Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
EVA MARÝ
GUNNARSDÓTTIR
+ Eva Marý
Gunnarsdóttir
fæddist í Reylgavík
26. apríl 1982. Hún
lést á Landspít-
alanum 19. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Aðventkirkj-
unni í Reykjavík
27. janúar.
ÞAÐ ER ótrúlegt hve
lífið er hverfult. Vegna
syndarinnar þá eru
veikindi og dauði. Sat-
an gerir allt til að eyðileggja líf
okkar manna og fá okkur til að
snúast gegn Guði.
26. apríl 1982 fæddist lítil stúlka
sem fékk nafnið Eva Marý Gunn-
arsdóttir. Tíu daga gömul fór hún
í uppskurð við húðkrabbameini og
var í nokkur ár tíður gestur á
Barnaspítala Hringsins í sýnatök-
um og rannsóknum. Á næstu níu
árum dundu áföllin stanslaust yfír,
flutningar, veikindi foreldranna og
ástvinamissir; Eva Marý missti
ömmu, afa, langafa, tvær
langömmur og fleira náið frænd-
fólk. Hörmungarnar virtust enda-
lausar, en það var sama hvað gekk
á, alltaf var stutt í brosið og góða
skapið. Eftir uppskurði stóð hún
upp brosandi eins og ekkert hefði
gerst, gott dæmi um hörku hennar
og dugnað er aðgerð sem hún fór
í sumarið 1993, tíndir voru úr
henni nokkrir tugir sauma, þegar
því var lokið sagði læknirinn: „Það
er nú venjulega svæft, en af því
þetta ert þú ...“
Eva Marý byrjaði fljótt að sýna
hagsýni í peningamálum, hún var
ekki nema fjögurra ára þegar hún
fór að hjálpa til í gróðurhúsum sem
við rákum. Næstu tvö árin hjálpaði
hún við að sá salatfræjum í bakka,
upptekt á grænmeti, tína tómata
o.fl. Var þetta vinnan hennar og
fékk hún smáaura fyrir. Tíu ára
gömul tók hún við útburði Morgun-
blaðsins af systur sinni til að geta
sjálf keypt hljómtæki, sjónvarp
o.fl. í sumarvinnunni, garðaþjón-
ustu, var Eva Marý fljót að tileinka
sér hröð og kröftug
vinnubrögð ásamt
systur sinni. Einnig
vann hún síðastliðið
sumar í kökugerð. Það
var ótrúlegt hvað þessi
stúlka var dugleg og
atorkusöm, hún sló
fullorðna fólkinu við
hvað eftir annað.
Frá sex ára aldri
var Eva Marý nokkrar
vikur á hverju sumri í
sveit hjá ömmusystur
sinni í Skipagerði í
V-Landeyjum, en síð-
asta sumar var aðeins
breytt til og líka farið að Hvammi
í Vatnsdal og í Vindáshlíð ásamt
sumarvinnunni sem hún stundaði
á milli. Eva Marý söng með Barna-
kór Hallgrímskirkju einn vetur og
fór með þeim t.d. til Vestmanna-
eyja. Einnig stundaði hún píanó-
nám.
Við héldum að hún væri úr lífs-
hættu en þá fór að halla undan
fæti. Hendurnar fóru að dofna,
verkir komu í úlnliði og axlir, svimi
og miklir magaverkir voru daglegt
vandamál. Skólanum varð oft að
sleppa og olli það henni miklum
áhyggjum, en þrátt fyrir það voru
einkunnir alltaf góðar. Persónu-
leikabreytingar fóru að sýna sig,
skapið breyttist, en ekkert kom út
úr ferðum til lækna og innlögn á
sjúkrahús.
Eva Marý safnaði fyrir utan-
landsferð ásamt systkinum sínum
og sl. haust var farið í viku til
Flórída við mikinn fögnuð, en dag-
inn sem komið var heim fékk hún
slæman krampa sem þá var greind-
ur sem þreyta, en fleiri komu í
kjölfarið sem endaði síðan með
innlögn á Barnaspítala Hringsins
þar sem hún greindist með heila-
æxli og var skorin á Borgarspíta-
lanum 8. nóvember.
Aðgerðin tókst mjög vel og fékk
hún fljótt leyfi til að fara með
okkur í verslunarferð gagngert til
að kaupa húfu og föt á sig, en sem
dæmi um nægjusemi Evu Marý
þá keypti hún eingöngu garn í
húfu og mat til að hafa hjá sér á
Barnaspítalanum. Nú var andað
ÞÓRUNN KRISTÍN
ÞÓRHALLSDÓTTIR
+ Þórunn Krístin Þórhalls-
dóttir fæddist á Akureyri
16. febrúar 1920. Hún lést á
Egilsstaðasjúkrahúsi 6. febrúar
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Egilsstaðakirkju 11.
febrúar.
TENGDAMÓÐIR mín, Þórunn
Kristín Þórhallsdóttir, er látin eftir
langa sjúkdómslegu. Ég kynntist
Þórunni fyrir tuttugu árum þegar
ég kom til Egilsstaða með unnustu
minni Jenný, dóttur Þórunnar og
eftirKfandi eiginmanns hennar
Steinþórs Eríkssonar vélvirkja-
meistara og listmálara. Þetta var
um jól og að sjálfsögðu gistum við
hjá þeim. Þá sá ég í fyrsta skiptið,
en ekki það síðasta, þá rausn og
höfðingsskap sem Þórunni var eig-
inlegt að sýna gestum sínum. Ósér-
hlífríí og alúð hennar kom sérstak-
lega vel fram þegar hún var að
gera eitthvað fyrir aðra. Þegar Þór-
unn sá að ég kunni að meta góðan
mat, varð ekki aftur snúið. Ekki
þýddi annað en gefa sér góðan tíma
til borðhalds, annað kom hreinlega
ekki til greina. Stórsteikur Þórunn-
ar og sósur voru algerlega sér á
parti, hún var snillingur í hvers
konar matargerð og gerði veislumat
úr hvaða hráefni sem var.
Þetta geta þeir borið um sem
notið hafa gestrisni hennar og
Steinþórs, og þeir eru margir. Fá
hjón veit ég jafn vinmörg. í gegnum
árin var heimili þeirra vinsæll án-
ingarstaður. Og allir voru jafn vel-
komnir hvort sem það voru nánir
vinir eða kunningjafólk. Vinatal og
spjall stóð þá oft langt fram yfir
miðnætti. Fólk kom og fór, sumir
stoppuðu stutt, aðrir í lengri tíma
en enginn fór svangur eða þyrstur
út. Það hefði ekki fallið innan þess
ramma sem Þórunn taldi að gest-
risni sinni sæmdi. Hún var i reynd
stoltur fulltrúi hinnar íslensku hús-
móður.
Þórunn var ákaflega röggsöm
kona og ákveðin. Ef hún tók eitt-
hvað að sér var það klárað. Hún
var fræg fyrir einstakan saumaskap
sinn og þær eru ófáar flíkurnar sem
hún saumaði fyrir fólk út um allt
land. Sérstaklega var hún þekkt
fyrir að sauma þjóðbúninga. Hún
var dverghög með nál og tvinna,
og natni og nákvæmni var henni
eðlislæg hvort sem hún vann í lér-
eft eða silki, og fara ekki margar
saumakonur í sporin hennar.
Staðfesta Þórunnar í grundvall-
armálefnum lífsins var á traustum
grunni. Skoðun hennar á málefnum
líðandi stundar var byggð á heil-
brigðri lífsskoðun og mátti treysta
því að hún segði ekki eitt í dag og
annað á morgun. Það þýddi þó ekki
að hún væri ósveigjanleg í skoðun-
um sínum, þvert á móti, en hún
vildi fá að heyra frambærileg rök
MINNINGAR
léttara, en það stóð bara í nokkra
daga.
Hinn 21. nóvember veiktist Eva
Marý mikið, var í fyrstu ekki vitað
hvað var að en eftir tvær vikur í
kvölum kom í ljós að sortuæxli í
heila hafði breiðst hratt út. Þrátt
fyrir mikil veikindi þá lét hún það
ekki aftra sér frá því að kaupa
jólagjafír handa fjölskyldu og vin-
um, nokkrum dögum fyrir jól fór
hún í hjólastól í Kringluna með
ælubakkann í fanginu og morfín-
tækið við hlið sér, þar sem Dísa
systir hennar keyrði hana búð úr
búð, en vegna hávaða í búðunum
varð hún að láta keyra sig fram á
gang strax og hún var búin að
velja og fór Dísa síðan aftur inn
að borga gjafirnar. Ekki komst hún
heim um jólin, en í staðinn vorum
við öll hjá henni. í lok desember
komst Eva Marý með hörku og
þrautseigju heim í sjúkrabíl í af-
mæli pabba síns og á gamlárs-
kvöld reyndi hún að gleðjast með
heimilisfólkinu þótt hún væri nærri
blind og sæi bara blossa þegar
rakettum var skotið upp. Barðist
hún með ótrúlegum kjarki og
dugnaði við stanslausar höfuðkval-
ir og uppköst, blindu og heyrnar-
leysi til dauðadags.
Ástkæra Eva Marý okkar er
dáin, sofnuð svefninum langa, en
von okkar og trú er að hitta hana
aftur við endurkomu Drottins.
„Ekki viljum vér, bræður, láta
yður vera ókunnugt um þá, sem
sofnaðir eru, til þess að þér séuð
ekki hryggir eins og hinir, sem
ekki hafa von. Því að ef vér trúum
því að Jesús sé dáinn og upprisinn,
þá mun Guð fyrir Jesúm leiða
ásamt honum fram þá, sem sofnað-
ir eru.“
(1. Þess. 4.13-14)
„Því að sjálfur Drottinn mun
stíga niður af himni með kalli, með
höfuðengils raust og með básúnu
Guðs og þeir, sem dánir eru í trú
á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan
munum vér, sem eftir lifum, verða
ásamt þeim hrifnir burt í skýjum
til fundar við Drottin í loftinu. Og
síðan munum vér vera með Drottni
alla tíma.“
(1. Þess. 4. 16-17)
Kveðjum við nú yndislegu dug-
legu stúlkuna okkar með sorg og
söknuði og biðjum Guð um hjálp
til að komast í gegnum sorgina.
Mamma, pabbi og systkini.
fyrir því að hún breytti skoðun
sinni. Þetta og hennar stóra hjarta
gerði það að verkum að álits Þór-
unnar var oft leitað í viðkvæmum
málum. Og víst var að ekki fleipr-
aði hún með það sem henni var
treyst fyrir og öðrum kom ekki við.
En þótt skapfesta Þórunnar væri
sterk og ákveðin, var hún fágaður
húmoristi og kom fljótt auga á
spaugiiegu hliðarnar á hlutunum.
En aldrei varð spaugið að kerskni
eða illkvitni, það samræmdist ekki
lífsskoðun hennar.
Fyrir kom að við ræddum um
eilífðarmálin svokölluðu. Um þau
var Þórunn ekki margmál, en þó
skildist mér að hún væri trúuð á
annað líf eftir þetta. Ég er viss um
að hún hefur ekki orðið fyrir von-
brigðum að því leyti.
Þórunn mín, ég þakka þér fyrir
allt gott _sem þú hefur gert mér og
mínum. Ég veit að það hefur verið
tekið vel á móti þér hinum megin
af ástvinum sem farnir voru á und-
an þér yfir móðuna miklu. Það er
sannfæring mín að við eigum eftir
að sjást aftur og ég er viss um að
þú tekur vel á móti mér þegar þar
að kemur.
Steinþóri og dætrum Þórunnar
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
hennar.
Sjá, nóttin er á enda,
nú árdagsgeislar senda
um löndin ljós og yl.
í nafni náðar þinnar
ég nú til iðju minnar,
minn Guð, að nýju ganga vil.
(H. Hálfd.)
Guðm. Fr. Kristjánsson.
91 HAOíUKT'I ,H HUÖAUULSIM 0*1
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 41
GRÉTAR
INGIMUNDARSON
+ Grétar Ingimundarson
fæddist í Borgarnesi 28.
febrúar 1934. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness 27. janúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Borgameskirkju 3.
febrúar.
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 27. jan-
úar sl. var síðasta skiptið sem undir-
ritaður sá Grétar. Var þá auðséð að
stutt var til ferðar yfir móðuna
miklu.
Okkar kynni tengdust jafnaðar-
stefnunni. Við hittumst fljótlega eft-
ir 1986 á vettvangi kjördæmisráðs
Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Ljóst
var að allt sem Grétar sagði var
þrauthugsað og marktækt og gerði
ég mér því far um að leita til hans
eins og margir aðrir sem starfað
hafa á vettvarigi jafnaðarstefnunn-
ar. Þau ráð sem hann gaf mér hafa
reynst traust og ég vona að mér
auðnist að fara eftir þeirri fyrirmynd
sem Grétar gaf sem jafnaðarmaður
og félagi.
Síðustu ár var sá sjúkdómur sem
að lokum sigraði Grétar honum erf-
iður, en hann ræddi ekki um það sem
að honum sneri persónulega. Ég
undraðist stundum hversu mikil
tengsl hann virtist hafa við unga sem
eldri og gæti tíundað margar ábend-
ingar um fólk sem hann benti á að
leggja þyrfti lið ef færi gæfist og
einnig hvar gott gæti verið að leita
ráða.
Haustið 1993 var Grétar sér til
ánægju um uppskerutímann hjá
garðræktarbóndanum Sigurði Gunn-
arssyni í Ási í Melasveit. Flestir sem
þar voru við störf voru ungir og
hefur Sigurður sagt mér frá því að
aldrei hafí þurft að hvetja fólk til
starfa meðan Grétar var þar því að
í lok hvers kaffi- og matartíma hafi
hann staðið upp og sagt sem svo:
„Elskumar mínar, þetta gerir sig
ekki sjálft,“ eins og vænta mátti
með mildri ljúfmennsku. Meira þurfti
ekki af hans hálfu til að minna fólk
á skyldur sínar.
Síðustu dagana sem Grétar var á
Sjúkrahúsi Akraness hittumst við
oft á dag vegna þess að ég var þar
hjá veikri móður minni. Þó hann
væri mikið veikur og ætti erfítt með
mál fylgdist hann vel með öllu því
sem rætt var í kringum hann og
hann tjáði sig með smáorðum og
stuttum setningum og lýsti þannig »
skoðun sinni á umræðuefninu, m.a.
hvernig vonast var til að listi okkar
skipaðist á Vesturlandi og niður-
stöðu prófkjörs á Reykjanesi. Sunnu-
daginn 22 jan. sl. komum við saman
til Grétars í heimsókn eiginkona mín
og dóttir. Hann gaf þeim sitt þétta
og hlýja handtak af ótrúlegum styrk,
brosið og augnatillitið sagði meira
en orð. Fyrir það og alla vinsemd
eru hér bomar fram þakkir og kveðj-
ur.
Kynni mín af Ingigerði Jónsdóttur
hafa ekki verið meiri en þann tíma
sem við töluðum saman síðustu vik-
ur. Mér er Ijóst að styrkur og stefnu-
festa Ingu er með fádæmum, um-
hyggjuseminni og alúðinni sem hún
sýndi eiginmanni sínum verður ekki
lýst hér.
Þessi fátæklegu kveðjuorð eru
sett á blað til að þakka fyrir góð
kynni og til að bera fram samúðar-
kveðjur kjördæmisráðsfundar Al-
þýðuflokksins á Vesturlandi, sem
haldinn var í Stykkishólmi 28. jan.
sl., til fjölskyldu Grétars. Að endingu
bið ég góðan Guð að styrkja þig,
Inga, og fjölskyldu þína með þessum
orðum. Minning um góðan dreng
mun verða vel varðveitt.
Gísli Einarsson.
t
PÁLL JÓNASSON
frá Stígshúsi,
Eyrarbakka,
lést á Ljósheimum, Selfossi, 12. febrúar.
Aðstandendur.
t
JÓNA REYKDAL
lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 12. febrúar.
Þórður Reykdal,
Hildur Reykdal, Peter Burger,
Þórhildur,
Sabrina,
Andrew,
Cory.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR FINNBOGASON,
Sólvallagötu 10,
Keflavik,
lést sunnudaginn 12. febrúar.
Erna Sigurðardóttir, Sævar Sigurðsson,
Díana Eiríksdóttir, Þorleifur Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, systir og móðursystir,
GUÐJÓNA LOFTSDÓTTIR,
áður Víðimel 47,
Reykjavík,
lést í Hafnarbúðum mánudaginn 6. febrúar.
Útförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi í dag, þriðjudaginn
14. febrúar, kl. 13.30.
Loftur Þór Sigurjónsson,
Lovfsa Þórunn Loftsdóttir,
Þórunn Edda Sigurjónsdóttir.