Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 47

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 47 Matur og matgerð Sykurlaust kívíkrap ______________6 kíví_____________ 3 meðalstórir bananar Válitil melóna 2 eggjahvítur I dl hvítvín eða Vzdl eplasafi + Vzdl sódavatn ’Atslc. rósapipar til skrauts (mó sleppa) 1. Afhýðið kíví og banana. Takið steina úr melónu og skafið aldin- kjötið úr henni. Setjið allt íkvörn (matvinnsluvél) eða blandara og hrærið vel í sundur. Setjið í frysti í 1 klst. 2. Þeytið eggjahvíturnar, takið ávextina úrfrystinum og blandið eggjahvítunum varlega saman við. Setjið aftur í frysti og látið frjósa alveg. 3. Takiðafturúrfrystinum, sker- ið örlítið í sundur, setjið hvítvín eða eplasafa og sódavatn út í. Setjið í kvörn eða blandara og hrærið laus- lega ísundur. Hellið íglös eða skálar, stráið rósapipar yfir og berið strax á borð. Kívítriffli 100 g möndlumakrónur Vi dl sérrí eða eplasafi 6 kíví Vanillubúðingur: 1 'A dl rjómi 1 'A dl mjólk 2 eggjarauður ________2 msk. sykur_______ ______1 msk. kgrtöflumjöl__ V* tsk. vanilludropar 2 eggjahvítur ________3 msk. sykur_______ nota mó tilbúinn vanillubúðing, heitan eða kaldan 1. Raðið makrónukökunum á flatbotna eldfasta skál. Hellið sérríi eða eplasafa yfir. 2. Afhýðið kíví og skerið í sneið- ar, raðið ofan á. 3. Þeytið eggjarauður með sykri og kartöflumjöli. 4. Hálffyllið eldhúsvaskinn af köldu vatni. 5. Setjið mjólk og rjóma í pott og látið sjóða. 6. Takið pottinn af hellunni, hrærið eggjahræruna út í. Bregðið pottinum á helluna, látið hitna að suðu eða þar til þetta þykknar, en það má ekki sjóða, þá skilja eggin sig. Hrærið vel í á meðan. 7. Skellið pottinum í kalda vatn- ið í vaskinum og hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn úr. Kælið að mestu. Hellið yfir það sem er i skálinni. 8. Þeytið eggjahvíturnar, setjið sykurinn smám saman út í. Þeytið þar til þetta er oröið mjög vel stíft. Setjið yfir það sem er í skálinni. 9. Hitið bakaraofninn í 220°C, setjið skálina í miðjan ofninn og bakið í 5-10 mínútur eða þar til marengsinn hefurtekið lit. 10. Berið fram heitt eða kalt. Vegna mistaka við birtingu á þætti Kristinar Gestsdóttur, Mat- ur og matgerð, sl. sunnudag, birt- ast uppskriftirnar aftur. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar. Glæsilegnr lokasprettur hjá Birni og Aðalsteini BRIDS Hótel Loftlciöir BRIDSHÁTÍÐ 1995 72 para tvímenningskeppni 10.-11. febrúar. AÐALSTEINN Jörgensen og Björn Eysteinsson unnu tvímenn- inginn með minnsta mun, eftir hörkukeppni, einkum við Zia Mahmood og Tony Forrester. Hinir fyrrnefndu fengu 3.025 stig en Zia og Forester 3.024 stig. Mótið hófst á föstudagskvöldið með því að Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra, setti mótið og bauð gesti velkomna en þriðjungur þátttakenda voru erlendir, flestir brá Bandaríkjun- um. Ráðherrann sagði síðan fyrstu sagnimar fyrir Islandsvin- inn Zia Mahmood, sem lék á als oddi í fyrstu lotunni og fékk um 70% skor og var langefstur ásamt Bretanum Forrester eftir fyrsta kvöldið með 1.214 stig. í öðru sæti voru Tom Towns- end og Jeffrey Allerton með 1.087 stig, Jónas P. Erlingsson og Rúnar Magnússon voru með 1.083 stig og Grímur Amarson og Björn Snorrason vom með 1.077 stig. Flestir voru á því að úrslit tví- menningsins væru ráðin en ann- að kom á daginn. Townsend og Allerton söxuðu jafnt og þétt á Zia og Forrester í annarri um- ferðinni auk þess sem íslenzku pörin sýndu klærnar. Morgunblaðið/Amór SIGURVEGARARNIR í tvímenningskeppninni á Bridshátíð, Bjöm Eysteinsson og Aðalsteinn Jörgensen. EINHVERN tíma hefir maður nú gert betur en þetta gæti David Berkowitz verið að hugsa þegar hann skoðar skorblað- ið en hann varð í 28.-29. sæti í tvímenningnum ásamt félaga sínum Larry Cohen. Milli þeirra situr Steve Weinstein en allir þessir spilarar era meðal bestu bridsspilara Bandaríkjanna. Staða eftir tvær lotur: Zia Mahmood - Tony Forrester 2.099 TomTowmsend-JeffreyAllerton 2.095 Einar V. Kristjánss. - Arnar G. Hinrikss. 2.059 Guðm. Sv. Hermannss. - Helgi Jóhannss. 2.056 Jón Baldnrsson - Sævar Þorbjörnsson 2.040 Öm Amþórsson - Guðl. R. Jóhannss. 2.040 Melih Özdil — Nezih Kubaq 2.010 Þegar hér var komið vom Björn og Aðalsteinn í 14. sæti með 1.916 stig og sáu því aðeins efstu sætin í hyllingum en eins og margreynt er skiptir máli að vera á toppnum á réttum tíma. Aðalsteinn og Björn skoruðu jafnt og þétt í síðustu lotunni. Þeir komust í efsta sætið í næsts- íðustu umferð og héldu því eins og áður er getið með einu stigi. Naumara gat það ekki verið en Zia og Forrester höfðu leitt mót- ið nær allan tímann. Verðlaunin fyrir fyrsta sætið vom 2.900 dalir en 2.000 dalir fyrir annað sætið. Alls voru veitt verðlaun fyrir 8 efstu sætin, sam- tals 8.600 dalir. Lokastaðan í mótinu: Bjöm Eysteinss. - Aðalsteinn Jörgensen 3.025 Zia Mahmood - Tony Forrester 3.024 TomTownsend-JeffreyAllerton 3.004 Jón Baldursson - Sævar Þorbjörnsson 2.990 Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon 2.967 Jason Hackett - Justin Hackett 2.952 ÖmAmþórss.-Guðl.R.Jóhannsson 2.938 - Guðm. Sv. Hermannss. - Helgi Jóhannss. 2.935 Melih Özdil—Nezih Kubaq 2.930 Einar V. Kristjánss. - Amar G. Hinriksson 2.923 Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson spiluðu gegn Zia og Forrester í fyrstu umferðinni. Jóni og Sævari gekk vægast sagt mjög illa, fengu 6 stig af 116 sem í boði vom. Ef lokastaðan er skoðuð sést hve örlagarík þessi seta var fyrir þá félaga. Keppnisstjórar vom Kristján Hauksson, Sveinn R. Eiríksson og Einar Guðmundsson. Hinir fyrmefndu sáu um útreikning en Elín Bjarnadóttir var mótsstjóri. Arnór G. Ragnarsson. ZIA og Forrester leiddu tvímenninginn þar til tvær umferðir voru eftir. Hér spila þeir við Odd Hjaltason og Eirík Hjaltason. Laufaliturinn gaf tvo toppa BJÖRN Eysteinsson og Aðal- steinn Jörgensen fengu tvo toppa í setunni gegn Bretanum Andrew Robson og Ritu Shugart frá Bandaríkjunum. Þetta var annað spilið. Vestur Norður ♦ 864 ¥864 ♦ K873 ♦ K75 Austur ♦ G953 ♦ D7 ¥ KG105 ¥9732 ♦ ÁDG9 ♦ 1054 ♦ G ♦ G1032 Suður ♦ ÁK102 ¥ÁD ♦ 62 + ÁD864 Vestur Norður Austur Suður Shugart A.J. Robson B.E — — — 1 lauf dobl 1 tígull 2 hjörtu 3 Gr/ Björn opnaði á sterku laufi og dobl vesturs sýndi hálitina. Aðal- steinn sýndi 5-7 punkta og það nægði Birni til að stökkva í geim- ið. Eins og sést liggur spilið ekki vel enda töpuðust 3 grönd við flest borð þar sem þau vora reynd. En þarna spilaði Shugart út hjarta- tíunni eftir talsverða umhugsun og Björn fékk fyrsta slaginn á drottningu. Hann spilaði laufi á kóng, og Robson lét þristinn; og þegar Björn spilaði meira laufí úr borði kom tvisturinn frá Rob- son. Birni fannst margt benda til þess að laufið lægi illa. Fyrsta vísbendingin var umhugsun Shug- arts um útspilið, sem benti til þess að hún ætti annan kost, og þá tígul. Laufagosinn virtist því vera blankur. 1 öðm lagi sýndi Robson jafna tölu í laufí, en at- vinnuspilarar em yfirleitt mjög heiðarlegir í merkingum þegar þeir spila við lakari spilara. Björn ákvað að treysta þessu og lét lauf- áttuna duga. Þegar áttan hélt var spilið unn- ið. Björn tók nú laufslagina sína og Shugart henti tveimur spöðum. Þá átti Björn fjóra slagi á spaða og 12. slagurinn kom með því að spila tígli á kóng. Uppfinnmg við borðið Bretinn Tony Forrester, sem venjulega spilar við Robson, er hugmyndaríkur spilari. í þessu spili úr síðustu lotu tvímennings- ins fann hann sögn sem fáum öðrum hefði hugkvæmst, og fékk toppskor fyrir. N/AV Norður ♦ G63 ¥ G1085 ♦ DG6432 + - Vestur Austur ♦ K42 ¥ 32 ♦ 9 ♦ ÁK98752 ♦ ÁD1087 VD96 ♦ K8 ♦ G103 Suður ♦ 95 VÁK74 ♦ Á1075 ♦ 1)64 Þegar horft er á hendur AV virðast 4 spaðar vera hinn besti samningur. En þeir Zia Mahmood og Forrester sýndu fram á annað: Vestur Norður Austur Suður Forrester Zia — pass 1 spaði dobl 2 lauf 4 laufi pass 4 työrtu 4 spaðar dobl/ Eins og í spilinu hér að ofan snerist allt um laufalitinn. Forr- ester fann upp 4 laufa sögnina við borðið og ætlaði henni að sýna laufaeyðu og vera úttekt um leið. Hann doblaði síðan 4 spaða til að biðja um lauf, en Zia var ekki ömggari á stöðunni en svo að hann tók sér 5 mínútna umhugsun áður en hann passaði. En vörnin var ömgg. Zia spil- aði út hjartaás og skipti í lauf sem Forrester trompaði. Þá kom tígull á ás, lauf trompað, hjarta á kóng og lauf trompað og spilið var kom- ið 3 niður. Guðm. Sv. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.