefnis var það undirrituðum mikið fagnaðar- efni þegar hann frétti af hugmynd- inni um Framadaga sem haldnir verða í hátíðarsal Háskóla íslands í byijum mars. Stúdentar í verk- fræði- og viðskipta- og hagfræði- deildum standa að þessum frama- dögum. Framadagar verða haldnir í Háskóla ís- lands í byijun marz- mánaðar. Trausti Vals- son segir að menntun verði að nýta til að efla arðsemi í atvinnulífí og fjölga störfum í samfélaginu. Hugmyndin er snjöll og einföld, og í hæsta máta tímabær. í stuttu máli er hún sú að koma á einhvers konar „markaðstorgi" þar sem fyr- irtækjum er boðið upp á kynningar- bása, gegn vægu gjaldi. Einning er unum að þeir leiti vel og örugglega þurfa þeir að ganga í gegnum ákveð- in próf sem gefa þeim prófgráðu A,B eða C . Þar sem hundur með C gráðu hefur staðist ákveðin lág- marksskilyrði en leit hunds með A gráðu telst fullnægjandi og ekki þörf á frekari leit á því svæði sam- kvæmt frásögn Norsks hundaþjálf- ara sem þjálfaði hjá Björgunar- hundasveitinni á síðasta ári Von er um sama árangur hér á landi innan skamms. Á landinu eru í dag 1 eða 2 hund- ar með A gráðu. Samskonar hundar eru notaðir til leitar í snjóflóðum og rústum, þeir beita einnig lyktar næmni. Ekki er það svo að fómarlambið sé endilega þar undir sem hundurinn markar heldur getur lyktin borist milli laga ákveðna leið áður en hún nær yfir- borðinu. Það er því ekki síður þjálfun hundamannsins að þakka árangur- inn hveiju sinni, og fáum gefið að þjálfa góðan leitarhund. eða eins og Skoskur hundaþjálfari sagði, það tekur minnst 3 ár að þjálfa góðan hundamann ef réttur efniviður finnst, hundurinn er sjaldnast vandamál. Á landinu eru 4 til 5 snjó- flóða leitarhundar með A próf. Þjálfun hunda við leit í vötnum er í gangi og virðist hún ætla að gefa góða raun hvort sem leitað er úr bát eða fjöru. Björgunarsveitirnar hafa náið samband við opinbera aðila, sérstaklega lögreglu og hefur tekist mjög gott samstarf þar á milli, þá hefur samstarf við Almannavarnir aukist á síðustu árum, en það þarf verulega að auka og bæta,. Starf- semi og þjálfun björgunarsveitanna byggir á skjótum markvissum við- brögðum manna sem vanir eru að fást við leit og björgun og vinna saman sem ein heild. Skipulag Al- mannavarna hefur hinsvegar ekki verið sniðið að starfsemi björgunars- veitanna, heldur byggt upp á annan hátt sem sjaldan reynir á og slípast því seint. Eins og þessi stutta grein um þetta viðamikla mál sýnir er gífurleg starf- semi í gangi innan björgunarsveit- anna, ofan á allt þetta leggst síðan fjáröflunarstarfið sem sífellt er verið að sverfa að. En nú er svo komið að mörgum björgunarmanninum fínnst nóg um, hann þarf að sinna líkamlegri þjálfun, sækja námskeið og æfíngar, viðhalda tækjabúnaði og stunda fjáröflun sem sífellt gefur minna við meiri vinnu. íslenskar björgunarsveitir vinna mikið og þarft starf, auk þess sem þær eru félagsleg uPPbygging hundraða íslenskra ung- menna um land allt. Stöndum vörð um björgunarsveit- irnar. Höfundur er form. svæðisstjórnar björgunarsveita á Svæði 1. innifalið 1 til 2 síðna pláss í riti þar sem öll fyrirtækin kynna starfsemi sína sem og hugmundir um framtíð- aruppbyggingu. Með þessu er í raun búið að koma upp hugmyndaverk- smiðju, því með lestri ritsins og með því að ræða við fulltrúa fyrirtækj- anna kynnast stúdentarnir því sem fyrirtækin í landinu eru að fást við og geta miðað nám sitt við þá þörf fyrir þekkingu sem kemur fram hjá fyrirtækjunum. Tengslin sem hér myndast munu bera margs konar ávöxt. Stúdentar munu í auknum mæli vinna verkefni og lokaverkefni sem nýtast fyrir- tækjunum, fulltrúar fyrirtækjanna munu kynnast fólki sem hefur áhuga á þeirra sviði, og er ekki ólíklegt að mörg fyrstu skrefin í framtíðar- samstarfi verði hér stigin. Oft er kvartað um að Háskólinn komi ekki nógu mikið þeirri þekk- ingu sem hann býr yfír til skila út í þjóðfélagið. Stúdentar hafa nú boðist til að vera tengiliður fyrir miðlun þessarar þekkingar. Er ekki að efa að fyrirtækin munu skilja mikilvægi þessa framtaks og að- stoða við að gera Framadagana að árangursríku og eftirminnilegu átaki. Höfundur er formaður Umhverfis- og byggingtirvcrkræðiskorar Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.