Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 33
3i ísfirðinga
knir
rlega
Hann leggur jafnframt til að í stað
toglyfta í bröttustu brekkunum komi
stólalyftur með sérstyrktum staurum.
Að sögn forráðamanna bæjarins
verða snjóflóðarannsóknir stórefldar á
j svæðinu og hefur þegar verið keyptur
til þess búnaður, auk þess sem sérstök-
um manni verður falið eftirlit í fjallinu.
Forseti bæjarstjómar ísafjarðar og
bæjarstjóri gagnrýndu ríkisútvarpið
harðlega á fundinum í gær og sögðu
að aðeins neikvæð atriði úr skýrslunni
hefðu verið dregin fram.
í skýrslunni kemur einnig fram að
á nýju skíðasvæði, þar sem nú er ver-
ið að byggja lyftur í Tungudal innan-
verðum, sé engin hætta á snjóflóðum,
en þar er talið og ráðlagt að verði
meginumferð skíðamanna í framtíð-
inni. Nýi skíðavegurinn sé mun örugg-
ari en hinn gamli. Forseti bæjarstjórn-
ar benti á að þrátt fyrir 60 ára sam-
fellda notkun á skíðasvæðinu á Selja-
landsdal hefði aldrei orðið slys þar sem
rekja mætti til snjóflóða.
Hann sagði að aðgerðir Svisslend-
inga til að ná niður snjóflóðum væru
okkur ofviða fjárhagslega, enda bygg-
ist þær meðal annars á ýmiskonar
sprengingum og notkun þyrlna. Hann
sagði að í staðinn mætti hugsa sér
notkun snjógrinda og annarra vind-
breyta á fjöllunum til að flytja niður-
komu frá viðkvæmum stöðum.
Þýðingin taf ði birtingu
A fréttamannafundinum í gær höfn-
uðu fulltrúar bæjarins því algjörlega
að þeir hefðu legið á skýrslunni, enda
væri þar í rauninni ekkert nýtt og að
hún hefði ekki verið gerð vegna fram-
kvæmdanna á skíðasvæðinu, heldur til
að átta sig á hvernig ætti að umgang-
ast svæðið og hvernig mætti koma við
snjóflóðavömum. Þeir sögðu að ástæða
þess að skýrslan hefði ekki verið gerð
opinber enn væri sú að ákveðið hefði
verið að þýða hana.
Skýrslan hafi borist 11. nóvember,
en þýðingu hennar hefði ekki verið
lokið fyrr en í byijun janúar. Hörmung-
amar í Súðavík hefðu svo orðið til
þess að málið dróst á langinn, þar til
að hún var afhent bæjarfulltrúum sem
trúnaðarmál sjöunda febrúar sl.
Heilbrigðis- og trygginganefnd Al-
þingis hefur um skeið undirbúið laga-
breytingu í þá veru að breyta lögum
um Viðlagatryggingu íslands og gera
þau afturvirk, til að hægt sé að greiða
Isfirðingum um 90 milljónir króna.
Þeir fjármunir eiga að nýtast til að
endurreisa skíðamannvirki þeirra á
Seljalandsdal sem eyðilögðust í snjó-
flóði er féll í apríl á seinasta ári. Þeg-
ar er búið að taka skóflustungu að
upphafi þeirra framkvæmda.
Morgunblaðið/Sverrir
grunnskóla óttast margir að hugsanlegt verk-
fall kennara, sem boðað hefur verið frá og
með næstkomandi föstudegi, muni geta haft
verulega röskun í för með sér á námi þeirra.
Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins
heimsóttu í gær skóla í Reykjavík og ræddu
við nokkra nemendur.
Algengt að nemendur slái slöku við vegna yfirvofandi kennaraverkfalls
Nemendur
óttast rösk-
un skóla-
starfsins
Nemendur á framhaldsskólastigi og í 10. bekk
LIUA Dögg Vilbergsdóttir er á öðru ári I
Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segir
hún að það muni eyðileggja mikið fyrir
sér ef verkfall kennara verður að veru-
leika.
„Maður hefur samt heyrt það hjá mörgum
krakkanna að þeir verði fegnir og kannski er
maður það líka svolítið sjálfur, en þetta eyðilegg-
ur samt auðvitað mikið fyrir manni. Síðan það
spurðist fyrst um þetta, fljótlega eftir að skólinn
byijaði eftir áramótin, hefur maður ekkert nennt
að læra og hugsar bara með sér að það sé að
koma verkfall. Það er sagt að ef það verði verk-
fall þá standi það í 1-2 mánuði og þá hætti ég í
skólanum. Ég veit að það ætla margir fleiri að
hætta þótt það ætli líka margir að harka þetta
af sér. Maður veit hins vegar ekki neitt núna og
reynir bara að halda áfrarn," sagði Lilja Dögg.
Búinn að sætta sig við þetta
Páll Arnar Steinarsson er á fjórðu önn í Ár-
múla og segist halda að það sé algengt að krakkar
í skólanum hafi slakað á í náminu síðustu vikur
vegna yfirvofandi verkfalls kennara og verði ekki
af því blasi við að krakkarnir verði að leggja mjög
hart að sér við námið á næstu vikum.
„Maður veit að kennarar hafa alveg rétt á þessu
og maður skilur hvað þeir vilja og meina. Þetta
hefur verið yfirvofandi síðan skólinn byijaði og
maður er kannski búinn að sætta sig við þetta.
Að miklu leyti út af þessu er maður ekkert búinn
að leggja mjög hart að sér í náminu, en það hef-
ur þó hvergi verið slakað á í kennslunni. Sumir
krakkanna eru í vinnu með skólanum og ef það
verður verkfall reyna þeir sennilega að fá sér
meiri vinnu, og sjálfur er ég er búinn að vera að
leita mér að vinnu,“ sagði hann.
Kennarar verða að fá sitt
„Þetta leggst auðvitað alveg hræðilega í mann,“
segir Auður Yestmann, sem á að útskrifast úr
Fjölbrautaskólanum í Ármúla í vor ef allt gengur
að óskum.
„Þetta gæti eyðilagt mikið fyrir mér ef ég þarf
að fresta því til næsta vetrar að útskrifast. Ég
reyni að halda náminu áfram alveg til enda þrátt
fyrir að verkfallið sé yfirvofandi, en reyndar er
ég lítið í skólanum þar sem ég er bara í þremur
fögum. Það er auðvitað óréttlát að þetta skuli
bitna á okkur nemendunum, en þessir kennarar
verða náttúrulega að fá sitt,“ sagði Auður.
Allt í lagi að fá smáfrí
„Þetta leggst illa í mig, en það er kannski allt
í lagi að fá smáfrí í svona eina viku, en ekki
miklu meira ef eitthvað ruglast," sagði Sveinn
Jónasson, sem er á þriðja ári í Menntaskólanum
við Sund.
„Miðað við hvernig þetta gengur núna lítur út
fyrir að það geti orðið langt verkfall. Það er eins
og krakkarnir búist við verkfalli og þess vegna
hafa þau verið slappari að læra þar sem þau sjá
ekki neina ástæðu til að vera stressa sig jafn
B&r III p ... : • *-T • \ í. ' jÁ. "í' **
Li(ja Dögg Vilbergsdóttir Páll Arnar Steinarsson Auður Vestmann
jð ■■■gwwóoc... :ii P 'wm i ■ • ■>:’X;«h?- ' ? ■ * vl
Sveinn Jónasson María Baldursdóttir Guðjón Hjörleifsson
p gi miiiá" * wBBUfáT'm Wg ->V'
Jósep Pétursson Signý Her- mannsdóttir Gunnar Þór Þorsteinsson
mikið yfir þessu. Kennslan hefur hins vegar verið
alveg eins og áður og kennararnir hugsa um þetta
eins og það verði ekkert verkfall. Ég veit um
fullt af fólki sem ætlar að fara að vinna ef það
verður langt verkfall, en ég er ekki viss um að
það séu margir sem ætla sér að hætta í skólan-
um,“ sagði Sveinn.
Reynum að hjálpa kennurunum
María Baldursdóttir, sem er á fyrsta ári í
Menntaskólanum við Sund, segist viss um að
hugsanlegt verkfall kennara muni trufla mjög
námið hjá henni í vetur þar sem svo geti farið
að hún missi úr alveg heilt ár í náminu.
„Ef þetta verður langt verkfall þá missir maður
auðvitað mikið úr og það er ekkert sniðugt ef ég
þarf að fara aftur á fyrsta árið næsta vetur vegna
þess. Mér finnst þetta ekki hafa haft mikib áhrif
ennþá, en sumir krakkanna hafa þó aðeins slakað
á og orðið kærulausir, en það er samt misjafnt.
Við kennum kenríurunum hins vegar alls ekki um
þetta og erum að reyna að hjálpa þeim svo að
þeir þurfi ekki að fara í verkfall," sagði María.
Langt verkfall verulega slæmt
Guðjón Hjörleifsson, nemandi í 10. bekk í Rétt-
arholtsskóla, segir það verulega slæmt ef kennar-
ar færu í langt verkfall og engin einkunn fengist
á samræmdu prófunum. Það gæti hugsanlega
þýtt að hann kæmist ekki í framhaldsskóla næsta
vetur.
„Ég hef ekki myndað mér neina sérstaka skoð-
un á kjarabaráttu kennara, en ég veit að þeir
krefjast mikillar launahækkunar. Þetta hefur ekki
truflað skólastarfið eins og er og ég held að krakk-
arnir séu ekkert farnir að slaka neitt á ennþá,“
sagði hann.
Myndi alveg rugla sumrinu
„Þetta er slæmt mál út af því að maður er í
10. bekk, en þetta væri annað ef maður væri í
9. bekk. Þá væri maður bara glaður,“ sagði Jósep
Pétursson, nemandi í Réttarholtsskóla.
„Ef það verður langt verkfall þá verður maður
kannski að taka bekkinn aftur eða taka inntöku-
próf í framhaldsskóla, en það yrði miklu erfíðara.
Það verður kannski farið í sumarskóla til að vinna
upp tapið og það myndi alveg rugla sumrinu. Ég
er búinn að fá vinnu í físki á Akureyri í sumar
og vildi helst ekki þurfa að vera í skóla í staðinn.
Vonandi leysist þetta fljótt og verður ekkert mik-
ið, en síðustu tvær vikumar er maður hættur að
nenna að læra þar sem maður heldur að það verði
verkfall,“ sagði Jósep.
Alveg til í stutta pásu
Signý Hermannsdóttir er í 10. bekk í Réttar-
holtsskóla og sagðist hún ekki spennt fyrir því
að kennarar fari í verkfall, en þó væri fínt að fá
frí frá náminu í smátíma nú að nýafstöðnum próf-
um.
„Ég vildi alveg fá stutta pásu, kannski í nokkra
daga, en maður hefur heyrt að ef verði verkfall
í meira en tvær vikur þá fái maður ekki að taka
samræmdu prófin. Maður er ekkert sérstaklega til
í það, þar sem ég hef heyrt að þá verði maður
bara metinn út frá vetrareinkunn og mætingum.
Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að fínna einhveija
samningaleið og semja strax við kennara,“ sagði
Signý.
Gæti farið að vinna
og ná í pening
„Ég vil helst að það verði verkfall svo maður
geti fengið frí. Þá gæti maður farið að vinna og
ná sér í peninga," segir Gunnar Þór Þorsteinsson,
sem er í fornámsdeild í Réttarholtsskóla, en hann
hyggur jafnvel á Iðnskólanám næsta vetur.
„Ég tek prófin á miðvikudaginn og ef ég næ
þeim þá kemst ég kannski í framhaldsskóla næsta
haust. Ég er alveg sáttur við að fá smápásu, en
ef það verður ekkert verkfall þá neyðist. ég til að
halda áfram í skólanum alveg fram á vor,“ sagði
hann.