Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995
KJARAMÁLIN
Drög að kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins fyrirliggjandi
Meðalhækkun
allra laiina
er 6,9% á
samningstíma
LAUN undir 60 þúsund krónum á
mánuði munu hækka um 11,3%
að meðaltali á samningstímanum
ef gengið verður frá þeim drögum
að kjarasamningi aðila vinnumark-
aðarins sem ligga fyrir. Laun á
bilinu 60-84 þúsund krónur munu
hækka um 9,2% að meðaltali, en
meðalhækkun allra launa á samn-
ingstímanum er um 6,9%. Þetta
kemur fram í sameiginlegu mati
aðila vinnumarkaðarins á samn-
ingnum, sem Morgunblaðið hefur
undir höndum.
Drög að samningi lágu fyrir í
gærmorgun, en beðið var með end-
anlegan frágang þar til skýrðist
hvað stjómvöld gætu lagt af mörk-
um til að auðvelda samningagerð-
ina. Gert er ráð fyrir samningi til
tæplega tveggja ára eða til ársloka
árið 1996. Laun hækka tvívegis á
samningstímanum. Við undirskrift
hækka laun um 2.700 til 3.700
krónur og hækka lægstu launin
mest, en hækkunin fer stigminnk-
andi upp að 84 þúsund krónum.
Hækkunin er þannig útfærð að
laun á bilinu 43 til 48 þúsund
hækka um 3.700 krónur. Hækkun-
in er síðan eitt hundrað krónum
minni fyrir hveijar fjögur þúsund
krónur sem launin hækka um uns
hún fjarar út þegar launin hafa
náð 84 þúsund krónum á mánuði,
Morgunblaðið/Sverrir
MAGNÚS Gunnarsson, for-
maður VSÍ, Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, og Benedikt Dav-
íðsson, forseti _ASÍ, ræða
málin i gær. Árni Bene-
diktsson, formaður VMS,
fylgist með.
en miðað er við laun fyrir dagvinnu
að meðtalinni yfirborgun. Öll laun
hærri en 84 þúsund krónur hækka
síðan um 2.700 krónur á mánuði.
Laun hækka síðan aftur 1. jan-
úar næstkomandi um 2.700 krónur
hjá þeim landssamböndum Alþýðu-
sambands íslands sem völdu
krónutöluhækkun, én um 3% hjá
þeim landssamböndum sem vildu
fremur prósentuhækkun. Öll
Dæmi um hækkun launa á samningstímabilinu, m.v. að valin sé krónutöluleiðin 1. janúar 1996.
Laun fyrir hækkun Við undirskr. Janúar 1996 Laun þá samtals:
44.000 3.700 2.700 50.000
48.000 3.600 2.700 54.300
52.000 3.500 2.700 58.200
56.000 3.400 2.700 62.100
60.000 3.300 2.700 66:000
64.000 3.200 2.700 69.900
68.000 3.100 2.700 73.800
72.000 3.000 2.700 77.700
76.000 2.900 2.700 81.600
80.000 2.800 2.700 85.500
84.000 2.700 2.700 89.400
og hærri 2.700 2.700
Launahækkun við undirritun
Mánaðarlaun fyrir dagvinnu Almenn hækkun Sérstök hækkun Hækkun samtals:
43.000-47.999 2.700 1.000 3.700
48.000-51.999 2.700 900 3.600
52.000-55.999 2.700 800 3.500
56.000-59.999 2.700 700 3.400
60.000-63.999 2.700 600 3.300
64.000-67.999 2.700 500 3.200
68.000-71.999 2.700 400 3.100
72.000-75.999 2.700 300 3.000
76.000-79.999 2.700 200 2.900
80.000-83.999 2.700 100 2.800
84.000- 2.700 0 2.700
stærstu samböndin völdu krónu-
töluhækkun, þ.e. Verkamanna-
samband íslands, Landssamband
íslenskra verslunarmanna, Iðja,
auk Þjónustusambands Islands, en
Samiðn og Rafiðnaðarsamband ís-
lands völdu prósentuhækkun.
Þá felur samningurinn í sér
óbreytt ákvæði frá fyrri kjara-
samningi um láglaunabætur á
heildarlaun undir 80 þúsund krón-
um og koma þessar bætur tvívegis
hvort ár í maí og desember. Des-
emberuppbót árið 1996 hækkar
r
MORGUNBLAÐIÐ
síðan úr 13 þúsund krónum í 15
þúsund krónur. Að auki hefur tek-
ist samkomulag um ýmis sérmál
einstakra landssambanda og má
þar meðal annars nefna nýjan
kauptryggingarsamnings fisk-
vinnslufólks.
Stöðugleikinn tryggður
Með samningnum telja samn-
ingsaðilar að það svigrúm sem sé
til ráðstöfunar sé notað sérstak-
lega í þágu hinna tekjulægri, stefnt
sé að almennri kaupmáttaraukn-
ingu og stöðugleikinn sé tryggður,
þar sem þær kostnaðarhækkanir
sem samningnum fylgi raski hon-
úm ekki og eigi að tryggja áfram
lága verðbólgu og stöðugt gengi
krónunnar.- Þannig hafí samnings-
aðilar lagt sitt af mörkum til að
bæta samkeppnisstöðu íslensks
atvinnulífs, stuðla að auknum vexti
og árangursríkri baráttu gegn at-
vinnuleysi.
Þá mun á samningstímabilinu
starfa sérstök launanefnd skipuð
þremur fulltrúum frá hvorum
samningsaðila, launþegum og
vinnuveitendum. Hlutverk nefnd-
arinnar er að fylgjast með fram-
vindu í efnahags-, verðlags- og
atvinnumálum og er hvorum aðila
heimilt að segja samningnum laus-
um með mánaðarfyrirvara miðað
við 1. janúar næstkomandi, ef
marktæk frávik verða frá samn-
ingsforsendum. Byggt er á því að
verðlagsþróun á samningstíman-
um í heild verði áþekk því sem
gerist í helstu samkeppnislöndum.
í mati aðila vinnumarkaðarins á
samningnum segir að sú sátt um
launajöfnun sem samningurinn
endurspegli byggist á því að þeir
hærra launuðu í þjóðfélaginu sætti
sig við að laun þeirra hækki um
fasta krónutölu, 2.700 krónur á
mánuði, á árinu 1995. Náist ekki
víðtæk samstaða um þessa leið sé
ljóst að meginmarkmiðum samn-
ingsins sé teflt í tvísýnu. „Skilyrði
þess að samningsmarkmiðum verði
náð er að víðtæk samstaða skapist
meðal allra tekjuhópa í samfélag-
inu um að sá bati sem kominn er
fram í þjóðarbúskap okkar gangi
ríkar fram til þeirra sem lægri
hafa launin," segir ennfremur.
Kjaradeila kennara
enn í hörðum hnút
Morgunblaðið/Kristinn
NOKKRIR framhaldsskólanemar settust á ganga fjármálaráðu-
neytisins í gær til að sýna stuðning við kjarabaráttu kennara.
Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri spjallaði við nemendur.
SAMNINGANEFNDIR kennara og
ríkisins þokuðust ekkert í sam-
komulagsátt á fundum í gær og í
fyrradag. Við lá að upp úr viðræð-
um slitnaði í fyrrinótt eftir að kenn-
arar höfnuðu tillögum ríkisins um
breytingar á vinnutíma og kennslu-
skyldu kennara. Að mati beggja
samningsaðila er líklegt að viðræð-
ur dagist á langinn jafnvel þó að
gengið verði frá kjarasamningum á
almennum markaði í dag.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara-
formaður Kennarasambands ís-
lands, sagði að mikið vantaði á að
búið væri að rtá samkomulagi um
sérmál kennara. Hún sagðist ekki
sjá að kjaradeilan leystist þó að
samningar tækjust á almennum
vinnumarkaði. Til þess að það
mætti verða þyrfti afstaða ríkisins
að breytast mikið.
Tilboð ríkisins 740 milljónir
í stórum dráttum standa mál
þannig að samnipganefnd ríkisins
hefur boðist til að auka launaút-
gjöld ríkisins vegna kennara um
740 milljónir. Að auki hefur verið
talað um hækkun á grunnkaupi
kennara. Almennt er gert ráð fyrir
að sú hækkun verði svipuð og semst
um á almennum markaði.
Indriði sagði að stjórnvöld viður-
kenndu að þörf væri á að endur-
meta kennarastarfið. Starf kennar-
ans hefði breyst á síðustu árum
vegyia breyttra krafna í skólastarfi,
breytinga í tækni og almennra
breytinga á samfélaginu. Hann
sagði að samninganefnd ríkisins
hefði komið fram með tillögur sem
að tækju mið af þessu breytingum.
Indriði sagði að stjórnvöld legðu
mikla áherslu á að um leið og
kennarastarfið væri endurmetið
væru gerðar ákveðnar breytingar á
kjarasamningi kennara, sem í dag
hindraði að hægt væri að gera
nauðsynlegar endurbætur í skóla-
starfí. Þessar endurbætur varða
vinnutíma, kennsluskyldu o.fl.
Kennarar hafa lýst sig tilbúna
til viðræðna um breytingar á
kennslutilhögun, en hafna alfarið
að selja þessar breytingar því verði
sem ríkið býðst til að kaupa þær á.
Af beggja hálfu er vilji til að
breyta launaröðun, en launakerfi
kennara þykir um margt flókið og
dýrt í framkvæmd. Kennarar hafa
sett fram tillögu um iiýja launaröð-
un og ríkið hefur á móti lagt fram
tillögu um annars konar röðun.
Engin breyting hefur orðið á af-
stöðu deiluaðila um þetta atriði.
Ekki að vænta nýs tilboðs
Indriði sagði að samninganefnd
ríkisins myndi ekki koma með nýtt
tilboð í deilunni á næstunni. í
augnablikinu sæi hann ekki flöt sem
gæti leitt til lausnar. Hann sagðist
ekki geta svarað því hvort það
væri fallið til að greiða fyrir samn-
ingum ef menn legðu einfaldlega
allar tillögur um breytingar á vinnu-
tíma, kennsluskyldu og öðrum slík-
um þáttum til hliðar.
Fulltrúar kennarar gengu á fund
Ólafs G. Einarssonar menntamála-
ráðherra um helgina til að ræða
stöðuna. Guðrún Ebba sagði að
þetta hefði verið gagnlegur fundur.
Á honum hefði verið velt upp þeirri
tillögu að settur yrði inn í frumvarp-
ið fyrirvari um réttindamál kennara
líkt og er í því um tekjustofna til
sveitarfélaga. Guðrún Ebba sagði
að kennarar vildu gjarnan fá að sjá
frumvarp menntamálaráðherra um
réttindamál kennara, en fyrirvari
gæti hugsanlega leyst ágreining um
ríkisins og kennara um grunnskóla-
frumvarpið.
Síðdegis í gær gengu forystu-
menn kennara á fund fjármálaráð-
herra. Elna K. Jónsdóttir, formaður
HÍK, sagði að á fundinum hefði
kennurum verið kynntar þær að-
gerðir sem ríkisstjómin ætlaði að
fara út í til þess að greiða fyrir
samningum á almennum markaði.
Ekkert hefði verið rætt um stöðuna
í kjaradeilu kennara.
15 undanþágubeiðnir
Mikið var að gera hjá verkfalls-
stjórn kennarafélaganna í gær. Að
sögn Gunnlaugs Ástgeirssonar, for-
manns verkfallsstjórnar, hafa kom-
ið upp nokkur álitamál um fram-
kvæmd verkfallsins.
Um 15 undanþágubeiðnir hafa
borist verkfallsstjórn. Gunnar sagði
að beiðnirnar væru af ýmsum toga.
Nokkrum hefði verið hafnað og ein,
um kennslu við fatlaða, hefði verið
samþykkt. Hann sagðist gera ráð
fyrir að öðmm yrði svarað í dag.
Gunnar sagði að verkfallsstjórn
gerði ekki athugasemdir við ösku-
dagsskemmtanir á vegum foreldra-
félaga skólanna, en óvíst væri
hvernig verkfallsstjórn myndi af-
greiða undanþágubeiðnir um árshá-
tíðir nemenda.
Nokkrir nemendur úr framhalds-
skólunum settust að í fjármálaráðu-
neytinu í gær með kröfuspjöld til
stuðnings kjarabaráttu kennara.
Nokkrir komu með námsbækurnar
með sér. Nemendurnir yfirgáfu
ráðuneytið um miðjan dag í gæ>'
án þess að til neinna árekstra kæmi.