Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sameinaðir stöndum vér Páll Björgvinsson SUMARIÐ 1994 héldu íslendingar upp á 50 ára afmasli íslenska lýðveldisins. Hátíðar- höld voru um allt land með tilheyrandi lúðra- blæstri, ræðuhöldum og fánaborgum. Hvar- vetna komu landsmenn saman og minntust þess með stolti að bar- áttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði hafði lokið með fullkomnum sigri 1944. Það sætir því nokkurri furðu að vart er hægt að tala um al- menna samstöðu meðal þjóðarinnar síðan á dögum Jóns Sigurðssonar og í þorskastríðinu þegar baráttumál eru annars vegar og hvatningarorðin „sameinaðir stöndum vér“ rykfallin af notkunarleysi. Kjör þjóðarinnar Lífskjörin eru ákaflega mismun- andi. Sumir telja ennþá háttsetta embættismenn, atvinnurekendur, lögfræðinga, viðskiptafræðinga, lækna, endurskoðendur, tannlækna, verkfræðinga, verktaka og einstaka arkitekta til hátekjufólksins í landinu og þeirra einu sem lifa hér mann- sæmandi lífi. Aðrir myndu telja út- gerðarmenn og sjómenn til þeirra sem síst þyrftu að kvarta. Enn aðrir tilgreindu olíufurstana, verslunar- barónana eða erfðaprinsa stórfyrir- tækjanna til þessa forréttindahóps. En eitt það undarlegasta við blessuð kjaramálin er samt, að þessi þjóð, sem áður fyrr mat menntun og starfsreynslu svo mikils hvað at- vinnu varðar, virðist vanmeta hana stórlega í dag í einkageiranum, og veitir jafnvel ómenntuðum og reynslulitlum unglingum betri laun en fullorðið fólk með margra ára starfsreynslu fær hjá borg eða ríki. Það er ekki síður gagnrýni vert að borgin og ríkið skuli að mjög tak- mörkuðu leyti meta menntun og starfsreynslu til launa þótt hvort tveggja sé oftast nær skilyrðislaus krafa til ráðningar. Undrunarefni er það líka að verkalýðsfélögin láta ævinlega samningsvald sitt í hend- umar á mönnum sem engan veginn geta lifað sig inn í lífskjör þeirra vegna þess að þeir hafa aldrei sjálf- ir verið láglaunamenn eða eru það ekki lengur. Þróun lífskjara á Is- landi undanfarið hefur verið á þann veg að hægt og bítandi hefur myndast afkomu- gjá í þjóðfélaginu sem óðum fer stækkandi vegna þess að fólk hef- ur lognast útaf á verð- inum. Nú er svo komið að almenningur í land- inu hlýtur að krefjast umbóta. Stéttarfélög Verkföll em árlegt kvíðafyrirbæri í ís- lensku samfélagi og það fyrsta á nýbyrjuðu ári — verkfall kennara — yfirvofandi handan við næsta horn. Mörg stéttarfélaga landsins eru virk í lífs- kjarabaráttunni — önnur sigla lygn- an sjó. En á meðan fullfrískt fólk á besta aldri mælir göturnar vegna þess að það er ekki pláss fyrir það í atvinnulífinu er ekki allt sem skyldi hjá stéttarfélögunum og mikið al- vömmál að sumir hveijir eigi ekki einu sinni rétt eða möguleika á at- vinnuleysisbótum. Nöturlegt er hins vegar að hugsa til þess að því lág- launafólki sem á rétt á bótum fer fjölgandi sem kýs frekar að vera án vinnu vegna þess að launin era hvort sem er svipuð og atvinnuleysisbæt- urnar. Þá er ekki síður áhyggjuefni hið dulda atvinnuleysi sem hrjáir vaxandi fjölda manna í Arkitektafé- laginu, Meistarafélagi bygginga- manna og Tækni- og verkfræðinga- félaginu m.a. vegna þess að þar er mikið um verktaka og undirverk- taka, sem geta ekki skráð sig at- vinnulausa nema þeir séu tilbúnir til að skila inn vsk.-númeri og vera án þess í heilt ár á eftir! Slíkt og því- líkt óréttlæti á ekki að eiga sér stað á íslandi. Atvinnuleysi Byggingariðnaðurinn er sem sagt sú atvinnugrein sem hvað mest líður um þessar mundir. Keðjuverkandi áhrifa þessa gætir samt víðar og má þar nefna fasteignasala, við- skiptafræðinga, lögfræðinga, inn- réttingasala og verslun er tengist byggingavömm sem dæmi. Þegar ekki er byggt, stækkað eða minnkað við sig er heldur engin sala á mark- aðinum. Engin furða að kostnaður fasteignaauglýsinga sé að verða mörgum fyrmefndra aðila ofviða vegna þessa. Þá á eftir að telja fjöl- mennan hóp manna sem tengjast Þjóðin sættir sig ekki lengur við að fjölskyld- an sé hornreka, segir Páll Björgvinsson, sem segja vill atvinnuleysi og láglaunastefnu stríð á hendur. byggingariðnaðinum; hönnuði, smiði, járnamenn, dúkara, málara, pípara, rafvirkja, múrara, blikkara, gröfumenn, vömbílstjóra o.s.frv. Ahrif fréttamennsku og skrifa Fræg er orðin aftakan á ráðherra- ferli yngsta ráðherra landsins, sem fréttamenn stóðu að árið 1994. Eft- ir situr fólk með óbragð í munni og spyr: Var verið að refsa ráðherran- um fyrir að ná svona langt á unga aldri; fyrir að afsanna máltækið „köld er mága ástin“; fyrir að treysta vinum sínum og venslamönnum í stað tungulipurra framapotara; eða var verið að koma í veg fyrir að hinn ungi maður yrði samdauna spillingunni sem fyrir var í ríkis- rekstrinum þegar hann kom til starfa? Að minnsta kosti er hægt að draga þá ályktun af fyrmefndum málalyktum, að þar sem fréttamenn beita sér, geta þeir svo sannarlega haft úrslitaáhrif á gang mála. Það má því teljast í hæsta máta furðu- legt, að fréttamenn skuli láta undir höfuð leggjast nema að takmörkuðu leyti að beina ljósköstumm sínum að afkomuástandi og velferðarmál- um þeirra sem minnst mega sín meðal íslenskrar alþýðu í dag — jafn máttugir og þeir em, og kjósi frem- ur að eltast við hillingar spillingar og svalls ráðamanna. Sömuleiðis skortir að íslenskir rithöfundar, sem eru augu og rödd samfélagsins á hveijum tíma, veki oftar máls á því hvernig þeir skynja tilvemna á ís- landi á líðandi stundu. Greiðslukortin Notkun greiðslukorta á íslandi er gífurlega algeng, enda verðlag í landinu kolbrenglað miðað við laun fólksins: Þorri láglaunafólks hefur neyðst til þess að fleyta sér áfram á greiðslukortalánum vegna þess að launin hrökkva engan veginn fyrir lífsnauðsynjum. Enda nam heildar- velta greiðslukortafyrirtækjanna Eurocard og Visa hérlendis 60,6 milljörðum króna á sl. ári! íslending- ar skipa því annað efsta sætið í heiminum hvað varðar meðalvið- skipti á hvert greiðslukort. Til sam- anþurðar má geta þess að olíulandið Noregur skipar þar 12. sæti. Alþýð- an getur einfaldlega ekki lengur sætt sig við „þjóðarsátt", sem krefst endalausra lána fyrir nauðþurftum. Það gefur augaleið að það er lýjandi vítahringur í lengdina að þurfa alltaf að grípa til þessa fullorðins bóta- snuðs, og lágmarks krafa að launa- kjör og verðlag haldist í hendur ef velferðarsamfélagið á að geta staðið undir nafni. Já, ráðherra Eru íslensk stjórnmál orðin svo margslungin að þeim megi líkja við völundarhús háðmyndaflokksins breska, þar sem samdar voru reglu- gerðir og teknar ákvarðanir í ráðu- neytum til þess að laða að kjósend- ur, þeim breytt jafnóðum til þess að sefa ráðamenn, og breytt enn og aftur til þess að hylma yfír fyrir fréttamönnum? Auðvelt er að ímynda sér að væri hérlendur stjórn- málamaður spurður um hvað honum væri mikilvægast í lífinu yrði svarið: velferð lands míns og þjóðar. For- stjóri í stórfyrirtæki hérlendis myndi svara; fjölskyldan mín. íslensk verkakona svaraði; börn mín og barnabörn. íslenskt barn segði; mamma, pabbi, systkini og vinir: Gefi maður sér að öllum sé svona annt um velferð landsins og sinna nánustu er ekki annað hægt en spyija: Hvers vegna sættir fólk sig þá við fjölskyldufirrt samfélag? Hvers vegna kjósa menn aftur og aftur, áratugum saman, fólk til valda og virðingar, sem týnir kosningalof- orðum sínum um bættan hag fjöl- skyldunnar í völundarhúsi stjórn- sýslunnar um leið og það tekur til starfa? Eru íslendingar kannski hræsnar- ar inn við beinið, sjáandi fólk með leppa fyrir augum eða hafa þeir ein- faldlega verið of þreyttir og sljóir af öllu baslinu til þess að gera eitt- hvað í málinu? Hver svo sem sann- leikurinn er í þessu efni þá er al- menningur farinn að sjá að hann hefur völd til að ráða menn til starfa og segja þeim upp ef því er að skipta. Hvað er mikilvægt? - Að fólk geti verslað á inniskónum á Laugaveginum eða byggt verði yfir fötluð og veik börn í samfélaginu? - Að hækka laun háttsettra emb- ættismanna eða tryggja atvinnulaus- um ný störf? - Að fækka kennslustundum í skyldunámi eða menntun skipi önd- vegissæti í landinu? - Að fólk heyji afkomustríð áratug- um saman eða lífskjörin í landinu verði viðunandi? - Að stéttaskipting nái að festa sig í sessi eða stuðiað verði að lífskjara- jöfnun? - Að landsmenn eyði öllum kröft- um sínum í „fyrirvinnu“ eða geti lifað heilbrigðu fjölskyldulífi utan vinnu- tímans? - Að stunda ókeypis útflutning á menntun eða skapa atvinnutækifæri og njóta sjálf uppskerunnar? Máttur samstöðu Miðað við mannfjölda eru íslend- ingar á stærð við lítið þorp úti í hin- um stóra heimi, en í hjarta sínu em þeir og verða stórþjóð; það sönnuðu þeir með baráttu sinni og sigri fyrir lýðveldi og landhelgi landsins. Síðan þá hefur þjóðin samt ekki taktfast „gengið til góðs götuna fram eftir veg“, þótt margt hafi þokast í átt til velferðar. En hvers virði er frelsi og sjálfstæði lands þegar til lengdar lætur ef stór hluti landsmanna er sviptur réttinum til að líta upp frá stritinu og er dæmdur til ævilangrar snuðnotkunar? Segja má að sjaldan hafi verið meiri þörf fyrir samstöðu landsmanna í kjaramálum en í dag og orð Jóns Sigurðssonar í því sam- bandi sígild og voldug: „Sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum vér.“ Krafan í komandi kosningum í ár mun snúast um betra fjölskyldu- líf; atvinnu fyrir alla, tengsl milli skóla bama og vinnu foreldra, mann- sæmandi lífskjör fjTÍr bæði kynin, minni skattbyrði þeirra lægst laun- uðu og aukinn kaupmátt. Fylgi stjórnmálaflokkanna verður sam- kvæmt stefnumótun þeirra í þessa átt. Þjóðin sættir sig ekki lengur við að fjölskyldan sé homreka á Islandi — hún krefst aðgerða og varanlegra lausna. Sá flokkur sem setur þessi mál á oddinn mun örugglega sópa til sín fylgi landsmanna. Fyrsta sam- eiginlega skrefið til að segja lág- launastefnunni og atvinnuleysinu stríð á hendur gæti þannig verið að dusta rykið af samstöðuorðunum: „Vér mótmælum allir.“ Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þögn er sama og samþykki — því svona er ísland í dag í byijun árs 1995. Höfundur er arkitekt. Er skíðaútbúnað- urinn í lagi NÚ ER kominn sá árstími þegar Qöllin fara að skarta sínu fegursta og skíðaáhugafólk fer að draga fram skíðaútbúnaðinn. Til að koma í veg fyrir óhöpp á skíðum er nauðsynlegt að huga að skíðaútbúnaðinum áður en farið er upp í fjöll. Það er ekkert eins leiðin- legt eins og að vera komin upp í fjöll og skíðaútbúnaðurinn í ólagi. Hver og einn þarf að velja sér hæfilega löng skíði. Fer það eftir getu hvers og eins ásamt því hvort hann er byijandi í skíðaíþróttinni eða lengra kominn, hversu löng skíði hann velur sér. Munið að lengri skfði leiða til aukins hraða. Það þarf að skerpa kanta og smyija skíði reglu- lega. Skíðaskórnir þurfa að vera passlega stórir. Þeir þurfa að liggja þétt að fætinum en ekki það þétt að þeir meiði viðkomandi. Skíðabind- ingamar verða að vera rétt stilltar. Það er ekki viturlegt að kaupa skíða- útbúnað vel við vöxt á bömin með það í huga að þau muni vaxa upp í skóna og skíðin. Það eykur slysa- hættuna. Byijendur í skíðaíþróttinni ráða ekki við skíðin ef þau eru of löng. Og stórir skíðaskór þar sem Prófið að gera eins og myndimar sýna, segir Ragnheiður Þór Guð- mundsdóttir, sem hér fjallar um skíðaútbúnað og notkun hans. viðkomandi er laus í skónum leiðir til aukinnar hættu á beinbroti á þeim hluta sem er ofan í skíðaskónum. Rétt stilltar bindingar em höfuð- atriði til að koma í veg fyrir meiri- háttar meiðsli. Norðmenn segja að níu af hveijum tíu sem verða fyrir óhappi á svigskíðum séu með skíða- útbúnaðinn í ólagi. Mjög oft em það bindingarnar sem eru ekki rétt stillt- ar. Bindingar em stilltar m.t.t. þyngdar einstaklings, færni og skó- stærðar. Miðast þetta við að hann geti losnað auðveldlega úr binding- unum ef hann dettur. Mikilvægt er að láta fagfólk stilla bindingarnar og láta yfirfara þær árlega. Síðan getur hver og einn kannað hvort sínar bindingar séu rétt stilltar áður en hann fer á skíði. Ef þið fáið skíða- útbúnað lánaðan í skíðaleigu eða hjá vini eða systkini er mikilvægt að stilla bindingamar upp á nýtt. Próf- ið að gera eins og myndirnar sýna, hvort þú getur losað fótinn frá bind- ingunum. Þetta er ágætt próf til að kanna hvort þú munir losna úr bind- ingunum ef þú dettur. Passið þó að beita ekki það miklum krafti að þú skaðir þig. Mynd 1, binding við tær A. Beygið hnéð. B. Látið innri kant skíðanna vísa niður á við. C. Snúið tánni á skíðaskónum niður á við - út af bindingunum. D. Skíðaskórinn er laus. Mynd 2, bindingar við hæl E. Hallaðu þér fram á við - ekki rykkja. F. Við ákveðinn þunga mun fóturinn losna úr bindingunni. G. Skíðaskórinn er laus. Ef þú getur ekki leyst þetta próf, geta bindingarnar verið of stíft stillt- ar. Ef þið emð óömgg leitið þá til fagfólks. Mikilvægt er að athuga bindingarnar reglulega. Hjálmar eru Iítið notaðir hérlendis og eru nær eingöngu notaðjr meðal barna sem eru á skíðaæfíngum. Þetta er miður, þar sem mikið er um áverka á höfuð. í Noregi er það skylda að börn 8 ára og yngri noti hjálma á skíðum. Ég vil hvetja for- eldra til að láta börnin sín nota hjálma, öryggisins vegna. Fólk getur orðið fyrir óhappi í öllum íþróttagreinum og er skíða- íþróttin þar engin undantekning. Ef fólk gerir sér hins vegar grein fyrir áhættunni og er meðvitað um hvað það getur gert til að draga úr þess- ari hættu, er það í góðum málum. Farið varlega og hugsið vel um sklðaútbúnaðinn. Höfundur er ijúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.