Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ * Islensk tæknimenntun - Menntun í þágu atvinnuveganna TVEIR skólar sjá um menntun verkT og tæknifræðinga, þ.e. verk- fræðideild Háskóla Islands, sem útskrifar verkfræðinga, og Tækni- skóli Íslands, sem útskrifar tækni- fræðinga. Prófgráða frá þessum skólum skv. viðurkenningu Evr- ópusamtaka verk- og tæknifræð- inga, FEANI, er sú sama eða BS. Það sem aðskilur verk- og tækni- fræðinginn er starfsþjálfun tækni- fræðingsins, sem við upphaf náms í tæknifræði hefur lágmark tveggja ára starfsreynslu en nám verkfræðingsins er fræðilegra. Nú hafa Verkfræðingafélag ís- lands og Tæknifræðingafélag ís- lands sameinast um stefnu í menntunarmálum tæknifræðinga og verkfræðinga. Meðal annars viðurkenna félögin að tæknifræði- nám og verkfræðinám sé hvort tveggja af sama meiði. Því sé eðli- legt að flokka tæknifræðinám sem námsbraut í verkfræði. Þá ætla félögin að beita sér fyrir því að menntastofnanir hér á landi, sem veita prófgráður í tæknifræði og verkfræði, skipuleggi námsbrautir sínar þannig að auðvelt sé fyrir nemendur að flytjast á milli menntastofnana. Þegar fjallað er um íslenska tæknimenntun á háskólastigi má ekki einangra umræðuna við námsbrautir, sem leiða til BS- gráðu eða MS-gráðu. Þörfin fyrir styttra starfsmiðað nám (1-2 ára) er einnig fyrir hendi. Tækniskóli íslands hefur þá sér- stöðu í íslenska skólakerfínu að innan hans er boðið sérhæft undir- búningsnám á framhaldsskólastigi fyrir nemendur með sveinspróf í iðngrein sinni eða aðra starfsþjálf- un og hyggja á framhaldsnám á háskólastigi. Nám á háskólastigi skólans er stutt starfsmiðað nám (1-2 ára) eða nám, sem -leiðir til BS-gráðu. í september á síðasta ári skilaði nefnd, sem skipuð var af mennta- málaráðherra til að endurskoða lög nr. 66/1972 um Tækniskóla ís- lands áfangaskýrslu. Ein af tillög- um nefndarinnar er að felldar verði niður kröfur um starfsreynslu við upphaf náms í tæknifræði og kom- ið á aðgreiningu í prófgráðu tækni- fræðinga, þannig að í heiti próf- gráðunnar komi fram hvort tækni- fræðingurinn hefur hlotið verkleg- an undirbúning eða ekki. Sé gert ráð fyrir að þessi niður- staða nefndarinnar verði lögfest og áðumefndar tillögur TFI og VFÍ um sameiginlega stefnu í menntunarmálum tæknifræðinga og verkfræðinga fái stuðning stjómvalda er ljóst að eðlilegur Sorplúgulok Verö kr. Laugavegi 29, s. 24320 og 24321. bytjunarreitur þeirra, sem heija tækninám á háskólastigi, verður Tækniskóli íslands. Þannig gæti TÍ tek- ið á móti nemendum með iðn- og starfs- menntun eins og hing- að til ásamt nemend- um með stúdentspróf frá fjölbrauta- og menntaskólum og stefna á nám í verk- og tæknifræði, sem leiðir . til BS-gráðu. Þeir nemendur, sem stefndu á frekari Knstján framhaldsmenntun Karlsson færu yfir í verkfræðideild HÍ en búnað. hlutverk hennar væri að bjóða framhaldsmenntun, sem leiddi til MS-gráðu. Þessi endurskipulagn- ing á námsbraut verk- og tækni- fræðinga hérlendis mundi skila sér í markvissari menntun og væntan- lega minni kosnaði. Tækniskóli íslands brautum skólans. Þekking á þessu ytra umhverfi getur gefið vísbendingu um hvernig skólinn ætti að haga sinni innri skipulagningu. Tækniskóli íslands hefur frá stofnun sinni tengst beint ákveðn- um atvinnuvegum meira en öðrum, þ.e. öllum iðnaði, sjávarút- vegi og heilbrigðis- stofnunum. Tengsl við aðrar greinar hafa verið minni, t.d. versl- un, þjónustu og land- Innra skipulag TÍ í tengslum við starf nefndar, sem vinnur að endurskoðun laga um Tækniskóla íslands hefur inn- an skólans verið unnið að tillögum að stefnumótun fyrir skólann. Starfshópur kennara skólans hefur skilgreint markmið Tækniskólans: • Að safna og miðla til nemenda innlendri og erlendri tækni- og sérþekkingu. • Að safna og miðla til nemenda þekkingu á þörfum og möguleikum íslensks atvinnulífs. • Að veita sérhæfða undirbún- ingsmenntun, sem tryggi að reynsla og þekking í iðnnámi og öðru starfsnámi nýtist við náms- brautir skólans. • Að tryggja það að nemendur fáist við hagnýt verkefni, sem tengjast atvinnulífi. • Að laga sig að breytingum, þörfum og möguleikum þjóðfélags- ins og vera fljótur að tileinka sér nýja tækni. • Að annast símenntun á sérsvið- um skólans. • Að hafa ætíð á að skipa hæfu starfsfólki og bestu aðstöðu sem völ er á til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Viðurkennt er að stjórnskipulag fyrirtækis og/eða stofnunar verður að taka mið af stefnumótun þess og markmiðum. Undirritaður telur að hið hefðbundna stjórnskipulag verk- og tæknimenntunnar á há- skólastigi sé að mestu gengið sér til húðar, þ.e. deildaskipting, sem miðast við einstakar faggreinar og er í dag bæði innan verkfræðideild- ar HÍ og TÍ. Hin öra þróun tölvutækninnar hefur valdið bylfingu í störfum tæknimanna. Þessi þróun ásamt þörf fyrirtækja og stofnana at- vinnulífsins fyrir starfsfólk með þverfaglega menntun hefði átt að kalla á breytingar á innra skipu- lagi þeirra. Þegar tekið er tillit til hugmynda að markmiðum skólans hér að ofan er Ijóst að skoða þarf ytra um- hverfi skólans þegar ákveða skal innra skipulag hans. Ytra umhverfi Skóli sem ætlar að mennta stjómendur og sérfræðinga fyrir fyrirtæki og stofnanir atvinnuveg- anna verður í innri skipulagi sínu að taka mið af því hvemig þessi fyrirtæki og stofnanir eru skipu- lögð og hvernig samtök þeirra eru byggð upp. Þetta er nauðsynlegt til að skapa markviss tengsl sem skólinn verður að hafa við aðila atvinnuveganna þannig að þarfir þeirra fyrir menntun starfsmanna náist að endurspeglast í náms- Sameiginlegt öllum þessum at- vinnuvegum er þörfín fyrir starfs- fólk með annars vegar sérhæfða tækni- og fagmenntun og hins vegar starfsfólk með þverfaglega tækni- og stjórnunarmenntun. Til þess að hægt sé að fullnægja þess- um þörfum þarf innan kennslu- sviðs skólans að safna og miðla til nemenda innlendri og erlendri tækni- og fagþekkingu ásamt þekkingu á þörfum og möguleikum íslensks atvinnulífs. Þannig er um tvíþætta ábyrgð stjómenda á kennslusviði að ræða. í núverandi skipulagi skólans er þessi ábyrgð á einni hendi fyrir hveija sér- greinadeild, þ.e. deildarstjóra við- komandi deildar. í hugmynd að nýju skipuriti er þessari ábyrgð skipt upp. Kennslu- deildir bera ábyrgð á námsbrautum og að samsetning þeirra endur- spegli þarfir og möguleika íslensks atvinnulífs en fagstjórnir á söfnun og miðlun tækni- og fagþekkingar til nemenda á mismunandi náms- brautum. Þetta fyrirkomulag gef- ur síðan aukna möguleika á sam- nýtingu kennsludeilda á námsá- föngum og skipulagi nýrra náms- Tækniskóli íslands hef- ur frá stofnun sinni, segir Kristján Karls- son, tengst ákveðnum atvinnuvegum meira en öðrum. brauta með þverfaglegu yfir- bragði. Iðnaðartæknideild: Markmið þessarar deildar væri menntun nemenda á námsbrautum, sem settar væru saman með þarfir fyr- irtækja innan Samtaka iðnaðarins o.fl. fyrir tæknimenn og stjórnend- ur í huga. Núverandi námsbrautir í byggingariðnfræði, byggingar- tæknifræði, véliðnfræði, véltækni- fræði ásamt námsbraut í iðnaðar- tæknifræði væru innan þessarar deildar. Þróun þessara námsbrauta ásamt skipulagningu nýrra væri í samstarfi við Samtökin. Útvegstæknideild: Markmið deildarinnar væri menntun nem- enda á námsbrautum, sem settar væru saman með þarfir fyrirtækja Landssambands íslenskra útvegs- manna, Samtök fiskvinnslustöðva o.fl. fyrir tæknimenn og stjórnend- ur í huga. Núverandi nám í útvegs- tækni væri innan þessarar deildar. Þróun námsbrautarinnar og athug- un á þörfinni fyrir menntun í út- vegstæknifræði væri í samstarfi við áðurnefnd samtök útvegsins. Heilbrigðistæknideild: Markmið deildarinnar væri menntun nem- enda á námsbrautum, sem settar væru saman með þarfir stofnana í heilsugæslu fyrir stjórnendur og sérhæfða tæknimenn í huga. Nú- verandi námsbrautir í röntgen- tækni og meinatækni væru innan deildarinnar. Þá yrði þörfin á ann- arri menntun innan heilbrigðis- tækninnar athuguð í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og Heilbrigðis- tæknifélag Islands. Skv. skilgrein- ingu félagsins er heilbrigðistækni heiti á sviði sem varðar tækni sem notuð er við og tengist líf- og lækn- isfræði. Þar má telja tæknilegan bakgrunn, menntun, þróun, hönn- un, smíði, framleiðslu, viðskipti, notkun og viðhald á ýmsum bún- aði sem tengjast þeim greinum. Þróun og beiting aðferða, skipulag og stjórnun slíkrar starfsemi heyr- ir einnig undir sviðið. Markmið ofangreinda deilda eru miðuð við þarfir viðkomandi at- vinnugreina og námsbrautir þeirra þverfaglegar eða sérhæfðar, allt eftir þörfum greinarinnar. Náms- brautir seinni tveggja tæknideild- anna eru meira sérhæfðar innan síns fags, þ.e. rekstrartækni og raftækni. Vænta má að nemendur með prófgráðu þaðan gætu gengið í störf í fyrirtækjum og/eða stofn- unum nánast allra atvinnugreina vegna þarfa þeirra á starfsfólki með menntun í þessum fögum. Rekstrartæknideild: Markmið deildarinnar væri menntun nem- enda á námsbrautum með þarfir flestra atvinnugreina fyrir sérhæft starfsfólk og stjórnendur á sviði rekstratækni, þ.e. framleiðslu-, markaðs- og annarra viðskipta- faga, í huga. Núverandi námsbraut í iðnrekstrarfræði og útflutnings- markaðsfræði væri innan deildar- innar. Raftæknideiid: Markmið deildarinnar væri menntun nem- enda á námsbrautum með þarfir flestra atvinnugreina fyrir sérhæft starfsfólk og stjórnendur á sviði raftækni í huga. Stórauka þarf hlut tölvu- og upplýsingatækni á námsbrautum deildarinnar ásamt kennslu í hugbúnaðargerð. Frumgreinadeild: Markmið deild- arinnar er að veita nemendum með starfsþjálfun lokapróf frá iðnskól- um eða öðrum starfsmenntaskólum nauðsynlega undirbúningsmennt- un, sem tryggi að reynsla þeirra og þekking nýtist þeim við náms- brautir í tæknideildum skólans. Að lokum skal lögð áherslu á þá skoðun að íslensk tæknimennt- un verði að laga sig að þörfum og möguleikum íslensk atvinnulífs. Höfundur er raforkutæknifræð- ingur og lektor við Tækniskóla íslands. Leikskólauppeldi - foreldrauppeldi STUNDUM hefur verið litið svo á að leik- skólarnir séu í sam- keppni við heimilin um börnin. Að leikskól- unum sé ætlað að koma í staðinn fyrir heimilin. Þarna er að mínu álfti um misskilning að ræða, misskilning sem orsakast af skorti á þekkingu á mismun ieikskólauppeldis og foreldrauppeldis. Það er óumdeilanlegt að foreldrar eru aðal- uppalendur barna sinna og bera meginábyrgð á uppeldi þeirra. Engin uppeldis- eða mennta- stofnun kemur þar í staðinn. Þeir sam rannsaka gæði leikskólauppeld- is hafa komist að því að ein af for- sendunum fyrir gæðum er að leik- skólinn viðurkenni og vinni út frá því að foreldrar eru aðaluppalendur bama sinna. Leikskóli er ekki skylda, heldur val foreldra. Leikskólauppeldi er viðbót við uppeldi heimilisins. Heim- ili og leikskóli bæta hvort annað upp. Hvorugt getur komið í stað hins. Ýmsa þætti uppeldisins eru foreldrar einir færir um að veita og leikskólinn aðra. Við getum tek- Sesselja Hauksdóttir ið tilfinningaþroska barnsins sem dæmi. Foreldrar gefa barninu tilfinningalegt grund- vallaröryggi og öllu máli skiptir hvernig þar tekst til. Leikskól- inn er oft fyrsta skref barnsins út í hinn stóra heim. Þar þarf það að standa á eigin fótum. Það veltur á miklu hvernig þessi fyrsta reynsla barnsins er, hvort barnið sýnir áframhaldandi trúnað- artraust eða verður hrætt og óöruggt. Stundum er sagt að foreldrar varpi uppeld- isábyrgð sinni yfir á leikskólana. Ég Leikskóli er ekki skylda, segir Sesselja Hauksdóttir, held- ur valforeldra. tel að þarna sé um misskilning að ræða. Foreldrar vilja börnum sínum það besta og hætta örugglega ekki að sinna þeim þó þau fari í leik- skóla. Leikskólinn býður börnum upp á umhverfi og viðfangsefni sem oft er erfítt að koma við á heimilum. Leikskólinn og búnaður hans er mið- aður við börnin. Leikskólinn býður bömunum upp á jafningjanám. Margir fræðimenn fullyrða að barn geti ekki áunnið sér raunverulegan siðgæðisþroska nema í samskiptum við jafningja. Leikskólauppeldi byggist á sér- stökum uppeldisaðferðum og sér- stakri hugmyndafræði. Leik- skólauppeldi er annarskonar upp- eldi en það uppeldi sem foreldrar veita og er mikilvæg viðbót við það. í annarri grein laga um leikskóla segir: „Leikskólinn skal í samráði við foreldra veita börnum á leik- skólaaldri uppeldi og menntun." Þarna er lögð áhersla á góða sam- vinnu leikskólans og foreldra. Leikskólakennarar eru sérfræð- ingar þjóðfélagsins hvað varðar hið sérstaka leikskólauppeldi og þroska- feril leikskólabarna. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum eigin börnum. Þegar þessir sérfræðingar leggja saman ætti útkoman að verða góð. Höfundur er Ieikskólakennari og starfarsem leikskólafulltrúi í Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.