Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 12

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kanna áhuga á áramóta- ferðum fyrir Parísarbúa ATHUGUN stendur nú yfir á því að koma á áramótaferðum frá París til Akureyrar. Vonir standa til áð unnt verða að bjóða slíkar ferðir um næstu áramót, en enn er óvíst hvort það takist. Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar veitt fyrir nokkru Arna Steinari Jóhannssyni umhverfis- stjóra á Akureyri styrk til að kanna möguleika á að koma slíkum ferðum á í samstarfi við ferða- þjónustuaðila. Árni Steinar var í París á dögunum og átti þá fund með fulltrúum sjö ferðaskrifstofa í borg- inni þar sem þessi mál voru rædd. Hótel KEA og Hótel Harpa á Akureyri hafa stutt þetta fram- tak Áma Steinars. Heimavinnan eftir „Draumurinn er að koma upp ferðaþjónustu á þessum árstíma, reyna að fá Parísarbúa til að koma hingað norður og eyða hér áramótunum,“ sagði Ámi Steinar. Hann sagði vinsælt meðal íbúa borgarinnar að fara til Finnlands um ára- mót. Slíkar pakkaferðir hefðu hafist fyrir 10-15 árum og um síðustu áramót hefðu um 3.000 Parísarbúar farið í áramótaferð til Finnlands og nytu slíkar ferðir vaxandi vinsælda. „Fólk var jákvætt fyrir þessari hugmynd og fimm af sjö ferðaskrifstofum ætla að taka þátt í að selja áramótaferðir til Akureyrar, komist hugmyndin í framkvæmd," sagði Árni Steinar, en hann sagði að nú ættu menn eftir að setjast niður og vinna sína heimavinnu, en að mörgu þyrfti að hyggja áður en hægt yrði að bjóða slík- ar ferðir. Grasafræðiferð Síðastliðið haust átti Árni Steinar fund með fulltrúum ferðaskrifstofu í Lundúnum sem sér- hæfir sig í grasafræði- og náttúruvísindaferðum og hefur verið ákveðið að setja íslandsferð á dagskrá árið 1996. Sjónum yrði einkum beint að Akureyri með Lystigarðinn sem útgangspunkt. „Það er með þetta starf eins og ræktunina," sagði Árni Steinar „þetta tekur allt tíma áður en árangur sést." Skráning bóka Dav- íðs heimil MENNINGARMÁLANEFND Ak- ureyrarbæjar hefur heimilað amts- bókaverði að hefja undirbúning að skráningu bókasafns Davíðs Stef- ánssonar skálds frá Fagraskógi. Lárus Zóphaníasson amtsbóka- vörður vék að því í ræðu á hátíðar- samkomu á Amtsbókasafninu á Akureyri á 100 ára afmæli Davíðs Stefánssonar í janúar síðastliðnum að bókasafn hans sem er mikið að vöxtum sé enn óskráð. Slíkt sé óviðunandi þar sem ekki sé með góðu móti hægt að halda utan um safnið. Amtsbókavörður ítrekaði þá ósk sína að hafíst verði handa um skráningu bókasafns Davíðs Stef- ánssonar við menningarmálanefnd bæjarins og gerði hann nefndinni grein fyrir þeim hugmyndum sín- um að dreifa verkinu á tvö til fjög- ur ár. Samþykkti nefndin að heim- ila undirbúning þessa verkefnis. Arekstur göngum við Dalvík ENGINN slasaðist í árekstri sem varð í snjógöngum Dal- víkurmegin við Múlagöngin í gærdag. Miklar skemmdir urðu á ökutækjum. Fólksbíll sem kom að sunn- an frá Dalvík og jeppi sem kom úr gagnstæðri átt mætt- ust í djúpum snjógöngum sem þarna eru, í brekku sunnan við gömlu vegamótin í Ólafsfjarðarmúla. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Dalvík bjargaði það miklu að ökumaður jeppans brá á það ráð að keyra upp í ruðninginn. Jeppinn lenti á hlið fólksbílsins, kastaðist upp í ruðninginn og valt á hliðina. Ekki slys á fólki Engin slys urðu á fólki en tvennt var í hvorum bíl. Báð- ir bflarnir eru töluvert mikið skemmdir. Að sögn lögreglu á Dalvík eru víða djúp snjógöng á veg- inum, einungis ein breidd og því nokkuð torfært á köflum. 1 snjó- Morgunblaðið/Rúnar Þór UNNIÐ er af kappi við að skipta um lýsingu í íþróttahöllinni og er það liður í endurbótum vegum Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik en einn riðill keppninnar fer þar fram. Ljós- magnið í Höllinni eykst um helm- ing eftir að búið verður að koma nýju ljósunum fyrir, en alls verða sett upp 48.800 watta ljós í húsið. Byrjað var á þessu verkefni um leið og verkfall kennara hófst, en vegna þess er engin íþróttakennsla í húsinu. Um páskana verður síðan hafist handa við að skipta um gólf í húsinu sem einnig er liður í endurbótum vegna HM-95. Á litlu myndinni eru raf- virkjarnir Ári Fossdal og Baldur Ragnarsson með eitt af Ijósunum sem verið er að setja upp í Iþróttahöllinni. Ný ljós fyrir HM Þórsarar telja brýna nauðsyn á bættri aðstöðu Foreldrar langþreyttir á akstri milli íþróttahúsa ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór hyggst óska eftir viðræðum við bæjaryfír- völd um byggingu íþróttahúss við félagsheimili sitt. Forráðamenn félagsins áttu fund á sunnudags- kvöld með bæjarstjóra, formanni íþrótta- og tómstundaráðs og for- manni skipulagsnefndar þar sem farið var yfír málið. Aðalsteinn Sigurgeirsson for- maður Þórs sagði að í kjölfar sam- þykktar skólanefndar í fyrri viku þess efnis að byggja ætti stjórnun- arálmu við Glerárskóla hefði verið hreyft við málinu nú, en Þórsarar hefðu lengi haft í hyggju að byggja eigið íþróttahús. Á fundinum á sunnudagskvöld viðruðu Þórsarar þá hugmynd að íþróttahús Glerárskóla yrði breytt í stjórnunarálmu við Glerárskóla, en forsenda þess að félagið geti byggt íþróttahús sé að það verði nýtt yfir daginn fyrir leikfími- kennslu skólabama. Bent var á þann möguleika að Síðuskóli og væntanlegur Giljaskóli gætu nýtt íþróttahúsið undir leikfimikennslu sína í framtíðinni. Kostnaður 110 til 140 milljónir Aðalsteinn sagði ekki spumingu um að Þórsarar byggðu íþróttahús, spurningin væri hins vegar hve- nær. Rammasamningur milli fé- lagsins og bæjarins rennur út síðar á árinu en Þórsarar horfa til þess að hægt verði að undirrita nýjan samning á 80. ára afmælisdegi félagsins 6. júní næstkomandi. Að sögn Aðalsteins er áætlað að kostnaður við byggingu íþróttahús félagsins geti numið á bilinu 110 til 140 milljónum króna, en for- svarsmenn félagsins hafa verið að skoða teikningar og spá í spilin um nokkurt skeið. Aðalsteinn sagði menn gera sér ljósa grein fyrir því að ekki er gert ráð fyrir íþróttahússbygging- unni á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár, en í áætlun félags- ins sé við það miðað að fé fáist á árinu 1996. Æfingar á þremur stöðum í bænum „Það er orðið afar brýnt að byggja þetta íþróttahús, aðstaða fyrir félagsmenn væri óviðunandi og margir foreldrar em langþreytt- ir á að aka börnum sínum milli íþróttahúsa, en æfingar væm stundaðar á þremur stöðum í bæn- um. Margir hafa gefist upp á þessu fyrirkomulagi og við emm farin að missa krakkana úr íþróttastarf- inu vegna þessa,“ sagði Aðal- steinn. Ungmenni játa fjölda innbrota TVÖ ungmenni vom um helg- ina látin laus úr gæsluvarð- haldi vegna aðildar að fjölda innbrota á Akureyri í liðinni viku. Um er að ræða pilt og stúlku sem viðurkenndu við yfírheyrslur hjá rannsóknar- lögreglunni á Akureyri að hafa komið peningalítil frá Reykjavík til Akureyrar að kvöldi sunnudagsins 12. febr- úar síðastliðinn. Þau hefðu þá um nóttina brotist inn í verslunarmiðstöðina Krónuna og farið þar inn í sjö verslanir í því skyni að ná sér í fé. Næsta dag hittu þau aku- reyrskt par sem slóst í för með þeim. Eftir neyslu fíkni- efna um kvöldið ákváðu ung- mennin að hefja næstu inn- brotahrinu, en þá um nóttina brustust þau fjögur inn í fjölda verslana og fyrirtækja í bæn- um og nágrenni hans og höfðu hátt í þrjú hundruð þúsund krónur í iausafé upp úr krafs- inu. Þau vora öll handtekin morguninn eftir innbrotin og voru þrjú þeirra úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þau viður- kenndu við yfirheyrslurnar að hafa verið undir áhrifum fíkni- efna seinna innbrotakvöldið. Viðurkenndu þrjú innbrot BROTIST var inn í húsnæði Rúmfatalagersins aðfaranótt laugardags, en morguninn eftir handtók lögreglan þtjá unga menn sem viðurkenndu að hafa verið þar að verki. Þeir viðurkenndu einnig að hafa gert tilraun til innbrots í Teiknistofu Hauks Haralds- sonar í Kaupangi. Þá viður- kenndu tveir þremenninganna að hafa ásamt öðrum þriðja aðila brotist inn í Skíðaþjón- ustuna í upphafí árs. Brotist var inn í Filmuhúsið í göngugötunni í Hafnarstræti á Akureyri aðfaranótt föstu- dags í síðustu viku og stolið þaðan hljómflutningstækjum. Málið er óupplýst en rann- sóknarlögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Tekin með hass Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri handtók í liðinni viku karlmann en við húsleit hjá manninum fundust 25 grömm af hassi. Hann viðurkenndi að hafa keypt 30 grömm af hassi af manni á Dalvík. Sá var hand- tekin og játaði við yfirheyrslu að hafa keypt 50 grömm af hassi, hann seldi Akur- eyringnum 30 grömm en af- gangurinn var til eigin neyslu. Fræðslu- samkoma FRÆÐSLUSAMKOMA um börn, trúarþroska og bænina verður í Glerárkirkju á morg- un, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.