Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 51

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 51 ( BRÉF TIL BLAÐSINS Kjarni málsins! Otrivin nefúðinn og nefdroparnir fást nú í næsta apóteki - án lyfseðils! Otrivin nefúðinn og nef- dropamir eru áhrifamiklir og einfaldir í notkun. Með virka efninu Xylometa- zolin vinnur Otrivin gegn nefstíflum vegna nefkvefs og bráðrar bólgu í ennis-og kinnholum. Otrivin velduræðasam- drætti, dregur úr blóðflæði, og minnkar þannig slím- myndun. Otrivin er fljótvirkt, áhrifin vara í 8-10 klst. Otrivin má nota3varádagen einungis viku I senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslím- húð. Sjúklingar með gláku ættu ekki að nota Otrivin. Framleiðandi: Ciba Geigy AG. Basel, Sviss. Innflytjandi: Stefán Thorarensen h.f., sfmi: 568 6044. Jeppabreytingar og jöklafar Frá tækninefnd Ferðaklúbbsins 4x4: í TILEFNI af viðtali við Kristján Jónsson (kallar sig Stjáni meik) sem birtist í Morgunblaðinu 11. desember síðastliðinn og viðtali á Stöð 2 7. febrúar síðastliðinn, vill tækninefnd í Ferðaklúbbnum 4x4 gera eftirfarandi athugasemdir: Við teljum ekki rétt af Kristjáni Jónssyni að reyna að vinna hug- mynd sinni brautargengi með því að rífa niður það sem þróast hefur á íslandi undanfarin ár. Kristjáni Jónssyni ætti að vera ljóst að ís- lendingar eru fremstir þjóða í að- lögun jeppa að íslenskum aðstæð- um. Honum væri nær að byggja á því sem þróað hefur verið hér á Islandi í stað þess að rakka niður það sem vel er gert. Kristján segir að reynsla að breyttum jeppum sé slæm og þess- ir hlutir séu dæmdir til að mistak- ast. Við höfum undir höndum upp- lýsingar frá helstu veitustofnunum og mörgum björgunarsveitum um að reynsla af breyttum og sérút- búnum jeppum sé mjög góð og reyndar lykillinn að hagkvæmum rekstri fyrirtækjanna á þessu sviði. Ummæli hans teljast því dauð og ómerk. Vantrú Kristjáns á breyttum jeppum á sér eðlilegar orsakir. Hann þekkir lítið til slíkra breyt- inga eða hönnunar á jeppum fyrir íslenskar aðstæður. Hann hefur í gegn um árin meðal annars feng- ist við að endursmíða fornbíla og má sem dæmi taka fræga endur- smíði póstbílsins. Smíði og hönnun breytts jeppa er af allt öðrum toga og á lítið skylt við fyrri verk Krist- jáns. Kristján ekki dómbær á jeppabreytingar Við drögum í efa hæfni Krist- jáns til að meta breytingar á jepp- um fyrir íslenskar aðstæður. Við höfum ekki séð það mikið til Krist- jáns Jónssonar á fjöllum, né heyrt af ferðalögum hans til fjalla, að við treystum hans áliti á breyttum jeppum og þeim iðnaði sem sprott- ið hefur upp um jeppabreytingar. Breytingar á jeppum er þróuð af notendum fyrst og fremst, en regl- ur um breytingar hafa verið unnar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, tækninefndar Ferðaklúbbsins 4x4, sérfræðinga Bifreiðaskoðunar og áður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Alvarleg aðdróttun Hvernig dirfist Kristján Jónsson að halda því fram að jeppamenn feli alvarlega galla í jeppunum? Þetta er gífurlega alvarleg aðdrótt- un. Við höfum þvert á móti bent á ýmsa galla frá framleiðendum sjálfum í gegn um árin og unnið stöðugt að því að endurbæta það sem gert er. Hvers vegna aka þá þúsundir breyttra jeppa um göt- umar og jökla landsins með frá- bærum árangri? Islensku jepparnir eru stórkost- leg tækninýjung sem hefur komið möguleikum íslendinga til ferða um eigið land á æðra plan. Það ætti að flokkast undir atvinnuróg að láta hafa eftir sér fullyrðingar um breytingar á jeppum eins og þær birtust í Morgunblaðinu án rökstuðnings. Að ráðast með þess- um hætti gegn nýjum stórkostleg- um möguleikum í gjaldeyristekjum fyrir Islendinga er beinlínis óafsak- anlegt. Of margir hugsa eins og Kristján Jónsson, hafa ekki farið á fjöll en eru á móti jeppum af því að þeir vita ekki hvað þeir eru að tala um. Ferðaklúbburinn 4x4 hef- ur barist ötullega gegn slíkum for- dómum, en því miður virðast þeir enn skjóta upp kollinum. Nýútkomin bók um jeppaáhugamál Að lokum viljum við benda Kristjáni Jónssyni á nýútkomna bók um jeppaáhugamál íslendinga. Þar er hægt að fræðast um flest grunnatriði varðandi breytingar og notkun á jeppum til ferðalaga á íslandi. A það skal bent að við höfum af kurteisisástæðum ákveðið að segja ekki frá skoðunum okkar á hugmynd Kristjáns Jónssonar um framleiðslu á „fjallabíl“. Hinsveg- ar, ef Kristján Jónsson æskir slíks álits, er velkomið að skrifa um það opinberlega. Þetta bréf er samið af tækni- nefnd Ferðaklúbbs 4x4, en þar sitja: Birgir Sigurðsson framl.stj., Freyr Jónsson véltæknifr., Guðni Ingimarsson vélaverkfr., Jónas G. Jónasson vélaverkfr., Snorri Ingi- marsson rafmagnsverkfr. og Þor- varður Hjalti Magnússon kerfisstj. F.h. tækninefndar Ferðaklúbbsins 4x4, JÓNAS G. JÓNASSON, verkfræðingur. Opnunartími Þjóðskjalasafns íslands Frá Sesselju Guðmundsdóttur: ÉG ER mjög ósátt við opnunar- tíma lestrarsalsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Vinnandi fólk getur aðeins notað salinn á laugar- dagsmorgnum og þá er yfirleitt hvert sæti skipað frá því opnað er og fram á síðustu mínútu. í nýjustu símaskránni er opnunar- tíminn sagður til kl. 19 virka daga og svo virðist sem tíminn hafi verið styttur um klst. af einhveij- um ástæðum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum áðan þeg- ar ég hringdi í Þjóðarbókhlöðuna til þess að athuga með opnunar- tímann þar og heyrði að þar væri lokað kl. 19! — og að aðeins væri opið á láugardagsmorgnum á vet- urna! Eru þessi söfn eingöngu fyr- ir ellilífeyrisþega og námsfólk? Hvað um okkur hin sem vinnum til kl. 17, 18, eða jafnvel 19? Eig- um við minni rétt á að nota söfn- in? Reka skattborgararnir (þar á meðal ég) ekki þessar stofnanir? Ég kref menntamálaráðherra eða safnstjórnina hér með um svör við fyrrgreindum spurningum. Bókasöfn víða úti á landi hafa opið á kvöldin, a.m.k. til kl. 21, svo vinnandi fólk getið notað þjón- ustu þeirra. Bókasafn Hafnar- fjarðar hefur sitt bókasafn t.d. opið til kl. 21 og stendur þar feti framar (2-3 klst.) Þjóðarbókhlöð- unni og Þjóðskjalasafninu. Vonandi bætir Landsbókasafnið svo og Þjóðskjalasafnið þjónustu sína við fjölmennustu stétt lands- ins, þ.e.a.s. útivinnandi fólk, með því að lengja opnunartímann. SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brekkutanga 36, Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. losa þig og krakkana við nefstífluna. Kynntuþérvel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 10 NftSESPRAY 1 wg/»tl HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSINS „Celestine“-hugræktarnám- skeið verður haldið í húsi félagsins, Ing'ólfstræti 22, á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Það hefst í kvöld 14. feb. og verður í 5 skipti. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Leið- beinandi er Einar Aðalsteins- sön. Innritun á staðnum. I i Bettur dagsins er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.