Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 10

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 50 ár frá því Dettifossi var sökkt DETTIFOSS, myndin er tekin í erlendri höfn. Þrjátíu bj örguðust og fimmtán fórust Um borð í Dettifossi voru 14 farþegar og 31 skip- verji. Þennan örlagaríka morgun var Dettifoss á siglingu skammt norður af írlandi og í samfloti með þremur erlendum skipum. Veður var sæmilegt, norð- austan strekkingur og kröpp alda. Ekki hafði þessi floti herskipafylgd vegna þess hve skipin voru fá. Gífurleg sprenging Morgunblaðið flutti fyrst frétt af skipskaðanum þann 13. mars 1945, enda hömlur á fréttaflutningi vegna stríðsins. Jónas Böðvarsson skip- stjóri lýsti svo atburðum: „Skipið var á siglingu í sæmilegu veðri. Klukkan var 8.29 að morgni, er alt í einu varð gríðarleg sprenging í skipinu frammí. Farþegar flestir voru í rúm- um sínum, en skipsverjar höfðu ný- lega lokið við að skifta um vakt.“ Óiafur Tómasson 2. stýrimaður var í messanum að neyta morgun- verðar. Hann lýsti því sem þá gerð- ist í bókinni Farmaður í friði og stríði, (Skuggsjál976), sem Jóhann- es Helgi skráði: „Klukkan var 29 mínútur gengin í níu. Þá gerðist það. Tundurskeyti hæfði skipið. Það Síðastliðinn sunnudag komu saman í Reykja- vík nokkrír þeirra sem björguðust þegar es. Dettifossi var sökkt norður af írlandi þann 21. febrúar 1945. Skipið varð fyrír tundur- skeyti eða tundurdufli og sökk á aðeins fímm mínútum. Guðni Einarsson kynnti sér gamlar heimildir um þennan atburð. 21150-21370 LARUS Þ. VALÐIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasteignasali Ný eign á fasteignamarkaðnum - til sýnis og sölu: Allt sér - útsýni - eignaskipti Mjög góð 6 herb. efri hæð í þriggja hæða húsi á vinsælum útsýnisstað í austurborginni. Sórþvottah. á hæð. Grunnfl. hússins um 150 fm. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæð. Frábært verð. Skammt frá Háskólanum Litið endurb. einbhús með 3ja herb. íb. á hæð og í risi. Gott lán. Tilboð óskast. Stór og góð 3ja herb. íb. við Hjarðarhaga 85,4 fm auk geymslu og sam- eignar. Tvennar svalir. Sérþvottaaðst. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Sérþvottah. - mikið útsýni - eignask. í suðurenda mjög góð 4ra herb. íb. á 2. hæð miðsvæðis við Hraunbæ. Bílskúr. Ágæt sameign. Skipti mögul. á minni íb. Skammt frá Landspítalanum Ný endurbyggð 3ja herb. jarðh. 40 ára húsnl. kr. 3,1 millj. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Vesturborgin - þríbýlish. - eignaskipti Glæsil. 5 herb. sérefri hæð skammt frá Vesturbæjarskóla. Grunnfl. hússins um 155 fm. Innb. bílsk. með geymslu 37 fm. Skipti æskil. á góðri 3ja-4ra herb. íb. í borginni eða nágr. Höfum trausta kaupendur að: Góðu einbýlish. í Hafnarfirði, má vera hæð og kj. 4ra-6 herb. góðri íb. við Espigerði. Húseign við Hávallagötu, Hólavallagötu, nágrenni. Húseign með 3-4 svefnherb. á Lækjum, Teigum, nágrenni. Húseign í borginni með tveim íbúðum. Sérstakl. óskast húseign í Skerjafirði, nágrenni með tveimur 3ja-4ra herb. íbúðum. Allt eru þetta traustir og fjársterkir kaupendur og jafnframt gamlir við- skiptamenn Almennu fasteignasölunnar. • • Fjöldi eigna í skiptum. Teikningará skrifst. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AtMENNA FASTEIGNASAUH LÁUGWEGM8Sn!lAR2m3^í5?Ö Morgunblaðið/Þorkell TIL AÐ minnast hins örlagaríka dags fyrir réttum 50 árum og þeirra, sem ekki komust af og famir em síðan, komu saman í kaffi í Þingvallasal Hótels Borgar síðastliðinn sunnudag, þrír úr hópi farþega og sjö skipverjar á Dettifossi. I fremri röð em: Anton Líndal, Baldvin Ásgeirsson; Ás- geir Magnússon, Ólafur B. Olafs- son, Tryggvi Steingrímsson og Bjarni Árnason. I aftari röð em Gísli Guðmundsson, Geir Geirs- son, Erlendur Jónsson og Davíð S. Jónsson. lék á reiðiskjálfi, dumbur gnýr, helj- arhögg... Eitt sekúndubrot sveif ég ein- hvern veginn í lausu lofti - skilning- arvitin þöndust og maginn dróst inn. Eg sat eins og negldur eina örskots- stund. Svo stökk ég á fætur, hljóp ganginn að vélarúminu og horfði þangað niður. Ég sé Ásgeir Magnús- son vélstjóra stefna á stjórntæki vélarinnar og setja vélsímann á Stopp...“ Valdimar Einarsson loftskeyta- maður lýsti atvikum þannig í viðtali við Morgunblaðið, 13. mars 1945: „Jeg geri mjer strax grein fyrir því hvað skeð hefði, og nú væri ekki seinna vænna að bjarga sjer. Hljóp jeg strax upp í „brú“. Sá jeg þaðan, að brotið var ofan af framsiglunni, hin svokallaða „stöng“ hafði brotnað af henni við sprenginguna. Þá var loftnetið farið leiðina sína og loft- skeytastöð skipsins við það óvirk." Erfitt að sjósetja björgunartæki Ólafur stýrimaður hélt strax út á þilfar, en þá þar var enginn maður sjáanlegur. „Flekinn bakborðsmegin er horfinn, hafði sundrast við sprenginguna, og skipið er nú þeg- ar, einni mínútu eftir sprenginguna farið að halla svo mikið að mjög erfitt er að fóta sig og damp farið að leggja um það... Ég handstyrkti mig í logandi hvelli miðskips að stjórnborðsbátum sem mér bar sem 2. stýrimanni að sjósetja, raða fólki í og stýra. En hallinn á skipinu er þegar orðinn svo mikill að tilgangs- laust er að losa þann bát úr sæti sínu; hann hefði aldrei í sjóinn farið heldur dottið niður á skipið. Fjórir menn eru að bjástra við bátinn. Ég segi þeim að láta þennan bát eiga Fyrirtækjasalan Skipholti 50B S. 5519400 - 5519401 fox 622290 ★ MATVÖRUVERSLANIR í MIKLU ÚRVALI. ★ UÓSRITUNARSTOFA. ★ EFNALAUG í VERSLUNARKJARNA. ★ BÓKA- OG RITFANGAVERSLUN. ★ BARNAFATAHEILDVERSLUN. ★ VÖRUFLTUNINGALEIÐ. ★ SÆLGÆTISFRAMLEIÐSLA. ★ TÖLVUVERSLUN. ★ SÓLBAÐSSTOFA. ★ HÁRGREIÐSLUSTOFA. ★ VEITINGAHÚS. ★ SÖLUTURNAR. ★ MATVÆLAFRAMLEIÐSLA. ★ BRAUÐGERÐ - FRAMLEIÐSLA. Getum bætt við fyrirtækjum á skrá. Góð sala framundan. sig og koma yfir að hinum og þang- að brölti ég við svo búið og losa hann. Snúa þarf tveim sveifum til að lyfta björgunarbát úr sæti sínu, önnur er að framanverðu og hina að aftanverðu og ég byija á þeirri fyrrnefndu og sný uns sjórinn hrekur mig að hinni sveifinni. Hann nær mér von bráðar í hné og ég sný og sný. Útblásturskrafturinn frá katlin- um og drunurnar í honum sjálfum yfirgnæfa öll önnur hljóð. Drunur, heit gufa, hafrót - og skipið er að sökkva. Gífurlegt sár er á bakborðs- bógnum, kolsvart gap og undnar stálplötur. Ég hamast á sveifinni og hugsa ekki um annað en að snúa - en ég skynja." Ólafur lýsir því síðan þegar hann sér Davíð Gíslason 1. stýrimann losa björgunarfleka og koma honum fyrir borð. Flekinn bjargaði 17 manns en ekki Davíð. Hann drukknaði. Ólafi tókst með harðfylgi að koma björg- unarbátnum á flot en lenti sjálfur í sjónum. Geir Geirsson 3. vélstjóri kippti honum um borð í bátinn, en hann var kominn þar um borð ásamt kokknum á skipinu. Þeir lónuðu síð- an í kringum sökkvandi skipið, björguðu fólki úr sjónum og fylgdust með því hvort fleiri kæmu úr flakinu. Fáninn hvarf síðast Aðeins fimm mínútum eftir sprenginguna hvarf skipið sjónum. Valdimar Einarsson loftskeytamað- ur lýsti því þannig: „Leið nú skipið hægt í djúpið og var fánastöngin á skutnum seinast ein úr sjó, með ís- lenska fánann blaktandi í golunni. Þeirri látlausu sjón gleymum við skipbrotsmenn aldrei." Alls komust 11 manns fyrst í bátinn, 17 á stærri flekann og 2 á annan minni og var þeim síðar bjarg- að í bátinn. Allir voru blautir og margir illa klæddir og sumir án bjargbeltis. Ekkert varð ráðið við stóra björgunarflekann og rak hann fyrir vaxandi veðri og vindum. Fólk- ið þar um borð sat undir stöðugri ágjöf, flekinn seig öðru megin og við og við sat fólkið í sjó upp undir mitti. Þungunin bjargaði Ólafur stýrimaður og félagar hans á björgunarbátnum áttu betri vist og hægara með að stýra sinni för. „Við iónuðum á slysstaðnum, svipuð- umst um, þeir sem ekki sátu undir árum. Og þá komum við Hallgrímur vélstjóri auga á eitthvað sem maraði í kafi í nokkur hundruð metra fjar- lægð. Þetta er áreiðanlega éitthvað kvikt, sagði Hallgrímur. Ekki varð greint hvað þetta var, rekald eða böggull, því að báturinn sat djúpt í sjónum og aldan var kröpp. Ég stýrði að þessu - og í ljós kom bak á líf- beltislausri mannesku. Það var kona. Eugenie Bergin Hallgrímsson, dótt- urdóttir Thor Jensen. Hún var þung- uð - og flaut á þunga sínum, átti líf sitt að þakka baminu sem hún bar undir belti. Hún var meðvitund- arlaus þegar við innbyrtum hana - og úr öðrum axlarliðnum." Þeim félögum tókst að blása lífi í Eugenie og koma henni í liðinn. „...við dúðuð- um hana og í fyllingu tímans fæddi hún sitt barn, sitt líf og sinn lífgjafa í senn, hraustan dreng sem enn er í fullu fjöri á jörðinni," segir Ólafur. Bjargað eftir eina stund Alltaf sást á milli björgunarflek- ans og björgunarbátsins, þótt í sund- ur drægi með þeim. Ekki leið nema klukkustund þar til bresk hersnekkja kom á vettvang. Björguninni er þannig lýst í Morgunblaðinu: „Fóru allir um borð í hana. Þar var mjög vel tekið á móti skipbrots- fólkinu og vildu bresku sjómennirnir allt fyrir það gera. Láta það fá þurr föt og hressingu og hlynna að fólk- inu á annan hátt. Þegar til hafnar kom [í Skot- landi] var þar fyrir fulltrúi frá Eim- skipafjelagi íslands, frá breska hern- um og Rauða krossinum enska. Skipbrotsfólkið fjekk föt og peninga frá Eimskipafjelaginu og þá bestu aðhlynningu sem hægt var veita.“ Skipbrotsmennirnir fengu síðan far heim til íslands með Brúarfossi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.