Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Kaup- þings 25,6 m.kr. Arður af eigin fé var um 17,4% HAGNAÐUR af rekstri Kaupþings hf. á síðasta ári nam 44,3 milljónum, en 25,6 milljónum eftir skatta. Eftir skatta var hagnaður 23,5 milljónir í árslok 1993. Heildarvelta fyrirtækis- ins var 257 milljónir í árslok 1994, sem er aukning um 6,6% frá árinu áður. Á sama tíma jukust rekstrar- gjöld um 4,4% í 212,7 milljónir. Aðalfundur Kaupþings hf. var haldinn sl. föstudag. Þar kom fram í ræðu Sólons Sigurðssonar, fráfar- andi stjómarformanns Kaupþings, að árið 1994 væri eitt hið besta í sögu félagsins þar sem umsvif hafi aukist á nær öllum sviðum. Eigið fé Kaupþings var 174,5 milljónir um síðustu áramót skv. árs- reikningi. í árslok 1993 var eigið fé fyrirtækisins 146,9 milljónir og jókst milli ára um 18,8 %. Arður af eigin fé var 17,4%. Heildarviðskipti Kaupþings hf. með skuldabréf námu liðlega 73 milljörðum króna árið 1994. Það er 57% aukning frá árinu áður. Heildareignir verðbréfasjóða í umsjá Kaupþings jukust um 1,7 millj- arð 1994, úr 3,7 milljörðum í 5,4 milljarða. í máli Sólons kom fram að eftir að íjárhæðatakmörkunum á sjóði, sem fjárfesta mest erlendis, var aflétt í byijun árs 1994 hafi al- þjóðlegir verðbréfasjóðir félagsins dafnað mjög vel. Þeir eru nú fímm talsins og eignir þeirra samtals ná- lægt 1,5 milljörðum króna. Hjá Kaupþingi starfa um 30 manns en Guðmundur Hauksson er forstjóri fyrirtækisins. Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, var kjörinn formaður stjómar á fyrsta fundi hennar, en aðrir í stjóm em Ingimar Haraldsson, aðstoðarspari- stjóri, Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, Sólon Sigurðsson, bankastjóri, Guðmundur Gíslason, aðstoðarbankastjóri og Sveinn Jóns- son, aðstoðarbankastjóri. ~***<~t SÉÐ yfir ísafjarðarkaupstað. Hagnaður NIBjókst um 53% milli ára Hafnarstjóm á Isafirði kannar þrjár leiðir til að bæta skipasmíðaaðstöðuna Kaup á flotkví til athugunar HAGNAÐUR af starfsemi Norræna fjárfestingarbankans (NIB) jókst um 53% á milli áranna 1993 og 1994. Á síðasta ári nam hagnaðurinn 98 millj- ónum ecu eða 8,3 milljörðum ís- lenskra króna, samanborið við 64 milljónir ecu eða 5,4 milljarðar ís- lenskra króna árið 1993. Arið 1994 var hagnaður sem hlutfall af meðal- tali eigin fjár 13% samanborið við 9,8% árið 1993. Hreinar vaxtatekjur NIB jukust um 14% á árinu 1994 og vora í árs- lok 114 milljónir ecu eða 9,6 milljarð- ar íslenskra króna. Engin útlánatöp urðu á árinu 1994. Árið áður varð bankinn fyrir einu útlánatapi upp á 3 milljónir ecu. Heildarútlán NIB voru í árslok 1994 alls 4.556 milljónir ecu eða 384 milljarðar íslenskra króna Þar af vora aðeins tvö lán, samtals að fjár- hæð 1,8 milljarðar íslenskra króna sem ekki vora í fullum skilum í árs- lok 1994. Það era tæplega 0,5% af útistandandi lánum alls. Samþykkt nýrra lána jókst um 60% Fjárfestingar innan Norðurlanda fara nú vaxandi á ný, sem endur- speglast í aukinni eftirspum eftir lánum NÍB. Samþykkt ný lán innan Norðurlanda jukust þannig um 60% frá fyrra ári, en útborganir lána á árinu 1994 námu 679 milljónum ecu eða 57,3 milljörðum íslenskra króna, sem er 16% aukning frá fyrra ári. Af útborguðum nýjum lánum 1994 fóra 36% til Svíþjóðar, 27% til Finn- lands, 18% til Noregs, 12% til Dan- merkur og 7% til íslands. Meira en helmingur af útborguð- um lánum á árinu 1994 fór til fram- leiðsluiðnaðar og var tijávöru- og pappírsiðnaðar þar umfangsmestur. Norræni fjárfestingarbankinn hefur tekið þátt í fjölda fjárfestinga innan trjávöra- og pappírsiðnaðarins bæði í Finnlandi og Svíþjóð og hafa þessar fjárfestingar jafnframt oft falið í sér umhverfisvænni framleiðsluaðferðir. Þátttaka NIB í fjármögnun svokall- aðra innviðafjárfestinga, einkum á sviði samgangna, fer vaxandi. Auking í verkefna- fjárfestingu Alþjóðlegar lánveitingar NIB era fyrst og fremst verkefnafjárfesting- arlán (PIL). Þessi lán era veitt til fjármögnunarverkefna með nor- rænni þátttöku í þróunarlöndum, sem uppfylla kröfur um lánshæfni og auk ess landa Mið- og Austur-Evrópu. mars 1994 samþykktu fjármálaráð- herrar Norðurlanda 60% hækkun á PIL-útlánaramma NIB þannig að útlánageta bankans til þessara verk- efna nemur frá og með janúar 1995 2.000 milljónum ecu, 168,8 milljörð- um íslenskra króna. Stærsti hluti PIL-lánanna hefur farið til verkefna í Asíu og era lánveitingar til Kína þar mikilvægastar. Innan Norðurlanda varð á árinu mikil aukning á eftirspurn eftir lán- um í innlendri mynt. Um fjórðungur af nýjum lántökum bankans á árinu 1994 var í gjaldmiðlum Norðurlanda samanborðið við aðeins 3% á árinu 1993. Bankinn aflaði stærsta hlutar nýs ráðstöfunarfjár síns á árinu með lántöku á fjármagnsmarkaði í Japan, en þaðan komu um 60% af heild- arlántökum bankans árið 1994. Nýj- ar lántökur NIB árið 1994 námu alls 1.433 milljónum ecu eða 120,9 milljörðum íslenskra króna saman- borið við 1.869 milljónir ecu árið á undan. Góð lausafjárstaða Gott lánstraust auðveldar bank- anum öflun lánsfjár á hagstæðum kjöram. NIB nýtur nú sem fyrr besta mögulega lánstrausts til öflunar fjár- magns á alþjóðlegum fjármagns- markaði — AAA/Aaa — samkvæmt mati hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja Standard & Poor’s og Moody’s. NIB er eini lántakandinn á Norðurlöndum með það mat. Lausafjárstaða bankans er góð, en hún nam 2.108 milljónum ecu eða 177,9 milljörðum íslenskra króna í árslok 1994 samanborið við 1.970 milljónir ecu í árslok 1993. Niður- stöðutala efnahagsreiknings bank- ans í árslok 1994 nam 7.540 milljón- um ecu, 636,3 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 7.513 milljón- ir ecu árið á undan. Stjóm NIB hefur lagt til að greidd- ur verði út arður til eiganda bankans að fjárhæð 20 milljónir ecu, 1,7 millj- arðar íslenskra króna, en það sam- svarar 7% af innborguðu grannfé bankans. Ársreikningur NIB verður lagður fram á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík 1. mars nk. HAFNARSTJÓRN ísafjarðar hef- ur nú til athugunar þijá kosti til að skapa aðstöðu til skipasmíða- og viðgerða í bænum, meðal ann- ars kaup á notaðri flotkví erlendis frá. Ákvörðun í því máli verður væntanlega tekin innan nokkurra vikna, en núverandi upptöku- mannvirki eru úr sér gengin og ljóst er að úr því verður að bæta, að sögn Halldórs Jónssonar, for- manns Hafnarstjórnar ísafjarðar. Nú er í gangi athugun á hag- kvæmni þess að endumýja þau upptökumannvirki sem til eru á Isafirði og verður henni væntan- lega lokið í kringum næstu mán- aðamót, að sögn Halldórs. Þegar sú athugun liggur fyrir verður hægt að velja á milli þriggja kosta: að endurbyggja núverandi dráttar- braut, reisa yfirbyggða skipa- smíðaaðstöðu sem nefnd hefur verið Skonsan, eða að kaupa not- aða flotkví erlendis frá. Verkefni burt frá ísafirði „Það eru allir sammála um að það þurfi að vera aðstaða til skipa- viðgerða hér,“ sagði Halldór. „Við höfum verið að missa verkefni úr bænum og það er mikið hnignun- armerki hvernig komið er málum.“ Hann sagði að hugmyndirnar um „Skonsuna” og flotkví væru báðar áhugaverðar og að væntanlega liðu nokkrar vikur en ekki mánuð- ir þar til ákvörðun yrði tekin. Flotkví kostar 15-30 millónir Valgeir Jónasson hjá Þrym hf. sagði að fyrirtækið hefði ásamt fleirum athugað kosti þess að kaupa flotkví til ísafjarðar og sent erindi til hafnarnefndar ísafjarðar 27. janúar til að kynna hugmynd- ina. Valgeir sagði að það myndi líklega kosta um 10-20 milljón krónur að skapa aðstöðu í ísafjarð- arhöfn fyrir flotkvína og 4-8 millj- ónir að draga kvína til íslands. Fullbúin myndi hún kosta um 120 milljónir, sem þýddi að hún væri hagkvæmur kostur. Staðsetning hennar væri miðuð við Suðurt- anga, þar sem væri aðdjúpt, en athuga þyrfti vindálag og hvernig hægt væri að tjóðra kvína í roki. Hugsanlega kæmu fleiri staðir til greina fyrir kvína. Flotkví af þeirri gerð sem verið hefur að athuga gæti tekið upp skip 50-60 metra að lengd og 10-11 m að breidd, sem þýddi að hægt yrði að taka upp stór skip eins og Bessa og Júlíus Geir- mundsson, sagði Valgeir. Nú er engin flotkví á íslandi, en von er á einni slíkri frá Litháen til Akur- eyrar í vor. > > > > \ \ \ j I > I I I \ ) > > O N (0 a cc < > h X UJ b Ð- fJ: Lambakjjöt í karrísósu. Handa fjórum _i _J _i 1 kg lambakjöt með beini, t.d. framhryggur eða bógur Vatn 1- 2 tsk salt hvítur eða svartur pipar úr kvörn 2- 3 nogulnaglar (má sleppa) 1 laukur, saxaður gróft Sósa; 11/2 msk smjörllki 1-2 tsk karrí 2 1/2-3 msk hvefti 5 dl af soði Kjötið er snyrt og sett I pott ásamt kryddinu og lauknum. Vatni er hellt á svo að fljóti yfir. Suðan er látin koma upp og froðan veidd vandlega ofan af. Kjötiö er soðið í 30-45 mínútur eða þar til það er meyrt og rétt aðeins laust frá beinunum. Kjötið er fært upp og skorið i bita en beinin tekin burt. Smjörllkið er brætt I potti og karríið látið krauma í því í 1-2 mínútur. Hveitið er slðan hrært fiaman við. or hoitu soöinu hoilt út ( Bmúm onman og hroort vol ú milli. Sósan er látin sjóða í nokkrar mínútur og kjötið sett út í. Rétturinn er ftorjnn frm moö nrisgrjónm og oinníg or golt aO hafa moð honum gulrætur sem eru þá soðnar með kjötinu. Annar réttur fæst með því að sleppa karríinu og krydda sósuna í staöinn með 3 msk af söxuðu nýju dilli (eða 2 tsk af þurrkuðu), 1-2 msk af sítrónusafa og, ef þurfa þykir, 1/4 tsk af sykri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.