Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 32

Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMSTAÐAISTAÐ ÁTAKA HOLLA LEXIU fyrir aðila vinnumarkaðarins og stjórn- völd mátti sjá í viðtali við sænska hagfræðiprófess- orinn Johan Myhrman í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Hann flallaði þar m.a. um breytinguna, sem varð á vinnu- markaði í Svíþjóð á áttunda áratugnum og leiddi til efna- hagserfiðleika og gjaldþrots velferðarkerfisins þar í landi. Þar kemur fram, að sænskt atvinnulíf var undirlagt af verkföllum framan af öldinni. Ástandið varð til þess, að fulltrúar sænskra atvinnurekenda og launþega komu saman í Saltsjöbad 1938 og ákváðu að forðast verkföll, svo og að fá stjórnvöld til að láta af afskiptum af kjara- samningum. Myhrman segir, að upp úr þessu samkomulagi hafi sprottið jákvæð samvinna, sem leiddi til stöðugs atvinnu- lífs og þar með hagvaictar. Gott og náið samstarf verka- lýðsleiðtoga og atvinnurekenda hafi þýtt ábyrga kjara- samninga allt fram á áttunda áratuginn. Jafnvægi hafi verið milli kostnaðar og tekna. Þetta hafi breytzt á átt- unda áratugnum og jafnvægið skekkzt á vinnumarkaði, þar sem stjórn jafnaðarmanna hafi dyggilega stutt sænska Alþýðusambandið, sem þar með hafi orðið sterk- ari aðilinn. Ríkisstjórnin hafi gripið inn í kjarasamninga með lagasetningu. Þetta hafi reynzt þjóðarbúinu dýrt til lengdar. Svo hafi verið komið í einu ríkasta landi heims, að ríkið hafi orðið að bjarga bankakerfinu frá gjald- þroti, iðnaðurinn hafi staðnað og atvinnuleysi dunið yf- ir. Ríkið hafi ekki endalaust getað tekið við þeim sem misstu vinnuna. Gripið hafi verið til ríkisstyrkja við fyrir- tæki til að tryggja atvinnu. Þar með hafi framleiðslan orðið óarðbær og ósamkeppnishæf. íslendingar þekkja þessa lýsingu af biturri reynslu. Hún var hvatinn að þeim þáttaskilum, sem urðu í efna- hagsþróun hér á landi í febrúar 1990. Verkalýðsforustan og vinnuveitendur tóku þá höndum saman um þjóðarsátt- ina. Ástæðan var svipuð og í Svíþjóð 1938. Þjóðarsáttin bar ríkulegri ávöxt en flestir þorðu að vona. I kjaraviðræðunum nú er sem fyrr nauðsyn á sam- stöðu aðila vinnumarkaðarins um efnahagsleg markmið. Reynsla Svía og okkar sjálfra sýnir, að samstaða er lík- legri til að bæta kjörin en verkföll og átök. ÚTFLUTNIN GUR Á LYFJUM SAMNINGUR, sem lyfjafyrirtækið Delta hf. hefur gert um framleiðslu á hjartalyfi fyrir Þýzkalands- markað fyrir 500-600 milljónir króna á þessu ári, hefur að vonum vakið mikla athygli. Ljóst er, að fyrirtækið hefur með útsjónarsemi hagnýtt sér sérstaka stöðu á markaðnum til þess að ná þessum samningum. Markaðsaðstæður eru þær, að framleiðandi umrædds hjartalyfs hefur háft einkaleyfi í flestum Evrópulöndum á lyfinu. Það einkaleyfi er nú runnið út í Þýzkalandi og rennur út í öðrum Evrópulöndum á árinu 1997. Hins vegar hirti frumframleiðandi lyfsins ekki um að verða sér út um einkaleyfi hér vegna smæðar markaðarins. Af þeim sökum hefur Delta hf. framleitt lyfið fyrir innan- landsmarkað síðustu árin. Vegna þeirrar reynslu hefur fyrirtækið visst forskot á aðra aðila og hefur hagnýtt sér það til þess að tryggja þennan myndarlega samning um framleiðslu fyrir Þýzka- landsmarkað. Þetta framtak vekur upp bjartsýni um, að þrátt fyrir allt, höfum við íslendingar kannski möguleika á að hazla okkur völl víðar en í veiðum og vinnslu sjávarafurða. Vel má vera, að fleiri tækifæri séu fyrir hendi til þess að ná fótfestu af því tagi, sem Delta hf. hefur náð á lyfjamarkaðnum í Þýzkalandi auk þess, sem sú fram- leiðsla getur hugsanlega leitt af sér aðra framleiðslu og aukna samvinnu fyrirtækisins við erlenda aðila. Tækifæri eins og þetta kemur ekki af sjálfu sér. Samn- ingur Delta hf. er orðinn að veruleika vegna þess, að forráðamenn fyrirtækisins hafa sýnt frumkvæði og hug- kvæmni. Svisslendingar telja snjóflóðahættu á skíðasvæc Snj óflóðarannsó o g eftirlit eflt stó: I skýrslu sem Svissneska snjóflóðarannsóknar- stofnunin vann að ósk Isafj arðarkaupstaðar, kemur fram að miklum hluta fyrirhugaðra -------------------r——----------------------— skíðamannvirkja Isfírðinga á Seljalandsdal stafar hætta af snjóflóðum samkvæmt sviss- neskum snjóflóðastöðlum. BÆJARSTJÓRI og forseti bæjarstjómar á ísafirði sögðu á fréttamannafundi í gær að snjóflóðavamir og eftirlit á skíðasvæði ísfírðinga verði stórlega eflt. Jafnframt segja þeir nið- urstöður skýrslunnar koma í fáu á óvart. Ástæðuna fyrir því að ekki hafi fyrr verið greint frá' efni hennar opin- berlega segja þeir vera tafír við þýð- ingu og harmleikinn á Súðavík. Samkvæmt lögum um almannavam- ir frá 1962 fer lögreglustjóri með stjóm almannavama í sínu umdæmi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á ísafírði fékk skýrsluna fyrst i hendur eftir hádegi í gær. „Mér hefði fundist sjálfsagt og eðlilegt að sjá þessa skýrslu fyrr, eða fljótlega eftir að hún var tilbúin," segir Ólafur. Hann hafði ekki kynnt sér skýrsluna til hlítar þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann og vildi af þeim sökum bíða með að tjá sig um hana. Ráðherra fær skýrslu í dag Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra kveðst ekki hafa séð skýrsl- una en eiga von á að hún berist honum í hendur í dag. Hann hafí fýrst haft pata af henni í byijun seinustu viku, og þá hafi riQast upp að svissneskir sérfræðingar voru kallaðir tii starfa á seinasta ári. „Ég heyrði í íjölmiðlum að hún var merkt trúnaðarmál og mér skildist líka á fréttum að bæjarfulltrúar hefðu ekki fengið hana fýrr en nýlega, en ég hef ekki hugmynd um hvernig á því stend- ur,“ segir Össur. Hann kvaðst telja að í sjálfu sér þyrfti bæjarstjóm Isafjarðar ekki að láta neinn fá skýrsluna. „Þeir hljóta að hafa sínar ástæður fyrir því. “ Mikill dráttur Helgi Hallgrímsson formaður ofan- flóðanefndar segir að nefndin hafi ekki vitað af skýrslunni og því ekki barið hana augum. Hann segir miður að frétta af henni í fjölmiðlum og eðli- legra að hún hefði „borist með eðlileg- um boðleiðum". „Það er orðinn ansi mikill dráttur á og tíminn er að verða svo langur að eðlilegt hefði verið að við hefðum séð hana,“ segir hann. Nefndin hafi hins vegar vitað að ísafjarðarkaupstaður leitaði til svissneskra ráðgjafa á sein- asta ári. Helgi kveðst þó vænta þess að nefndin hefði fengið skýrsluna í hendur á einhverju stigi málsins og nefndin muni áreiðanlega óska eftir henni til umfjöllunar, nú þegar tilvist hennar hefur verið gerð opinber. Tími sá sem liðinn er sfðan henni var skilað til verkkaupa hljóti að skýr- ast á þann hátt að þeir hljóti að hafa viljað melta hana vel. „f mínum huga hefur legið fyrir að þama er snjóflóðahættusvæði. Að Svisslendingar myndu ekki byggja á þessu svæði, er viðbótarviðvörun ef svo má segja,“ segir hann. Æskilegt að sjá skýrsiu Stefán Thors forstöðumaður Skipu- lags ríkisins kveðst ekki hafa séð skýrsluna og geta því ekki tjáð sig um innihald hennar. „Það hefði verið æski- legt að sjá þessa skýrslu," segir Stef- án. Hann kveðst þó telja óvíst að emb- ættið geti gert kröfu um slíkt á núver- ándi stigi málsins, nema að fram komi atriði er snerti verksvið þess beinlínis. „Ég hafði heyrt á haustmánuðum að til væri skýrsla um þessi eða skyld mál en það kom mér í sjálfu sér á óvart að fýrir lægi skýrsla með þess- ari niðurstöðu sem komið hefur fram í fjölmiðlum." Núverandi uppbygging á Selja- landsdal hefur ekki komið til af- greiðslu hjá embættinu, en umhverfis- ráðherra heimilaði framkvæmdir þar í fyrrai Skipulag í Tungudal er hins vegar í meðferð þar. Samkvæmt reglu- gerð fjallar embættið um þau bygging- aráform sem eru ekki á áður staðfestu skipulagi, svo sem áðumefndar fram- kvæmdir í Tungudal. Óheimilt er að veita byggingarleyfi lyrir mannvirkjum þar sem snjóflóð hafa fallið, en ekki þarf að veita sér- stakt byggingarleyfí fyrir skíðalyftum þar sem þeim er ekki ætlað að hýsa fólk. „Uppbygging lyftumannvirkja er jaðarmál hvað okkur snertir vegna þess að ekki þarf sérstakt byggingar- leyfí, en um leið og kemur að aðstöðu- húsum eða þjónustumiðstöðvum verð- um við að fjalla um áformin. Við erum að skoða skipulagsmál á ísafirði í stærra samhengi, það er verið að end- urskoða hættumat fyrir allt byggðar- lagið og þetta er eitt þeirra atriða sem tekin verða upp,“ segir Stefán. Snjóflóðaskýrslan er sextán síðna löng og rituð á þýsku, dagsett 30. október síðastliðinn og stimpluð trún- aðarmál á ísafirði 5. janúar sl. Fullu nafni kallast hún Möguleikar á snjó- flóðavörnum á skíðasvæðinu á Selja- landsdal, ísafirði, íslandi. Hún var rit- uð að beiðni ísafjarðarkaupstaðar í kjölfar eyðileggingar skíðsvæðis bæj- arbúa á Seljalandsdal í snjóflóði sem féll 5. apríl 1994. „Inn á mesta hættusvæði" Byijað var að reisa eina skíðalyftu á gamla svæðinu á Seljalandsdal í ágúst sl. og er hún á hættusvæði ef marka má skýrsluna. Einnig er búið að setja upp tvær lyftur við jarðganga- munnann i Tungudal. Áætlað er að þær verði tilbúnar til notkunar eftir eina eða tvær vikur. Víða í skýrslunni eru dregnar upp dökkar lýsingar af hættum á svæðinu. Þar segir m.a. að snjómagn það sem féll á aðeins hálfum öðrum degi í byl, hafi nægt til að koma af stað „gífur- legu snjóflóði" (hinn 5. apríl sl.). „Á sama tíma varð vart við önnur snjóflóð. Það sýnir að snjóalög voru óstöðug á stóru svæði. Vegna þess að veika lagið var frekar djúpt undir snjóalögunum hefur snjórinn verið í lengri tíma fyrir 5.4. 1994. Það var mikið lán að snjóflóðið skyldi falla svo snemma morguns (kl. 5.00). Hefði snjóflóðið fallið (af náttúrulegum völd- um, eða af völdum skíðamanna) nokkr- um klukkustundum eða dögum síðar, hefðu afleiðingarnar orðið enn hræði- legri. Það eru oft sólargeislar og mikil hlýnun sem setur slík flóð af stað (fyrsti góði dagurinn eftir snjóbyl).“ Það er álit svissneska sérfræðings- ins að erfítt geti verið að sjá fyrir snjó- flóð á stórum hluta gamla skíðasvæðis- ins á Seljalandsdal. Hinar nýju skíða- lyftur, og er þá væntanlega átt við fyrirhugaðar framkvæmdir í Selja- landsdal, séu „algerlega inni á mesta hættusvæðinu". Því megi reikna með að loka þurfí því í marga daga á hveij- um vetri líkt og gerist með sambæri- lega staði í Ölpunum. í svo miklum halla sem er í skíðabrekkunum við ísa- fjörð sé einnig mikil hætta á því að skíðamenn komi snjóflóðum af stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.